Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1992, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1992, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1992. DV kannar verð á skólavörum: 13 Lífsstm Gamla verðið enn í gildi - margar vörur á sama verði og í fyrra Um þessar mundir eru allar bóka- búðir fullar af ungum andlitum. Sum þeirra ganga ákveðin beint að því sem þau vilja, önnur setja upp svip og reyna að heija út úr pabba eða mömmu Batman pennaveski með þremur hólfum. Það fer ekki á milli mála að skólamir eru að hefjast að nýju. Það munu sjálfsagt margir eyða sumarhýrunni sinni í skólabækurn- ar og oft dugar það ekki til. Það kost- ar sitt að eiga böm í skóla og kostnað- urinn margfaldast eftir því sem böm- in era fleiri. Skólakrakkar ættu að muna að margt smátt gerir eitt stórt og ef vel er farið með pennaveskiö, yddarann og strokleðrið yfir vetur- inn þá getur það sparað talsverðar fjárhæðir að háusti. Neytendasíðan fór í nokkrar bóka- og ritfangaverslanir og kannaði verðið á skólavöranum í ár. Svipaðar kannanir hafa verið gerðar undan- farin ár og því er hægt að gera sam- anburð á verði milli ára. Var farið í Pennann í Austurstræti, Bókahom- ið, Mál og menningu, Æskuna og Eymundsson við Hlemm. Litið var á verðið á BaU Pentel penna (þessum græna), blýanti með strokleðri (þessum gula), Stabilo Boss áherslupenna, 20 cm reglustiku (glærri), 50 stk. af lausum blöðum, yddara (hefðbundnum), skólatösk- um frá Scout og Amigo, venjulegri stílabók (Stílabók) og stílabók með gormum (80 bls. Studien Block), möppum (bæði tveggja og fjögurra hringja), plastmöppum (þunnum og þykkum) og pennaveskjum. Reynt var eftir mætti að bera sam- an sömu vörur í öllum verslununum. Það var samt ekki alltaf hægt og er þá um mjög svipaðar vörur að ræða. Til dæmis era margar tegundir af möppum á markaðnum og þá oft með einhveijum myndum fyrir krakk- ana. Stabilo Boss pennamir vora seldir fjórir saman í Pennanum á 406 Neytendur krónur (101,50 krónur stykkið) og í Bókahorninu vora áherslupennam- ir sex saman á 577 krónur (96,17 krónur stykkið). Rétt er að líta aðeins á þann mun sem er á verði á skólavöram milli ára. Verð á Ball Pentel pennunum er t.d. að mestu leyti það sama milli ára. Nú era þeir á 82 krónur á þrem- ur stöðum en í fyrra vora þeir á sama verði á fjórum stöðum. Sömu sögu er að segja um gulu blýantana, þeir era nú á 12 krónum á þremur stöðum og vora á sama verði í fyrra á fjórum stöðum. Pentel Ball pennamir vora ódý- rastir í Æskunni, kostuðu þar 79 krónur. í Bókahominu vora þeir seldir á 84 krónur, rúmlega 6 pró- sentum dýrari. í Pennanum, Máli og menningu og Eymundsson kostuðu kúlutússpennamir 82 krónur, það er sama verð og í fyrra. Eins og áöur sagði vora gulu blý- antamir víða á 12 krónur eins og í fyrra. Fengust þeir á 12 krónur í Bókahominu, Máli og menningu og Æskunni. í Pennanum og Eymunds- son kostuðu þeir 13 krónur. Hjá Ey- mundsson vora einnig til gulir kín- verskir blýantar á tíu krónur. Stabilo Boss áherslupennamir, reyndust dýrastir í pennanum, á 102 krónur (101,50 krónur). Lægsta verð- ið var hjá Eymundsson, 94 krónur. Verðmunurinn tæp 8 prósent. Stabilo Boss áherslupennamir kostuðu 95 krónur í Máli og menningu, 96 krón- ur í Bókahominu