Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1992, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1992, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992. 19 Ég var aldrei bam - kynferðislegt ofbeldi svipti Rutbemskunni tilfinningar sem þau ættu ekki að þekkja." DV-mynd GVA „Hann misnotaði mig kynferðislega á nætumar og þegar enginn var við- staddur. Það eina sem ég þráði var ástúð og umhyggja en það eina sem ég fékk var þetta. Ofbeldi hans svipti mig æskunni, ég var aldrei bam.“ Þetta em orð Rutar, 21 árs gamallar íslenskrar konu sem varö fyrir því að sá sem átti að sýna henni ástúð og umhyggju, það er faðir hennar, beitti hana kynferðislegu ofbeldi frá því að hún var tveggja ára þar til hún var níu ára. Rut á erfitt með að segja ffá reynslu sinni en leggur áherslu á að sifjaspell verði ekki stöðvuð nema sagt sé frá þeim og frætt sé um þau. „Hann bannaði mér ekki að tala um þetta en ég fann það á mér að þetta ætti ég ekki að tala um, þetta fór jú fram í leyni. Ef ég gerði honum eitthvað á móti skapi var hann vanur að henda mér inn í herbergi og loka mig inni. Ég var hrædd því hann er óskaplega skapstór og ég vildi ekki eiga það á hættu að hann yrði reið- ur. Stundum þegar mamma var farin út á morgnana tók hann mig upp í rúm til sín. Oft sendi hann mig út í glugga til að athuga hvort mamma væri að koma. Stundum sagði hann: Nú pissa ég inn í þig og þú verður að fara fram og losa þig við það.“ Veikeftirheim- sóknirhjápabba Rut segir ofbeldið hafa haldið áfram í nokkur ár eftir að foreldrar hennar skildu. „Hann hafði náttúr- lega sinn umgengnisrétt og fékk mig í heimsókn. En ég var varla komin inn fyrir dyr hjá honum þegar hann fór að hátta mig. Mamma skildi aldr- ei í því að ég veiktist alltaf þegar ég var hjá honum. Hann lét mig heldur ekki í friði þegar við gistum hjá for- eldrum hans. Ég var látin sofa í her- bergi með ömmu og afa en pabbi heimtaði alltaf að fá að sofa þar líka og misnptaði mig þrátt fyrir nærveru þeirra. Ég veit ekki hvort þau heyrðu eitthvað." Þunglynd og árásargjöm Rut leggur á það áherslu að börn geti ekki variö sig og því þurfi full- orðnir að standa vörð um þau. „Það þarf aö fræða alla, kennara, lögreglu, lækna og allt hjúkrunarfólk, um ein- kenni sem geta bent til að kynferðis- leg misnotkun eigi sér stað, einkenni eins og þunglyndi, árásargimi eða þá að bömin lokast alveg. Ef kennar- ar hefðu fengið fræðslu á þeim tíma sem ég átti erfiðast hefðu þeir skihð að ekki var allt með felldu. Það sem þeir sáu fyrst var árásargjam krakki sem átti erfitt með að einbeita sér. Þegar ég skipti um skóla lokaði ég mig hins vegar alveg af. Ég gat varla leikið mér við önnur börn og ég var sögð svo fullorðinsleg. Ég svaf líka mikið en var bara að flýja raunveru- leikann því meðan ég svaf þurfti ég ekki að tala við neinn eða hugsa neitt.“ Þegar Rut var níu ára fór faðir hennar á sjóinn. Hann var mánuð í hveijum túr og stoppaði aðeins nokkra daga í landi. „Ég var svo heppin aö það var eiginlega enginn tími til heimsókna. Svo þegar ég var oröin tólf til þrettán ára vildi hann að ég færi að koma í heimsókn. Ég heimsótti hann en aldrei ein og ég gaf aldrei færi á mér.“ Rut segir að næstu árin hafi hún afneitað því sem átt hafði sér staö og það hafi ekki verið fyrr en hún var fjórtán ára sem atburðimir úr bemsku urðu smám saman Ijóslif- andi í huga hennar. „Ég varð mjög þunglynd og það var sagt að þetta væri bara aldurinn. Svo brotnaði ég niður í kennslustund hjá skólasljór- anum. Hann visaði mér til sálfræð- ings sem hjálpaði mér mikið en ég var þjá honum í hálft ár áður en ég var búin að raða saman myndunum og átta mig alveg á því sem hafði gerst. Þá fyrst þorði ég að segja hon- um frá pabba og þá brast stíflan sem ég hafði haft inni í mér í öll þessi ár.