Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1992, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992.
Eirikur Jónsson segist vera eini núlifandi Islendingur sem kenndur er við
Kaupmannahöfn.
Eiríkur Jónsson, útvarps- og sjónvarpsmaður:
Prinsinn
í fjöl-
skyldunni
„Ég þrífst á því að gera alltaf eitt-
hvað nýtt. Þessi þáttur er nýr og
einnig viss ögrun að því leyti að hann
er á hverju kvöldi og yfirleitt í bein-
um útsendingum. Ég tek þá fyrir ein-
hveija hhð á málum sem efst eru á
baugi þann og þann daginn. Þó þætt-
imir séu ekki langir er gerð þeirra
alveg fuUt starf. Það er vinna að
halda þessu gangandi. Annars eru
þættimir tilraunastarfsemi þannig
að þættimir eins og þeir eru í dag
geta gjörbreyst eftir 20 eða 50 þætti.
Áhorfendur mega eiga von á öllu en
svona þættir bjóða upp á marga
möguleika. Ég vildi hins vegar byija
á að hafa þættina eins og þeir eru
nú og þvi era þeir þannig," segir út-
varps- og sjónvarpsmaðurinn Eirík-
ur Jónsson.
Eiríkur er þekktastur sem útvarps-
maður en nú nýlega fór hann að hirt-
ast reglulega á skjánum, eftir fréttir
á Stöð 2, í viötalsþáttunum Eiríkur.
í Kaupmannahöfn
Eiríkur á 12 ára reynslu að baki
sem útvarpsmaður, steig fyrstu
skrefin í Kaupmannahöfn, í uppahfi
síðasta áratugar.
„Ég var þá blaðamaður á Vikunni
og fór út til að vera sex mánuði í
skóla. í Kaupmannahöfn fór ég að
senda fréttapistla fyrir Ríkisútvarpið
sem þá var eina útvarpsstöðin hér.
Ég var með pistla oft í viku og oft á
dag ef eitthvað var um að vera. Þaö
var góður markaður fyrir þessar
fréttir héma og hægt að gera sér mat
úr öllu. Við þær aðstæður byijaði ég
í útvarpi sem Eirikur Jónsson, Kaup-
mannahöfn. Ég er líklega eini núlif-
andi íslendingurinn sem er kenndur
við þá borg,“ segjr Eiríkur en margir
kollegar og fyrrum samstarfsmenn
kenna Eirík enn við Kaupmanna-
höfn.
Eiríkur var fréttaritari útvarpsins
í Kaupmannahöfn í um 3 ár. „Það
var aUtaf nóg að gera og ég hef lík-
lega aldrei haft eins góðar tekjur.
Enda lengdist dvölin ytra úr sex
mánuðum í þrjú ár.“
Við heimkomuna fór Eiríkur að
vinna sem blaðamaður á DV, var þar
frá 1983 til 1987. Þá var útvarpsstöðin
Stjaman stofnuð og Eiríkur var ráð-
inn fréttastjóri.
Á Stjörnunni starfaði Eiríkur með
Jóni Ársæh og fleiram en fréttatímar
Sljömunnar þóttu í meira lagi sér-
stakir og vöktu mikla athygh. „Þetta
gekk vel í tvö og hálft ár, þar til allt
sprakk í loft upp. Ég er að upplifa
það hér á Bylgjunni að alhr gömlu
félagamir af Stjömunni era komnir
hingað eða á leiðinni."
Eftir Stjörnuævintýrið tók Eiríkur
sér hlé frá fjölmiðlum. „Enda fór rek-
inn fréttastjóri ekki í hvaða starf sem
var. Ég sá þó við því og skrifaði bók
um Davíð Oddsson og svo aðra bók
árið eftir, Lífsstríð, sem gekk miklu
betur en Davíðsbókin."
Eiríkur fór síðan um stund á Aðal-
stöðina og þá á Bylgjuna þar sem
hann er enn. Hann hefur vakið at-
hygh fyrir morgunþætti sína, kvöld-
sögur, sem vora að hefjast um sama
leyti og hann byijaði, og nú síðast
viðtalsþáttinn í sjónvarpinu.
Hestamaður
Eríkur er giftur Katrínu Baldurs-
dóttur, frétta- og dagskrárgerðar-
manni, og eiga þau tvö böm, Lovísu,
sem er að vera 6 ára, og Baldur, 3
ára. Eiríkur á síðan eina eldri dótt-
ur, Hönnu, 13 ára.
Eiríkur og fjölskylda búa í vestur-
bænum. Eiríkur hefur lengi verið að
gæla við að fá sér hund en ekki kom-
ið því í verk. Hann er gamah hesta-
maður en fjölskylda hans hefur lengi
verið með hesta. Eiríkur er hestlaus
sem stendur en lóga þurfti hestunum
hans vegna veikinda. „Ég er því upp
á fóður minn kominn með útreiðar-
túra,“ segir hann.
Faðir Eíríks er Jón Þorsteinsson
læknir en móðir hans er Lovísa Ei-
ríksdóttir. Eiríkur á fjórar systur, er
næstelstur. Elsta systir Eiríks er Sig-
ríður, félagsfræðingur og sérfræð-
ingur í málefnum aldraðra kvenna á
Norðurlöndum. Þá á hann tvíbura-
systur, Möggu og Ingu, bóndakonu í
Hrunamannahreppi, en hin er kenn-
ari, gift hstmálara. Þá er það Tóta
litla. „Hún er heimasætan, er að læra
hjúkrun og er á lausu. Annars er ég
prinsinn í fjölskyldunni og fæ arf-
inn,“ segir Eiríkur og hlær. -hlh
EES EFLIR
ÍSLENSKAN
SJÁVARÚTVEG
• Tollar á íslenskar sjávar-
afurðir lækka verulega
með tilkomu EES.
• Tækifærum til útflutnings
sjávarafurða á mikilvægasta
markað okkar fjölgar.
• íslendingar halda óskoruðum yfir-
ráðum yfir fiskveiðilögsögunni.
• Erlendir aðilar munu ekki
geta eignast íslensk
útgerðar- og fiskvinnslu-
fyrirtæki.
• EES styrkir samkeppnis-
stöðu íslensks sjávarútvegs
gagnvart öðrum fiskveiði-
þjóðum.
• Reglur EES um samkeppni
verja útflytjendur gegn
óheiðarlegri samkeppni
erlendra stórfyrirtækja.
ATVINNULÍFÍÐ
STYÐUR EES
Vinnuveitendasamband íslands • Samband veitinga- og gistihúsa • Landssamband iðnaðarmanna
Verktakasamband íslands • Samtök fiskvinnslustöðva • Apótekarafélag íslands • Útflutningsráð íslands
Verslunarráð íslands • Félag blikksmiðjueigenda • Félag íslenskra iðnrekenda • Félag íslenska prentiðnaðarins
Landssamband bakarameistara • Landssamband veiðarfæragerða • Hárgreiðslumeistarafélag íslands
Félag löggiltra rafverktaka í Reykjavík • Landssamband íslenskra útvegsmanna
Meistara- og verktakasamband byggingamanna • Félag húsgagna- og innréttingaframleiðenda
Málmur (samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði)
t...Aug!ýsingastofa