Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1992, Blaðsíða 12
12 _____________ Spumingin Ætlar þú að sjá myndina Svo á jörðu sem á.himni? Haukup Bryajólfsson rafvirki: Já, ég býst viö.því. Böðvar Guðbjartsson ævintýramað- ur: Já, alveg örugglega. Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræð- ingur: Já, strax þegar ég kem því við. Þórdis Einarsdóttir húsmóðir: Já, það gæti vel verið. Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri: tJá, ég ætla að sjá hana aftur. Estrid Þorvaldsdóttir nemi: Já, ég er alveg ákveðin í að gera það. MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1992. Lesendur Búvörumarkaður bætir ástandið Guðjón Guðmundsson skrifar: Ég hygg að flestir fagni samþykkt aðalfundar Landssamtaka sauðfjár- bænda um að skora á Stéttarsam- band bænda að láta kanna möguleika á því að koma á fót búvörumarkaöi og þá kannski fyrst og fremst á höf- uðborgarsvæðinu. Þar verður mesta salan og þar er þörfin brýnust. Slíkur búvörumarkaður myndi bæta það ástand sem ríkir í verðlagningu bú- vara fyrir almenning. En undrtmarefni er það mörgum íslendingum að ekki skuli fyrir löngu síöan hafa verið komið á búvöru- markaði hér á landi líkt og tíðkast í flestum löndum heimsins. - Er hugs- anlegt að allir milliliðimir, sem ná inn tekjum af landbúnaðarvörum, hafi staðið á móti því að þessi söluað- ferð tíðkaðist hér? - Mér fannst nú ekkert of gott hljóðið í formanni Stéttarsambandsins í sjónvarpsvið- tali eftir áðumefndan fund. Hann hlakkaði ekkert sérstaklega yfir þessari samþykkt sauöfjárbænda. Ég er helst á, því miður, að svona búvörumarkaður verði ekki að vem- leika hér. Það verður reynt að finna honum allt til foráttu. Það verður farið að tala um aö hreinlætisaðstaða verði að vera til staðar, líkt og í mat- vöruverslunum - salemi og þvotta- aðstaöa fyrir þá sem selja. - Kannski líka aðstaða til að fara í bað! Það er ekkert nýtt hér að reynt sé að stöðva svona nýjungar með ýmsum fárán- legum reglum og kröfum. Ýmist af hinu opinbera eöa þá að þrýstihópar Á útimarkaði á Egilsstöðum. knýja ríkisvaldið til að að stöðva til- raunastarfsemi eins og þessa. Það væri fróðlegt að sjá úttekt ein- hverra ábyrgra aöila t.d. fjölmiðla hvernig það kæmi út í veröi fyrir neytendur, þegar lambakjöt væri selt ófrosið og nýslátrað á opnum mark- aði, grænmeti, ostar og annað sem reyndar er hægt að selja hvar sem er. Það er enginn sem segir að fólk vilji ekki geta keypt hálfan eða heilan lambaskrokk ófrosinn. Ostar eru líka einkar hentugir til að sefja á mark- að. - Við skulum nú fylgjast vel með hvemig þessu máh reiðir af í kerf- inu. Hjá Stóra-bróður í ráðuneytun- um, og svo hjá hinu „yfirskilvitiega“ valdi í Bændahöllinni sem hefur ekki síöur verið hið alsjáandi auga fyrir hönd milliliðanna en bænda. EES spurningar og svör Kristín Jónsdóttir skrifar: Maki minn er ekki evrópskur. Þýð- ir það að hann getur ekki fengið dval- ar- og atvinnuleyfi í öðrum EES- löndum flytjumst við frá íslandi? Svar utanríkisráðuneytis: Sérhveijum ríkisborgara EES- svæðisins er heimilt aö fara til hvaða lands svæðisins sem