Mosfellsblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 2

Mosfellsblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 2
Samningur við Ármannsfeli LEIÐARI: HELGI SIGURÐSSON Þau tíðindi hafa nú gerst að verktakafyrirtækið Ármannsfell hefur fest kaup á 150 hekturum lands úr landi Blika- staða og hyggst þar reisa 4-6 þúsund manna íbúðabyggð innan tíu ára. Kaupin eru háð þeim fyrirvara að sam- staða náist við bæjaryfirvöld um uppbyggingu á svæðinu. Ef þetta gengur eftir þýðir þetta að íbúafjöldi í Mos- fellsbæ mun tvöfaldast á næstu tíu árum. Þetta setur óneitanlega bæjarfélagið í ákveðinn vanda, þar sem svona hraðri uppbyggingu fylgja óneitanlega miklir vaxtarverkir. Til að skilja þetta betur gætu menn ímyndað sér að Reykjavíkurborg stækkaði um helming á næstu 5-10 árum. í dag er ekki lengur hægt að byggja og láta svo þjónustuna við íbúana koma löngu seinna. Hér er verið að tala um leikskóla, skóla og annað sem þarf að byggjast samnliða íbúabyggðinni. Hér er því spurning um fjárhagslegt bolmagn þeirra sem standa að svona íbúabyggð. Mosfellsbær hefur verið að fjárfesta að undanfernu og er því ekki í stakk búinn til að fjár- festa mikið meira. Aukin íbúafjöldi á Blikastöðum fer ekki að skila neinum tekjum fyrr en eftir mörg ár. Hætt er bví við að þjónusta við aðra íbúa Mosfellsbæjar verði sett í hættu næstu árin og næsta víst að þeir sem nú búa í Mosfells- bæ séu ekki sammála því að þjónustan verði skert. Ingibjörg Sólrún borgarstióri sagði nýlega í ræðu að menn hefðu í raun ekki gert sér grein fyrir því hvað hröð uppbygging kostaði og var það lagt út af Sjálfstæðismönnum um að Ingi- björg væri á móti aukinni íbúabyggð. Öllum hlýtur að vera Ijóst að eðlilegur nraði á uppbyggingu sé ákjósanlegastur þar sem þá er auðveldara að haída utan um þá þætti sem nútímauppbygging krefst. Mosfellsbær væri því í mun betri aðstöðu en ef hann hefði keypt Blikastaðina á sínum tíma, en samningar um það voru langt komnir. Á þeim tíma vóg meira fjárfesting í Kjarna en kaup á Blikastaðalandinu og olli þetta vissu uppgjöri í Sjálfstæðisflokknum. Þá hefði verið auðveldara að stjórna uppbyggingunni. Núna veltur mikið á að samningar við Ármannsfell séu vel úr garði gerðir, því Mosfellsbær hefur varla fjárnagslegt bolmagn til að ganga inn í samningana um landakaupin, sem á vissan hátt væri betra væri fjárhagsleg staða Mosfellsbæjar önnur en hún er í dag. Samingarnir við Ármannsfell verða hálfgerður bautasteinn um háls núverandi bæjarstjórnar og ef illa tekst til verð- ur henni kennt um. Þar mun þjónustan við íbúana skipta miklu. Miklum vaxtarvöxtum fylgir óánægja íbúanna sem fyr- ir eru og mun þetta verða gert upp í næstu kosningum. Þá mun í kjölfar þessarar uppbyggingar á Blikastöðum koma upp háværari raddir um sameiningu við Reykjavík, sérstaklega ef illa tekst til um uppbygginguna. Sameining sveitarfé- laga sunnan Reykjavíkur mun einnig hafa áhrif í þessa veru. Samningurinn við Ármannsfeíl er því lykilatriðið í þessari atburðarás. Forvamarftindiir foreldrafélaga Varmárskóla og Gagnfræðasltólans Fundurinn var haldinn í hátíðarsalVarmárskóla l.des- ember sl. og fundarboði var dreift í hvert hús í Mosfells- bæ. Gaman var að sjá hversu margir mættu, eða um 130 manns. Formaður Foreldrafélags Varmárskóla Ólöf Björk Björnsdóttir var fundarstjóri. A mælendaskrá voru Ragnheiður Ríkharðsdóttir, skólastjóri Gagnfræðaskólans og ræddi hún ástandið al- mennt í Gagnfræðaskólanum, Gísli Skúlason, lögreglu- maður í Mosfellsbæ, sagði m.a. ástandið í bæjarfélaginu ekki hafa verið svona slæmt sl. sex-sjö ár, margir væru að drekka og mjög margir reyktu. Margrét Hjaltested, for- varnafulltrúi Mosfellsbæjar, kynnti „Vímuvarnaáætlun Mosfellsbæjar 1998-2002“. Elín Reynisdóttir, formaður