Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1992, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 1992.
15
H vað er EES ekki?
af eöa á ... segir m.a. í grein Jónasar.
í umræðum að undaníomu um
samninginn um hið evrópska efna-
hagssvæði hefur verið tilhneiging
til þess að gera meira úr samningn-
um en efni standa til. Samningur-
inn er vissulega stærsti, umfangs-
mesti og mikilvægasti viðskipta-
samningur sem ísland hefur gert.
Hann snýst í meginatriðum um
viðskiptafrelsi milh landa á sviði
vöru, þjónustu, vinnuafls og fjár-
magns. Auk þess sem í honum er
að frnna ákvæði sem stuðla eiga að
heilbrigðri samkeppni jafnframt
því sem samvinna er aukin á ýms-
um sviðum s.s. neytendaverndar,
umhverfismála og menntunar- og
rannsókna svo eitthvað sé nefnt.
Það er hins vegar langur vegur
frá því að EES-samningnum megi
jafna til Maastricht-sáttmálans eða
aðildar að Evrópubandalaginu,
eins og látið hefur verið liggja að.
Hér á eftir verða nefnd nokkur at-
riði sem ekki er að finna í EES-
samningnum.
Ekki tollabandalag
- möguleikar á frekari
viðskiptasamningum
Evrópska efnahagssvæðið verður
fríverslunarsvæði en ekki tolla-
bandalag eins og EB. íslendingum
verður eftir sem áður fijálst að
gera viðskiptasamninga við þjóðir
utan Evrópska efnahagssvæðisins
s.s. Bandaríkin eða Japan. Auðvdt-
að væri æskilegt að slíkir fríversl-
unarsamningar næðust, en þeir
eru sem stendur ekki í augsýn, en
möguleikinn verður áfram fyrir
hendi.
í EES-samningnum er beinlínis
gert ráð fyrir tollasamningum vdð
KjaUarinn
Jónas Fr. Jónsson
lögfræðingur
Verslunarráðs íslands
ríki utan EES. Þar er kveðið á um
tilkynningu um slíka samninga til
annarra vdðskiptaaðila auk þess
sem samningsaðilar eiga að gefa
gaum athugasemdum um röskun
vegna slíkra samninga. Þetta er
ekki nema sjálfsögð kurteisi samn-
ingsaðila, vdrkar í báðar áttir og er
alls ekki óalgeng í almennum við-
skiptasamningum.
Ekki afnám landamæra
Þó svo að samningurinn kveði á
um viðskiptafrelsi er ekki verið að
afnema landamæri. Eftir sem áður
verður hér tolleftirlit og útlend-
ingaeftirlit ef íslendingar kjósa svo.
Aðildarríki semja hins vegar um
að reyna að einfalda eftirlit og
formsatriði vdð tollskoðun og varla
hefur nokkur maður á móti því að
tollafgreiðsla gangi fljótar fyrir sig
og formsatriöum fækki. Slíkt þarf
ekki að bitna á gæðum eftirlitsins.
Ekki sameiginleg
landbúnaðarstefna eða
sjávarútvegsstefna
Almenn vdðskiptafrelsisákvæði
EES ná ekki til landbúnaðar og
sjávarútvegs. Hins vegar er í samn-
ingnum samið um tollfrelsi á
nokkrum vörum sem flokkast sem
unnar landbúnaðarvörur eða
vöruflokka sem í eru notuð land-
búnaðarhráefni. Á ýmsa þessa
vöruflokka verður hins vegar hægt
að setja verðjöfnunargjald auk þess
sem innflutningur nokkurra af-
urða verður takmarkaður vdð til-
tekið tímabil þ.e. afskordn blóm,
tómatar, salathöfuð, gúrkur og
paprika.
I samningnum fá íslendingar toll-
frelsi af 95% af núverandi toll-
greiðslum sínum (tæpir 2 milljarð-
ar á ári). íslendingar geta sett girð-
ingar varðandi fjárfestingar er-
lendra aðila í veiðum og vdnnslu (ef
þeir vilja). Á móti þessu geta EB-
ríki flutt inn fisk til íslands og selt
auk þess sem samið var um gagn-
kvæmar veiðiheimildir á milli
landanna.