er og leita sér að vinnu í a.m.k. þrjá mánuði. Til þess að fá dvalarleyfi verður að leggja fram skilríki og staöfestingu atvinnurekanda á ráöningu. Fjöl- skylda launþega öðlast sama rétt til dvalar og atvinnu. Gildir það óháð því af hvaða þjóðemi makinn er. Hins vegar má vera að í sumum löndum verði maki, sem ekki er rík- isborgari EES-lands að sækja sér- staklega um atvinnuleyfi, en þaö er þá eingöngu formsatriði. Maki frá ríki utan EES-svæðisins, á sama hátt og böm launþega, á rétt á að dveljast í landinu jafn lengi og launþeginn, og eiga jafnframt sama rétt til félags- legrar þjónustu sem innlendir og aðgang að skólum og endurmennt- unarnámi. - Eftir að starfsævi lýkur öðlast launþeginn rétt til að dveljast áfram í viðkomandi landi, og sama gildir um fjölskyldu hans. Árni Guðmundsson spyr: Ýmis hættuleg efni á borð við asb- est, kvikasilfur og kadmíum, sem er bannað að nota hér á landi, era ekki bönnuð í Evrópubandalaginu. Mun EES-samningurinn hafa þau áhrif, að þessi efni verði leyfð hér á ný? Svar utanríkisráðuneytis: Á þeim sviðum umhverfisvemdar sem löggjöf EFTA-ríkja gengur lengra en löggjöf Evrópubandalags- ins er EFTA-ríkjunum heimilt að halda gildandi reglum þar til þær verða samaræmdar á öllu EES- svæðinu en Evrópubandalagið vinn- ur að því að herða reglur sínar í sam- ræmi við EFTA-reglumar. - Asbest, kviksilfur, kadmíum og arsenik veröa því áfram bönnuð hér á landi verði EES-samningurinn samþykkt- ur. Tálbetta og mútugreiðslur | Eigum við aö draga í land meö þann árangur sem þó hefur unnist, spyr bréfritari. - Kókainmaðurinn í hönd- um lögreglu. Hringið í síma 632700 millikl. 14 og 16 -eða skrifið Naih og símarur. vcrður að íyjgja bréíum Einar Guðmundsson skrifar: Eftir að náðist í hinn margumtal- aða kókaínmann nýlega og þar með sýnt að fíkniefnalögreglan hefur haft erindi í krefjandi starfi sínu til að stemma stigu gegn útbreiðslu þess- ara hættulegu eiturefna, sem hér em aö verða markaösvara í undirheim- um þjóðfélagsins, er eins og sumir forráðamenn löggæslu og dómskerf- is telji að hér sé nóg komið. - Fíkni- efnalögreglan þurfi einhvers konar aðhald í starfi og hvemig hún vinnur að uppljóstrunum á tilvist fíkniefna. Auðvitað má til sanns vegar færa aö ekki kunna öll meðul að vera þóknanleg hinum varfæmu, sem telja t.d. að tálbeita og mútugeiðslur séu af hinu illa, slíkt tíðkist bara í útlöndum. Þetta er sjónarmið sem lengi hefur veriö ríkt í umræðunni hér á landi og í fleiri greinum en rannsókn á starfsemi fíkniefnasala og innflytjenda. En aðeins í umræð- unni. Mútuþægni og mútugreiðslur em stór þáttur í íslensku athafna- og viðskiptalífi, og jafnvel milli hinna svokölluu góðborgara sem við stund- um nefnum svo. Það er t.d. algengt að verk séu unnin án þess að reikn- ingur sé sýndur, til að komast hjá virðisaukaskatti, skattaskýrslur út- fylltar til að komast hjá skattgreiðsl- um o.s.frv. Þegar verið er að upplýsa stórfellt eiturefnasmygl og sölu á fíkniefnum, hlýtur fíkniefnalögreglan að beita þeim ráðum sem hún télur ná best- um árangri. Eða eigum við að draga í land með þann árangur