Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1992, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1992, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1992. 49 Afmæli Veiðivon Guðmundur Ingi Waage Guðmundur Ingi Waage, eftirlits- maður með verklegum fram- kvæmdum Vegagerðar ríkisins á Vesturlandi, Sæunnargötu 10, Borg- amesi, er fimmtiu ára í dag. Starfsferill Guðmundur fæddist á Feijubakka í Borgarhreppi og sleit bamsskón- um í Borgamesi. Hann gekk í Bama- og miðskóla Borgamess, lauk sveinsprófi í húsasmíði frá Iðn- skóla Borgamess 1963 og hóf sjálf- stæða starfsemi í húsasmíði 1965. Guðmundur keypti og rak Bygging- arfélagið hf. 1967-1975. Landmæl- ingamaður hjá Vegagerð ríkisins í Borgamesi var hann 1975-1985. Rekstrarstjóri Vegagerðar ríkisins á Snæfellsnesi 1985-1986. Eftirlits- maður með verktakaframkvæmd- um hjá Vegagerð ríkisins frá 1986. Guðmundur sat í hreppsnefnd 1970-1974, í byggingamefhd nokkur kjörtímabil og er nú formaður henn- ar. í launamálaráði SFR og samn- inganefnd 1991-1992. Félagi í JC í Borgamesi og þar af forseti í eitt ár. Starfandi félagi í Björgunarsveit- inni Brák frá 1965, þar af formaður í tvö ár. í varasljóm SVFÍ. Núver- andi formaður Rauða kross deildar Borgarfj arðarlæknishéraðs. í stjóm Landssambands íslenskra vélsleða- manna 1988-1990. Fjölskylda Guðmundur er kvæntur Bimu G. Ólafsdóttur, f. 28.2.1940, læknafuU- trúa. Hún er dóttir Áslaugar Bjöms- dóttur, sem nú er látin, og Ólafs Guðmundur Ingi Waage. Guðmimdssonar sem er búsettur í Borgamesi. Dætur Guðmundar og Bimu em Ragnheiður, f. 31.5.1964, gift Einari Pálssyni og eiga þau tvö böm; og Hafdís Brypja, f. 30.3.1969, gift Sig- urði Einarssyni og eiga þau eitt bam. Hálfsystkini Guðmundar, sam- feðra, era Ingólfúr, búsettur á Hvolsvelli; Jensína, búsett á Akra- nesi; Hrafnhildur, búsett á Akra- nesi; Ólafur, búsettur í Borgamesi; Kári, búsettur í Reykjavík; og Brynja, búsett í Reykjavík. Foreldrar Guðmundar era Jó- hann Waage, f. 16.7.1922, forstöðu- maður, og Ragnheiðiu- Guðjónsdótt- ir, f. 8.7.1908. Guðmundur tekur á móti gestum í Félagsbæ fóstudaginn 4.9. eftír kl. 20.30. Bogomil Font og milljónamæringarnir Bogomil og hljómsveit hans, milljóna- mæringamir, munu koma fram á Tveim- ur vinum fimmtudagskvöldið 3. sept., í Hlégarði, Mosfellsbæ, föstudagskvöldið 4. sept. og á Patreksfirði á laugardags- kvöldið. Tapað fundið Síamsköttur týndur Blue point síamslæða, grá í ffaman, á eyrum, skotti og loppu en ljósari á feld- inn, tapaðist frá Sogavegi 96. Hún er ný- flutt í hverfið og hefur sennilega villst. Hún er með gráa endurskinsól með síma- númeri. Ef einhver hefur oröið var við hana eða veit hvar hún er niðurkomin er haim vinsamlegast beðinn að láta vita í síma 683626 eða 611649. Boxer týndur Hann er eins og hálfs árs grábröndóttur fi-ess með hvítar loppur. Geltur, með ól og eymamerktur R-2138. Hann er mjög gæfur. