Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1992, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1992. Fréttir Amameshæðin heillar: Útigangsmenn hreiðra um sig undir brúnni - „óskiljanlegt,“ segir rekstrarstjóri Vegagerðarinnar Fundist hafa vegsummerki um úti- gangsmenn undir nýju brúnni yfir Arnameshæðina. Á hreint ótrúleg- um stað ftmdust m.a. svefnpoki, stól- ar og teppi undir austari enda brúar- innar. „Það er með öllu óskiljanlegt að þama hafi verið mannabústað- ur,“ sagði Eyvindur Jónasson, rekstrarstjóri hjá Vegagerðinni, í samtali við DV. Lögreglan í Hafnar- firöi og menn frá Vegagerðinni hafa fariö á vettvang og að sögn Eyvindar verða gerðar ráðstafanir til að loka fyrir staðinn. Búið var aö rífa upp net sem var fyrir opi undir brúna og í lítilli kompu þar fyrir innan fundust tveir garðstólar, svefnpoki, teppi, kerti og ýmislegt fleira sem ótvírætt bendir til þess aö þama hafi fólk verið á ferðinni. Miðað við útbúnaðinn má áætla að 2-3 útigangsmenn hafi hallað höfði sínu þama og líklegt að það hafi ver- ið nýlega. Þegar búið er aö klöngrast niður um opiö blasir vel gerður stigi viö sem liggur upp í kompuna. Kolniða- myrkur er í kompunni, sem er um metri á hæö, og urðu DV-menn að notast við kveikjara til að fikra sig áfram. Aðstæður þama em allar hin- ar ömurlegustu og fyrir ofan komp- una glymur í bílaumferöinni. Eins og sjá má á innfelldu myndinni er þessi nýi bústaöur útigangsmanna á frekar óvenjulegum stað upp undir brúnni. Stóra myndin sýnir kompuna og þau húsgögn sem fylgja. Síöan sést f tréstigann sem liggur upp í kompuna. DV-myndir ÞÖK Vegagerðin ætlar að koma í veg sagði að ekki væri endanlega búið að lenda í þessari aðstöðu viö hönn- fyrir frekari mannaferðir á þessum aö ákveða með hvaða hætti það yrði un brúarinnar,“ sagði Eyvindur. ótrúlega stað en Eyvindur Jónasson gert. „Við áttum reyndar ekki von á -bjb ríkissjoð - segirÞorsteimiPálsson „Fiskveiðasjóður heyrir undir sjávarútvegsráöuneytið. Þaö hef- ur ekki veriö á dagskrá í því ráðu- neyti að taka eigið fé sjóösins og flytja þaö yfir í ríkissjóð, hvorki í meiri mæli né minni,“ segir ! Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra. „Ástæðan er augljós; það myndi grafa undan stöðu síóðsins á er- lendum lánamörkuðum. Við- skipti sjóðsins byggjast á eiginfi- árstöðu hans. Það væri viöbúið að ríkissjóöur þyrfti að taka ábyrgðir á lánastarfseminni ef hann ætlaði að fara aö seilast i eigið fé bankans. Eg held að það væri óheppilegt að fara inn í sjóðasukk af þvi tagi. Hitt er svo annað mál að þaö hef- ur verið unniö aö lögfræöilegri skoðun á því hver sé raunveruleg staða sjóðsins hvaö varðar eigna- raðild með hliðsjón af þvi að sjáv- arútvegurinn hefur greitt mjög verulega inn í sjóðinn með skatt- tekjum. Þetta er nauösynlegt að athuga áður en lengra verður haldið varðandi hugmyndir um aö breyta sjóðnum í hlutafélag. Ég tel hins vegar að þaö sé eðlilegt markmið að unnt veröi með tím- anum að breyta Fiskveiöasjóöi I hlutafélag. -J.Mar Atvinnuleysi í Reykjavík jókst um 124 prósent -frá 1. júní í fyrra til sama tíma í ár Atvinnuleysi í Reykjavík hefur aukist um 124% milli ára miöað við upplýsingar hjá Ráöningarskrifstofu Reykjavíkurborgar frá 1. júní síðast- liðnum. Þá voru 2029 manns á at- vinnuleysisskrá, eða um 3% af mannafla á vinnumarkaði, en 1. júní á síðasta ári voru atvinnulausir í Reykjavík 905. Af2029 manns eru 605 skólakrakkar á skrá og að sögn Gunnars Helgasonar, forstöðu- manns Ráðningarskrifstofunnar, veröur allt reynt til aö útvega þeim vinnu. Um 3000 manns sóttu um vihnu hjá Reykjavíkurborg og hefur um helmingur þeirra fengið vinnu. Af þessum 2029 eru 315 verslunar- menn og 252 verkamenn og eru það fjölmennustu hóparnir sem eru án vinnu. Af heildinni voru 740 karlar atvinnulausir 1. júní sl. og 684 kon- ur. Fyrir ári voru sambærilegar tölur 297 hjá körlum og 271 hjá konum. Á sama tíma voru 337 skólakrakkar án vinnu. Gunnar Helgason sagöi í samtali við DV að atvinnuleysistölur væru alltaf hærri um mánaðamót og til marks um það bættust 84 manns við á listann 1. júní. „Atvinnuleysi í Reykjavík mældist einu sinni meira í