Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1992, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1992. Fréttir TiUögur fj ármálar áðuneytis til hinna ráðuneytanna: Gert er ráð fyrir 6,8 milHarða niðurskurði - ráðuneytin mega ráða hvað verður skorið - en ekki hve mikið Fyrir liggur ákvörðun ríkis- stjómarinnar um að niðurskiu-ður í heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti verði 1.900 milljónir króna og að menntamálaráðuneytið spari alls 770 miUjónir á næsta ári, það er frá þeirri útgjaldaþörf sem þau óskuðu eftir. Ujá menntamálaráðuneyti eiga að sparast 400 milljónir króna vegna nýrra úthlutunarreglna úr Lánasjóði íslenskra námsmanna. Það er vegna breytinga á lögum um sjóðinn. Þetta eru allt upplýsingar sem koma fram í vinnuskjali íjármála- ráðuneytis frá 27. júlí og notað var í ríkisstjóm við undirbúning fjár- laga. I sama skjali gerir ríkisstjómin ráð fyrir aö meðalniðurskuröur veröi 6,1 prósent. í krónum taliö er upphæðin 6,8 milljarðar króna. í skilaboðum til ráðuneytanna seg- ir orðrétt: „Miðað veiði við skipt- ingu fyrirliggjandi íjárlagaramma, en við endanlega tillögugerð hafi ráðuneytin að öðru leyti frjálsar hendur við að ná settu marki. Þannig geti verið eðlilegt að útfæra einstaka tillögur á grundvelli nýrra hugmynda í stað þeirra sem lágu fyrir við ákvörðun íjárlagaramm- anna.“ Þá segir á sama stað að ef komi til annarra útgjalda en þeirra sem gert er ráð fyrir í tjárlagaramman- um verði þeim mætt með spamaði eða niðurskurði á öðram sviðum innan sama ráðuneytis. Niðurskurður hvers ráðuneytis Eins og fyrr sagði er gert ráð fyr- ir að spamaður heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis verði 1,9 millj- aröar. Menntamálaráðuneyti á að spara 770 milljónir og við það bæt- ast 400 milljónir króna vegna breyt- inga á Lánasjóði íslenskra náms- manna. Landbúnaöarráðuneytið á að spara 950 milljónir króna. Sam- gönguráðuneyti á að spara 690 milljónir króna. Dóms- og kirkju- málaráðuneyti á að spara 400 millj- ónir, íjármálaráðuneyti 225 millj- ónir, félagsmálaráðuneyti 140 milljónir, æðsta stjóm ríkisins 125 milljónir, sjávarútvegsráðuneyti 50 milljónir, iðnaðarráðuneyti 50 milljónir, umhverfisráðuneyti 40 milljónir, utanríkisráðuneyti á að spara 30 milljónir, forsætisráðu- neyti 15 milljónir, Hagstofan 5 milljónir og viðskiptaráðuneyti 5 milljónir króna, samkvæmt þeim heimildum sem DV hefur undir höndum. Fyrstu útgjaldatillögur ráðuneyt- anna hljóðuðu samtals upp á rúma 112 milljarða. Eftir 6,8 milljarða niðurskurðarfyrirmæh fjármála- ráðuneytisins standa eftir útgjöld upp á 105,4 milljarða. Ekki er langt síðan gert var ráð fyrir að inn- heimtar tekjur á næsta ári verði 102,5 milljarðar og samkvæmt því var gert ráð fyrir að fjárlagahalli næsta árs yrði um þrír milljarðar króna. Þess ber að geta að þessir útreikningar eru frá því í lok júlí og kunna að hafa breyst eitthvað lítíllega frá þeim tíma. í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að heilbrigðis- og tryggingar- áðneytið fái mest allra ráðuneyta eða rúma 45 milljarða. Mennta- málaráðuneyti á samkvæmt