Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1992, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1992, Blaðsíða 20
40 MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1992. Iþróttir unglinga Úrslitaleikurinn 1 f slandsmóti 3. flokks karla: Opinn leikur en dómarinn lokaður - Fram sigraði ÍBV, 5-4, eftir framlengingu Fram varð íslandsmeistari í 3. flokki karla eftir sigur í æsispenn- andi úrslitaleik gegn ÍBV á Valbjam- arvelli sl. sunnudag. Eftir venjuleg- an leiktíma var jafnt, 3-3, og þurfti því að framlengja leikinn um 2x10 mínútur. í framlengingunni var jafnt, 4-4, þegar langt var liöið á seinni hálfleik og allt útlit fyrir að spila þyrfti annan leik. En þá kom sigurmark Fram, Þorbjöm Sveins- son slapp í gegn og skoraði af öryggi og lokatölur 5-4 fyrir Fram. ósigurinn i bikarúrslitaleiknum gegn KR. Það hefði verið rosalegt að tapa þessum leik líka. Baráttan var svakaleg og ég hef aldrei lent í öðm eins. - Jú, ég var orðinn svolítið smeykur þegar staðan var 3-2 fyrir IBV og um 3 mínútur eftir af venju- legum leiktíma en Runólfur bjargaði málunum," sagði Jóhann. Slök dómgæsla Leikur liðanna var geysilega jafn og spennandi en um leið grófur og harkan langt umfram það sem leyfilegt getur talist og kom það að sjálfsögðu niður á gæðum leiksins. Dómarinn, Guðmundur Jónsson, hafði engin tök á leiknum og yrði allt of langt mál að telja upp öll þau mistök sem hann gerði. Spyrja má hvemig í ósköpunum landsdómari, eins og Guðmundur er, getur sýnt jafnslaka frammistöðu? Eða eru kröfur forystumanna dómaramála um hæfni ekki meiri en þetta? -Hson n _ Ét. 4iB&f .. Viðburðaríkt augnablik frá úrslitaleik Fram og ÍBV í 3. flokki. Það eru 3 mínútur eftir af venjulegum leiktima og staðan 3-2 fyrir ÍBV. Hér er í uppsiglingu jöfnunarmark Fram. Fjærst á myndinni er Runólfur G. Benediktsson, vinstri bakvörðurinn sterki hjá Fram - og er hann nýbú- inn að skalla boltann yfir markvörð ÍBV og í bláhornið. Ekki verður betur séð en að drengurinn sé bara harla ánægður með árangurinn. íslandsmeistarar Fram f 3. flokki 1992. Liðið er þannig skipað: Helgi Áss Grétarsson, Rúnar Agústsson, Fylkisstrákarnir urðu íslandsmeistarar i 5. flokki 1992. B-lið, i fremri röð frá vinstri: Guðjón Hafliðason, Guðjón Örn Björnsson, Valdimar Hrannar Þórsson, Sigurgeir Andrésson, Hörður I. Harðarson, Bogi Guðmundsson, Árni Torfason, Guðmundur Hauksson, Reynir Jónsson, Sveinn Teitur Svanþórsson og Haukur Sigurvins. - A-lið, I aftari röð frá vinstri: Ófeigur Jóhann Guðjónsson, Magnús Jónsson, Björn Viðar Ásbjörnsson, Jón Björgvin Hermannsson, Páll Ármann Þorsteinsson, Róbert Gunnarsson, Theódór Óskarsson, Arnar Þór Úlfarsson, Guðmundur Kristjánsson, Finn- ur Marinó Flosason, Gunnar Arnar Gunnarsson og Valur Sveinbjörnsson. í bakgrunni er þjálfari strákanna, Þórir Sigfússon. DV-myndir Hson Úrslitaleikur íslandsmótsins í 5. flokki: Fylkir meistari í fyrsta skipti Markaregn Leikurinn var mjög opinn og þvi skoraö mikið. Þaö voru Eyjamenn sem gerðu fyrsta markið. Emil And- ersen (Malli) fékk sendingu í opnu færi og skoraöi með föstu skoti. Skömmu seinna jafnaði Hörður Rúnar Gíslason fyrir Fram eftir góð- an undirbúning Þorbjöms Sveins- sonar. Stuttu seinna var dæmd mjög umdeilanleg vítaspyma á Eyjamenn sem Þorbjörn Sveinsson afgreiddi í netið af öryggi og staðan allt í einu 2-1 fyrir Fram. Ingólfur Jóhannes- son jafnaði síðan fyrir IBV, 2-2. Eyjapeyjar skomðu líka næsta mark, sem yar glæsilegt, og var það Sigurvin Olafsson sem afgreiddi boltann með fóstu skoti undir slána af um 40 metra færi. Sennilega hefur Helgi Ass í marki Fram verið helst til framarlega. Staðan var orðin 3-2 fyrir IBV og stutt til leiksloka en þegar um 3 mínútur vom eftir af leiknum gerði Runólfur G. Bene- diktsson jöfnunarmarkið með glæsi- legum skallabolta í bláhomið eftir fyrirgjöf. Staðan var þvi 3-3 eftir vepjulegan leiktíma. I framlengingunni náðu Eyjamenn fljótlega forystunni, 4-3, .með fostu skallamarki Sigurvins Olafssonar. Hörður