og 97 krónur í Æskunni. Tæplega 146 prósenta munur var á hæsta og lægsta verði á 20 cm reglu- stiku. í Pennanum kostaði hún 59 krónur en 24 krónur í Æskunni. Hjá Máli og menningu og í Bókahominu var hún á sama verði og fyrir ári, á 25 og 26 krónur. Einnig var hún á 25 krónur í Eymundsson. Verð á lausum blöðum var frá 59 krónum í Bókahominu og upp í 70 krónur hjá Eymundsson. í Pennan- um og Máli og menningu var pakk- inn á 67 krónur en 69 krónur í Æsk- unni. Yddari kostaði á bilinu 30 til 43 krónur. Hjá Eymundsson var fer- kantaður yddari á 43 krónur en þrí- hymingslaga á 37 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði er í þessu til- felli 43 prósent. Talsverður verðmunur var á Scout skólatöskunum. í Æskunni kostuðu þær 3.771 krónu en 5.885 í Pennanum. Munurinn er 56 prósent. í Bókahom- inu vora Scout töskumar á 5.700. Minni munur var á Amigo skólatösk- um. Þær reyndust dýrastar í Ey- mundsson þar sem þær kostuðu 5.084 en í Máli og menningu fengust tösk- umar á 4.817 krónur og á 4.9% í Æskunni. Stílabók án gorms var ódýrast í Máli og menningu eða 134 krónur. Dýrast var hún, aftur á móti, í Bóka- hominu, á 148 krónur. Stílabók með gormi var dýrast í Eymundsson, kostaði þar 154 krónur en lægsta verðið var að finna í Máli og menn- ingu, 140 krónur. Verð á möppum var mjög misjafnt og fór það eftir gerð og hvort þær vora tveggja eða fjögurra hringja. Það sama má segja um plastmöpp- umar, þær vora ýmist mjög þunnar, miðlungsþykkar eða þykkar, og var verðið í samræmi við þykktma. Um 183 prósenta verðmunur var á þunnu möppunum. Kostuðu þær 6 krónur í Æskunni en 17 krónur í Pennanum. Að lokum var litið á verð á penna- veskjum. Er verðið jafn misjafnt á og úrvalið er mikið. Er hægt að fá pennaveskin frá 138 krónum og upp í 2.500 krónur. -GHK Þessa dagana eru skólar að hefjast að nýju og fyllast þá allar bókabúðir af ungu fólki sem er að leita að stílabókum, blýöntum og öðru sem nauösyn- legt er að hafa í skólatöskunni. DV-mynd GVA Penninn Bókahorn M&M Æskan I Eymundsson Ball Pentel penni 82 84 82 79 82 Blýantur með strokleðri 13 12 12 12 10/13 Stabilo Boss áherslupennar 102 96 95 97 94 20 cmreglustika 59 26 25 24 25 50stlausblöð 67 59 67 69 70 Yddari 31 43 37 30 37/43 Scout skólataska 5.885 5.700 3.771 Amigoskólataska 4.817 4.996 5.084 A4 stilabók með gormi 143 143 140 149 154 A4stílabókán gorms 139 148 134 140 145 Mappa-4hringja 277 306-498 199 185 395 Mappa-2hringja 229 167 167 181 Plastmappa-þunn 17 9 12 6 Plastmappa-þykk 22 13 34 34 Pennaveski 138-2031 185-1375 ' 162-2196 171-2506 215-1463 X0/ 'ÖKUgt <0 02 ÍÆR°Ö HEILSUSKOLI Þetta er frábært 8 vikna námskeið einu sinni í viku á laugardögum Börnin fá svo sannarlega að njóta sín við að liðka sig og styrkja, lita, leika sér og læra nýja hluti. Þau kynnast fullt af krökkum og öðlast aukið sjálfstraust. (2) Skemmtileg leikfimi (2) Þroskandi og skemmtilegir leikir (2) Engar raðir - engin samkeppni (2) Fróðleikur - krakkarnir læra m.a um hjarta- og vöðvastarfsemi og fjölmargt um heilbrigt líferni Leiðbeinendur verða Hrafn Friðbjörnsson og Kittý Magnúsdóttir Verð kr. 4900.- ara QO <2> , r' STUDIO JO SKEIFAN 7 108 NINU & ÁGÚSTU REYKJAVÍK $. G8 98|68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.