Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1992, Page 2
2
MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 1992.
Fréttir
Ritari bresku stríðsglæpanefndarinnar um mál Eðvalds Hinrikssonar:
Furðar sig á viðbrögðum
íslenskra stjórnvalda
- vill að kannað verði hvers vegna Eðvald fékk að koma til Skotlands
John Mendelson, ritari bresku
stríðsglæpanefndarinnar, segist
furða sig á viðbrögðum íslenskra
stjómvalda í máli Eðvalds Hinriks-
sonar. Þama væri um þungar ásak-
anir að ræða sem yrði að taka fyrir
og kæmi afar illa út ef íslensk stjóm-
völd ætluðu að þegja það í hel. Þetta
kom fram í fréttum ríkisútvarpsins
í gærkvöldi.
Mendelson sagði jafnframt við
fréttaritara Ríkisútvarpsins ytra að
farið yrði fram á rannsókn og við-
horf breskra stjómvalda könnuð á
hvers vegna Eðvald fékk að koma til
Skotlands er hann heimsótti son sinn
sem rekur hótel. Stríðsglæpanefnd
breska þingsins er skipuð fulltrúum
allra flokka og lætur til sín taka mál
meintra stríðsglæpamanna.
Mendelson sagði að nefndinni væri
vel kunnugt um ásakanir á hendur
Mikson og sér þætti full á ástæða til
að taka þátt í að fylgja því eftir á al-
þjóðlegum vettvangi. Hefði nefnd-
inni verið kunnugt um ferð Eðvalds
er hann heimsótti son sinn, í stuttri
ferð til Skotlands, telur Mendelson
líklegt að brottvísunar hefði verið
krafist af hálfu nefndarinnar.
Eftir að Mikson fór munu bæði
meðimir stríðsglæpanefndarinnar og
fréttamenn sem rannsaka slík mál
hafa frétt af vem hans ytra og höfðu
þeir sitthvað við dvölina að athuga,
að sögn fréttaritarans. 100 slík mál
eru til rannsóknar hjá lögreglunni.
Ríkisútvarpið sagði að talsverðar
líkur væru á að mál Miksons yrði
tekið upp á þingi í formi fyrirspumar
til innanríkisráðherra.
-ÓTT
Handteknirí
ráns-og
skemmdarferð
Gyifi Knatjánsson, DV, Akureyli:
Tveir ungir menn, 17 og 20 ára,
vom handteknir í Hliöarfjalli við
Akureyri og lauk þar með ráns-
ferð þeirra sem reyndar haföi leg-
ið alla leið tú Dalvíkur.
Mennimir stálu biireið á Bíla^
sölu Norðurlands á Akureyri og
síðan lá leið þeirra að „Verk-
smiöjunum“ í bænum, þaðan í
skíðaskála Dalvíkinga í Böggvis-
staðaijalli og loks í skíðahótelið í
Hlíðarfjalli. Ekki stálu þeir miklu
á þessum stöðum, aðaUega sæl-
gæti og skiptimynt, en þeir unnu
miklar skemmdir með rúöubrot-
um og þess háttar og skemmdu
auk þess bifreiðina talsvert.
Bankaeftirlitið:
Höfumhaft
ákveðin afskipti
- af Skandiasjóðum
„Ég vil ekkert fara að ijá mig
um hvemig okkar samskiptum
er háttað, okkar og Fjárfestingar-
félagsins Skandia. Við höfum þær
skyldur samkvæmt lögum að
hafa eftirlit með fyrirtækjum og
verðbréfasjóðum sem eru í umsjá
þess fyrirtækis og við gerum það
með þeira hætti sem best sam-
rýmist okkar skyldum. Það hefur
náttúrlega þaö í for með sér að
við höfum haft ákveðin afskipti
af þessu máli og gripiö til þeirra
aögeröa sem við teijum eölilegar
undir þeim kringumstæðum og
um það er ekkert meira að segja,“
sagöi Þórður Ólafsson, forstöðu-
maður Bankaeftirlits Seðlabanka
íslands.