“ Reyndi að fyrirfara sér Sektarkenndin og sjálfsfyrirlitn- ingin var þó áfram til staðar, að sögn Rutar. Þegar hún var fimmtán ára reyndi hún að fyrirfara sér. „Þá fannst mér lífið ekki þess virði að lifa því en sem betur fer tókst mér ekki að fremja sjálfsmorð." Rut seg- ist hafa farið að reykja og drekka og aö reyna að vera með strákum. „Sumar sem orðiö hafa fýrir sömu reynslu og ég verða lauslátar en aðr- ar vilja alls ekki sofa hjá. Flestir strákar, sem ég kynntist, vildu sofa hjá mér en ég vildi það ekki. Þegar ég var sextán ára kynntist ég strák sem ég treysti. Hann ýtti mér ekkert áfram og leyfði mér að ráða ferð- inni. Við trúlofuðum okkur en sam- líf okkar var þó erfitt. Sú reiði, sem ég fann fyrir, og það þynglyndi, sem ég þjáðist af, bitnaði á honum. En hann reyndist mér mjög vel og var mér stoð og stytta. Við eigum htinn son en erum skihn. Rut segist hafa haldið seinni eigin- manni móður sinnar frá sér og verið kuldaleg við hann. „Hann var karl- maður og það var nóg. Þegar móðir mín og hann skildu fyrir nokkrum árum sagði ég honum frá pabba. Ég gerði það til að reyna að láta hann skilja hvers vegna ég barðist ahtaf gegn honum. Ég hef aldrei séð hon- um jafn brugðið né svo reiðan út í nokkum mann eins og pabba þá.“ Móðir Rutar varð einnig fyrir gíf-, urlegu áfalh þegar hún komst aö því' fyrir nokkrum árum hvað dóttir hennar hafði orðið að þola. „Hún eig- inlega spurði mig. Ég var búin aö vera hjá sálfræðingi í mörg ár og þegar hún spurði hvað væri að sagði ég ahtaf að það væri þunglyndi. En svo spurði hún fyrir þremur árum hvort pabbi hefði gert mér eitthvað og þá svaraði ég játandi. Hún sakar nú sjálfa sig fyrir að hafa ekki séð neitt og ekki þekkt einkennin því hún þekkir konur sem in*ðu fyrir þessu sama í bernsku." Búin aðfyrirgefa Þegar umræðan um sifjaspeh hófst að einhveiju marki fyrir nokkrum , árum þótti Rut enn erfiðara að sætta sig við það sem hún hafði mátt ganga í gegnum. „Mér fannst ekki koma th greina að kæra hann því hann var pabbi minn. Við höfum ahtaf haft samband en við töluðum ekki um þetta fyrr en fyrir tveimur árum og þá viðurkenndi hann ofbeldið gagn- vart mér. Það var mjög erfitt að ræða máhð en einnig gott. Ég er búin að fyrirgefa honum en honum hður áiaflega illa.“ Rut segir að sjálfri hði henni ágæt- lega núna. Hún hefur verið í sjálfs- hjálparhópi hjá Stígamótum, sam- tökum kvenna gegn kynferðislegu ofbeldi. „Ég gat losað mig við hatrið og reiðina og það var það besta því það étur mann upp að innan að byrgja inni svona mikla reiði. Sekt- artilfinningin og sjálfsfyrirlitningin fer alveg með sálarlífíð í manni.“ Rut hvetur alla sem hafa orðið fyr- ir kynferðislegu ofbeldi að leita th Stígamóta. Þar sé hægt að fá hjálp þó þolendur vhji ekki kæra. Og ef þeir vhja kæra er veitt aðstoð viö það. Hún segist hins vegar vita dæmi þess aö frá því að lögreglu var sagt frá grunsemdum um sifjaspell hafi hðið heht ár áður en viðkomandi var tekinn th yfirheyrslu. Lögreglan hafi vefengt söguna og ekki látið til skar- ar skríða fyrr en eftir margar ítrek- anir. Rut bendir einnig á hættuna á að börn leiöist út í ahs konar óreglu fái þau ekki aðstoð. Böm gleyma ekki Nú fyrst segist Rut vera að upplifa æskuna. „Mér finnst svo gaman aö róla mér með syni mínum, vega salt og renna mér í rennibraut, leika mér í snjónum og búa til snjókarla og engla. Ég hlakka th jólanna. Ég sé ekki amstriö í kringum þau heldur gleðina og friðinn og öh fahegu ljós- in. Þetta er alveg nýtt fyrir mér. Lít- h böm eiga ekki að þurfa að kljást við tilfinningar sem þau ættu ekki að þekkja. Líth böm eiga rétt á að vera böm, áhyggjulaus og fijáls. Það má aldrei gleyma því að það eina sem bamið sækist eftir er hlýja og ástúð og það er virkhega sárt þegar menn misnota þessa þörf bamsins. Með þögninni heldur ofbeldið áfram. Og það er eitt sem menn gleyma og það eraðbömgleymaekki. -IBS Ókeypis fjdrmálandmskeiö fyrir unglinga ■ Hvaö eru raunvextir? % - ■ Hvaö eru veröbréf? ■ Hvernig á aö fytta út víxil? 11 Hvernig get ég látiö peningana endast betur? Þessum spurningum og mörgum fleiri er svarað á fjármála- námskeiði Búnaðarbankans sem einkum er ætlað ungu fólki. í Reykjavík fer kennsla fram í Búnaðarbankanum Austurstræti 5. Innritun og nánari upplýsingar um námskeiðsdaga er í síma 603203 (markaðsdeild). Námskeið fyrir unglingadeildir grunnskóla eru haldin kl.15:30-18:30. Námskeið fyrir unglinga 16 ára og eldri eru haldin kl. 19:30. Takmarkaður fjöldi er á hvert námskeið. Hægt er að panta tíma fyrir nemendahópa. Upplýsingar um námskeið fyrir unglinga utan Reykjavíkur veita útibú Búnaðarbankans á viðkomandi stöðum. Þátttakendur fá fjármálahandbók og viðurkenningarskjal. Boðið er upp á veitingar og bankinn skoðaður. Námskeiðin eru ókeypis og opin öllum unglingum. ®BÚNAÐARBANKINN -Traustur banki 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.