Mosfellsblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 4

Mosfellsblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 4
SKOLAMALI MOSFELLSBÆ Hvaða áherslur viljum við Mosfellingar í skóla- málum? Viljum við ein- ungis vera þess fullviss að skólar hér í bæ séu með sama sniði og ann- ars staðar? Bömin okkar fái sömu „þjónustu“ og börn í öðrum sveitar- félögum. Eða höfum við áhuga á því að gera okkar skólakerfí að því besta sem völ er á? Nauðsynlegt er að skapa jákvæða umræðu um skólamál og skoða vel hvort æskilegt væri að prófa einhverjar nýj- ungar. Hvers vegna eru engar hugmyndir um að prófa eitthvað óhefðbundið eða aukið framboð á þjónustu? Hér á eftir verður fjallað um þrjú atriði sem eðlilegt er að fái umijöllun hjá Mosfellingum. SKÓLASTEFNA Ein leið til þess að gera gott kerfí betra er að ná fram sameiginlegri stefnu allra sem koma að málinu. Því verða bæjaryfirvöld að ná að sameina viðhorf sín, skólanna og foreldranna þegar um skóla er að ræða. Ekki hefur enn farið fram umræða af neinni alvöru til þess að samræma þessi viðhorf. SKÓLAGANGA 5 ÁRA BARNA Löng reynsla er fengin af starfi ísaks- skóla þar sem bömin hefja skólagöngu 5 ára gömul. Almenn ánægja hefur verið með þessa starfsemi í ísaksskóla. Því væri ráð að skoða kosti þess og galla að taka upp slíka viðbót við skólakerfið hér í bæ. Nú þegar verið er að huga að byggingu á nýjum skóla í vesturhluta bæjarins væri rétt að ijalla um þessa hugmynd þannig að plássleysi hamli því ekki að taka upp þessa þjónustu. Þá má og nefna að leikskólar bæjarins eru gjörsamlega sprungnir. Ef hugmyndin um skólagöngu 5 ára bama yrði að veruleika þyrfti ekki eins mikla uppbyggingu leikskóla. A rnóti kemur aukin uppbygging gmnnskóla. Jafnframt yrði um til- færslu í mannahaldi frá leikskólum til gmnnskóla að ræða. Þessi hugmynd hefur væntanlega sína kosti og galla eins og alltaf. Því er nauðsynlegt að fá fram umræðu og vega hana síðan og meta með velferð barnanna að leiðarljósi. FRAMHALDSSKÓLI í MOSFELLSBÆ Mosfellsbær telur í dag tæplega 5500 íbúa og fjölgar væntanlega hratt í bænum á næstu ámm samkvæmt fréttum um upp- byggingu í landi Blikastaða. Því er eðlilegt að fjalla um hvenær framhaldsskóli komi í bæjarfélagið. Hver er stefna bæjaryfírvalda í þessu máli? Hvenær er stefnt að því að framhaldsskóli komi í Mosfellsbæ og hvar á hann að vera staðsettur? Brýnt er að móta stefnu í þessu máli og er þá bæði verið að tala um tímasetningar og skipulagsvinnu. Ljóst er að ekki hafa allir sömu skoðun á þessu máli. Sumir telja stofnun framhalds- skóla leiða til ákveðinnar einangrunar Mosfellinga á þessu skólastigi. Svo þarf alls ekki að vera þar sem við höfum fullan aðgang að öllum framhaldsskólum Reykja- víkur í dag með þátttöku okkar í byggingu Borgarholtsskóla. Því er engin ástæða til þess að ætla að þar þurfí að verða breyting á. Hugsanlega gæti orðið um samstarf við Reykjavíkurborg og ef til vill fleiri að ræða. Eðlilegt er að fram fari umræða um málið og stefna bæjaryfirvalda í málinu sé ljós. Mosfellingar stuðlum að jákvæðri umræðu um skólamál og styðjum þannig gott skólastarf í Mosfellsbæ. Með jólakveðju Hafsteiim Pálsson áti Um leið og við óskum börnum, ungmennum og öðrum bæjarbúum gleðilegra