Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1992, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1992, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1992. 3 Bærinn þinglýsti ekki veði og tapar vélunum Gylfi Kristjánssan, DV, Akuxeyri: „Ég get ekki annað séð en veðkröf- um Akureyrarbæjar í vélar og tæki verksmiðjunnar verði hafnað, enda uppfylla þær ekki þau skilyrði sem þarf og eru byggðar á afar veikum grunni. Veðinu var ekki þinglýst og tilgreiningarreglu, sem skýrir veðiö nánar, var ekki gætt. Það er ekki búið aö lýsa þessum veðkröfum en þær eru mjög vafasamar og mjög ólíklegt að þær verði samþykktar," segir Þorsteinn Hjaltason, skipta- stjóri þrotabús Skóverksmiðjunnar Striksins á Akureyri. Veðkröfur Akureyrarbæjar nema um 10,5 milljónum króna á 1. veð- rétti en á 2. veðrétti er íslandsbanki með kröfur upp á um 15 milljónir. Þorsteinn Hjaltason hefur auglýst vélar og tæki þrotabúsins til sölu. Hann hefur tilkynnt bæjarlögmanni stöðu mála og segir að þaö sé nú bæjarins að svara auglýsingunni eða aðhafast eitthvað í málinu. „Það virðist því miður vera þannig í reynd að tryggingabréfið sé þannig frá gengið að þar vanti þessa svoköll- uðu sérgreiningu, þar sé einimgis almennt orðalag og ekki skilgreint nákvæmlega hvaða vélar og tæki eigi í hlut. Hitt er annað að þessu bréfi hefur ekki verið þinglýst. Ég hef enga skýringu á hver ástæöan er,“ segir Halldór Jónsson bæjarstjóri. Halldór segir að ef skjalið heíði verið fært til þinglýsingar hefði kom- ið í ljós að það var ófullnægjandi. Þá hefði væntanlega verið hægt að ganga frá skjahnu á fullnægjandi hátt. „Þetta er hlutur sem hefur gerst fyrir um 4 árum en er jafnslæmt fyr- ir það. Við munum í framhaldi af þessu láta fara mjög nákvæmlega ofan í okkar ábyrgðir og skjöl og kanna hvort fleiri vankantar komi í ljós. Ég hef enga ástæðu til að ætla það en vil vita það með vissu.“ Rætt hefur verið um aö forsenda þess að endurreisa skóverksmiðjuna sé að bærinn leysti til sín vélar og tæki hennar og legði fram sem hlut- afé í nýtt fyrirtæki. Getur þetta ekki þýtt endalok skóiðnaðar í bænum? „Það kann að vera. Allar athuganir Iðnþróunarfélagsins á endurreisn verksmiðjunnar miðuðu við að vél- arnar og tækin, sem reiknað var með að Akureyrarbær heíði umráðarétt yfir, yrðu lögð inn í fyrirtækið sem hlutafé og bærinn hafði lýst yfir vilja sínum að það gerðist. Það var skoðun bæjarins að þetta væri sá stuðningur sem hann gæti lagt fram, fjárframlög væru ekki inni í myndinni. Sam- kvæmt því, og ef þetta fer þannig að vélamar fara annaö, hefur bærinn ekki möguleika á að leggja þau inn. Þetta setur því óhjákvæmilega strik í þann undirbúning sem Iðnþróunar- félagið hefur unnið,“ sagði Halldór. Hallbjöm af stað með útvarpsstöð „Tækin eru einhvers staðar á leiö- inni til landsins frá Bandaríkjunum. Ég er að láta mig dreyma um að fara af staö með stöðina um næstu mán- aðamót,“ sagði Hallbjörn Hjartarson, kántrífrömuður á Skagaströnd, við DV. Hann er að setja á stofn útvarps- stöð, sem hefur þegar hlotið nafn: „Útvarp Kántrýbær." Hún mun senda út á FM 100,7. Félagið, sem rekur stöðina, heitir „Villta vestrið, Skagaströnd." Stofnandi er fjöl- skylda Hallbjamar. „Ég veit ekki alveg á hversu stóru svæði sendingar stöðvarinnar koma til með að nást,“ sagði Hallbjörn. „Ég er með leyfi fyrir Austur- og Vestur- Húnavatnssýslur og Strandirnar á móti. Þetta er frekar erfitt svæði, mikið af fjöllum, þannig að það verð- ur bara að koma í ljós hvað sending- amar koma til með að nást víða þeg- ar ég byrja að senda út.“ Hallbjörn sagðist ætla að spila ein- tómt kántrí á stöðinni. Hugmyndin væri aö fjármagna reksturinn með auglýsingum. „Þetta dæmi er orðið einum of dýrt,“ sagði hann. „Spurðu mig ekki hvað það kostar." Hann sagði ennfremur að draum- urinn um að sefja upp útvarpsstöð væri búinn að blunda í sér í nokkur undanfarin ár. Rétt fyrir áramót í fyrra hefði har.n svo sótt um útvarps- leyfi og fengið það í febrúar síðast- liðnum. „Upphaflega ætlaði ég mér að reyna að kaupa góð, notuð tæki en það gekk ekki upp. Ég ákvað þá að kaupa nýjan búnað. í fyrstunni verð- ur eingöngu um að ræða helgarstöð sem mun senda út fóstudaga, laugar- daga og sunnudaga frá klukkan sex á daginn til tvö á nóttunni. Með hækkandi sól ætla ég svo að lengja útsendingartímann þannig að hann verði frá klukkan tvö að deginum til tvö á nóttunni. Ég verð sjálfur við þetta til að byrja með en ætla svo að vona að ég fái einhvern sjálfboðaliða í þetta með mér.