Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1992, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1992, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1992. 3 Fréttir Formaður fomleifanefndar: LÍN og bankar násaman Stjóm Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur náð sam- komulagi við banka og sparisjóði um fyrirgreiðslu viö námsmenn vegna breyttra reglna um útborg- anir námslána. Lánshæilr náms- menn munu eiga kost á skaram- tímalánum í bönkum og spari- sjóðum gegn eðlilegum trygging- um samkvæmt reglum viðkom- andi peningastofnana. Lániö mið- ast við útreikninga LfN. -pj Mlklabraut54: i Reykjavík hafa kært OLÍS fyrir þau ummerki sem starfsmenn fyrirtækisins skildu eftir þegar þeir fjarlægðu gamlan oiiutank af lóðinni í siðustu viku. Eins og kom fram í DV skildi vörubíU, sem fjarlægði tankinn, eftir sig djúp för i grasblettinum en samkvæmt upplýsingum frá OLÍS hefur veriö fyllt upp í hol- una eftir tankinn og grasblettur- inn verður lagaður. -bjb Anna Mary Snorra- dóttir látin Anna Mary Snorradóttir frá Syðra-Langholti í Hrunamanna- hreppi lést á Harefield-sjúkra- húsinu í London síðasöiðið laug- ardagskvöld. Hún hafði skömmu áður gengist undir erfiða lungna- skiptiaðgerð á sjúkrahúsinu. Anna Mary Snorradóttir lætur eftir sig eiginmann og tvö ung börn. -JSS Nef ndin var upplýst um væntanlegt jarðrask - leyfi þarf ekki nema hrófla eigi viö fornminjum „Þetta verk er allt í umsjá borgar- minjavarðar. Hann á sæö í fornleifa- nefnd og hann upplýsö nefndina um fyrirhugaðar framkvæmdir fyrir rúmum mánuði. Samkvæmt upplýs- ingum, sem hann gaf nefndinni, verður ekki haggað við fornum minj- um á þessu svæði,“ sagði Sveinbjörn Rafnsson, formaður fornleifanefnd- ar, við DV. Hlutverk fornleifanefndar er að hafa yfirumsjón með rannsóknum á fomleifum í landinu. í henni eiga sæti fimm manns. Þorleifur Einars- son jarðfræðingur, sem óttast afleið- ingar jarðrasksins í miðborginni vegna fornminja sem þar kunni að vera, telur að leita hafi átt leyfis nefndarinnar áður en hafist var handa með stórvirkum vinnuvélum. Sveinbjöm sagði að samkvæmt upplýsingum borgarminjavarðar yrði fornleifafræðingur á staðnum til þess að fylgjast með framkvæmdun- um. Ef einhverjar fornar minjar kæmu í ljós yrðu þær þegar stöðvað- ar. Það ætti því að vera tryggt að ekki yrði haggað við fomum minjum á svæðinu. „Fomleifanefnd þarf ekki að veita leyfi til framkvæmda af þessu tagi sé ætlunin ekki sú að hrófla við forn- minjum. Ekki er leyfilegt að hrófla við neinum fomminjum eldri en hundrað ára, samkvæmt lögum, nema með leyfi nefndarinnar. En eins og þessu var lýst fyrir nefndinni er ekkert slíkt á döfinni." Sveinbjöm sagði að þó svo að ein- hverjar minjar kæmu í ljós þarna, sem væri líklegt, þá væri ekki ætlun- in að fara í neina rannsókn á þeim Hinn umdeildi uppgröftur í Aðalstræti. að sinni heldur yrði svæðinu þegar lokað og allt jarðrask stöðvað. Sam- kvæmt upplýsingum borgarminja- varðar væru borgaryfirvöld á þessari skoðun og heíðu lofað að stöðva allar framkvæmdir þegar ef eitthvað kæmi í Ijós. „Borgarminjavörður sagði mér fyrir svo sem viku að komið hefði í ljós hleðsla á gatnamótum Aðal- strætis og Túngötu sem ekki hefði verið kunnugt um áður. Fram- kvæmdir hefðu þegar verið stöðvað- ar og gatnamálastjóri væri á því að þama yrði ekki gert meira. Þarna væri ætlunin að raska engu. Gatan yrði aðeins hækkqð og sett hlííðarlag en minjamar myndu liggja þarna DV-mynd BG undir óhreyfðar. Þær munu bíða rannsóknar þar til síðar. Ég er sáttur við þessa meðferð málsins. Varðandi umrætt veggbrot þá er það borgarminjavarðar að meta ald- ur þess og fleira þar að lútandi." -JSS LAGERÚTSALA Á ÁRGERÐ1991 ALLIR BÍLAR SELDIR Á KOSTNAÐARVERÐI í boði er 6stk. UN045,3ja dyra Verð á UNO 45 án vsk. 458.000 8stk. FIORINOsendibílar 2 stk. TEMPRA station 2 stk. TEMPRA 2 stk. TIPO 2 stk. PANDA 4x4 1 stk. UNOTURBO Verð ’91 Verð ’92 570.000 690.000 590.000 690.000 án vsk. 1.050.000 1.320.000 890.000 1.150.000 890.000 1.180.000 690.000 860.000 1.000.000 1.260.000 (Ryðvörn + skráning ekki innifalin.) (Málmlakk kr. 12.000.) EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ EIGNAST NÝJAN BÍL FlllAlT halska venlunarfélagið hf. SKEIRJNN117 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI91 688 850

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.