Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1992, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992.. Sigurður Garðarsson veitingastjóri fyrir framan Hótel Lillehammer sem Alþjóða ólympíunefndin mun leggja undir sig á vetrarólympíuleikunum 1994. Aðilar, sem ekki fá inni á Hótel Lillehammer þegar vetrarólympíuleikarnir verða haldnir, eru reiðubúnir að greiða allt að sex milljónum fyrir tveggja vikna leigu á einbýlishúsi. Alþjóða ólympiunefndin er þegar farin að halda fundi á Hótel Lilleham- mer. Myndin er frá kvöldverði sem norsku konungshjónin, Haraldur og Sonja, tóku þátt i. Samaranch, forseti Alþjóða ólympíunefndarinnar, situr til vinstri við Sonju. Haraldi á hægri hönd situr eiginkona Samaranchs. Lillehammer i vetrarbúningi. Bærinn er syðst í Guðbrandsdalnum í Noregi og verður hann miðstöð vetrarólympíuleikanna sem áætlað er að alls muni kosta 110 milljarða. íslendingur veitingastjóri á hóteli Alþjóða ólympíunefndarinnar: Ævintýralegt en erfitt að þjóna háum herrum - bjóða milljónir fyrir tveggja vikna leigu Á glæsilegu hóteli syðst í Guð- brandsdalnum í Noregi er í fullum gangi undirbúningur fyrir komu Al- þjóða ólympíunefndarinnar, kröfu- hörðustu nefndar í heimi, eins og sumir fullyrða. Staðurinn er Lille- hammer, 23 þúsund manna bær, sem verður miðstöð vetrarólympíuleik- anna í febrúar 1994. Veitingastjórinn, sem ber ábyrgð á vellíöan hinna kröfuhörðu gesta að tveimur árum Uðnum, er 26 ára gamall íslendingur og heitir Sigurður Garðarsson. „Það er ævintýraleg reynsla að fá þessa herra hingað en ekki auðvelt því þeir gera miklar kröfur," segir Sigurður sem er ungur maður sem setur markið hátt. Hann segist hafa sótt um starf veit- ingastjóra á Hótel Lillehammer vegna undirbúningsins fyrir ólymp- íuleikana. Vegna þeirra væri starfið þegar orðið alþjóðlegt. En það hefur líklega fleirum þótt þetta efdrsókn- arvert starf. „Það voru á þriðja tug sem sóttu um,“ svarar Sigurður, hæverskur. Hann segir laun sín ágæt miðað við aldur sinn en annars ekkert til að hrópa húrra fyrir. Valinnúrhópi 150umsækjenda Þetta var reyndar ekki í fyrsta sinn sem Sigurður var valinn úr hópi fjölda umsækjenda. Rétt áður en hann lauk námi í hótelskóla í Sviss 1990 eftir tveggja og hálfs árs nám komu þangað fulltrúar stórra hótela til að velja úr nemendum og bjóða þeim störf. „Fulltrúar Hilton og Sheraton byrjuðu nú á að tilkynna að þeir ræddu ekki við þá sem kæmu frá löndum sem ekki væru í Evrópu- bandalaginu. Hjá SAS-hótelkeðjunni ætluðu menn aö ráða tvo aðila í j’fir- mannaþjálfun. Það voru 150 sem sóttu um og 20 teknir í viðtöl en 2 ráönir. Ég var annar þeirra." Höfðu ekki haldið á gulrót Áður en Sigurður fór til Sviss í hótelskóla hafði hann verið kokkur á Naustinu eftir að hann lauk námi í Hótel- og veitingaskólanutn 1986. „Það hjálpaöi mér geysilegá mikið að hafa kokkinn sem bakgrunn. Það eru 100 manns frá öllum heimshom- um teknir 1 hótelskólann á hveiju ári. Margir höfðu- reyndar aldrei komið inn á hótel og sumir ekki svo mikið sem haldið á gulrót. Ríku fólki þykir fint að senda bömin á einka- skóla í Sviss. Tilgangurinn er ekki alltaf að láta þau starfa í faginu og það er til dæmis ekki helmingurinn af þeim sem útskrifuðust með mér í bransanum." Háttsettirgestir Að loknu náminu í Sviss, sem tók tvö og hálft ár, fékk Sigurður samn- ing upp á eitt ár hjá SAS-hótelinu í Ósló. Þar fékk hann þjálfun í öllum deildum sem aðstoðaryfirmaður. „Meðal háttsettra gesta, sem ég hitti og lagaði matseðil fyrir, vom Carter, Mitterrand og Mandela. Þegar samn- ingurinn var útrunninn fékk ég til- boð um að koma í eitt ár til Englands til starfa á Intercontinental-hótel- keðjunni sem SAS átti þá 40 prósent í. Ég þjónaði þá Karh Bretaprins í veislu. Starfið gekk meiri háttar vel og hefði ég gjaman vifjað vera þar lengur. Atviimuleyfið fékkst hins vegar ekki framlengt. Mér stóð til boða að fara til Moskvu eða Kína en langaði heldur að fara til Noregs þar sem norsk sambýliskona mín hafði verið við vinnu meðan ég var í Eng- landi. Ég sótti þá um vinnu í Lille- hammer og hef verið hér síðan í apríl.