Rúnar Gíslason jafnaði, 4-4, og undir lokin kom sigurmark FÝamara í þessum mikla baráttu- leik. Þorbjörn Sveinsson slapp í gegn um vöm Eyjamanna og skoraði með fóstu skoti. Nálægt sigri Sigurvin Ólafsson, fynrliði 3. flokks IBV, var að vonum niöurlútur eftir hið nauma tap. „Við töpuðum fyrir Fram úti í Eyjum eftir vítaspymukeppni og svo núna, 5-4. Okkur ætlar að ganga illa með þessa Framara, annars vorum við ansi nálægt sigri í þessum leik og vítaspymudómurinn á okkur í fyrri háfileik var hreint út í loftið. Anægður með okkar leik? - spyrö þú - því er til að svara aö ég er aldr- ei ánægður með að tapa leík,“ sagði Sigurvin. Rosaleg barátta Jóhann Wathne, fyrirliði 3. flokks Fram, var kampakátur yfir sigrin- um. „Þetta er æðisleg uppreisn eftir Umsjón: Halldór Halldórsson Fylkir varð íslandsmeistari í 5. flokki karla þegar þeir sigruðu Fram, 2-1, í B-Iiði og 1-0 í A-liði. Leikurinn fór fram á Þróttacvelli sl. sunnudag. Framarar urðu Islands- meistarar í fyrra en þetta er aftur á móti í fyrsta skipti sem Fylkir sigrar í Islandsmóti 5. flokks og er við hæfi aö óska Árbæjarfélaginu til ham- ingju með áfangann. Fótboltinn, sem strákamir sýndu, var frábær og tækni jjeirra mjög góð - enda er allt unglingastarf til mikillar fyrir- myndar hjá báöum þessum félögum. Leikur B-liða B-liðs leikurinn fór fram á undan og var hart barist. Fylkir náði for- ystu með frábæm marki Guðjóns Hafliðasonar sem fékk góða send- ingu frá Valdimar Þórssyni. Þannig var staðan í hálfleik. Framarar byrj- uðu af miklum krafti síðari hálfleik- inn og jöfnuðu með glæsimarki Trausta Jósteinssonar. Stuttu seinna náðu Fylkisstrákamir aftur forystu þegar Guðmundur Hauks- son skoraöi með fostu skoti sem reyndist vera sigurmarkið. Sigur Fylkis var réttlátur því þeir áttu hættulegri færi en þaö var eins og Framliðið kæmist aldrei almenni- lega í gang. Leikur A-liða Jafnræði var með liðunum framan af og allt gat gerst. En smátt og smátt tókst Fylki að ná yfirtökunum en misnotuöu góð marktækifæri. Eina mark leiksins og sigurmark Fylkis geröi Theódór Oskarsson í síðari hálfleik eftir aö hafa fengið mjög góða stungusendingu inn fyrir vöm Framara. Eins og í leik B-liöanna var Fylkishöið meira með boltann og verðskuldaði sigurinn. Sennilega er þetta með lakari leikjum A-ljös Fram I sumar. Viö skulum þó ekki gleyma því aö Fylkir vann Fram bæöi i Essó-mótinu á KA-velli og í Reykja- vikurmótinu. Magnús Jónsson, fyrirliði A-liðs 5. flokks Fylkis, lyftir hér hinum dýrmæta grip á loft. Vinnum þá bara næst Viðar Guðjónsson, fyrirliði A-liðs 5. flokks Fram, var ekki ánægður með frammistöðu liðsins: „Það var allt í lagi með fyrri hálf- leikinn en sá seinni var mjög slakur hjá okkur. Eg veit ekki hvað var eig- inlega að hja okkur, það gekk ekk- ert. Við tökum þá bara næst. Eg óska bara Fylkisstrakunum til hamingju með titilinn,“ sagði Viöar. Ákveðnir að vinna Magnús Jónsson, fyrirliði A-liðs 5. flokks Fylkis, var að vonum ánægð- ur með Islandsmeistaratitilinn: „Við vorum mjög ákveðnir og var þjálfarinn búinn aö segja okkur að vinna bara leikinn - og gerðum viö það bara fyrir hann og svo auövitað okkur lika. Þórir er nefnilega alveg frábær þjálfari," sagði Magnús. Gamanað skora sigurmark Theódór Oskarsson skoraði sigur- mark Fylkis í A-liðs leiknum: „Jú, þaö var. frábært að sjáboltann fara í netið. Eg hef gert sex mörk í Islandsmótinu. Viö vorum klaufar að skora ekki fleiri mörk. Jú, þetta mark er það dýrmætasta sem ég hef gert,“ sagði Theódór. -Hson Runólfur G. Benediktsson, Jóhann Wathne, fyrirliöi, Páll H. Pátsson, Haukur Björnsson, Kristján R. Kristjáns- son, Þorbjörn Svelnsson, Grimur Axelsson, Hörður R. Gislason, Lárus ívarsson, Ingi R. Júlíusson, Vilhjálmur Þ. Arnarson, Guðmundur K. Guðmundsson, Sverrir S. Ingimundarson og Bragi Viðarsson. Þjálfari er Vilhjálm- ur ö. Sigurhjartarson. Liðsstjórar eru þeir Svavar Hilmarsson, Steingrfmur Benedlktsson og Skúli Sighvatsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.