Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1992, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1992, Blaðsíða 40
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskr ft -Dreifirg: Sími 632700 Mettúr hjá Höfrungi Sigurgeir Sveinsson, DV, Akranesi: Nýi frystitogarinn Höfrungur III landaöi fyrir skömmu á Akranesi 230 tonnum af heilfrystri grálúðu sem fer aðallega á markaö á Tævan. Afla- verðmæti eru rúmlega 40 milljónir króna. Nú verður nokkurra vikna stans hjá togaranum meðan skipt verður um vinnslulínu um borð en hún er hönnuð og smíðuð hjá Þorgeir og Ellert á Akranesi. Gripnir glóð- volgir Fjórir menn um tvítugt voru staðn- ir að verki í innbrotstilraun í Bónus- vídeó í Garðabæ um klukkan þijú í nótt. Þegar lögreglan í Hafnarfirði kom á vettvang voru mennirnir búnir að skemma hurð en komust ekki lengra. Þeir voru með mikið af verkfærum ífórumsínum. -bjb Hreint loft 1 heila viku: Þögnítvær mínútur í dag klukkan 13.05 Tóbaksvamamefnd stendur fyrir átakinu hreint loft í eina viku og dagurinn í dag er tileinkaður barátt- unni gegn ýmiss konar loftmengun sem verður vegna brennslu á sorpi, sinubruna og vegna iðnaðar. Maurice Strong, framkvæmda- .stjóri umhverfisráðstefnunnar í Rio de Janeiro hefur sent tilkynningu til allra landa heims. í henni er þess farið á leit að þögn verði í tvær mín- útur á sama tíma um heim allan. Sú stund er að íslenskum tíma klukkan 13.05-13.07 en þá er klukkan 10.05- 10.07 í Ríó. Allar útvarpsstöðvar á íslandi verða með í þessu átaki og vonast er til að sem flestir landsmenn sýni samhug í verki. Menn eru beðnir um að hafa þögnina að leiðarljósi þessar tvær mínútur, hvOa bílinn, málfærin og vélar af öllu tagi í eins ríkum mæh og við er komandi. Vonast að- standendur átaksins eftir góðumn undirtektum og menn noti tækifærið þessar tvær mínútur og hugleiði að hvaða leyti þeir geti orðið að liði í baráttunni gegn mengun. Annarra að meta hve smekkleg uniniswin eru „Ég hef ekkert um ummæli Dav- íðs Oddssonar forsætisráðherra að segja. Mín ummæli standa. Það verða aðrir að meta það hversu smekkleg þessi ummæli Davíðs eru,“ sagði Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra í samtah við DV í morgun. Haft er eftir forsætisráðherra í Morgunhlaðinu í dag að það sé frá- leitt af Þorsteini Pálssyni að tala um sjóöasukk vegna hugmynda um að hlutabréf Fiskveiðasjóðs í islandsbanka verði seld og and- virðið látið renna í ríkissjóð. Sjávarútvegsráðherra hefur hafnað þeirri hugmynd að skerða eigið fé sjóðsins með þessum hætti, meðal annars á þeim grundvelh að þaö mundi graiá undan stöðu sjóðs- ins á erlendum lánamörkuðum en slík viðskipti byggist á eiginíjár- stöðu hans. Einnig væri það við- búið að ríkissjóður þyrfti að taka ábyrgðir á lánastarfseminni ef hann ætlaði að seilast í eigið fé ís- landsbanka. Davíð segir einnig í áðurnefndu viðtah. „Það er fráleitt að tala um sjóða- sukk þegar menn eru að tala um aö Fiskveiðasjóður endurgreiði í raun nokkurn hluta af ríkíssjóðs- framlögum í gegnum tíöina. Ég hugsa : að það sé nákvæmlega öfugt.“ Forsætisráðherra sakar sjávar- litvegsráðherra einnig um að liafa ekki fylgst með umræðunni um þessi mál þar sem hann sé nú staddur í Róm. DeOdar meiningar hafa verið um Fiskveiðasjóð á undanfórnum dög- um. Hreinn Loftsson, aðstoöar- maður Davíðs, sagði meðal annars í DV fyrir skemmstu að sjóðurinn væri eign ríkisins en Kristján Ragnarsson sagði viö sama tæki- færi að Fiskveiðasjóður væri eign sjávarútvegsins þótt í lögum standi að hann sé eign ríkissjóðs. -J.Mar sínu breiða brosi til Ijósmyndara í gær þegar hún kom til landsins en löngu er uppselt á hljómleika hennar I Háskólabiói annaö kvöld. DV-mynd BG Ólafur G. Einarsson: Eðlileg hótun formanns LÍN - tillögumar afgreiddar í dag „Mér fannst þessi hótun formanns- ins, að draga tO baka breytingarnar, ekkert óeðhleg. Það hefði verið hæp- ið hjá meirihlutanum að afgreiða tO- lögur með breytingum námsmanna ef þeir vOdu svo ekki taka þátt í af- greiðslu málsins. Mér fannst miklu óeðhlegra hjá námsmönnum að hóta að ganga út af fundi þegar meirihlut- inn hefur gengið tO móts við minni- hlutann. Mér finnst það ekki eðhleg vinnubrögð, né heldur að bera fram vantraust á formanninn. Það er ekki stjórnarinnar aö ákveða það, hann er skipaður af ráðherra en ekki stjórninni," segir Ólafur G. Einars- son um gagnrýni námsmanna á stjóm Lánasjóðsins og sérstaklega formanninn, Gunnar Birgisson, sem hótaði að draga allar breytingar tíl baka ef námsmenn gengju út. Ólafur sagði jafnframt að hann mundi ganga frá tíllögum meirihlutans í dag. -pj Aöalstræti: Ekki hægt á framkvæmdum „Þetta mál verður tekið upp á borg- arstjómarfundi á morgun. Þessi af- greiðsla málsins í gær var ekki nógu málefnaleg,“ sagði Ehn G. Ólafsdóttir borgarfulltrúi við DV. Gatnaframkvæmdimar í miðborg- inni vom teknar fyrir á borgarráðs- fundi í gær. Fiórir fuhtrúar minni- hlutans fluttu tOlögu um að hægja á framkvæmdum við Aðalstræti, Tún- götu og Kirkjustræti. Var sú tihaga fram komin í framhaldi af tilmælum Þorleifs Einarssonar jarðfræðings og Guðmundar Ólafssonar fornleifa- fræðings um að einungis skuli notuð handverkfæri á svæðinu. Telja þeir sig hafa fundið merkar mannvistar- leifar við Ingólfsbmnn og óttast að fornminjar, sem kunni að vera á svæðinu, hggi undir skemmdum. Var samþykkt að vísa ofangreindri tihögu minnihlutans frá með fjórum atkvæðum gegn einu. -JSS LOKI Hver vill gerast matsmaður? Veðriðámorgun: Skurir suð- vestanlands Framan af degi verður suðvest- anátt á landinu. Skúrir verða sunnan- og vestanlands en þurrt og bjart á Norður- og Austur- landi. Veðrið 1 dag er á bls. 36 TVÖFALDUR1. vinningur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.