jóla leitum við eftir stuðningi allra sem leyfi hafa til að kaupa áfenga drykki til að virða áfengislög nr. 75/1998, sbr. 18. gr., þar sem segir að óheimilt sé að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem er yngri en 20 ára. Barnaverndarnefnd Mosfellsbæjar tKefoji&aid í tJKcóreiiómeólaíiaiii um joi oy CLtamob 1998 13.12. - 3. sd. í jólíiíösl 11 Barnastarf kl. 11.00 Messa í Mosfellskirkju kl. 14.00 15.12. kl. 14:30 Jólastund á Hlaðhömrum kl. 14:30 í tengslum við lok félagsstarfs aldraðra fyrir hátíðar. 16. og 17. 12. Aðventuheimsóknir leikskólabarna í Lágafellskirkju 20.12. - 4. siinnudagur í jólaföstu Jólastund barnastarfsins í Lágafellskirkju kl. 11.00 Athugið að þennan sunnudag kemur jólastundin í stað hinnar almennu guðsþjónustu. 24. 12,- aðfangadagur jóla Aitansöngur á Reykjalundi kl. 16.00 Einsöngur: Bergþór Pálsson Aftans. í Lágafellskirkju kl. 18.00 Einsöngur,- Bergþór Pálsson Aftans. í Lágafellskirkju kl. 23:30 Einsöngur: Inga Backman (Prestur: sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson) 25.12. - jóladagur llátíðarguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 14.00 Flautuleikur: Kristjana Helgadóttir 26.12. - annar í jóluni Hátíðarguðsþjónusta í Mosfellskirkju kl. 14.00 Einsöngur: Inga Backman (Prestur: sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson ) 31.12. ■ Gamlársdagur Aflans. í Lágafellskirkju kl. 18.00 Flautuleikur: Kristjana Helgadóttir. Kyrrðar - og bænastundir í Lágafellskirkju Athugið að á aðventunni hefjast að nýju kyrrðar - og bænastundir í Lágafellskirkju. Þær verða á fimmtudögum kl. 18.00 og veröur sú fyrsla fimmtudaginn 3. desember. Þar verður leikið á orgel kirkjunnar, Lesið úr ritningunni og viðstaddir sameinast í bæn. Bænarefnum má koma lil þess sem leiðir stundina hverju sinni. Hér má minna á nýtt ljósaaltari kirkjunnar en þar má kveikja á kerti sem tákn bænar eða í minningu látinna ástvina. Sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson mun sjá um bænastundirnar. &ímamejlic); pteölat og ótatjð- foík Mjnacíatim óiíia aaptaðaMiptíiiuum öffum gfeðifóýta-jóía og jawœföat á i . ntjju au. lm Atvínnuþróunarsjóð A aðalfundi Atvinnuþróunarsjóðs þann 11. nóvember síðastliðinn kom upp ágreiningur um reikninga sjóðsins. Þannig létu fulltrúar DJistans bóka að fundurinn væri haldinn fjórum mánuð- um seinna en reglur kveða á um. Þá hafi enginn aðalfundur verið haldinn vegna rekstrarársins 1996. Á fundi bæjarstjórnar sem haldinn var 24. júní síðastliðinn samþykktu full- trúar meirililutans reikninga Atvinnu- þróunarsjóðs sem voru rangir að mati fulltrúa D-listans. Á fundinum þann 11. nóvember síð- astliðinn lagði stjörn sjóðsins fram nýja reikninga . Þessir reikningar sem samd- ir eru af löggiltum endurskoðanda bæj- arsjóðs eru verulega frábrugðnir þeim reikningum sem samþykktir voru í júní. Þrátt fyrir endurskoðunina telja full- tniar D-listans að það séu enn ágallar á reikningunum þar sem hluti rekstrar- kostnaðar bókasafnsins er færður sem eign í Kjarna og að bæjarsjóður er lát- inn greiða vaxtarkostnað af skuldum sjóðsins. Reikningarnir voru samjivkkt- ir með fjómm atkvæðum gegn þremur. O UosrellNblaðið

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.