Bankaeftirlitiö mun hafa sent
Fjárfestingarfélaginu Skandia
bréf og farið þess á leit að það
taki sem fyrst ákvörðun um
framhald félagsins.
-GHK
Fékk f íkniefni
sendmeðflugi
fráReykjavfk
Lögreglan á Egilsstöðum
handtók ungan mann, sem haiöi
20 grömm af hassi og 8 grömm
af amfetamíni í fórum sínum, á
laugardag. Maðurinn var að
koma frá því að sækja pakka, sem
honum var sendur frá Reykjavík,
á flugvöllinn.
Málið er talið upplýst, að sögn
lögreglu á Seyðisfirði sem sá um
yfirheyrslur í málinu. Umræddur
aðili hefur áður komið viö sögu
afbrotamála.
-ÓTT
Rúða var meðal annars brotin í verslunarglugga hjá Japis í Brautarholti og geislaspilara stolið.
DV-mynd Tryggvi Rúnarsson
Höfuðborgin um helgina:
Verulegt tjón eftir skemmdarverk
Mikið var um ýmis skemmdarverk
í höfuðborginni um helgina og var
tilkynnt um á annan tug slíkra at-
vika til lögreglu, aðaliega aðfaranótt
laugardagsins. Tjón af þessum sök-
um er verulegt og nemur hundruð-
um þúsunda króna.
Skemmdir voru unnar á salemis-
skálum og ljósum í Hinu húsinu við
Brautarholt aðfaranótt laugardags-
ins. Rúða var brotin í verslunar-
glugga hjá Japis í Brautarholti og
geislaspilara stohð. Rúður voru einn-
ig brotnar í Breiðholtsskóla, bakarí-
inu Krás í Hólmaseli, í húsi við Grett-
isgötu og í versluninni Með allt á
hreinu í Mosfellsbæ.
Við Lækjargötu var rúða einnig
brotin í verslunarglugga og þar var
myndavél stohð. Sá sem þetta gerði
náðist og var handtekinn. Annar var
tekinn eftir að hafa brotið rúðu á
Vatnsstíg. Rúður voru auk þess
brotnar í verslununum Gullfossi og
hjá Pétri Eyfeld á Laugavegi.
Bílar fengu einnig sinn skammt af
skemmdarfýsn borgarbama. Spark-
að var í bíla og þeir skemmdir í
Brautarholti og nokkrir bílar voru
skemmdir í Traðarholti.
Aðfaranótt sunnudagsins voru
tveir teknir grunaðir um hafa brotið
rúðu og stohð fatnaði í Miðbæjar-
markaðinum í Aðalstræti. Rúður
voru einnig brotnar í Reykjavík-
urapóteki og í húsum við Skeija-
braut og Amtmannsstíg.
„Þjóðlifsmálið“ enn í hremmingum:
Lögmaðurinn of seinn að
leggja fram áfrýjunina
- samdi síðan um lok málsins en hafði ekki heimild til þess
Gylfi Kristjánsscm, DV, Akureyii
„Þetta á að verða prófmál fyrir
Neytendasamtökin um það hvort
kerfið á að vera fyrir klækjarefi eða
fyrir venjulegt fólk og það er ætlunin
að ég fái annan lögmann svo á þaö
verði látið reyna,“ segir Ingibjörg
Einarsdóttir í Eyjafiröi, en hún er
kunn af því aö vera eitt af fóm-
arlömbum „Þjóðlífsmálsins" svo-
kahaða.
