Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1992, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1992, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992. 41 Bridge NOVATO stjömu-einmenningskeppnin: Granovetter sigraði Zia naumlega Tímarit Granovetterhjónanna, Bridge Today, hefir undanfarin ár verið fjárhagslegur bakhjarl ein- menningskeppni þar sem margar af skærustu sfiömum bridgeheimsins hafa reynt með sér. Háar fjárhæðir hafa verið í boöi til efstu manna og var svo einnig nú. Keppnin í ár var haldin fyrir nokkrum dögum og náði bakhjarlinn að minnka kostnað sinn töluvert þvi Matthew Granovetter sigraði. Bridge Stefán Guðjohnsen Röð og stig fimm efstu manna var eftirfarandi: 1. M. Granovetter 174 imp. 2. Zia Mahmood 170 " 3. F. Hamilton 138,75 4. B. Glubok 137,75 5. A. Sontag 131,5 Keppnin var nokkuð sérstök að því leytí. að hægt var aö fylgjast með henni í beinni útsendingu á tölvu- skjám og þegar best lét fylgdust 50 aðilar með í fjórum heimsáifum. Matthew Granovetter. Við skulum skoða eitt skemmtiiegt spil frá keppninni, topp hjá Grano- vetter. A/N-S ♦ G98632 f 93 ♦ D93 + D7 ♦ K10 V KG872 ♦ 5 + ÁG1084 * 754 * 1064 * 87642 + K9 ♦ ÁD V ÁD5 ♦ ÁKG10 + 6532 Það voru engar smástjömur við borðið. í n-s sátu Bobby Wolff, marg- faldur heimsmeistari, og Matthew Granovetter en í a-v Hugh Ross og Grant Baze. Margir dauðlegir spilarar hefðu opnað á tveimur gröndum á spil suð- urs en ekki Granovetter. Hann opn- aði á einu laufi og sló tvær flugur í einu höggi - fyrirbyggði útspil í laufi og fékk hagstætt útspil í staðinn: Austim Suður Vestur Norður pass llauf lhjarta lspaði pass 3grönd pass pass pass Baze bjóst ekki við mörgum háspil- um hjá makker en vonaðist eftir drottningu eða tíu í hjarta. Hann spilaði því út hjartasjöi og var tiltölu- lega ánægður þegar tían kom frá makker. Granovetter drap á drottn- ingu, spilaði síðan spaðaás og spaða- drottningu. Hann var ánægður þegar austur sýndi þrílit og íhugaði mögu- leikana. Suður var þegar sannaður með 12 punkta í hálitunum, líklega átti hann laufkónginn (hann opnaði jú á laufi) og þá gat hann tæplega átt tvo hæstu í tígli. Hann hélt þvi ótrauður áfram með hjartað og Granovetter fékk 11 slagi og topp. Fyrir þá sem kafa dýpra í spifin er ljóst að „fómar-glaðir“ a-v-spilarar hefðu haft erindi sem erfiði með því að fóma í fjögur hjörtu. Eftir liklegt spaðaútspil norðurs er engin leið að tapa þeim. Ert þú að tapa réttindum? Eftirtaldir lífeyrissjóöir hafa sent sjóðfélögum yfirlit um iðgjaldagreiðslur á árinu 1991 og 1992: Lífeyrissjóður Bolungarvíkur Lífeyrissj. starfsfólks í veitingahúsum Lífeyrissjóður matreiðslumanna Lífeyrissjóður sjómanna Lífeyrissjóður Suðurnesja Lífeyrissj. verkafólks í Grindavík Lsj. verkamanna á Hvammstanga Lífeyrissjóður verkstjóra Lífeyrissjóður Vestmannaeyinga Sameinaði lífeyrissjóðurinn HAFIR ÞÚ EKKI FENGIÐ YFIRLIT, en dregið hefur verið af launum þínum í einn eða fleiri af ofangreindum lífeyrissjóðum, eða ef launa- seðlum ber ekki saman við yfirlitið, skalt þú hafa samband við viðkomandi lífeyrissjóð hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. nóvember nk. Verði vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð er haetta á að dýrmæt réttindi tapist. Þar á meðal má nefna: ELLILÍFEYRI, MAKALÍFEYRI, BARNALÍFEYRI, ÖRORKULÍFEYRI Gættu réttar þíns I lögum um ábyrgðarsjóð launa segir meðal annars: Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðarsjóðs launa vegna gjaldþrota skulu launþegar innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til viðkomandi lífeyr- issjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi innan sömu tíma- marka leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega er við- komandi lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grund- velli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna. Lífeyrissjóðurinn Björg Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar Lífeyrissjóður Hlífar og Framtíðarinnar Lífeyrissjóðurinn Sameining Lífeyrissjóður Sóknar Lífeyrissjóður trésmiða á Akureyri Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurlandi Lífeyrissjóður verksmiðjufólks Lífeyrissjóður Vestfirðinga Lífeyríssjóður Vesturlands

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.