þess- um hugmyndum að fá 14,3 millj- arða. Heildamiðurskurður ráðuneytanna Viöskiptar. Forsætisr. Utanrfkisr. Umhverfistáðun íðnaðarráðun. S|ávarútvegsr. /Eðsta stjóm Félagsmálar. Fjármálaráðun. Dóms- og klrk)umr Samgöngur. Menntamátar. Landbúnaðarr. Heilbr. og tryggingar._þ. — upphæðir í milljonum krona — 125 225 690 770 g 950 P 1900 Fulltrúar Landssambands lögreglunanna og dómsmálaráðuneytisins áttu með sér fund í húsakynnum ráðuneytis- ins í gær. Til umræðu voru öryggismál og eftirlaunamál lögreglumanna. „Fundurinn var málefnalegur og málin rædd á breiðum grundvelli," sagði Jónas Guðmundsson, formaður Landssambandsins. Ákveðið var að hittast aftur á vinnufundi á föstudag. Frá vinstri á myndinni eru Hjalti Zophaniasson, deildarstjóri í dómsmálaráðuneyt- inu, Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri, Jónas Magnússon, Jóhannes Jensson, varaformaður Landssambands lögreglumanna, og Kristján Kristjánsson gjaldkeri. -bjb/DV-mynd Brynjar Gauti Vinnureglur lögreglunnar: Ríkissaksóknarí búinn að skila áliti sínu - okkur vantar enn skýr fyrirmæli, segir Bjöm Halldórsson Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, sendi erindi tíl ríkissak- sóknara í fjóram liðum um mánaða- mótin júlí/ágúst í sumar. Þar var rík- issaksóknari beðinn um viðhorf til ýmissa rannsóknaraðferða lögreglu í fíkniefnamálum og öðrum málum, meðal annars hvort lögreglan þyrftí dómsúrskurð til að beita ýmsum rannsóknartækjum. Hallvarður Ein- varðsson ríkissaksóknari sagðist í samtali við DV hafa skilað lögreglu- sljóra álití sínu fyrir nokkrum dög- um en vildi ekki tjá sig um það. Böðvar Bragason sagði aðspurður við DV að erindiö tengdist ekki með nokkrum hætti rannsókn kókaín- málsins heldur hefði verið til komið vegna nýrra laga um meðferð opin- berra mála sem tóku gildi 1. júlí í sumar. Að öðra leyti vildi Böðvar ekki greina frá svari ríkissaksókn- ara. Bjöm Halldórsson, yfirmaður fíkniefnalögreglimnar, sagðist í sam- tali við DV hafa veriö fullkunnugt um beiðni Böðvars, svo og svarið frá ríkissaksóknara. Bjöm vildi ekki greina frá áliti sínu á svarinu en sagði: „Það er ekkert launungarmál að okkur hefur vantað skýrar vinnu- reglur til aö fara eftir. Okkur skortír enn skýr rannsóknarfyrirmæli um hvænær og hvemig megi beita þess- um svokölluðu óhefðbundnu rann- sóknaraðferðum. Að sjálfsögðu verð- um við að vinna eftir reglum og þess vegna erum við að biðja um skýr fyrirmæli. En það vinnur gegn okkur að greina frá vinnuaðferðunum á opinberam vettvangi,“ sagði Bjöm. Fyrr í sumar sendi Bjöm ítarlega álitsgerð frá sér um stöðu fíkniefna- rannsókna á íslandi og tillögur til úrbóta. Álitsgerðin fór til dómsmála- ráðherra og er það til umfjöllunar. Lögreglustjórinn í Reykjavík fékk afrit af skýrslu Bjöms. -bjb Guöni Ágústsson alþingismaður: EHurlyfjasmyglarar fari í 5 ára farbann Guöni Ágústsson ræddi eiturlyfja- vandamáliö utan dagskrár á Alþingi í gær. Hann sagði þaö orðið slíkt vandamál aö nú væru 500 ungmenni á aldrinum 13 til 19 ára sokkin í eitur- lyf. Guðni lagöi til að refsingar þeirra sem flyttu inn eiturlyf yröu hertar. Lagöi hann til að til viöbótar þeim refsingum sem nú era færa þeir sem staðnir væra að eiturlyfjasmygli í 5 ára farbann frá landinu. Einnig að birtar yrðu af þeim Ijósmyndir og nöfii þeirra í fjölmiðlum. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra sagðist ekki hlynntur hertum refsingum. Hann sagði aö nú væri unnið að endurskipulagningu lög- gæslu. Þá skýrði hann frá því að náöst hefði samkomulag við eitur- lyfjalögreglu í Flórída í Bandaríkjun- unm um aðstoð og kennslu fíknieftia- lögreglunnar. -S.dór Tilurð Ámess og skýrsla Ríkisendurskoðunar: Stokkseyringar átelja Alþingi - og við erum ósáttir við Byggðastofnun „Hreppsnefnd Stokkseyrarhrepps átelur harðlega meðferð Alþingis á að skýrslu Ríkisendurskoðunar, er hún gerði varðandi skoðun á eigna- hlutum Hraðfrystihúss Stokkseyrar hf. og Glettings hf. við stofnun Ár- ness hf., þar sem eignaraðilum svo sem Stokkseyrarhreppi og Verka- lýðsfélaginu Bjarma er meinaður aðgangur að henni. Þar kemur fram að Hraðfrystihús Stokkseyrar hefur verið stórlega hlunnfarið við sam- rana þessara fyrirtækja þó háttvirt- ur þriðji þingmaður Sunnlendinga telji það eðlilegan fómarkostnaö, sem hreppsefnd telur að hafi verið nógur fyrir." Þetta er samþykkt af hreppsnefndarfundi á Stokkseyri frá 27. ágúst. Þriðji þingmaður Sunn- lendinga er Ámi Johnsen. Grétar Zóphaníasson sveitarsfjóri sagði, í samtah við DV, að þeir hefðu leitað til Salóme Þorkelsdóttur um að fá aögang að skýrslunni en án árangurs. Samkvæmt heimildum DV segir meðal annars í umræddri skýrslu Ríkisendurskoðunar að þaö sem er kallað er utankvótaveiðireynsla Glettings við sameininguna hafi ver- ið metið á yfir 200 milljónir króna. Ríkisendurskoðun kýs að kalla þetta viðskiptavild, en ekki utankvóta- veiðireynslu og vill ekki meta hann á meira en 150 milljónir. Þá var tog- arinn Jóhann Gíslason metinn á 240 milljonir en hann var kvótalaus. Verðið á honum mun, að mati Ríkis- endurskoðunar, vera allt of hátt met- ið. Eignarhlutur Hraðfrysthúss Stokkseyrar í Ámesi er 36 prósent en ætti að vera 40 prósent eða meiri að mati Ríkisendurskoðunar, sam- kvæmt heimildum DV. Ríkisendurskoðun gerir athuga- semdir við að eignastaða fyrirtækj- anna tveggja er metin við ágústlok 1991 þrátt fyrir að sameiningin hafi ekki oröið fyrr en um áramótin 1991 og 1992. Á þeim tíma, það er frá 1. september til áramóta, versnaði staða Glettings um 57 milljónir en staða Hraðfrystihússins versnaði um 12 milljónir. Ríkisendurskoðun átel- ur þetta. „Viö erum sárir út í hlut Byggða- stofnunar í þessu máli. Þó hún hafi verið meirihlutaeigandi í Hraðfrysti- húsinu þá rýrir hún hlut okkar og færir til einkaaðila. Sveitarsjóður var búinn aö leggja meiri peninga í þetta fyrirtæki en hann raunveru- lega gat. Síöar kemur Byggðastofnun inn í þetta og færir að lokum miklu stærri sneið til fjölskyldufyrirtækis- ins Glettings, stærri sneið en okkur þykir góðu hófi gegna. Yfir þetta leggur Ámi Johnsen blessun sína,“ sagði Grétar Zóphaníasson, sveitar- stjóri á Stokkseyri. Hann sagði gagn- rýnina ekki snúa að Ámesi. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.