Ingibjörgu var gert með dómi á
Akureyri að greiða skuld við inn-
heimtumenn vegna áskriftar að
tímaritinu Þjóðlífi sem hún hafði
þegar greitt, og hafði kvittanir sem
sönnuðu það. Þá tók kerfið við sér
og var ákveðið að Ingibjörg fengi
gjafsókn til að áfrýja málinu til
Hæstaréttar. Guðmundur Pétursson,
lögmaður hennar, var hins vegar of
seinn að áfrýja, áfrýjunarfresturinn
rann út áður en það var gert. Lög-
maðurinn samdi hins vegar um lok
málsins en hafði enga heimild til
þess, að sögn Ingibjargar.
„Það má segja að máhð sé nú í bið-
stöðu. Dómsmálaráðuneytið ætlar að
leggja mér til annan lögmann svo
vonandi kemst einhver skriður á
þetta," segir Ingibjörg.
klukkustundum
Þrjár bílveltur urðu á nokkur
hundruð metra kafla á Suður-
landsvegi í Hraungerðishreppi á
sunnudagsmorgun. Lögreglan á
Selfossi segir að hált hafi verið
en getur engar aðrar skýringar
gefið á óhöppunum en þær að
launhált hafi verið á þessum
kafla.
Klukkan átta varð fyrsta veltan
þegar sendiferðabíh valt. Öku-
maðurinn hlaut minniháttar
meiðsl. Þremur stundarflórðung-
um síðar kom næsta velta og
klukkan tíu varð sú þriðja. Engin
meiðsl urðu á fólki í tveimur síð-
asttöldu veltunum.
Um klukkan flögur síðdegis
varð fjórða umferðaróhappið í
Árnessýslu þegar flárflutninga-
bíh og fólksbhl með hestakerru
aftan í rákust á. Við höggið slitn-
aði hestakerran aftan úr bílnum
og valt en í henni voru tvö hross.
Annað þeirra skarst og varð að
kalla á dýralækni th að gera að
sárum þess. Engin meiðsl urðu á
fólki. -ÓTT
Svarti markaðurinn:
Seldi 180
skrokkaá
einum degi
„Við fengum frábærar móttök-
ur. Við getum sagt að við höfum
verið að koma til móts við þarfir
markaðarins. Ef fólk viU versla
með þessum hætti þá erum við
tUbúnir tU að veita þessa þjón-
ustu,“ sagöi Sverrir Siguijóns-
son, sölumaöur hjá Kjötsalnum
sf.
Kjötsalurinn bauð til sölu um
helgina á Svarta markaðnum í
JL-húsinu fryst dUkakjöt á he'ld-
söluverði. Seldust um 180 skrokk-
ar á laugardeginum en ekki lá
fyrir í gær hver heUdarsalan var.
Sverrir taldi aö verðið hefði verið
10 tU 20 prósent lægra en í versl-
unum almennt. Um næstu helgi
verða fleirí kjöttegundir í boöi.
-GHK
TværveHuri
hálku á Reykja-
nesbraut
Tvær bílveltur urðu á Reykja-
nesbraut um helgina sem raktar
eru til þess að hálka var á vegin-
um. Önnur veltan varð í Kúa-
gerði en í hinu tiUeUinu valt bíll
viö Strandaheiði. Engin meiðsl
urðu á fólki en bílarnir eru
skemmdir. -ÓTT
Svipturréttind-
um vegna
glannaaksturs í
hálku
Lögreglan í Keflavik svipti öku-
mann ökuréttindum vegna
glannaaksturs um götur bæjarins
aðfaranótt laugardagsins. Mað-
urinn sinnti ekki stöðvunar-
merkjum lögreglunnar og ók um
göturnar, sem voru hálar, þannig
að fótgangandi fóUd stafaöi hætta
af akstri mannsins. Ökumaður-
inn stöðvaði bíl sinn eftir að lög-
reglan hafði veitt honum eftirfór
nokkrastund, -ÓTT
Slösuðust í veltu
viðSandskeið
Farþegi í jeppa slasaðist er bíll-
inn valt í hálku á Bláflallavegi
við Sandskeið á fóstudagskvöld-
iö. Okumaður slasaðist minna.
-ÓTT