Mosfellsblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 14

Mosfellsblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 14
Félagsmiðstöðin Margt hefiir verið gert að undanfömu hjá okkur í félagsmiðstöðinni Ból en það sem staðið hefur upp úr er Date Ballið sem haldið var í Hlégarði mið- vikudaginn 25.11.98 við frábærar undirtektir. Hljómsveitin Skítamórall spil- aði fni 21:00-24.00 en þá var rúta heim fyrir þá sem vildu.Ballið fór mjög vel fram og mættu allir í sínu fínasta pússi og voru sjálfum sér og öðrurn til mik- ils sóma. Að sjálfscigðu er Bólið opið alla daga og ýmislegt að gerast, en við getum ekki talið það ailt upp hér, en það eru nokkur atriði sem okkur finnst nauðsyn- legt að minnast á. Stelpuklúbburinn Gærugeng- ið hélt stelpukvöld eitt kvöldið. Þær byrjuðu á því að fara í ratleik og enduðti aftur í Bólinu þar sem að tekið var á móti þeim með heitu kakói og þar beið leynigestur en það var hann Mikael Torfason rithöfundur, sem las úr nýju bókinni sinni. Strákaklúbburinn Hausverkur var nteð drag-show við frábærar undirtektir og í stað síðra Stuzzi buxna komu þröngir kjólar, þrýstnir barntar (home made) og háir hælar. Hljómsveitin Dead Sea Apple bauð 10. bekkingum á útgáfutónleika sína í Loft- kastalanum, við fóaim þangað með rútu og skemmtu þau sem fóru sér vel. Á næstunni er nóg að gera, 7.bekkjar ball, Ból nótt en þá gistum við í félagsmið- stöðinni og skemmtum okkur saman í vernduðu umhverfi. Ekki vanlaði gUesileikaiiu hjá krökkunum á „áale-ballimi". Mikael Torfason les ár bók sinni fyrir sielpiikliíbbinn. Fram að jólum verðum við með jólakvöld þar sem við munum föndra, skreyta félagsmiðstöðina okkar, halda jólaball með skólanum, hafa það gott og njóta þess að vera til. Með kveðju og ósk um gleðileg jól og hamingjuríkt nýtt ár. Frá statfsfólki og unglingum ífélagsmiðstöðinni Ból. feisðslt komandi ár! Þökkum íhúum Mosfellsbœjar ánœgjulegt samstarf á árinu sem er að líða Vöndum valið, veljum íslenskt SIGURPLAST HF Óvenjulegt handverk Dagný Erlingsdóttir hannar og framleiðir óvenjulegt handverk sem hefur hlot- ið mikla eftirtekt. Dagný sem býr í Barrholti 23 hér í Mosfellsbænum hann- ar og framleiðir vörunar heima hjá sér og er hún búin að vera í þessu í þrjú ár. Dagný selur sitt handverk heima, en seldi áður gegnum blómabúðir en er nú hætt því. Þá selur hún töluvert af framleiðslu sinni norður í land. Dagný hefur ver- ið með sína framleiðslu til sölu á torginu í Kjarna og einnig hefur hún verið á Garðatorgi. Dagný selur einnig aðrar handverks-og föndurvörur. Hægt er að kaupa eftir pöntunum. tloslrllslilaOii)

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.