Ekki meirihluta-
ákvarðanir eða alræði EB
í samningnum kemur skýrt fram
að honum veröi ekki breytt ef ein-
hver samningsaðpa mælir því í
mót. Þannig hafa íslendingar neit-
unarvald varðandi breytingar á
samningnum. Hver samningsaðila
getur átt frumkvæði að breytingum
á samningnum eða reglum sem
leiddar eru af honum, en hins veg-
ar vegna þess hvemig lagaverk EB
er byggt upp þá þurfa breytingar á
afleiddum reglum að fara í gegnum
EB fyrst. Á endanum er þaö síðan
alltaf Alþingi íslendinga sem tekur
af skarið af eða á, hvort það sam-
þykkir lagabreytingar sem snerta
samninginn. Það verður að hafa í
huga, að þegar menn gera með sér
samninga þá breyta þeir honum
ekki einhliða. Það sama á vdð um
EES-samninginn.
Að síðustu má benda á að verði
það reynslan að stórfelldlega halli
á ísland vegna samningsins um
EES má segja samningnum upp
með einungis árs fyrirvara.
Jónas Fr. Jónsson
„Þó svo að samningurinn kveði á um
viðskiptafrelsi er ekki verið að afnema
landamæri. Eftir sem áður verður hér
tolleftirlit og útlendingaeftirlit ef ís-
lendingar kjósa svo.“
Hugleiðingar um heilbrigðismál:
Hugsarþú
um heilsuna?
„Með því að efla heilbrigði og aðbúnað unga fólksins í dag má ætla
að það geti frekar sinnt sjálfsumönnun er það eldist", segir m.a. í grein-
inni.
Almenningur í dag er vel mennt-
aður og spyr því um orsakir og af-
leiðingar þeirra heilbrigðisvanda-
mála sem að honum steðja. T.d. ef
þú færð sjúkdómsgreiningu hjá
lækni vdltu fá útskýringar á hvað
er að, hvers vegna, og hvaða leiðir
eru mögulegar til úrbóta, eins og
lyfjameðferð og/eða skurðaðgerð.
Læknirinn er þinn starfsmaður og
þú getur leitað ráðlegginga hjá
honum, en það ert þú, lesandi góð-
ur, sem velur og hefur lokaorðið,
þetta er jú þinn líkami og þitt líf
sem um ræðir. Hjúkrunarfræðing-
amir leitast vdð að hjálpa þér til
sjálfshjálpar og vert er að minna á
að þjónustan er ekki einungis
bundin við spítalann.
Róttækar þjóðfélags-
breytingar
Meðallegudagafjöldi á sjúkrahús-
um hefur farið lækkandi undanfar-
in ár. Margar rannsóknir er nú
farið að gera á dag- og göngudeild-
um sem áður þurfti að leggja fólk
inn á spítala í nokkra daga eða vdk-
ur til að fá framkvæmdar.
Þessi breyting gerir skjólstæðing-
um kleift að fá að vera heima hjá
sér ef aðstæður þeirra leyfa, um
leið og það skilar spamaði í rekstri
og gefur möguleika á að sinna fleiri
skjólstæðingum.
Þeir-tímar sem vdö lifum á ein-
kennast af róttækum og óaftur-
kræfum þjóðfélagsbreytingum. Má
þar nefna 600% aukningu á at-
Kjallarinn
Sólfríður Guðmundsd.
hjúkrunarfræðingur M.Sc.
vdnnuþáttöku mæðra 5 til 15 ára
bama á síðustu 25 árum (úr 12,8%
í 81%). Einnig hefur íjölskyldusam-
setning breyst til muna því fyrir
30 árum áttu foreldrar að meðaltali
þrjú til ftögur böm en í dag'eignast
meðaltalsfjölskyldan eitt til tvö
börn.
Auk þess hefur hjónaskilnuöum
fjölgað frá 1960 um 200% og talið
er að a.m.k. 500 böm þurfi að þola
skilnað foreldra sinna á ári hveiju.
