Mosfellsblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 3

Mosfellsblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 3
í Grundarfirði í júní 1974 fluttu þau til Gmntlarfjarðar, er Jón vígðist þangað sem prestur og voru þar í 16 ár, þar til Jón var valinn sóknarprestur í Mosfellsprestakall. Sigríður Mosfell í Mosfellsdal er staður sögu og frægðar, staður fornkappa, staður kirkjusögu landsins, sóknarpresta og heimili rnargra kynslóða. Egill Skallagrímsson er talinn hafa búið þar sín síðustu æviár og er einmitt rnerki Mos- fellsbæjar talið vera tákn úr peningi frá hans tíma. Skáld- Hrafn er og fæddur þar á 10. öld, hans er getið í Gunn- laugs sögu ormstungu. Ólafía Jóhannsdóttir rithöfundur er fædd þar 1863- Einn af merkustu prestum sem Mos- fell hafa setið er séra Magnús Grímsson (1825-1860) en hann var fjölhæfur maður, gott skáld og skrifaði m.a. leikrit, sinnti fornfræðum og náttúrufræðum, gaf út íslensk ævintýri ásamt Jóni Árnasyni og þýddi ýmsar bækur. Kirkja var fyrst reist á Hrísbríi um árið 1000, er kristni var lögleidd á Ís- landi en flutt að Mosfelli á árunum 1130 - 1160 að talið er. Kirkjan mun hafa lagst niður snemma á mið- öldum, en næst er þar get- ið prests árið 1536. Friður ríkti yfir prestakallinu til ársins 1888, er kirkjan að Mosfelli var rifln niður skv. konunglegri tilskipan og Mosfells-og Gufunesssókn- ir sameinaðar undir eina kirkju að Lágafelli. Þetta varð undirstaða Innansveit- arkroniku Halldórs Kiljan Laxness. Margir Mosfellingar undu þessu illa, ekki síst Stefán Þorláksson, sem gaf ríf- legt fé að sér látnum til kirkjubyggingarsjóðs Mosfells- kirkju.Var ný kirkja byggð og vígð 4. apríl 1965. Eftirtaldir prestar hafa þjónað Lágafelli en setið að Mosfelli: Sr. Jóhann Þorkelsson 1877-1890. - Sr. Ólafur Stephensen 1890-1904,- Sr. Magnús Þorsteinsson 1904- 1922,- Sr.Friðrik Friðriksson 1922-1923.- Sr.Árni Björns- son 1923-1924. - Sr. Hálfdán Helgason 1924-1954. - Sr. Bjarni Sigurðsson 1954-1976.-Sr. Birgir Ásgeirsson 1976- 1990. - Sr. Jón Þorsteinsson 1990. - Sr. Birgir fór úr þáver- andi íbúðarhúsi vegna slæms ástands hússins árið 1986 og síðar var húsið dæmt ónýtt og riflð. Eftir byggingu nýs húss flutti sr.Jón Þorsteinsson ásamt eiginkonu sinni að Mosfelli á þessu ári Mosfellsblaðið heimsótti prestshjónin núna fyrir jólin að hinu nýja heimili þeirra að Mosfelli. - Sigríður Anna Þórðardóttir og Jón Þorsteinsson kynntust ung í Menntaskólanum á Akureyri, en þaðan luku þau stúd- entsprófi árið 1966. Hún er fædd og uppalin á Siglufirði, en hann fæddur á Kaldrananesi á Ströndum og ólst upp að hluta í Reykjavík. Þau giftu sig um tvítugt og hófu bú- skap í Reykjavík og bjuggu þar á meðan þau stunduðu nám við Háskólann, hún B.A. nám í íslensku, sagnfræði og grísku og hann guðfræðinám. Þau voru 8 ár í Reykja- vík og eignuðust þar sitt fyrsta barn, Jófríði Önnu, sem nú er búsett í Oslo í Noregi, gift Rune Johansen og eiga þau tvo syni. Séð heim að Mosfelli, nýja húsiðfellur vel að landslagi og staðháttum. Frú Sigríður Anna Þórðardóttir og Jón Þorsteinsson, sóknarprestur á heimili sínu að Mosfelli. kenndi öll árin við Grunnskólann í Grundarfirði. í litlu sveitarfélagi þurfa allir að leggja lið og Sigríður var kjör- in í sveitarstjórn 1978 og var í sveitarstjórn í 12 ár, þar af oddviti í 6 ár. Byggðarlagið var ungt, byrjaði að byggjast upp eítir 1940,margt ógert m.a. í gatnagerð, hafnargerð, skóla-og heilbrigðismálum og einnig í málefnum aldr- aðra. Sr. Jón kenndi með prestsstörfunum allt að hálfri