Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1992, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1992, Síða 11
MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1992. 33 Friðfinnur Hilmarsson á efsta hesti í B-flokki, Stíganda. DV-myndir E.J. Munurinn eitft stig á Herði og Stíganda - í gæðingakeppni Gusts 1 Kópavogi um helgina Gæðingakeppni Gusts í Kópavogi fór fram um helgina. Úrslit fóru fram í gær í blíðskaparveðri. Auk þess að valdir voru bestu gæðingar félags- manna fór fram úrtaka fyrir hvíta- sunnukappreiðar Fáks þar sem tveir gæðingar í hverri grein munu keppa frá Gusti. Hjá Gusti gilti sú regla að tveir hæst dæmdu gæðingar í hverj- um flokki, eftir forkeppni, verða full- trúar Gusts. í B-flokki gæðinga var keppni grimm. Röð þriggja efstu hesta breyttist ekki, þó svo að munur á efsta hesti, Stíganda, og þeim sem kom næstur, Herði, væri einungis eitt stig. Stígandi Arnar Þorvaldssonar sigr- aði, fékk 8,53 í einkunn. Knapi var Friðfinnur Hilmarsson. Hörður, sem Halldór Victorsson á og sat, kom næstur með 8,52 og Toppur Hilmars Jónssonar, sem Sigurbjöm Bárðar- son sat, varð þriðji með einkunnina 8,51. Toppur var jafnframt valinn glæsilegasti gæðingur mótsins. í A-flokki stóð efstur Mökkur Jóns Gísla Þorkelssonar sem sýndi hann sjálfur. Mökkur fékk einkunnina 8,36. í 2. sæti varð Funi Guðrúnar Bjamadóttur sem fékk 8,22 í ein- kunn. Knapi var Halldór Gísli Guðnason. í þriðja sæti varð Gnýfari Karls Kristjánssonar sem Georg Kristjánsson sat. Gnýfari fékk 8,11 í einkunn og kom fimmti inn í úrslit. Hörð keppni Stráks og Juniors í barnaflokki var einnig háð mikil keppni. Strákur, sem Ásta Dögg Bjarnadóttir sat, og Junior, sem Sandra Karlsdóttir sat, voru mjög jafnir. Strákur fékk 8,48 í einkunn og Junior 8,41 og eftir röðun héldu hestamir sætum sínum. Heggur, sem Sigríður Þorsteinsdóttir sat, varð þriðji með 7,69 í einkunn. í unglingaflokki voru úrsht skýr. Snúður, sem Victor B. Victorsson sat, stóð efstur með 8,26 í einkunn. Jarpur, sem Oddrún Sigurðardóttir sat, varð annar með 7,69 og Dropi, sem Björg María Þórsdóttir sat, varð reið, grillveisla og fleira sem kætir þriðji með 7,57 í einkunn. unga eldmóðsknapa. Einnig voru kappreiðar, naglaboð- -E.J. Frændurnir Jón Gísli Þorkelsson á efsta hesti i A-flokki, Mekki, og Halldór Gísli Guðnason á Funa sem varð í 2. sæti. Hestarnir og knaparnir rekja allir ættir sína til bæjarins Þóreyjarnúps í Vestur-Húnavatnssýslu. Iþróttir Berglind með glæsilegasýningu Félagar í íþróttadeild Harðar í Mosfellsbæ búa enn að hinum glæsi- legu íslandsmótum sem haldin vora í Mosfellsbæ sumrin 1988/89. íþrótta- völlurinn er ávallt tilbúinn undir mikla reið og skipulag til fyrirmynd- ar. Harðarfélagar héldu íþróttamót sitt fóstudaginn 22. og laugardaginn 23. maí og luku mótinu með dúndr- andi gleði í nýlegu félagsheimili á svæðinu. Keppt var í þremur flokk- um: barna, unglinga og fullorðinna. Þátttaka var töluverð. Til dæmis voru skráðir um það bil tuttugu knapar í tölt ogfjórgang fullorðinna. Þrír fullorðnir fengu gullverðlaun