Mosfellsblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 15

Mosfellsblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 15
As í Iistrænum höndum Hjónin Eydís Lúðvíksdóttir og Ámi V. Atlason fluttu frá Reykjavík í Mosfellssveit árið 1977. - Þann 27. ágúst 1987 festu þau kaup á húsinu Ás, sem hafði þá staðið mannlaust í um eitt og hálft ár, illa farið og fokhelt að hluta. Ámi er smið- ur að mennt og vann að iðn sinni en tók sér frí frá vinnu og öll ljölskyldan vann að viðgerðum í átta mánuði, áður en flutt var inn.Eydís setti upp leirsmiðju í bílskúmum og gat sér mjög gott orð sem leirlistamaður. - Atvinnuleysi og kreppa á ámm áður ýtti af stað gamalli hugmynd um sveitakrá, sem þau nefndu Áslák. Þau innréttuðu krána sjálf, með aðstoð frá Hildigunni dóttur sinni, sem var við nám í innanhússhönnun á þeim tíma í Danmörku. Eydís hefur handunnið borðbúnað og Ijósakrónur staðarins í leirsmiðju sinni. Sveitakráin opn- aði 27. ágúst 1993. Áslákur varð mjög vinsæll bæði meðal bæjarbúa, ferða- manna og annarra á höfuðborgarsvæðinu. Þau hjón segja bæjarfélagið vera stórt og bera vel tvo slíka staði. Þau Ámi og Eydís senda bæjarbúum þakkir fyrir góða aðsókn og margar skemmtilegar stundir á liðnum 5 ámm. Áslákur í dag, vinsœl sveitakrá í lijarta Mosfellsbœjar. Ás, eins og hann var sumarið 1987. Ámi og Eydís með uppbúin borð fyrir afinœlistilboð dagana 30. og 31. ágúst, en það var 8 rétta og einkenndist af villibráð. u X. Aúsið Ás var byggt 1950 af Gunnari Gunnarssyni listmálara, sem var sonur Gunnars Gunnarssonar, rit- höfundar og Signýjar Sveinsdóttur. - Hann bjó í húsinu til dauðadags, eftir það bjó þar Katrín dóttir hans, þar til Ásgeir P. Guðmundsson keypti húsið og bjó þar skamma hríð með fjölskyldu sinni. - Næsti eigandi var Þórir Gunn- arsson, sem nú rekur veitingastaðinn Reykjavík í Prag í Tékklandi. Þórir bjó aldrei í húsinu, en vorið 1987 var þar kosningaskrifstofa Framsóknarflokks- ins í Alþingiskosningum. Frábær árangur Hafliða í Mosfellsbakaríi Þann 9. til 13. nóvember sl. var haldin heimsmeistarakeppni landsliða í mat- reiðslu í Luxemburg. Þar var á meðal keppenda okkar frábæri bakarameis- tari Hafliði Ragnarsson í Mosfellsbakaríi. Landsliðið keppti í tveimur greinum, í köldu borði og heitri þriggja rétta máltíð. Hafliði ogjón RúnarÁrilíusson voru með í kaldaborðinu,þeirra framlag var konfektbakki, hjúpís, desertplatti og sex mismunandi eftirréttir. Fyrir kalda borðið fékk landsliðið bronsverðlaun. Þeir félagar Hafliði og Jón voru einnig með eitirréttinn í heitu þriggja rétta máltíðinni. Einnig var keppt í einstaklingskeppni með sýningarstykki og var Hafliði þar á rneðal keppenda og nefndi hann sitt framlag Sjávarþema í tilefni af ári hafsins.Fyrir þetta glæsilega stykki, sem búið var til úr sykri fékk Hafliði bronsverðlaun. Þetta er mikill sigur íyrir Hafliða og landsliðið í þessari stórkeppni, þar sem keppendur eru frá öllum heimshornum og hafa margir þeirra stóra styrktaraðila. Þetta er mikil vinna og mikill sigur fyrir þá sem lenda í verðlaunasætum. Við óskum Hafliða til hamingju með árangurinn og erum stolt af þessurn frábæra bakarameistara í okkar bæjarfélagi. Mosfellsblaðlð ©

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.