Foreldrafélags Gagnfræðaskólans, kynnti þátt foreldrafé- laganna í bæklingi sem gefinn verður út varðandi vímu- varnaáætlun Mosfellsbæjar. Arsæll M. Gunnarsson frá Foreldrarölti Árbæjar, sem kj’nnti okkur röltið þar og er tilbúinn til að vera ráðgefandi aðili við mótun og skipu- lag foreldraröltsins hér í bæ. Því næst komu unglingar úr Leikfélagi Mosfellsbæjar og fluttu leikþátt við góðar und- irtektir gesta. Þá tók Ingi Bæringsson frá forvarnadeild Elín Reynisdóttir, form. Ólöf Björk Björnsdóttir, Foreldrafélags form. Foreldrafélags Gagnfræðaskólans. Varmárskóla. SÁÁ við og sagði m.a. frá könnun um nemendur 9- og 10. bekkjar frá 1997 urn neyslu áfengis og annarra vímu- efna og síðust á mælendaskrá var Unnur Halldórsdóttir frá Heimili og skóla. Sagði hún okkur hversu mikiivægt væri að mynda gott samband við börnin okkar og hvatti okkur í því. í lok fundarins var síðan opnað fyrir spurningar og þær voru rnargar og þarfar. Miklar umræður fóru af stað og spurt var um hvort ekki væri möguleiki á því að kennarar notuðu „nikotínlyf* á meðan þeir væru í skól- anum á kennslutíma. Faðir minntist á einelti í skólanum og hversu mikil- vægt væri að gera eitthvað í þeim málum. Fundarstjóri sagði að foreldrafélögin væru búin að taka ákvörðun um að fara í þau mál strax eftir áramót. Unnur Halldórsdótt- ir sagði að mikilvægt væri að láta börnin taka þátt í fræðslu um málið. Sigurður Ragnarsson, prestur, lýsti þakklæti yflr þessum fundi og finnst mikilvægt að for- eldrar tali og vinni saman. Hann bauð upp á aðstöðu í safnaðarheimilinu fyrir þróun á þessari samvinnu. Móð- ir spurði um landadrykkju barnanna og voru foreldrar forvitnir um það, hvar börnin fengju landann. Spurt var hvernig við gætum þekkt einkennin á börnum okkar og bentu Unnur Halldórsdóttir og Gísli Skúlason á upplýs- ingarit sem til væru hjá Heimili og skóla og á lögreglu- stöðimii. Einnig minnti lögreglumaðurinn fólk á að vera sérstaklega á varðbergi rneð gamlárskvöld því þá sé mik- ið um drykkju hjá krökkunum. Fundurinn stóð í þrjár klukkustundir. IMÝTT blað, NÝJAR ÁHERSLUR Ritstjórar, ábyrgðarm., blaðam.: Helgi Sigurðsson og Gylfi G uðjónsson, s. 89-20042, fax 566 6815 Augl.: Freyja Ólafsdóttir, s. 566-6463 og Ólöf Björk Björnsdóttir s. 698 8338 íþróttir: Ólöf Björk Björnsdóttir, s. 698 8338 og Júlíana Viktorsdóttir, s. 566 8377 Dreifing: Niels Hansen, s. 566 6446 Útlit og umbrot: Leturval, s. 581 1080 3. tbl. 1998 - 1. árgangur Óánægja með heilsugæsluna Nokkurrar óánægju gætir hjá bæjarbúum með heilsugæsluna. Biðtími eftir að fá viðtal við lækni er langur. Nefnt hefur verið að Jiað geti tekið allt að viku að fá viðtal við lækni. Þá var kvartað yfir því að símkerfið væri ekki í lagi. í samtali við Ingvar Ingvarsson kom fram að sím- kerfið hafi ekki virkað eins og það átti, en þetta væri nú komið í lag. Ingvar sagði að ástæður langs bið- tíma vera aðallega tvær. Það þyrfti að fá eitt auka stöðugildi fyrir lækni og einnig væru kjaranefndar- samningarnir frá því í vor hluti af skýringunni. Þannig voru teknar upp fastar greiðslur, sem þýð- ir að læknarnir vimia ekld lengur en til klukkan 4, en f'yrir breytingu var algengt að verið væri að vinna til 5 eða 6 á hverjum degi. Viss ágreiningur væri við Heilbrigðisráðuneytið um það hvort Mosfellsbær ætti að teljast til dreifltýl- is eða þéttbýlis.en í dreifbýli væri um 1000 sjúkling- ar á hvern lækni. Hluti umdæmisins er í dreifbýli en Kjósin og Þingvallasveitin tillteyra svæðinu. Um 5.300 íbúar eru á svæðinu þannig að skil- greining ráðuneytisins skiptir hér miklu máli. Það hljóta að vera hagsmunir allra bæjarbúa að tryggja þau stöðugildi sem til þarf og að þjónustan sé við- unandi. O Alosrellsblaðið

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.