“ -JSS Tilkynnt var um innbrot i inn- ílutningsfyrirtæki við Bíldshöfða í Reykjavík á mánudag. Talið er aö innbrotiö hafi verið framið nóttina áöur. Kynæsandi undir- fatnaði af franskri tegund var stolið úr fvrirtækinu, auk ann- arrar vöru. RLR leitar nú að undirfotunum og þeim sem tóku þau ófrjálsri hendi, -bjb Teknirmeðhass Tveir ungir karlmenn, 26 ára og 21 árs, voru handteknir á Rauðarárstíg síödegis á mánu- dag, grunaðir um aö vera með fíkniefni í fórum sinum. Lítill hassmoli fannst á öðrum mann- inum. Mennimir vom stöðvaöir á bíl sem þeir voru að koraa á frá Akranesi. Fíkniefnalögreglan tók mennina til yfirheyrslu. Þeim var sleppt eftir aö hafa viðurkennt eignaraðildáhassinu. -bjb VínifyrirlOO þúsundstolið 'l'ilkynnt var um innbrot í veit- ingahúsið Þrjá Frakka við Bald- ursgötu í Reykjavík í gærmorg- un. Meðal þess sem saknaö var vom vínbirgðir að verðmæti um 100 þúsund krónur, að talið er, og eitthvað af skiptimynt. Málið er í rannsókn hjá RLR. -bjb SIÐUSTU DAGAR HUNDADAGAR VIDEÓTÖKUVÉLAR VIDEOTÆKl NÚ FER HVER AÐ VERÐA SÍÐASTUR AÐ FJÁRFESTA f VIDEÓTÖKUVÉL Á HUNDA- DÖGUNUM í JAPIS. VÉLARNAR ERU FÁANLEGAR f MIKLU ÚRVALI FRÁ KR. 49.900 VIDEÓTÆKI OG VIDEÓTÖKUVÉLAR Á HUNDADAGAVERÐI SVO SANNARLEGA HUNDÓDÝRT Tjarnarkirkja í Svarfaðardal var endurvígð með hátíðarmessu á sunnudag- inn eftir miklar endurbætur. Upphaflega var kirkjan vígð 5. júni 1892. Við- staddir voru biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, vígslubiskup, prófastur og prestar úr prófastsdæminu. Búist er við að kostnaður við endurbæturn- ar verði 5 til 6 milljónir króna. DV-mynd Heimir Kristinsson VIDEOVÉLAR F U L LT VERD HUNDADAGA VERD 1 Panasonic G-1 VHSc 8xzoom 73.500 49.900 I Panasonic G-2 VHSc m/ljósi 84.500 64.900 I Panasonic G-3 VHSc m/lita monit. 99.700 69.700 I Panasonic MS-70 S-VHSc sterío 124.900 79.900 I Panasonic M-10 VHS sterío 128.600 99.800 Fréttir Akureyrarbær átti 10,5 milljón króna kröfu í Skóverksmiðjuna Strikið: Veiðivörðurinn á Amarvatnsheiði, Snorri Jóhannesson á Augastöðum, kom að dauðu lambi, sem hafði verið skotið með öflugum riffilskotum, við vegarslóða á heiðinni í síðustu viku. Veiðivörðurinn náði til tveggja manna úr Reykjavík sem sögðust vera gæsaskyttur á ferðalagi. Skytt- umar viðurkenndu verknaðinn. „Þeir sáu lamb sem þeir sögðu að hefði verið þjáð og átt erfitt með hreyfingar. Þeir skutu lambið en láð- ist að láta vita af því þegar þeir komu til byggða. Skyttumar sögðust hafa tekið atburðinn upp á myndband. Ég bíð spenntur eftir bíóinu,“ sagði Snorri veiðivörður í samtali við DV. Auk lambhræsins fann Snorri nokkra dauða fugla í eftirlitsferð Gæsaskyttur skutu sært lamb sinni upp á Amarvatnsheiði en með- ferð skotvopna er algjörlega bönnuð á þessum slóðum. „Mér finnst eðlilegast að menn láti vita í byggð ef þeir sjá skepnur í sár- um. Mér varð nú að orði að það væri eins gott að ganga ekki haltur fram- hjá svona mönnum,“ sagði Snorri. Eigandi lambsins er Ármann Bjamason, bóndi á Kjalvarastöðum. Ármann sagði í samtali við blaðið að hann væri engan veginn sáttiu: við athæfi skyttnanna. „Eg er að athuga hvort ég kæri mennina eða ekki og mun ráðfæra mig við lögregluna í Borgarnesi. Hafi þeir tekið aftökuna upp á myndband þá verða þeir bara að leggja hana fram sem sönnunar- gagnefégleggframkæra." -bjb HUNDADAGA F U L LT VERD VIDEOTÆKI VERÐ 30.000 48.000 00.300 Panasonic J-40 VHS 3.hausa 49.900 Panasonic J-45 VHS NTSC 4.hausa 57.800 Panasonic FS-90 SVHS HiFi 4.hausa 128.600 V*rðm nér að ofan óast wíð ataðgraiði iðalu mið JAPIS brautarhol.tr og kringlunni s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.