Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1992, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1992. Sölustarf - snyrtivara Heildverslun óskar eftir aö ráða kraftmikla sölumann- eskju í heils dags starf (helst vana) við sölu á snyrti- og gjafavöru. Áhugasamar leggi inn upplýsingar um aldur og fyrri störf til DV fyrir 6. sept, merkt „w-6818" LAUS KENNARASTAÐA við grunnskólann í Hrísey. Almennar kennslugreinar. . Upplýsingar í símum 96-61076, 96-61772, 96-61709 og 96-61737. SJÚKRANUDD HÖRPU Hátúni 6A var opnað aftur 1. sept. eftir sumarfrí Símsvari allan sólarhringinn alla daga Sími 20560 Harpa Harðardóttir löggiltur sjúkranuddari STÓRÚTSALA ALLT Á AÐ SELJAST VERSLUNIN HÆTTIR HANNYRÐAVERSLUNIN SKÓLAVÖRÐUSTÍG 6B Haustferð Samtaka gegn astma og ofnæmi og SÍ BS- deildarinnar í Reykjavík verður sunnudaginn 6. september. Lagt verður af stað kl. 13 frá Suðurgötu 10. Grillað verður í Hrafnagjá á Þingvöllum. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 22150. Spilakvöld SÍBS og SAO Fyrsta spilakvöld haustsins verður í Múlabæ, Ármúla 34, 3. hæð, þriðjudaginn 8. september kl. 20.30. KafFiveitingar. TONUST4RSKOU KDPfNOGS FRÁ TÓNLISTARSKÓLA KÓPAV0GS Innritun fer fram í skólanum, Hamraborg 11,2. hæð, sem hér segir: 4. sept. kl. 10-13 og 15-18.30. 5. sept. kl. 10-14. 7. og 8. sept. kl. 10-13 og 15-18.30. Nemendur eru beðnir að láta stundaskrár fylgja um- sóknum. 1. hluti skólagjalds greiðist við innritun. Boðið er upp á kennslu í tölvutónlist. Ekki verður tekið á móti umsóknum í síma. Skólastjóri Utlönd Bobby Fischer sat fyrir svörum ásamt unnustu sinni, Zitu Rajcsanyi frá Ungverjalandi. Hún er rétt tvitug en Fischer er 49 ára og mikið breyttur frá því hann tefldi í Reykjavík fyrir tuttugu árum. Simamynd Reuter Bobby Fischer kemur vígreifur til leiks eftir 20 ára hlé: Næst ætla ég að mæta Kasparov - sagði hann eftir að hafa hrækt á viðvaranir stjómar sinnar „Ég hef fuUan hug á að veija heimsmeistaratitilinn minn eftir þetta einvigi. Næst ætla ég að mæta Kasparov," sagði Bobby Fischer, fyrrum heimsmeistari, þegar hann samþykkti tilhögun einvígis síns við Borís Spasskíj í Sveti Stefan í Svart- fjallalandi í gær. Allt er nú til reiðu fyrir fyrstu skákina í dag þótt á ýmsu hafi geng- ið við undirbúninginn eins og fyrri daginn. Fischer hefur átt erfitt með að sætta sig við borð og stóla sem skákmeisturunum hafa verið boðin til afnota en nú er ekki betur vitað en Fischer sé sáttur við ailt. Þeir félagamir komu fram á blaða- mannafundi í Sveti Stefan í gær og var Fischer stóryrtur að vanda. Hann hrækti á bréf frá Bandaríkja- stjóm þar sem hann var varaður við að brjóta samskiptabann á Serbíu og Svartfjallaland og hótað háum íjár- sektum og tíu ára fangavist ef hann teíldi í Sveti Stefan. „Þetta er svar mitt við fyrirskipun- um um að tefla ekki hér,“ sagði Fisc- her þegar hann haíði hrækt á bréfið. Hann sagðist ekki styðja samskipta- bannið vegna þess aö hann styddi ekki Sameinuðu þjóðimar. Spasskíj var rólegri og svaraði spumingum þlaðamanna án geðshræringar. Fischer hefur breyst mikið frá því hann tefldi síðast í Reykjavík fyrir tuttugu árum. Hann er skeggjaður og hálfsköllóttur. Hann er líka áber- andi feitari en þá en virðist engu hafa gleymt af kenjum sínum og til- tektum. Fischer hafði uppi stór orð um að fletta ofan af Karpov og Kasparov og boðaði útkomu bókar þar sem svindl- iö í skákum þeirra yrði afhjúpað leik. fyrir leik. „Skákimar vom allar skipulagðar fyrirfram," sagði Fisch- er. Spasskíj tók undir þetta og sagði að sér þættu skákir þeirra undarleg- ar. Það er serþneskur auðkýfingur sem heldur einvígið og greiðir verð- launin. Fischer sagðist ætla að nota verðlaunaféð til að kaupa sér Benz ogfleiriálíkaleikföng. Reuter Hart barist í Sarajevo: Fimm gæsluliðar SÞ særðust í sprengjuárás Aðalstöðvar gæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Sarajevo, höfuöþorg Bos- níu-Hersegóvinu, urðu fyrir látlausu sprengjuregni í rúman hálftíma upp úr miðnætti í gærkvöldi. Annars var hljótt í borginni. Blaðamenn sögðu að sprengjur hefðu lent á aðalstöðvunum á einnar mínútu fresti. Ekki höfðu borist fregn- ir um hvort manntjón hefði orðið. Fimm gæsluliðar úr sveitum SÞ í Sarajevo særðust í sprengjuárás á búðir þeirra fyrr í gærkvöldi. Þrír þeirra, egypskur ofursti og tveir franskir hðsforingjar, era alvarlega sárir, að sögn embættismanna SÞ. Sú árás fylgdi í kjölfar harðra bar- daga milli sveita Serba og íslamstrú- armanna umhverfis Sarajevo fyrr um daginn. í þeim þardögum féllu fimmtán manns og rúmlega eitt hundrað slösuðust. Sex bandarískir öldungadeildar- þingmenn hvöttu þarlend stjómvöld í gær til að slíta stjómmálatengslum við Sertóu vegna átakanna í Bosniu. Þá hvöttu þeir til aö refsiaðgerðimar gegn Serbíu og Svartfjailalandi yrðu hertar. Reuter George Bush f innur til með fórnarlömbum Andrésar George Bush Bandaríkjaforseti hvatti landa sína í gær til aö leggja fómarlömbum fellibylsins Andrésar liö. Bush var í annarri ferð sinni um óveðurssvæðin í Flórída og Louis- iana og hann fvdlvissaði fómarlömb hamfaranna um að hann fyndi til með þeim. Á gönguferð um bæinn Homestead við Miami á Flórída, þar sem skemmdir urðu einna mestar, sagöi Bush að sér væri annt um íbúana. „Við fórum ekki héðan fyrr en verk- inu er lokið,“ sagöi forsetinn. Bush hafði verið gagnrýndur fyrir að gera ekki nóg til að aðstoða þá sem urðu fyrir eignatjóni í óveðrinu. Hann reyndi einnig að sýna um- hyggju sína fyrir íbúum svæðisins með þvi að leggja fram opinbert fé til hreinsunaraðgerðanna. Forsetinn nýtur mun minni stuðnings en Bill Clinton, frambjóðandi demókrata, samkvæmt skoðanakönnunum. Alls fómst fjömtíu manns í Flórída og Louisiana þegar Andrés æddi þar yfir fyrir rúmri viku og um 250 þús- und manns misstu heimili sín. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.