vetur en hefur aukist síðustu mán- uði. Þetta eru alltof háar tölur," sagði Gunnar. -bjb í dag mælir Dagfari_________________ Traustinu vísað frá Sérkennileg uppákoma varð á aukaþingi ungra jafnaðarmanna um helgina. Þar var borin fram til- laga um traustsyfirlýsingu til handa Jóhönnu Sigurðardóttur, fé- lagsmálaráöherra og varformanni Alþýðuflokksins. Þessari túlögu var vísaö frá og að sögn formanns SUJ var það gert til að valda ekki misskilningi. Síöan hefur sprottið upp misskilningur mn þann mis- skfining formaims SUJ að sam- þykkt tifiögunnar mundi valda misskilningi þegar hann heldur því fram að ekki megi túlka tillöguna sem vantraust á Jóhönnu heldur hefði sá misskilningm- hugsanlega hlotist af samþykkt tfilögunnar að hún hefði verið túlkuð sem van- traust á forrnann Alþýðuflokksins, Jón Baldvin. Eins og alþjóð veit stendm lands- þing krata fýrir dyrum. Þetta þing er boðað vegna þess að sá kvittm hefm verið uppi í Alþýöuflokknum að menn vfii fefia Jón Baldvin. Jón Baldvin lét því flýta þinginu til að það kæmi í ljós að hann yröi ekki felldur. Þeir sem vilja fella Jón Baldvin eru hins vegar óánægðir með þaö hvað þingið er haldið snemma, enda háfa þeir ekki nógu mikinn tíma til aö fella Jón Baldvin ef það er gert strax. Niðmstaðan veröm því líklega sú að þingið, þar sem fella átti Jón Baldvin, mun snúast um það aö endmlqosa Jón Baldvin. Öll umræðan hefur engu að síöm snúist um formanninn og þá sem vilja vera formenn og varla má nokkur krati opna munninn öðru vísi en að spáð sé í það hver sé í framboði eða hveijir styðji hverja til framboðs. Jóhanna Sigmðar- dóttir hefur verið á harðahlaupum undan fréttamönnum og svarar í véfréttarstíl þegar hún er spmð um framboð og þess vegna er þessi taugaveiklun ríkjandi í röðum ungra jafnaðarmanna þegar þeir halda aukaþing og tillögm eru bomar fram. Nú hélt Dagfari aö aukaþing væru haldin til að leggja áherslu á þau mál sem aukaþingin eiga að snúast um og ekki þola bið. Þar á meðal að gera upp hug sinn hver eigi að stýra flokknum. En ungir jafnaöarmenn eru sjentilmenn og vfija ekki móðga formanninn og vfija ekki móðga varaformanninn og þess vegna fara þeir á taugum þegar bomar em fram tillögm, sem túlka má sem traust eða vantraust á formanninn eða varaformann- inn. Traustyfirlýsing á Jóhönnu er út af fyrir sig í lagi, ef ekki væri þessi óþægindi því samfara, að traust á Jóhönnu má túlka sem vantraust á Jón. Svoleiðis tillögum verðm að vísa frá til að forða misskilningi. Það er auðvitað afleit staða fyrir unga jafnaðarmenn að geta ekki lýst yfir trausti á þeim sem þeir hafa traust á af ótta viö aö traustið verði túlkað sem vantraust á ein- hvem annan. En svona er nú póli- tíkin og því miðm hefur þetta tillit sem ungir jafnaðarmenn sýna formanninum orðið til þess að Jó- hanna hefm misskilið að tillögunni var vísað frá og skoðar það sem vantraust á sig! Niðmstaðan er því sú að traust á Jóhönnu hefur snúist upp í van- traust, vegna þess að vantraust á Jón Baldvin er fólgið í trausti á Jóhönnu, sem misskilm frávísun- ina og heldur að það sé vantraust á sig að vilja ekki samþykkja traustið, vegna þess að Jón Baldvin mundi túlka það sem vantraust, ef hann fær ekki traust. Ungir jafnaðarmenn, sem vilja flokknum vel og Jóhönnu vel og ætluðu að votta henni traust sitt, sitja allt í einu uppi með það að hafa ekki viljað samþykkja traust- yfirlýsingu á Jóhönnu af ótta við að sú traustsyfirlýsing væri van- traust á Jón. Út af fyrir sig stóð ekki til að samþykkja traustsyfir- lýsingu fyrir Jón Baldvin en ungir jafnaðarmenn em heldm ekkert sérstaklega á móti Jóni Baldvin og vilja ekki styggja hann að óþörfu. Það vom mistök að halda þetta aukaþing. Ef þingið hefði ekki veriö haldið gætu ungir jafnaðarmenn haft traust á þeim sem þeir vfija treysta en þess í stað verðm nú frávísun á traustsyfirlýsingunni túlkuö sem vantraust á þeim sem þeir í rauninni treysta best. Það getm verið misskilningm að halda fundi þar sem tillögur geta verið misskildar þegar þær eru fluttar og enn frekar ef þær em ekki sam- þykktar af ótta viö að þær verði misskfidar. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.