Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1992, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1992. Iþróttir Ásta B. Gunnlaugsdóttir, aldursforsetinn í kvennaknattspymu: „Mig langaði til að leika í 2. deildinni" Ásta B. Gunnlaugsdóttir er markahæst í 1. deild kvenna. Hún hefur skoraö fjögur mörk í tveimur fyrstu leikjum íslandsmótsins í knattspymu. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hún er í þessari stöðu. Allt frá árinu 1974 hefur Ásta verið í fremstu röð knattspymukvenna og oftast nær hefur hún veriö með- al þeirra markahæstu. Hún hefur margsinnis orðið íslands- og bikar- meistari með Breiðabliki og var í hðinu á árunum 1976-1983 er það var nær ósigrandi. Senter með húmor! Ragna Lóa Stefánsdóttir, leikmað- ur Stjörnunnar og ÍA, hefur senni- lega oftast allra þurft að kijást við Ástu á leikvelli. „Ásta er geysilega snögg að hlaupa, aðallega á fyrstu metmn- um. Hún er lúmskur en skemmti- legur leikmaður, senter með húm- or! Við vomm alltaf að kljást en það urðu samt aldrei nein leiðindi. Þegar ég var yngri var hún höfuð- verkur, ég fékk alltaf að vita það daginn fyrir leik að ég ætti að taka Ástu B. og þá varð oft htið um svefn. Hún er geysilegur karákter, lífsgleðin er svo mikh. En hún á sína galla, hana vantar yfirvegun og ef maður náði að brjóta hana niður strax þá hafði maður hana allan leikinn," segir Ragna Lóa Stefánsdóttir. Hugsa ekki um að hætta Ásta B. er elsti leikmaður 1. deildar kvenna, fædd 13. maí 1961 og er því 31 árs. Hún er leikjahæsti leikmað- ur kvennalandshðsins, lék fyrsta leik íslands 1981 og einnig með ís- lenska landshðinu gegn Englend- ingum og Skotum í maí sl. Osjaldan hefur hún verið spurð að því hvort hún æth ekki að fara að hætta í fótboltanum en hún seg- ir að það sé ekki á dagskrá í dag. „Ég gæti hugsað mér aö minnka við mig og æfa bara með landshð- inu. Nei, þetta er ekki efst í huga mér í dag, núna langar mig ekki th að hætta en við sjáum hvað set- ur,“ segir Ásta. Ásta hefur tekiö þátt í 19 keppnis- tímabilum á einn eða annan hátt. Hún lék fyrst með Breiðabliki 1974 og hefur aðeins misst eitt tímabh úr, 1987, er hún eignaðist yngri dóttur sína, Gretu MjöU. Átta sinn- um hefur hún oröið íslandsmeist- ari með Breiöabhki. En hver finnst henni vera geta hðanna í 1. deild í dag, miðað við fyrstu árin? „Það eru ennþá sömu liðin þijú sem berjast um titihnn, UBK, IA og Valur. Breiðablik hafði það fram yfir á þessum árum að vera með breiðari hóp heldur en hin Uðin en í dag hafa bæði ÍA og Valur þessa breidd. í öðrum Uðunum eru góðir einstakhngar en breiddin er ekki næg. Þjálfunin í dag er þrefalt tíl fjórfalt meiri en hún var. Þetta er orðin heils árs íþróttagrein. Til- koma landshðsins hefur gefið manni tilefni til að stefna að ein- hvetju meiru. Við stelpumar höf- um allar lagst á eitt að efla íslensk- an kvennafótbolta og í dag æfum við alveg th jafns á við karlana." Vilji er allt sem þarf Nú hefur veriö sagt að konur eigi ekki aö leika knattspymu og allra síst eftir að þær hafi eignast börn. „Ég tel að allir eigi rétt á því að gera það sem þá langar til aö gera og af hveiju ekki að leika fótbolta eins og hvað annað. Þegar ég eign- aðist Hólmfríði, eldri dóttur mína, 1984, þá kom aldrei neitt annað th greina en að halda áfram. Auðvitað vom mörg ljón í veginum en með góðri hjálp og ef vhjinn er fyrir hendi er aht hægt. Þegar ég eignað- ist Gretu, 1987, var ég nálægt því að hætta sökum aldurs! Ég var orð- in 26 ára og þetta var~ spuming um að leggja ýmislegt á sig th að koma sér í form. Það sem hvatti mig mest áfram var að Breiðablik hafði falhð í 2. dehd. Ég hafði unnið aht sem hægt var að vinna en aldrei oröið 2. dehdar meistari svo þaö var ekki um annað að ræða en aö láta slag standa og þar með var ég komin af stað aftur.