Nokkrir knapanna gerðu góða ferð á mótið. Þrír knapar unnu öll gullverð- launin í flokki fullorðinna. Berglind Árnadóttir skaut mörgum harð- skeyttum karlmanninum aftur fyrir sig og sigraði í tölti, fjórgangi og ís- lenskri tvíkeppni á Snjalli. Trausti Þ. Guömundsson kom einnig nokkuð við sögu. Hann sigraði í hlýðnikeppni á stóðhestinum Kappa, vann skeiðtvíkeppnina á Garpi og varð stigahæstur knapa. Sigurður Sigurðsson sigraði í fimm- gangi á Létti. Hestakostur í Mos- fellsbæ er mikill og þóttu fjórgangs- hestamir lofa góðu. Gunnar Þorsteinsson gerði sér lítið fyrir og vann allar fjórar greinarnar í unglingaflokki. Hann sat hryssuna Perlu í tölti og fjórgangi og það nægði einnig til sigurs í íslenskri tví- keppni. Þá var hann stigahæstur knapa í unglingaflokki. í barnaflokki sigraði Guðmar Þ. Pét- ursson fjórar greinar af fimm. Hann mætti með þrjá fáka sinna á mótið. Guðmar vann töltið á Limbó, fjór- gang á Mána, hlýðnikeppnina á Jarpi og varö einnig stigahæstur knapa. Garðar Hólm Birgisson vann ís- lenska tvíkeppni á Skafrenningi. -E.J. Leiðrétting: Halldór sat Nökkva og Straum Því miður slæddist inn meinleg villa í grein um íþróttamót Gusts í Kópavogi fyrir skömmu. Sagt var að Halldór Victorsson hefði keppt í tölti og fjórgangi á Herði. Það er rangt. Hann keppti á fimm vetra fola, Nökkva, í fjórgangi og sigraði og sat Straum í tölti og varð þar í öðru sæti. -E.J. Verðlaun dreifðust á marga keppendur Maria Dóra Þórarinsdóttir sigraði (jórfalt á íþróttamóti Andvara. Hér situr hún Jökul. DV-mynd E.J. - á íþróttamóti Andvara í Garðabæ íþróttamót Andvarafórframfyr- knapinn í barnaflokki. flest gullverðlaun allra keppenda á Verðlaun dreifðust einnig í ungl- mótinu: fem. Hún sigraði í fjór- ingaflokki. Stefán Ágústsson sigr- gangi og íslenskri tvíkeppni á Jökii aði í fjórgangi á Brún, Elva D. Jóns- og hindranarstökki og ólympískri dóttir sigraði í íslenskri tvíkeppni tvíkeppni á Yl. á Vin og Sigurður G. Halldórsson Amar Bjamason og Friðþjófur sigraði i tölti á Rósu. Hann vann Vignisson fengu tvenn gullverð- bikar tii eignar því að þetta er launhvor. Arnarsigraðiígæöinga- þriðja árið í röð sem hann vinnur skeiði og skeiðtvíkeppni á Lúkasi töltkeppnina. Sigurður varð einnig en Friðþjófur i fimmgangi á Flug- stigahæstur knapa x unglinga- ari og varð einnig stigahæstur flokki. knapa i flokki fuiloröinna. Sveixm Gaukur Jónsson sigraði í María Dóra fékk tölti á Glanna og Vilhjálmur Ein- flestgullverölaun arsson í hlýðnikeppni á Þrym. María Dóra Þórarinsdóttir fékk -E.J. ir skömmu, Keppendur hjá And- vara voru óvepjumargir. Þó að Andvari hafi færri félagsmönnum á aö skipa en félög í stærri bæjarfé- lögum er unnið markvisst starf í Garðabæ. Stefnt er að byggingu nýs keppnisvallar skammt frá þeim sem nú er notaður. Þrír keppendur í bamaflokki unnu til gullverðlauna. Sigurður Halldórsson sigraði í fjórgangi á Kardínála, Inga B. Ingólfsdóttir fékk gullverðlaun á Toppi fyrir tölt og íslenska tvíkeppni og Þórdís Höskuldsdóttir varð stigahæsti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.