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 26360. Finka flaug út um glugga Finka, kvenfúgl með ljósrauðan gogg, flaug út um glugga á Austurbrún simnu- daginn 30. ágúst sl. Ef einhver hefúr fund- ið hann er hann vinsamlegast beðinn að hringja í síma 31172. Skuggi ertýndur Hann er eins árs, svartur köttur með hvítan depil á hálsi og svarta hálsól með steinum og tapaðist frá Njálsgötu 102 fyr- ir ca. þremur vikum. Hann er eyma- merktur. Ef einhver hefúr orðið hans var eða veit hvar hann er niðurkominn er hann vinsamlegast beðinn að hringja í síma 21847. Tilkyimingar Neskirkja Fyrsta samverustimd kórs aldraðra, „Litla kórsins", veröur í kirkjunni í dag kl. 16.45. Námskeið Ættfræðiþjón- ustunnar Ættfræðiþjónustan hefúr nú flutt sig um set úr upprunalegu húsnæði sínu í vest- urbænum í glæsileg húsakynni í Braut- arholti 4 þar sem áður var Málaskólinn Mímir. Með þessu þrefaldast vinnuað- staða til kennslu og rannsókna en fyrir- tækið hefur frá upphafi verið með þrí- þætta starfsemi: námskeið fyrir almenn- ing, rannsóknir og samantektir á ættum og niðjatölum og bóksöluþjónustu. í fyrri hluta september hefjast nú grunnnám- skeið fyrir byijendur (20 klst., 7 vikur) og litlu seinna framhaldsnámskeið fyrir lengra komna. Leiðbeinandi er Jón Valur Jensson. Innritun er hafin í símum 27100, 27101 og 22275. ITC deildin Korpa heldur sinn fyrsta fúnd í Safnaðarheimili Lágafellssóknar 2. sept. kl. 20. Allir vel- komnir. Upplýsingar í síma 666296, Díana. Félag nýrra íslendinga heldur félagsfund í Gerðubegi fimmtu- daginn 3. september kl. 20 í sal A, 2. hæð. Almennar umræður verða um efiúð „Hvers vegna erum við hér á'íslandi?" Markmið félagsins er að efla skilning milli fólks af öllum þjóðemum sem býr á íslandi með auknum menningarlegum og félagslegum samskiptum. Einnig að styðja félaga sína með því að miðla af fenginni reynslu, með upplýsingum og fræðslu til að aðstoða fólk við að laga sig að breyttum menningarvenj um. Safnaðarstarf Háteigskirkja: Kvöldbænir og fyrirbæn- ir í dag kl. 18. Neskirkja: Bænamessa kl. 18.20. Guð- mundur Óskar Ólafsson. Seltjarnameskirkja: Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimil- inu. Bændaskólinn á Hólum: Kennir sportveiði næstavetur „Það er rétt að við mimum kenna sportveiði sem valgrein næsta vetur á Hólum í H[jaltadal,“ sagði Jón Bjamason, skólastjóri Bændaskól- ans á Hólum í Hjaltadal, í gærkvöldi í samtali við DV. „Við erum með fiskeldisbraut og þar er kennd bleikjuveiði, fiskirækt, vatnanýting, vistfræði og sportveiöi. Það hafa orðið aörar áherslur héma í laxeldinu og þess vegna höfum við aðeins gert breytingar. Sportveiðin er orðin stór atvinnuvegur og miklir peningar fara í gegnum hana. Ég fór til Skotlands og kynnti mér þetta nám þar. Þangað hafa íslendingar komið og lært sportveiðina. Það er auðvitað hægt að kenna þetta héma líka,“ sagði Jón í lokin. -G. Bender Gæsaveiðitíminn byijaður: Þúsimd gæsir hafa verið skotnar Gæsaveiðitíminn er hafinn fyrir alvöra og hafa hundrað skotveiði- manna farið til veiða. Eftir að kóln- aði hefur gæsin meira látið sjá sig niður í byggð. „Það hefur veiðst vel af heiðargæs og grágæs það sem ef er veiðitíman- um,“ sagði Sverrir Sch. Thorsteins- son, skotveiðimaður og jarðfræðing- ur, í samtali í gær. „Það virðist ekki vera neinn skort- ur á flugi eins og er. Skotveiðimenn hafa veriö að fá þetta 5 til 20 gæsir í morgunfluginu og svipað í kvöldflug- inu. Það besta sem ég hef heyrt um era 54 gæsir í einu morgunflugi. Ég held að þetta verði gott tímabil fyrir veiðimenn í gæsinni þetta árið en minna af rjúpu. En vegna hrets í byrjun sumars er hætta á að