Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1992, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1992, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNI' 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JONAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGOLFUR P STEINSSON Ritstjórn. skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11. 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91)63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NUMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGOTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJOLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Tími uppstokkunar Hún er svört, skýrslan sem okkur berst frá ráðgjafar- nefnd Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Svartari en menn hafa áður séð. Niðurskurður um 40% á þorskafla erslíkt reiðarslag fyrir þjóðarbúið að ekki sér fyrir endann á þeim afleiðingum ef farið verður að tillögunum. Og þær verða ennþá verri ef ekki er farið eftir þeim. Sjávarút- vegurinn verður auðvitað verst úti, en slík skerðing á aflakvótum veldur ekki aðeins hruni í atvinnugreininni sjálfri. Atvinnulíf mun lamast, þjóðartekjur dragast saman og heilu byggðarlögin munu tapa lífsbjörginni. Þetta eru sannarlega stærstu og alvarlegustu tíðindi sem íslendingum hafa borist um langan aldur. Hafrannsóknastofnun og íslenskir fiskifræðingar hafa oft áður gefiö út svartar skýrslur. Að vísu aldrei svo hrikalegar sem sú sem alþjóðlega ráðgjafamefndin sendir nú frá sér en slæmar samt og því miður hefur verið tilhneiging til að vefengja skýrslur Hafrannsókna- stofnunar eða hafa þær nánast að engu. Enginn vafi er á því að upplýsingar og rannsóknamiðurstöður alþjóða- ráðgjafamefridarinnai' byggjast á gögnum frá Hafrann- sóknastofnun að verulegu leyti og því má búast við sams konar tillögum frá okkar mönnum síðar í þessum mán- uði. Nú er hins vegar tekið meira mark á þeim vegna þess að erlendir aðilar hafa staðfest aðvaranir íslenskra fiskifræðinga um samdráttinn í þorskstofninum. Enda þótt þetta séu slæmar fréttir koma þær ekki á óvart. Aflatregða og skoðanir sjómanna um ástand þorskstofnsins styðja þessar niðurstöður. Ekkert vit er í öðm en að kyngja þessum bita og viðurkenna hann. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Aflasamdráttur gerir það óhjákvæmilegt að stokka upp í sjávarútveginum. Nú verðum við að fækka skipum og fækka fiskvinnsluhúsum. OfiQárfesting í sjávarútvegi hefur verið þröskuldur í vegi framfara og framleiðni. AUir vita og sjá að skipin em of mörg og dreifmg vinnsl- unnar er óarðbær. Menn hafa heykst á því að horfast í augu við þessa yfirhleðslu. Nú verður því uppgjöri ekki lengur frestað né heldur almennri stefnumótun í fiskveiðimálum, kvótamálum, veiðileyfagjöldum og vinnslu aflans fyrir neytendamarkað. Það fer saman við breytingar og aðgang okkar að mörkuðum í kjölfar samninga um evrópskt efnahagssvæði. Sömuleiðis kallar þessi staða á miklu meiri og betri nýtingu á innyflum, hausum og kinnum. Samdráttur í afla þarf ekki að þýða jafn mikinn samdrátt 1 tekjum og nú er spáð ef hráefnið er nýtt til fullnustu. Þorskurinn hefur ráðið ferðinni og því miður hefur verið ríkjandi tregða og íhaldssemi í fiskveiðimálum að því leyti að aðrir fiskistofnar hafa verið vannýttir. Það hugarfar þarf að breytast og ekki má gleyma því að bæði ufsa- og grálúðustofnar eru taldir í lagi og óhætt verður að veiða allt upp í fimm hundruð þúsund tonn af loðnu. Vissulega eru niðurstöður Alþjóðahafrannsókna- stofnunarinnar slæmar. En neyðin kennir naktri konu að spinna og þetta er enginn heimsendir. Kannske er þetta hnefahöggið sem við þurftum á að halda til að vakna af værum blundi og hefía endurreisnarstarfið í sjávarútveginum. Og eitt er víst. íslendingar geta vel tekið á sig áfall og erfiðleika um stundarsakir meðan verið er að rétta úr kútnum. Það er að segja ef við vinn- um rétt úr vandanum. Það er ekki dagurinn á morgun sem skiptir máli heldur framtíðin. Ellert B. Schram Frá lýöveldishátíöirmi 1944. - Stjórnarskráin byggist ótvirætt á því aö uppspretta valdsins sé hjá þjóöinni sjálfri, segir greinarhöfundur m.a. Rætur stjórnskipun- ar eru hjá þjóðinni Skiptar skoðanir hafa lengi verið um þaö hver væri frumuppspretta ríkisvaldsins og hvaðan það væri komið. Upphaflega töldu konungar að vald sitt og ríkisins væri runnið frá guði og þeir gæfu síöan þingun- um hlutdeiid í valdi sínu. Algjör- lega gagnstæð kenning er um að frumuppspretta valdsins sé hjá þjóðinni og byggist fyrst og fremst á kenningu Rousseaus. Þetta sjón- armið er einnig stutt í 3. gr. í frönsku mannréttindayfirlýsing- unni frá 1789, en þar segir: „Allt þjóðfélagsvald á rætur hjá þjóð- inni. Engin stofnun og enginn ein- staklingur geta farið með vald, nema það sé beinlínis þaðan runn- ið.