Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1992, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1992, Page 10
10 MÁNUQAGUR 26. OKTÓBER 1§92. Nelson Mandela var ánægður á svip þegar hann leiddi dóttur sina, Zindzi, upp að altarinu. Hann kom til brúð- kaups dóttur sinnar í fylgd Winníar, konu sínnar, en þau hafa ekki búið saman frá því í vor og ekki sést saman í marga mánuði. Símamynd Reuter Zindzi, dóttir Mandela-hjónanna, gengur í hjónaband: Sættir að takast milli Winníar og Nelsons? - komu saman til brúökaupsins eftir sögulegan skilnaö í vor Kreppan gerði útafviðsafan- garðinn Windsor safarígarðinum á Eng- landi, einum stærsta villidýra- garöi Evrópu, var lokað i gær. Garðurinn, sem er nærri Winds- or kastala Englandsdrottningar fyrir vestan London, varð gjald- þrota fyrir tíu mánuðum og eiga færri gestir og kreppan í efna- hagslífi Bretlands sök þar á. Um sex hundruð dýr eru í garð- ínum og eru þau ekki í neinni hættu vegna lokunarinnar. Aðtir dýragaröar ætla aö sjá um dýrin þar til framtíö Windsor-garðsins verður ráðin. Áttahundruð Norðmennfluttír JL Lma|JL aoron Um átta hundruð manns voru fluttir á brott frá bænum Fredrik- stad í suðurhluta Noregs eftir að nokkrar sprengingar urðu í ná- lægri sojaolíuverksmiðju, að því er lögreglan skýrði frá í gær. Engín slys urðu á fólki í spreng- ingnnum sem urðu seint á laug- ardagskvöld eftir að fljótandi kol- vatnsefni tók að leka. Efnið er notað til að vinna olíu úr soja- baununum. Slökkviliðsmenn úð- uðu froðu ytir verksmiðjuna til að koma í veg fyrir að eldur bryt- ist út. Teikningueftir Rembrandt stoliðaf hátíð Þjófum tókst að krækja sér í teikningu eftir 17, aldar meistar- ann Rembrandt og aðra eftir samtíðarmann hans á stærstu listakaupstefnu Hollands. Teikn- ingarnar eru metnar á um 25 milljónir íslenskra króna og var þeim stolið úr geymsluherbergi í sýningarhöllinni. Teikningarnar sáust síðast á laugardag en þjóöi- aðurinn uppgötvaðist ekki fyrr en síðdegis i gær. Ströng öryggis- gæsla var á svæöinu og er talið hugsanlegt að starfsmaður standi á bak við rániö. Margt þykir benda til að sættir séu að takast milli Winníar og Nelsons Mandela, helstu leiðtoga blökku- manna í Suður-Afríku. Dóttir þeirra gekk í hjónaband um helgina og komu þau hjón saman til brúðkaups- ins. Þau hafa ekki sést saman opin- berlega frá því apríl í vor þegar þau skildu að borði og sæng. Nelson sagði þá að hjónabandinu væri lokið vegna mikilla erfiðleika í sambúðinni. Winnie hefur legið und- ir ámæli fyrir framhjáhald með lög- fræðingi sínum og hafa blöð í Suður- Afríku birt ástarbréf sem farið hafa milli þeirra. Þá á Winnie yíir höíði sér fangelsisdóm vegna aðildar að barsmíðum á ungum fylgismönnum sínum. Einn unglingsdrengur lét þá lífið og er sagt að Winme hafi í það minnsta vitað um meðferðina á hon- um. Sumir segja að hún haíl fyrir- skipað mönnum sínum að berja hann. Avirðingar Winníar urðu til þess aö félagar í Afríska þjóðarráðinu sviptu hana embættum sínum og mikill þrýstingur var á Nelson að slíta sambandinu við hana. Nelson var í fangelsi flest hjónabandsárin. Dóttirin, sem nú giftist, var þriggja ára þegar faðir hennar var handtek- inn. Hún er þrítug egJieitir Zindzi en maður hennar er Zwelinbanzi Hlongwane, 27 ára gamall kaupmað- ur frá Soweto. Reuter ráðherrar EB leita samstöðu umGATT Jean-Pierre Soisson, landbúnaðar- ráðherra Frakklands, fundaði með sem starfsbræðrum sínum úr Evr- ópubandalaginu í