Mosfellsblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 16

Mosfellsblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 16
Ríkissjónvarpið sýndi þáttinn Titring þriðjudaginn 17. nóv. s.l. M.a. var í þættin- um haft viðtal við forsvarsmenn Virkisins, sem nefnt er meðferðarstaður þ'rir fíkni- efnaneytendur og jafnframt viðtöl við ungt fólk sem ánetjast hefur illilega eitur- lyfjum. - í þættinum var sýnd mynd af Reykjahvoli í Mosfellsbæ og fullyrt að staðurinn yrði keyptur og rekstur með- ferðarheimilis fyrir eiturfíkla yrði hafinn þar um næstu áramót, fyrir 14-16 ung- menni. Á Reykjahvoli hefur um árabil verið rekin gistiþjón- usta af miklum myndarbrag eigenda staðarins og í íullri sátt við nágrannana. - Við þessa frétt í sjónvarpinu kom upp uggur meðal fólks, en mjög fullorðin kona býr í næsta húsi og heimili með litlum börnum í þarnæsta húsi. Enginn dregur í efa nauðsyn þess að afvegaleidd- Reykjahvoll sést hérfyrir miðju myndarinnar. Meðferðarheimili fyrir \ ímii- elhasjúklinga meðal bama «g gamalmenna? BILAVERKSTÆÐI Guðvarðar og Kjartans Önnumst allar almennar bifreiðaviðgerðir, jeppabreytingar, rennismíði, sprautun o.fl. Fluguinýri 16 c, Mosfellsbæ Súni 566 6257 - Fars. 853 6057 Fax 566 7157 ir unglingar þurfi hjálp og aðstoð, en miklu máli skiptir hvar slík aðstoð og meðferð fer fram og hún sé í sátt við umhverfið. Næstu nágrannar Reykjahvols, 36 talsins sendu Bæjarstjórn mót- mæli vegna þessara fullyrðinga í sjónvarpsþætt- inum og var málinu vísað til bæjarstjóra, sem aftur hefur falið félagsmálstjóra Mosfellsbæjar að kvnna sér málið og gefa bæjarstjóra upplýs- ingar um stöðu þess. Síðan verði málið aftur tekið fyrir í bæjarráði. Iíjarni - sjúkraþjálfnn Nýverið var opnuð ný sjúkra- þjálfunarstöð í Kjarna inn af Heilsugæslustöð Mosfellsbæjar. Stofan er vel búin ýmsum tækj- um til æfmga og meðhöndlunar á stoðkerfiseinkennum. Eigendur stofunnar eru þeir Magnús Örn Friðjónsson, B.Sc í sjúkraþjálfun frá Háskóla ís- lands, „Musculoskeletal Disord- ers“ sem sérgrein fra Skotlandi og Guðmundur Rafn Svansson, B.Sc frá Háskóla íslands og „ManualTlierapy“ sem sérgrein frá Ástralíu. Á stofunni starfar einnig Guðmundur Þór Brynjarsson B. Sc í sjúkraþjálfun frá Háskóla ís- lands. Á stoiunni eru veittar meðferðir við hver- skyns kvillum í stoðkerfi s.s. bak- og hálsverkj- um, vöðvabólgum, afleiðingum íþrótta- og bíl- slysa ásamt fræðslu um rétta líkamsbeitingu og almenna uppbyggingu líkamans. Tímapantanir í sírna 586 8186. Gljúfrasteinn Halldór Kiljan Laxnes sendi Helgu systur sinni bréf fni San Francisco, California 722 Montgomerystreet, þann 27. apríl 1928. Þar segir hann m.a: „Kæra Helga ntín. Skilaðu bestu þökkum til Siggu fyrir ágætt bréf, sem ég fékk frá henni í dag, skrifað 27. mars.Vænt þótti mér um að heyra frá ykkur. Ég sé, að þið ætlið að selja jörðina og hef ég náttúrlega ekkert við því að segja, en þó hefði ég viljað að þið hélduð eítir dálitlum skika í kring um gljúfrin og réttindum til að nota vatnsorku." Þarna ræðir Halldór um jörðina Laxnes, sem var í eigu föður hans. Hann fékk skikann kring um gljúfrin 3 hektara, var hann keypt- ur af Ragnheiði Hafstein, konu Jónasar Sveinssonar læknis og þau Auður byggðu þar húsið Gljúfrastein árið 1945. Steinninn Gljúfrasteinn, sem myndin er ;if hér, er talinn kominn þarna af mannavöldum og margir telja hann tengdan Agli Skallagrímssyni og jafnvel legstað hans.Steinninn er talinn koma frá gljúfrinu, en engar rannsóknir hafa átt sér stað um tilurð steinsins á þessum stað, en hann er fleiri tonn að þyngd. CAjúfrasteinninn stendur skammt mistan við íbúðarhúsið að Gljúfrasteini í afarfogru umliveift og var ávallt ímiklu uppáhaldi lijá nóbelsskáldinu og Auði Sveinsdóttur. konu lians.

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.