ijúpna- ungar hafi drepist. Ég hef ekki séð mikið af henni,“ sagði Sverrir Sch. ennfremur. „Við höfum fengið 7 gæsir en hún hefur ekki látíð sjá sig í nógu ríkum mæli ennþá,“ sagði skotveiðimaður- inn sem við hittum við ósinn á Stað- arhólsá fyrir fáum dögum. Á þessari stundu er líklega búið að skjóta rétt þúsund gæsir en mjög erfitt er að segja til um það nákvæm- lega. -G.Bender Guðmundur Pétursson var einn af þeim mörgu sem fóru til gæsaveiða á fyrstu dögunum og hafði 30 gæsir upp úr krafsinu. DV-mynd R Haffjarðará í Hnappadal: Sjö hundraðasti laxinn kominn á land „Sjö hundraðastí laxinn er kominn á land og þetta era 5-10 laxar á dag núna,“ sagði okkar maður á bökkum Haffjarðarár í gærkvöldi. „Það era margir laxar í ánni en þeir taka illa vegna kulda þessa dag- ana. En ef hlýnaði gæti veiðin batnað mikið. Stærsti laxinn á land er 17,5 pund, þeir hafa sést stærri en ekki tekið ennþá. Ég held að við eigum eftír að bæta við okkur 100-150 löxum áður en við lokum. Það er veitt til 14. september," sagöi okkar maður. Miðfjarðará og Víðidalsá jafnar Á þessari stundu era Miðfjarðará og Víðidalsá að skríða yfir 1200 laxa. Stærsti laxinn í Miðfjarðará er ennþá 20,5 pund. Sogið hefur gefið 260-270laxa Sogið hefur gefið á þessari stundu 260-270 laxa og sá stærsti, 22 punda, veiddist í Alviðra. Það er Alviöra og Bíldfell sem hafa gefið bestu veiðina. Gíslastaðir í Hvítá hafa gefið 60 laxa og stærstu laxamir era 22 punda, einn 19 punda og þrír 18 punda. 40 Landinn er mlsflinkur aö renna fyrir fisk i ám og vötnum landsins en margir eru samt mjög færir. DV-mynd SG silungar hafa veiðst og era þeir stærstu 4 pund. í Flekkudalsá á Fells- strönd hafa veiðst 230 laxar. -G. Bender Leikhús ÞJOÐLEIKHUSIÐ Sími 11200 Sala aðgangskorta er hafin Aðgangskortin gilda á eftirtalin verk á Stóra sviöinu: 'HAFIÐ eftir Ólaf Hauk Símonarson. *MY FAIR LADY eftir A.J. Lerner og F. Loewe. •DANSAÐ Á HUSTVÖKU eftir Brian Friel. ‘ÞRETTÁNDA KROSSFERÐIN eftir Odd Björnsson. ‘KJAFTAGANGUR eftir Neil Simon. Auk þess veita þau verulegan afslátt á sýningar á Smíðaverk- stæði og Litla sviði. VERÐ KR. 7.040,- Frumsýningarkort, verð kr. 14.100,- á sæti. Elli- og örorkulífeyrisþegar, verð kr. 5.800,- Mlðasala Þjóðleikhússins er opln alla daga frá 13-20 á meöan á kortasölu stendur. Miðapantanlr frá kl. 10 vlrka daga i sima 11200. Greiðslukortaþjónusta-Græna linan 996100. LEIKHÚSLÍNAN 991015. LEIKFELAG REYKJAVÍKUR Sala aðgangskorta er hafin. í áskrift eru sex leiksýningar, fjórar sýn- ingar á stóra sviði og tvær að eigin vali á stóra eða litta sviði. Verkefni vetrarins eru á stóra sviði: Dunganon eftir Björn Th. Björnsson Heima hjá ömmu eftir Neil Simon Ronja ræningjadóttir eftir Astrid Lindgren Blóöbræður eftir Willy Russell Tartuffe eftir Moliére og á litla sviði: Sögur úr sveitinni: Platonof og Vanja frændi eftir Anton Tsjékov. Dauðinn og stúlkan eftir Ariel Dorf- man. Verð á aögangskortum kr. 7.400,- Á frumsýningar kr. 12.500,- Elli- og örorkulífeyrisþegar, kr. 6.600,- 0 Miðasalan er opin alla daga frá kl. 14-20 á meðan kortasalan stendur yfir, auk þess er tekiö á móti miða- pöntunum i sfma 680680 alla virka daga kl. 10-12. Greiðslukortaþjðnusta. Faxnúmer 680383.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.