kennarastöðu, einnig var hann í skólanefndum og var formaður Björgunarsveitarinnar, kom henni í gang á ný en hún hafði verið í lægð, en er nú vel búin og kröftug sveit. í Grundarfirði þekktu þau engan er þau komu, en þarna býr fólk sem lagðist á eitt t.d. þegar kirkjan var stækkuð. í Grundarfirði eignuðust þau tvær dætur þær Þorgerði Sólveigu og Margréti Arnheiði.Eítir 16 ára bú- setu þar vestra töldu þau sig verða að gera upp við sig hvort þau yrðu alla starfsæfina þarna, eða breyttu til. - Sr. Jón sótti um Mosfellsprestakall og fékk það. Fjölskyldan kvaddi góða vini og stórhuga fólk á Grundarfirði að af- lokinni kveðjumessu í júní 1990 og hélt suður á bóginn. í Mosfeltsbœ Þegar suðiir til Mosfellsbæjar kom, var séra Jóni tekið hlýlega af bæjarbúum og fór strax vel á með honurn, sóknarbörnum og sóknarnefnd. Hann sótti fast við ntðu- ncyti kirkjumála að fá búsetu að Mosfelli en var neitað um það. Eftir að Prestssetrasjóður var stofnaður, liðkað- ist um málið og með myndarlegum stuðningi sóknar- nefndar var ráðist í að byggja nýtt prestsetur að Mosfelli. Við komuna suður settu þau upp heimili í Grafarvogi og hafa búið þar þangað til þau fluttu 19. júní í sumar, að ráði Jóns og var það stór stund, er þau voru loksins kom- in heim að Mosfelli. Sóknarnefnd hefur tekið afar myndarlega á málefnum kirkjunnar að nvati Jóns. Lágafellskirkja hefur öll verið endurbætt og nýtt orgel. Stórviðgerð á Mosfellskirkju og framundan enn meiri framkvæmdir, nýr kirkjugarður er kominn að Mosfelli. Prestsstarfið hefur verið annasamt hjá Jóni, enda er prestakallið stórt. Fjölgað hefur um 800 manns frá því hann kom árið 1990 og telur söfnuðurinn nú liðlega 5-300 maims. Nú hefur verið ráðinn annar prestur, séra Sigurður Rúnar Ragnarsson. Mikil vinna er framundan hjá sóknarprestinum um jólamánuðinn, en þó er nýtt ívrir honum að geta deilt álaginu og tilhlökkunarefni að geta t.d. átt frí á 2. í jólum, en þá ætla þau hjón að hafa ijölskylduboð á nýja heimilinu. Nú þarf séra Jón að enda viðtalið, hann á fyrir höndum skírn í Lágafellskirkju. Sigríður Anna kenndi við Gagnfræðaskólann hér í Mosfellsbæ veturinn 1990-9l.Umhaustið 1990varpróf- kjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjaneskjördæmi. Fékk hún hvatningu til að taka þátt í því og hafði gert það upp við sig að hún vildi halda áfram í stjórnmálum. Hún hlaut 5. sæti og var kjörin á þing. Þingmannsstarfið er anna- samt og hún er lítið heinta, óreglulegur vinnutími og langur vinnudagur. Starfið er þó mjög skemmtilegt og fjölbreytt og þar er tækifæri til þátttöku í mótun samfé- lagsins. - Sigríður segir að henni þyki afar vænt um hlut- verk prestsfrúarinnar, enda sé hún vön því og vilji sinna því svo vel sem kostur sé. Mjög ólíkt að vera prestskona í fámennu samfélagi eða mannmörgu sem í Mosfellsbæ. - Hún segist hafa farið í stuttar gönguferðir um hið fagra nágrenni og aðeins farið til berja upp í hlíðina nú í haust, en frekar lítið hafi verið af berjum. Nú eru fyrstu jólin þeirra hjóna að Mosfelli að nálgast, tvær dætur koma erlendis frá, allar verða því dæturnar hjá þeim um jólin, ásamt tengdasyni og tveimur barna- börnum. Sigríður kveðst afar ánægð með húsið sem er vel byggt og hlýlegt. Að vanda verða rjúpur á aðfanga- dagskvöld, hangikjöt á jóladag og einhver frábær steik á 2.í jólum. Mosfellsblaðið sendir ljölskyldunni að Mosfelli bestu jólakveðjur. m immjjité m pitóceww.- £ mmmM Langatanga 1a - Mosfellsbæ - Sími 566 8188 Mosfellsblíiðið Q

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.