“ Drottningin Steinn Helgason, annar landshðs- þjálfari kvennalandsliðsins, þjálf- aði kvennahð ÍA th margra ára. Hveija telur hann helstu kosti og gaha Ástu? „Helsti kostur hennar er hvað hún hefur mikinn hraöa og mér finnst það líka kostur hvað hún er námfús og tekur vel leiðsögn. Hana vantar meiri tækni og hún er að skána sem leikmaður. Þegar ég var að þjálfa Skagahðið var hún okkur mjög erfið og vanalega reyndi ég að láta khppa hana út, með mis- jöfnum árangri þó,“ segir Steinn Helgason í ferð landshðsins th Englands og Skotlands gekk Ásta undir nafn- inu drottningin. Aöspurð sagði Ragna Lóa Stefánsdóttir að það væri vegna þess að hún væri drottning! En hver er skýring Ástu á nafngiftinni? „Æth ég sé ekki kölluð drottning- in vegna þess að ég er best, stærst og frekust (roknahlátur). Nei, æth það sé ekki vegna þess að ég er elst í hðinu og hef leikið flesta lands- leiki. En ég er stelpunum mjög þakklát fyrir þá undirgefni sem þær hafa sýnt mér.“ Ætlum að sigra í sumar verða leiknir tveir lands- leikir hér heima, gegn Skotum og Englendingum, vhtu einhveiju spá um úrsht þeirra leikja? „Við ætlum að vinna þá báða! Fyrri leikurinn er gegn Skotum, 22. júní á Akranesi, og þar kemur ekk- ert annað en sigur th greina. Eng- lendingamir verða erfiðari, þar er á brattann að sækja en meö smá- heppni, hagstæðri vindátt og góðri hvatningu frá áhorfendum er þetta möguleiki. Við verðum að vinna þessa tvo leiki ef við ætlum okkur lengra í Evrópukeppninni en það verður erfitt,“ segir Ásta B. Gunn- laugsdóttir. -ih Greta Mjöll og Hólmfríður Ósk Samúelsdætur ætla báðar að feta í fótspor móður sinnar, Ástu B. Gunnlaugsdóttur, og leika knattspyrnu með Breiðabliki. Þær eru í 5. flokki og hlakka mikið til að taka þátt í pæjumótinu í Vestmannaeyjum um næstu helgi. -DV-mynd ÞÓK Ríkharður Daðason i landsleik með 21 fremstu víglínu gegn Ungverjum í Búda ÚUitc leikge - Island mætir Ung Guðmundur HDmaissan, DV, Búdapest Það verður á brattann að sækja fyrir íslenska landsliðið í knattspymu sem mætir Ungveijum á Nep-leikvanginum glæsilega í Búdapest í kvöld. Ungveijar hafa snjöhu hði á að skipa og ljóst er að íslensku landshðsmennimir þurfa að ná toppleik til að leggja þá ungversku að velh. Þetta er annar leikur íslands í 5. riðli undankeppni HM þar sem leika auk ís- lands Ungveijaland, Grikkland, Júgó- slavía, Samveldi sjálfstæðra ríkja og Lúx- emborg. Allar Jíkur em á að Júgóslövum verði vísað út úr undankeppninni eftir að Öryggisráð sameinuðu þjóðanna ákvað að setja viðskipta- og íþróttabann á Júgóslava. Um miðjan síðasta mánuö léku íslendingar gegn Grikkjum í Aþenu og urðu lyktir 1-0, Grikkjum í vil. Tvö efstu liðin fara til Bandaríkjanna 1994 Tvö efstu hðin í þessum riðh vinna sér sæti í úrshtakeppni HM sem fram fer í Bandaríkjunum árið 1994. íslendingar MIÍÍÍMlHPBIiiÍiilii^Í vL-nopiinnn i - sem æfir fyrir handknattl íslenski landsliðshópurinn í handknati Barcelona, verður tilkynntur í dag. Hóf nokkrum nýhðum í honum. Nokkuð ljóst er nú oröið aö ísland teku anna. Alþjóðahandknattleikssambandið land sé fyrsta varaþjóó fyrir Júgóslava o alþjóða ólympíunefndarinnar. Liklegt er ber um miðjan mánuðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.