“ Ákvæði þessu lík hafa verið tekin í stjónarskrár allra lýðræðis- ríkja í dag. Fyrsta stjómarskrá okkar var frá 1874 og tahn gefin af konungi. Öðru máli gegnir um lýðveldisstjómar- skrána frá 1944, sem ótvírætt bygg- ist á því að uppspretta valdsins sé hjá þjóðinni sjálfri. Stjórnarskráin var samþykkt af nær öllum lands- mönnum í þjóðaratkvæöagreiðslu með samþykki 95% atkvæða. Þessi stefna lýsir sér í kjöri þjóðhöið- ingja, þings og einnig skulu tiltekin löggjafarmálefni borin undir þjóð- aratkvæði, sbr. 11. gr., 26. gr. og 2. mgr. 79. gr. stjskr. Fiölmörg fremstu lýðræðisríki heims hafa hin síðari ár í auknum mæh lagt ýmis málefni undir þjóð- aratkvæði, en við höfum því miður ekki fylgt þeirri þróun hér á landi. Fyrir Alþingi hefur veriö lagt frumvarp til laga um Evrópska efnahagssvæöið (EES) og þar sem frumvarpið snertir gmndvöll þjóð- skipunarinnar skal máhð skýrt nánar. Höfuðeinkenni stjórn- skipunarinnar íslensk stjómskipun byggist á vissum grundvaharreglum: Sér- stök stjómarskrá, lýðveldi, þrí- skipting ríkisvaldsins, þingræði og lýðræði. Stjórnarskráin er sett með vand- aðri hætti en almenn lög. Hún á að standa af sér öh veörabrigði stjómmálanna, enda kjölfesta þjóð- félagsins. Löggjafinn gætir þess að ganga ekki berhögg við stjómar- skrárgjafann en dómendur skera endanlega úr um þaö hvort svo hafi veriö gert: Dómendur hafa í nokkrum dómum ógUt ákvæði al- KjaUaiiim Siguröur Helgason viöskipta- og lögfræðingur mennra laga af þessari ástæðu. Dómstólar em sjálfstæðir og ber aö dæma eftir lögiun og era óháðir fyrirmælum framkvæmdavalds- ins. „ísland er lýðveldi með þing- bundinni stjóm“, segir í 1. gr. stjskr. í lýöveldi okkar er þjóðhöfð- inginn kjörin af þegnunum með beinum kosningum í ákveðið kjör- tímabU. Kjörið þjóðþing er hand- hafi löggjafarvaidsins. En hér er einnig þingbundin stjórn. Með þessu orðalagi er þingræðisreglan lögfest, sem merkir að Alþingi ráði í raun mestu um stjómarstefnu og skipan og lausn ráðherra. Ríkis- valdið greinist í þrennt, sbr. 2. gr. stjskr: LöggjaJfarvald, fram- kvæmdavald og dómsvald. Hugmyndin bak við skiptinguna er sú að ríkisvaldið verði ekki á einni hendi, en það býður heim ofríki og kúgun. Við höfum leitast viö hér á landi aö viðhalda jafii- ræði miUi handhafanna. Alþingi er þó ótvírætt valdamest og byggist það ekki síst á þingræðisreglunni. Að lokum skiúu gUda hér grund- vaUarreglur lýðræðis. Allir þegnar era jafnréttir eftir lögum, eiga kosningarétt fuUnægi þeir vissum skUyrðum og auk þess era þeim tryggð margvisleg mannréttindi. Þarf stjórnarskrár- breytingu? Stjómarskrá okkar er í meginat- riðum Uk stjómarskrá Dana og Norðmanna enda era þær aUar af sömu rót. Danir breyttu stjómar- skrá sinni árið 1953 til þess að standa betur að vígi við gerð yfir- gripsmikUla alþjóðasamninga án þess að breyta stjskr. í 20. gr. er krafist samþykkis / þingmanna eða þjóðaratkvæða- greiðslu. Einnig var 42. gr. bætt viö, en þar getur 'A þingmanna krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um flest lagaframvörp. Norömenn bættu einnig viö 93. gr. af sömu ástæðu, en 3/ hluta Stórþingsins þarf tíl samþykkis slíkra samninga. I Noregi era allir sammála um að EES-samningurinn falU undir þetta ákvæði. Við íslendingar höfum aldrei haft dug eða kjark tíl þess að gera heUdarendurskoðun á stjómarskrá okkar og veröur því að skoða aUt valdaafsal út frá þrengstu lögskýringum. Um þetta atriði verður nánar fjallaö síðar þegar einstök ákvæði EES-samninganna verða nánar rædd og skýrð. Gjörrétt Þjóðinni ber heUög skylda til þess að kynna sér samningana tíl hlítar og má ekki víkjast undan þessari ábyrgð eða varpa henni yfir á stjómvöld eða stjómmálaflokka. Stjómvöldum ber einnig að sjá tU þess að almenningi gefist kostur á því að kynna sér máUö frá báðum hUðum. Lýðræðisleg gagnrýni verður að njóta réttar í anda grund- vaUarlaga. Sigurður Helgason „Við íslendingar höfum aldrei haft dug eða kjark til J>ess að gera heildarendur- skoðun á stjomarskrá okkar og verður því að skoða allt valdaafsal út frá þrengstu lögskýringum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.