Mosfellsblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 8

Mosfellsblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 8
Iiiwanisbikarinii Fjörug félagsvist hefur verið spiluð í Kiwanishúsinu við Köldukvísl í haust. Föstudaginn 27. nóv. s.l. var hinn árlegi Kiwanisbikar veittur Elínu Þorvaldsdótt- ur sem var efst með 517 stig eftir þrjú kvöld. A myndinni f.v. eru María Þóris- dóttir 1. sæti kvenna yfir kvöldið, Guðmundur Benediktsson sem afhenti verðlaun frá Kiwanis, Elín Þorvaldsdóttir með bikarinn og gjafabréf til stórveislu í Nausti og þá Erla Jónsdóttir f.h. Jóns Flilmarssonar, sem varð efstur karla þetta kvöld. - Eftir áramót hefst félagsvist föstudaginn 22. janúar og spilað öll föstudagskvöld eftir það. Góðir vinningar. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ ALDRAÐRA Þjónustumiðstöð aldraðra í Mosfellsbæ er lil húsa í sama húsi og íbúðir aldraðra, þar búa 25 manns. I þjónustumiðstöðinni er miðstöð félagslegrar heimaþjónustu og þar fer fram félagsstarf aldraðra tvisvar í viku. Við heimaþjónustu starfa um 19 manns í 8 stöðugildum og njóta um 60 fjölskyldurþjónustunnar. íbúum og þátttakendum félags- starfsins stendur til boða að kaupa fæði í þjónustumiðstöð, sem um 20 einstaklingar nýta sér að meðaltali. Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar aldraðra óskast til starfa í fullt starf við Þjónustumiðstöð aldraðra. Umsækjend- ur skulu hafa reynslu af stjórnun og umönnun aldraðra, auk þess er æskilegt að umsækjendur hafi menntun sjúkraliða. Forstöðumaður hefur umsjón með starfsemi þjónustumiðstöðvar og félagslegri heima- þjónustu. Frekari upplýsingar veitir félagsmálastjóri í síma 525 6700, þriðju- daga og miðvikudaga kl. 10:00 til 11:00. Matseljur/-sveinar óskast til starfa við Þjónustumiðstöð aldraðra. Um er að ræða tvær stöður, hvor um sig 38,75%. Vinnutími er frá 8:30 til 13:30 virka daga og frá kl. 10:00 til 13:00 um helgar. Umsækjendur skulu hafa reynslu og þekkingu á matreiðslu. Frekari upplýsingar veitir forstöðumaður þjónustumiðstöðvar í síma 566 8060 kl. 10:00 til 11:00 virka daga. Launagreiðslur eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Mosfellsbæjar og Launanefndar sveitarfélaga. Umsóknum skal skila fyrir 15. desember 1998 á þar til gerðum eyðu- blöðum sem liggja frammi í afgreiðslu (1. hæð) bæjarskrifstofu Mos- fellsbæjar, Þverholti 2. Félagsmálastjóri Ferð bæjarstarfs- manna til Dublin Nú á haustdögum var farin helgarferð tol Dublin á írlandi á vegurn STAMOS.Tókst ferðin í alla staði mjög vel og var einvala lið sem skemmti sér saman. Ferðalangarnir fengu gott hótel og góðan mat. Hópurinn kannaði bæði írskar verslunar- götur og kráarstemmin- gu en írski „river- dansinn” var einstaklega skemmtilegur. Á myndinni er Helga að stíga léttan dans með eiganda kráarínnar þar sem borðað var. m ÍSaþ, jttS \ & ; l if amhI Eigendur kaffistofwmar I túninu heima tileinkuðu Halldóri Kiljan Laxness eina viku og liófst liún laugardaginn 28. nóv. sl. í kaffistofunni í Kjarna með hátíðarbrag. Diddú söng, Skólahljómsveitin bilaði, Bjarki Bjamason fonn. menningarmálanefn- dar sagði frá œvi og staifi skáldsins, nemar i'tr Gagnfrœðaskólanwn lásu upp sögur og Ijóð úr Túninu lieima og sr. Jón Þorsteinsson flutti hugvekju. Meðal þeirra sem lásu upp úr verkum skáldsins þessa viku voru þingmenn ogform. stjómmálaflokka í Mosfellsbœ, fonnenn íþróttahreyfingarinnai; Magnús Sigsteinsson og Jón M. Guðmundsson. Nemendur Gagnfrœðaskólans mœttu öll kvöldin. ibúð óskast Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar eftir 3ja til 4ra herbergja íbúð fyrir erlendan leikmann. Leigutíminn er til aprílloka áriá 2000. Uppl. hjá Páli Ásmundssyni ísíma 892 0104 — Afram Afturelding — Mosl'tTlsblaðið

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.