gær til að reyna að komast að sameiginlegri afstöðu í samningaviðræðunum um nýtt GATT-samkomulag um frelsi í heimsverslun. Landbúnaðarráð- herrar EB funda um málið í Lúxem- borg í dag. Samningamenn bandarískra stjómvalda gengu út af fundi um GATT-samkomulag með fram- kvæmdastjóm Evrópubandalagsins fyrir helgina. Þeir hafa hótað að setja refsitolla á innílutning frá EB nema fljótlega náist samkomulag um jurta- olíuinnflutning og niðurgreiðslur til landbúnaðar innan bandalagsins. Frakkar einir hafa staðið í vegi fyr- ir að hægt væri að binda enda á sex ára samningaviðræður. Danski land- búnaðarráðherrann sagði hins vegar í París í gær að þeir kæmust ekki upp með einangrunarstefnu sína í málinu, það væri ekki stefna EB. Danski ráðherrann sagði ólíklegt að samkomulag tækist um nýjan GATT-samning á næstu þremur til íjóram mánuðum og var þar með sama sinnis og franskir ráðherrar. Reuter Mennivtgamtála- ráðherrann svipturökuleyfi Norski ; menningarmálaráð- herrann, Áse Kleveland, var svipt ökuskírteiiú sínu í síðustu viku þegar Óslóarlögreglan góm- aðí hana á 77 kílómetra hraöa þar sem leyfilegur hámarkshraði er 50 km á klukkustund. Ráðherrann missir skírteinið í þrjá mánuði hið núnnsta en sum- ir segja að hún eigi yflr höfði sér sex mánaða ökuleyfissviptingu. Auk þess þarf hún að greiða sem svarar um 35 þúsund krónnm is- lenskum í sekt. Áse Kleveland ekur um á 25 ára gömlum sportbíl af gerðinni Saab Sonnett og að eigin sögn hefur hún ekki gaman af hraðakstii. Svissneskur hægriflokkurá móti EES Einn fjögurra stjórnarflokka í Sviss ákvað um helgina að hafna samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið, EES, í þjóðarat- kvæðagreiðslunni í desember. Á þingi hins hægrisinnaða Þjóðarflokks greiddu 289 fulltrú- ar atkvæði með því að fella EES en 119 fulltrúar lýstu sig fylgjandi samningnum. Ræöumenn á þinginu sögðu að með því að samþykkja EES væru menn að fórna fullveldi landsins fyrir skammvinnan efnahagsleg- an ávinning. Annar sfjómarflokkur, Sósía- listaflokkurinn, ákvaðhins vegar um helgina að Ijá EES stuðning sinn. Á þingi þeirra var yfirgnæf- andi meirihluti þeirrar skoðunar. Þá hafa þrír stjórnarflokkanna tekiö afstöðu til EES, tveir með og einn á móti. Fjórði flokkurinn, Kristilegir demókratar, fjalla um málið í næstu viku. Japanirstöðva innflutning bók- arMadonnu Japanskir tollverðir hafa í bili stöðvað innflutning á umdeildri bók rokkstjörnunnar Madonnu, „Kynlíf'. Embættismenn lögöu hald á sex eintök á Naritaflug- velli á laugardag til frekari skoð- unar. Að sögn embættismannanna óttast þeir að skapahár kunni að sjást á einhverjum myndanna í bókinni. Slíkar myndir era með öllu bannaðar í Japan. En þaö er ekki bara bók Ma- donnu sem fer fyrir brjóstið á rit- skoðurum í Asiu. í Singapore voru Qörutíu eintök af geisladiski hennar, „Erotica'*, gerð upptæk, Ástæöan er sú aö eitt laganna þótti ekki bjóðandi ungviði Singa- pore. VinsældirFrakk- landsforseta minnkaenn Vinsældir Francois Mitterr- ands forseta meðal frönsku þjóö- arinnar eru enn á niðurleið. Nú er svo komið að tæpur þriöjungur kjósenda er ánægður með frammistöðu hans í embætti, ef marka má skoðanakönnun sem birt var á laugardag. Könnuiún leiddi í ljós að 31 pró- sent aðspuröra voru ánægðir með forsetann en 59 prósent voru á öndverðum meiði. Þetta er örlít- ið verri niðurstaða fyrir forset- arm en í könnun fyrir mánuði. Óákveðmr voru jafn margir og áöur. Mitterrand, sem verður 76 ára