“ Þar sem Hótel Lillehammer var valið hótel Alþjóða ólympíunefiidar- innar skuldbundu yfirmenn hótels- ins sig til að þjálfa starfsfólkið sér- staklega. Það verður meðal annars sent á tungumálanámskeið og vínn- ámskeið og matseðillinn þarf að vera fyrir fólk frá öllum heimshomum. Allthótelið undir ólympíunefndina Alþjóða ólympíunefndin og gestir hennar leggja undir sig öll gistiher- bergin í hótelinu sem verða orðin 200 að lokinni stækkun. „Það vantar eig- inlega 200 herbergi í viðbót. Norska ólympíunefndin er að tala um að reisa viðbyggingu með 150 herbergj- um sem hægt yrði að flytja burt eftir á en það hefur engin ákvörðim verið tekin ennþá.“ Ólympíuþorpið, húsin sem reist era fyrir keppendur og hluta frétta- manna, era flytjanleg timburhús og hafa þegar nokkur þeirra verið seld til annarra sveitarfélaga. Sérstök áhersla verður lögð á umhverfisþátt- inn á leikunum og því reynt aö raska sem minnstu vegna framkvæmda. Hvað varðar form og efnivið leituðu hönnuðir til náttúra og menningar- arfleifðar. Alls er gert ráð fyrir að um 100 þúsund manns verði í Lillehammer hvem dag sem vetrarólympíuleik- amir standa. í 23 þúsund manna bæ er ekki gistirými fyrir svo marga og ekki heldur í nágrannabæjunum þar sem hluti leikanna fer fram. Því er gert ráð fyrir að flestir áhorfenda gisti í Ósló og taki lest til ólympíu- svæðisins. Þó svo að lestir eigi að fara á milli á tíu mínútna fresti tekur ferðin rúmar tvær klukkustundir hvora leið og vilja margir losna við lestarferðimar. Bjóða 6 milljónir fyrir 2 vikur Lillehammer-búar era því þegar famir að semja um leigu á húsimum sínum þær tvær vikur sem leikamir fara fram. Og ríka fólkið er reiðu- búið að reiða fram stórfúlgur fyrir þægindin. „Fólk leigir út húsin sín á 300 þúsund norskar krónur eða tæp- lega þrjár milljónir íslenskra króna fyrir þiessar tvær vikur. Opinbera leigan, sem fólk semur um við norsku ólympíunefndina hér í bæn- um, er 200 þúsund norskar krónur fyrir ósköp venjuleg hús,“ segir Sig- urður. Frést hefur af aðilum sem vora reiðubúnir að greiða á sjöttu milljón íslenskra króna fyrir hús á góðum stað í bænum. Fékk skíðabakteríu afíslendingi Aðspurður hvort hann hefði ekki smitast af vetraríþróttaáhuganum sem ræður ríkjum í Lillehammer, eins og reyndar alls staðar annars staðar í Noregi, kveðst Sigurður vera farinn að ganga á skíðum en það hafi hins vegar verið íslendingur sem vakti áhuga hans á þeirri íþrótt. „Það kom hingað í frí íslenskur stjórnmálamaður sem stóð í þeirri trú að hér myndi hann ekki rekast á neina íslendinga. Hann varð því ekki lítið hissa þegar hann' komst að því að veitingastjórinn á hótelinu var íslenskur. Nú, hann fékk mig með sér í skíðagöngu og þótti mér það mjög gaman,“ segir Sigurður. Frá því aö hann tók til starfa í apríl hefur gestum hótelsins farið sífjölg- andi. Á sjömida hundrað fréttamenn hafa heimsótt Lillehammer það sem af er árinu, þar af tvö hundrað er- lendir. Norðmenn sjá mikla mögu- leika í landkynningu vegna ólympíu- leikanna. „Þeir sem sjá um ferðamál á íslandi ættu að athuga hvort ekki sé hægt að kynna ísland í leiðinni vegna skyldleika okkar við Norð- menn,“ bendir Sigurður á. -IBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.