Á sama tímabili hafa ævdlíkur ís-
lendinga aukist um nær 30 ár og
gera má ráð fyrir frekari fjölgun
eldri borgara sem eiga rétt á góðri
heilbrigðisþjónustu.
Sjálfsumönnun
I byrjun aldarinnar var einn af
hverjum 25 íbúum Ameriku eldri
en 65 ára,.árið 1984 var hlutfallið
einn af hverjum átta íbúum. Sam-
kvæmt spám verður einn Banda-
ríkjamaður af hverjum sjö eldri en
65 ára árið 2010 og einn af hveijum
fimm árið 2050. Gera má ráð fyrir
svdpaðri fjölgun eldri borgarbúa
hérlendis sem krefst markviss
undirbúnings af hálfu allra þegna
þjóðfélagsins.
Hjúkrunarfræðin leggur áherslu
á að fólkið beri ábyrgð á eigin
heilsufari en bendir á leiðir til að
stuðla að aukinni vellíöan einstakl-
inga og bæta heilbrigðisástand
samfedagsins.
Með því að efla heilbrigði og að-
búnað unga fólksins í dag má ætla
að þaö geti frekar sinnt sjálfsu-
mönnun er það eldist, í heilsugæsl-
unni eru heilbrigðisþarfir metnar
til að greina þá hópa, Qölskyldur
og/eða einstaklinga sem eru í
áhættu vegna yfirvofandi eða
mögulegs sjúkdóms, fótlunar, eða
ótímabærs dauödaga.
Þá er gerð markvdss áætlun um
hvemig á að mæta greindum heil-
brigðisþörfum þar sem tekið er mið
af bæði styrkleika og veikleika vdð-
komandi. Það er höfðað til vals
skj ólstæðingsins/samfélagsins
enda hefur það reynst vænlegra til
árangurs heldur en þegar fagfólk
tekur ákvarðanir sem jafnvel geta
stangast á vdð vdlja vdðkomandi.
Áætlunin er framkvæmd í sam-
vdnnu við skjólstæðinginn og ár-
angur er metinn m.t.t. markmiðs
sem vdðkomandi aðilar settu sér í
upphafi samstarfsins. Við þetta
ferli eru notaðar ýmsar kenningar
í hjúkrun og í síauknum mæli er
stuðst vdð niöurstöður rannsókna.
Taktu þér 5 mínútur
Fræðsla er eitt aöalúrræði for-
varna og heilbrigðiseflingar.
Starfsfólk heilsugæslustöðva um
land allt sinnir heilbrigöisfræðslu
og forvömum sem almenningur er
hvattur til að nýta sér. Hjúkrunar-
fræðingar nýta öll tækifæri sem
gefast til að koma á framfæri upp-
lýsingum og fræðslu til skjólstæð-
inga sinna og almennings. En eitt
er að vdta og annað að framkvæma.
T.d. vdta allir hvað það er óhollt að
reykja, en hegða sér ekki sam-
kvæmt því.
„Bömin læra það sem fyrir þeim
er haft.“ Þú berð ábyrgð á eigin
heilsufari, og heilsufar bama þinna
er einnig mikið undir þér komið.
Hvemig er lífi foreldra á íslandi
almennt háttað? Hvað finnst þér
um þína heilsu? Taktu þér nú 5
mínútur og skráðu niður jákvæða
og neikvæða áhrifaþætti á heilsu-
far þitt. Settu þér raunhæf markm-
ið og tímasettu hvaða tíma dagsins
þú ætlar að nota fyrir þig.
Þú þarft að ákveða hvemig þú
ætlar að ná settu marki og nota
fyrirfram ákveðnar aðferðir til að
meta árangurinn. Ef þú fram-
kvæmmir þetta skilar árangurinn
sér fljótlega í betri alhliða líðan sem
öll fjölskyldan nýtur góðs af. Gangi
þér vel að hugsa um heilsuna.
Sólfríður Guðmundsdóttir
„Hjúkrunarfræðin leggur áherslu á að
fólkið beri ábyrgð á eigin heilsufari en
bendir á leiðir til að stuðla að aukinni
vellíðan einstaklinga og bæta heil-
brigðisástand samfélagsins.“