í næstu viku, á aö gegna forseta- embættinu þar til í maí 1995. NTIi og Rcuter Reuter Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, 3. hæð, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Amartangi 61, Mosfellsbæ, þingl. eig. Valur Steingrímsson, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag íslands, 30. október 1992 kl. 10.00. Álftamýri 38, 2. hæð t.h., þingl. eig. Erlendur Ólafsson, gerðarbeiðendur Amarfell sf. og Lífeyrissjóður Vest- mannaeyinga, 30. október 1992 kl. 10.00._____________________________ Dúfnahólar 2, 4. hæð A, þingl. eig. Bjami Sigurðsson, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Fram- sóknár, 30. október 1992 kl. 10.00. Dvergabakki 30,1. hæð t.v., þingl. eig. Pálmi Einarsson og Ingibjörg Sigur- steinsdóttir, gerðarbeiðandi Spari- sjóður Kópavogs, 30. október 1992 kl. 11.45._____________________________ Fannafold 186, hluti, þingl. eig. Frið- rik H. Friðriksson, gerðarbeiðendur Kreditkort hf. og Sparisj. Rvíkur og nágr., 30. október 1992 kl. 10.00. Flugumýri 6, hl.c, Mosfellsfcæ, þingl. eig. Rafbrú sf., gerðarbeiðendur Bún- aðarbanki íslands, Iðnlánasjóður, Sparisj. Reykjav. og nágr. og Toll- stjórinn í Reykjavík, 30. október 1992 kl. 10.00. Frakkastígur 14, efri hæð (ris), þingl. eig. Katrín Ævarsdóttir, gerðarbeið- andi Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis, 30. október 1992 kl. 10.00. Hringbraut 103, hluti, þingl. eig. Gúst- af Grönvold, gerðarþeiðendur Ræsir hf., Vátryggingafél. íslands hf. og ís- landsbanki hf., 30. október 1992 kl. 10.00.____________________________ Kríuhólar 4, 3. hæð E, þingl. eig. Haukur Harðarson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, 30. október 1992 kl. 10.15.___________________ Ós v/landspildu í landi Eyja í Kjós, þingl. eig. Asta Guðmundsdþttir, gerð- arbeiðendur Landsbanki Islands og Pólar hf., 30. október 1992 kl. 13.30. Ráðagerði, fiskvinnsluhús, þingl. eig. Seifúr hf., gerðarbeiðandi Helgi Sig- ‘ urðsson hdl., 30. október 1992 kl. 10.00. Selbraut 24, Mosfellsbæ, þingl. eig. Halldór S. Guðmundsson, gerðarbeið- endur Byggingasjóður ríkisins, Gjald- heimta Seltjamamess, Innheimtu- stoínun ríkisins, Lífeyrissj. málm- og skipasmiða, Steingrímur Þormóðsson hdl., Tollstjórinn í Reykjavík, Vá- tryggingafélag íslands og Zinkstöðin hf., 30. október 1992 kl. 10.00. Vegghamrar 49, hluti, þingl. eig. Hall- dór B. Baldursson, gerðarbeiðendur Bílastoð hf., Jón G. Sæmundsson, Póst- og símamálastofnun, Tollstjór- inn í Reykjavík og íslandsbanki hf., 30. október 1992 kl. 10.15. Vindás 2, 3. hæð 03-02, þingl. eig. Magnús Atli Guðmundsson, gerðar- beiðandi Veðdeild Landsbanka ís- lands, 30. október 1992 kl. 10.00. SÝSLUMAÐUEINN1REYKJAVÍK Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Álakvísl 102, þingl. eig. Edith Thor- berg* Traustadóttir, gerðarbeiðandi Landsbanki íslands, 30. október 1992 kl. 15.00.______________________ Háberg 5, þingl. eig. Aðalsteinn Gísla- son, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík og Veðdeild Landsbanka íslands, 30. október 1992 kl. 14.30. Klapparberg 21, þingl. eig. Einar Skúli Hjartarson, gerðarbeiðendur Helgi Sigurðsson hdl., Sparisj. Rvíkur og nágr. og Steían Einarsson, 30. október 1992 kl. 14.00._________________ Suðurhólar 28, hluti, þingl. eig. Svan- hildur Kr. Hákonardóttir, gerðarbeið- andi Gjaldheimtan í Reykjavík, 30. október 1992 kl. 15.30. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.