Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1992, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1992, Side 7
MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 1992. 7 GREETINGS FROM GLASGOW (KVI-DJA FRA GI.ASGOW) I jiM/ F’em l'í^ mH'^JskHietc i 5 iíi; ' liOuaSS ' Lookiffi.S;oi l<*w j*.t ***' /gp scori Innihald kortsins í lauslegri þýðingu: GEISLADISKARNIR ERU ÓDÝRASTIR ÍJAPIS Einnig viljum við benda áaðvtö hjá JAPIS erum retöubúin að qfgreiða þig á engilsaxnesku og þér er velkomtö að gretöa diskana með skoskum pundum, hjá okkur er ekkert hámark og engin tollskoðun. BRAÚTARlíOLTl KRINGLUNNl JAPIS Fréttir Hjálparstofnanir falla í sömu gryfju og grænfriðungar: Myndir af sveltandi bömum: Réttlætanlegar í neyð - segir Jónas Þórisson framkvæmdastjóri „Þetta er vandamál sem hefur ver- ið mikið rætt meðal frjálsra hjálpar- stofnana, það er að gæta sín á því að misnota ekki myndir af sveltandi börnum til að ná til fólks. Hins vegar eru flestir sammála því að þegar ástandið er eins og það er núna í Afríku þá væri það bara sögufölsun að sýna ekki raunveruleikann og það er ekki veriö að tala um hungurklám í því sambandi," segir Jónas Þóris- son, framkvæmdastjóri Hjálpar- stofnunar kirkjunnar. „Það er hungurklám þegar svona myndir eru sýknt og heilagt sýndar og peningum ekki safnað öðruvísi en með því aö draga upp mynd af Afríku á þennan hátt. Það eru því miður til hjálparstofnanir sem hafa misnotað þetta og kannski hafa allir fallið eitt- hvað í þá gryfju. Flestum er hins vegar ljóst að það þarf að fara var- lega í að nota þetta og um leið þarf að benda á það sem er jákvætt. Viö reyndum til dæmis á veggspjaldinu okkar fyrir síðustu jól að benda á árangursríkt hjálparstarf og þróun- arhjálp með myndum af fallegum og vel útlítandi bömum,“ segir Jónas. Jónas segir að það sé tvímælalaust réttlætanlegt að nota átakanlegar myndir þegar verið sé að safna pen- ingum fyrir neyðaraðstoð. „Það er nú einfaldlega svo að það er eins og það sé léttara að ná tíl fólks þegar svona myndir em sýndar. Og þegar mikið liggur á að ná inn peningum er þetta besta aðferðin. Þaö er erfitt að tala um að fólk sé að deyja úr hungri ef maður sýnir það ekki. Ef við hins vegar notuöum svona mynd- ir þegar hungursneyðin væri gengin yfir eða ef við sýndum ekkert annað þá væri það mjög slæmt. Það er ekki öll Afríka svona og það er ýmislegt sem tekst mjög vel þó að sumt fari úrskeiðis," segir Jónas. -ból Þessi villandi ofnotkun á myndum sem valda geðshræringu og rekur fólk til að seilast ofan í vasann hefur í útlöndum verið kallað hunger porno- graphy eða hungurklám, segir Jón Ormur Halldórsson. Myndin er af svelt- andi barni i Sómalíu. Símamynd Reuter Nota hungurklám til að saf na peningum segir Jón Ormur Halldórsson, lektor í HI „Hjálparsamtök fara stimdum þá einfoldu leið þegar þau eru að höfða til gefenda að nota villandi áróður sem byggir á ríkjandi fordómum. Starfið er þá byggt á því aö safna peningum með því að sýna myndir af deyjandi bömum en það gefur mjög einfaldaða mynd af ástandinu. Þessi villandi ofnotkun á myndum sem valda geðshræringu og rekur fólk til aö seilast ofan í vasann hefur í útlöndum verið kallað hunger pomography eða hungurklám," seg- ir Jón Ormur Halldórsson, lektor við Háskólann, en hann hélt framsögu- erindi á málþingi um aðstoð íslend- inga við aðrar þjóðir sem Rauði kross íslands og Alþjóðamálastofnun Há- skólans stóðu fyrir nýlega. „Þetta minnir pínulítið á aðferðir Grænfriðunga. Þeir hafa fundið það út að það er hægt að safna fyrir hvöl- um en ekki fyxir öðra og leggja því mjög mikla áherslu á söfnun fyrir björgun hvala þó að það sé aðeins brot af starfinu hjá þeim. Það gefur villandi mynd áf umhverfisvanda í heiminum að vera alltaf að tala rnn hvali en það hefur gagnast vel til að safna peningum," segir Jón Ormur. Hann segir að svona einfaldanir séu hættulegar og ýti undir fordóma. Fólk horfir á myndimar í fjölmiðl- um, sér hungrað fólk og vill senda því mat. „Það hættulega við þetta er að þegar hlutimir era settir svona upp er alltaf kallað á sömu einföldu viðbrögðin. Um leið kemur upp ein- hver fyrirlitning á þeim aumingja- skap sem alltaf er þama á ferðinni. Það eina sem fólk man eftir í umfjöll- un fiölmiðla inn þriðja heiminn era myndir af hungraðu fólki frá Afríku. Þetta ýtir undir kynþáttafordóma og stórkostlegar ranghugmyndir fólks um ástand menningar- og atvinnu- mála og hvað fólk er almennt að gera í heiminum fyrir utan Evrópu. Það er að vísu hægt aö safna í nokkur ár eitthvað af peningum út á að sýna svona myndir en þetta er svo gróf og villandi einfóldun að það er að mínu viti ekki forsvaranlegt að halda áfram á þessari braut,“ segir Jón Ormur. Að sögn Jóns Orms hefur verið mikið um mistök í hjálparstarfi og oft hefur þróunaraðstoð reynst gagnslaus. „Mistök í þróunaraðstoð era alltaf út af því að það era ein- hveijir hagsmunir, alveg ótengdir hinum fátæku sem toga í hana. Þann- ig mistekst aðstoðin af því að hún nær aldrei til þeirra sem þurfa á henni að halda. Opinber aöstoð er ætíð háð einhveijum hagsmunum og ég vil því ýta undir að menn styðji frjáls félagasamtök sem starfa í gras- rótinni og ná beint til fólksins svo sem Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauða krossinn. Þessi samtök lenda hins vegar stundum í vandræðum þegar þau eru að safna peningum og! höfða þá til ríkjandi fordóma. Þau mega aftur á móti alls ekki vera háð fordómum því það er engu betra en að vera háður hagsmunum," segir JónOrmur. -ból HAUSTDAGAR HJÁ ÍSELCO Vegna breytinga í verslun okkar munum við bjóða stórfelldan afslátt af öllum vörum okkar næstu daga. ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR Rafsuðuvélar Loftpressur Öryggisvörur Smursprautur Topplyklasett Rafstöðvar Loftverkfæri Lóðboltar Rafhlöður Stígvél Öryggisskór Rakatæki Borvélar Rafsuðuafsog Trésmíðavélar Slípivörur Útiljós Iðnaðarryksugur Vinnuhanskar Rafsuðuhjálmar Hleðslutæki Málbönd Vasaljós Málningarspr. Vinnusokkar Handverkfæri og margt fleira NÚ ER TÆKIFÆRI TIL AÐ GERA VERU- LEGA GÓÐ KAUP Á ÚRVALSVÖRUM O Skeifan 11d, sími 91 -686466

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.