sem þó hefur unnist? Eigum við landsmenn að láta sem orðin tálbeita og mútu- greiðslur séu í ætt við óheiðarleika þegar velferð þjóðarinnar er í veði, en ágæt viö aðrar aðstæður? bréffanga Ólafur Jens Sigúrðsson fanga- prestur skrifan Vegna lesendabréfs í DV 28. ágúst er nauösynlegt aö eftírfar- andi komi fram, - Þjóökirkjan og fangaprestur hafa ekkert með það að gera, hverjir fá að heim- sækja fanga á Iitla-Hrauni, og hafa þar af leiðandi engum dyi'- um lokað á söfnuöinn Orö lífsins eöa sr. Guömund Örn Ragnars- son austur á Litla-Hrauni. Varðandi störf fangaprests skal það tekið fram, að helgistundir á hans vegum hafa verið 6-8 á ári sl. 6 ár. Ahersla er lögö á viöræð- ur við fanga í reglubundnum heimsóknum hans að Litla- Hrauni í hverri viku. Störf fanga- prests er með líkum hætti og störf annarra sem gegna sérþjónustu innan kirkjunnar eða þjóna stofhunum. Lítiðatvinnuleysi Péll hringdi: Víöast hvar i heiminum er mik- ið atvinnuleysi. í OECD-ríkjun- um einum eru um 24 milljónir manna án atvinnu. í erlendri nýlegri spá fyrir árið 1993 segir að á íslandi verði um 2,4% at- vinnuleysi. Einhvers staðar þætti það ekki há tala. - En spuríngin er hvort hér sé nokkurt atvinnu- leysi ef málið er kannað ofan i kjölinn. Blæsíherlúðra Stefán hringdi: Til þess að Bush eigi einhverja von um sigur í forsetakosningun- um vestra verður hann að blása i herlúðra sína í Austurlöndum fjær. Þá er möguleiki aö endur- heímta atkvæði sem fóru fyrir lítið þegar honum mistókst að koma Saddam Hussein írá völd- um í Persaflóastriðinu. Að blása í herlúðra sína heima- fyrir er auðvitað nauðsynlegt. En hann þarf aö fa uppreisn æru vegna linkindar sinnar í utanrík- ismálunum. - Vinni hann hins vegar ekki forsetakosningarnar þá bið ég guð að hjálpa okkur Islendingum. Þá verða ekki leng- ur uppfylltar beiðnir og óskir frá smáríkjum eins og okkur. AHtfyrirekkert? Ingim. Sæmundsson skrifar: Viö fáum allt fýrir ekkert, sagði utanríkisráðherra þegar hann kom að utan úr einni feröinni. Ég hef aðra skoðun á því máli. Ætli við látum ekki meira frá okkur þegar fram í sækir? - Þeg- ar búiö verður að leyfa aðgang aö landhelginni til að veiða þar karfann munu þeir liklega veiða það sem þeim sýnist. Ég reikna með að hún verði far- in að minnka tollalækkunin sem við eigum að fá af fiskinum þegar við fórum að greiöa þar árgjaldið. Viö eigum að vera sjálfstæð þjóð eins og hingaö til. Og mikið mega þeir hafa á samviskunni þessir menn sem eru að etja okkur út í þetta alþjóðafen. Boðskapurmeð afföllum Bjarni Valdimarsson skrifar: Forsvarsmenn kirkju viröast allt of oft taka boöskapinn með affóllum. Þeir eiga til að rífast eins og hundar og kettir og gleyma þá meistara sínum svo algjörlega að biskup og dómpró- fastur gerast ærið uppteknir. - Getur ekki „Heimatrúboð leik- manna“ sinnt vanhirtum akri innan kirkjunnar? Rikisstjómin berst fyrir einka- væðingu opinberra stofnana. Til- boð berast í Póst og síma. - Vill ekki einhver bjóða i kirkjuna? Hún hefúr auglýsingagildi ekki síður en íþróttahreyfingm,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.