Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1992, Page 22
22
MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 1992.
Fréttir
„Bæjarstjóramálið“ á Ólafsfirði blossar upp:
Það hef ur ekki gróið
um heilt með mönnum
- segir Óskar Þór, forseti bæjarstjómar - ekki meiriMuti fyrir því að ég hætti, segir Bjami bæjarstjóri
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Það hefur bara ekki gróið um
heilt með mönnum þótt þeir hafi
setið á sér,“ segir Óskar Þór Sigur-
bjömsson, forseti bæjarstjórnar á
Olafsfirði. „Bæjarstjóradeilan" þar
í bæ hefur nú komið upp á yfirborð-
ið aftur og Bjama Grímssyni bæj-
arstjóra hefur verið gert tilboð um
að láta af störfum en hann hafnað
því.
Menn minnast eflaust deilunnar
sem upp kom á síðasta ári milli
bæjarstjórans ög þriggja fulltrúa
Sjálfstæðisflokksins sem er í meiri-
hluta í bæjarstjóminni. Þá urðu
lyktir málsins þær að þrír bæjar-
fulltrúar meirihlutans af fjórum
tóku sér frí frá störfum tÚ ára-
móta, Siguröur Björnsspn, Kristín
Trampe og Þorsteinn Ásgeirsson,
og varamenn komu í þeirra stað.
Um áramótin komu þeir síðan inn
aftur og þá var því lýst yfir að sætt-
ir hefðu tekist með mönnum og
þeir myndu starfa í einlægni með
bæjarstjóranum.
Bjarni Grímsson bæjarstjóri
sagði í samtali við DV að ástandið
nú væri ekkert verra en það hefði
verið og hefði ekkert lagast þrátt
fyrir yfirlýsingar á sínum tíma.
„Málið er að þeir geta ekki gert
mér neitt tilboð um starfslok nema
meirihluti sé fyrir því í bæjar-
stjórninni og ég veit ekki um þann
meirihluta. Þangað til gildir samn-
ingur við mig og menn verða að
fara eftir honum nema meirihluti
bæjarstjórnar telji sig ekki geta
stárfað með mér. Eg hef ekki brotið
af mér í starfi og þetta er mál Sjálf-
stæðisflokksins," segir Bjami.
Óskar Þór Sigurbjörnsson, odd-
viti sjálfstæðismanna, sem ávallt
hefur stutt bæjarstjórann í þessu
deilumáli, tjáöi DV að ýmsar um-
leitanir hefðu farið fram í „fullum
góðheitum" en það væri ekkert
frekar á döfinni nú en í vor að
bæjarstjórinn léti af störfum.
„Þetta hafa verið óformlegar þreif-
ingar. En ég get staðfest að fyrir
um hálfum mánuði var rætt við
bæjarstjórann um starfslok hans,“
segir Óskar Þór.
ðskar Þór segir að ekki sé annað
hægt en að menn starfi sáttir og
þetta séu persónulegar deilur
manna frá gamalli tíð sem komi
upp í ýmsum málum. En er það
ekki ófært að meirihlutamenn geti
ekki unnið af heilindum með bæj-
arstjóra?
„Það er auðvitað ófært en það
má segja aö þetta sé ipjög afmörkuð
deila sökum þess að hún er per-
sónuleg. Ég á ekki von á því að
málið gangi eins langt og gerðist á
síðasta ári, ég held að menn hafi
þroskast í þeirri deiiu.“
Hvernig hyggst þú taka á þessu
máli sem oddviti meirihlutans í
bæjarstjórn?
„Það læt ég ekki uppi í fiölmiðl-
um. Þótt þetta mál hafi verið dreg-
iö fram núna þá er það ekkert frek-
ar á döfinni nú en t.d. fyrir nokkr-
um mánuðum. Þetta hefur blossað
upp í einstaka málum en legið niðri
þess á milli,“ sagði Óskar Þór.
Heimir að snúa í fjallagrasaflekknum
DV-mynd Ragnar
Fjallagrös í tonnatali
Júlía Imsland, DV, Höfru
„Fjallagrös þarf að þurrka líkt og
hey og nægir venjulega einn góður
þurrkdagur," sagði Heimir Þór
Gíslason á Höfn en hann eyðir sumr-
inu á „grasafialli“ ásamt konu sinni,
Sigríði Helgadóttur.
Heimir og Sigríður eru sennilega
þau einu hérlendis sem hafa fialla-
grasatínslu að atvinnu. í sumar tíndu
þau þrjú og hálft tonn af grösum en
það magn fyllir eitt þúsund svarta
ruslapoka. Þá er miðað við þurrkuð
grös.
Grösin tína þau 'norður á Jökul-
dalsheiði og að lokinni þurrkun og
hreinsun, sem er mikil vinna, eru
þau seld til Þýskalands utan þaö sem
fastir viðskipavinir fá.
„Við notum mikið af fiallagrösum
sjálf, til dæmis í slátur, brauö og
súpur," sagði Heimir „og okkur
finnst þetta afskaplega góður mat-
ur“.
Hress hrútur þrátt
fyrir langa útivist
öm Þórarinsson, DV, Fljótuni:
Við smölun í haust heimtist hrútur
sem hafði gengið úti í fyrravetur.
Þetta var veturgamall hrútur sem
hafði verið í Héðinsfirði. Hrússi haföi
sést á útmánuðum í vor í firðinum.
Þá var reynt að ná hrútnum en það
mistókst. Hann kom síðan til rétta
með öðru fé í haust þegar Siglfirðing-
ar smöluðu Héðinsfiörð.
Hrúturinn, sem er frá Brúnastöð-
um í Fljótum, er vænn miðaö við
aðstæður enda sumarhagar sérlega
góðir í Héðinsfirði. Það heyrir til al-
gerra undantekninga að útigengið fé
heimtist í Fljótum en síðasti vetur
var sérlega mildur.
Húsavík:
Prentsmiðjan á Bessa-
stöðum til sölu
Jóhames Siguijónsson, DV, Húsavík:
Prentsmiðjan Örk á Húsavík hefur
verið auglýst til sölu. Prentsmiðjan
hefur verið í rekstri um árabil á
Húsavík en verið sl. 7 ár í eigu þeirra
Sigrúnar Ingvarsdóttur og Grétu
Sigfúsdóttur. Prentsmiðjan er til
húsa í gömlu húsi sem heitir því
höfðinglega nafni Bessastaðir.
Reksturinn hefur reyndar gengið
vel og haft næg verkefni en eigend-
umir vilja einfaldlega fara að
minnka við sig vinnu og eru því að
kanna hvort einhver hefur áhuga á
að kaupa fyrirtækið.
Nokkrir aðilar hafa spurst fyrir um
hugsanleg kaup en Sigrún sagði að
ekkert ákveðið lægi fyrir og eins víst
að þær yrðu áfram með fyrirtækið
um nokkurn tíma.
EskiQörður:
Bygging heilsu-
gæslustöðvar haf in
Emil Thorarensen, DV, Eskifirði:
Langþráðum áfanga í tengslum við
heiibrigðismál byggðanna við Reyð-
arfiörð og Eskifiörð var náð 8. októb-
er þegar formlega var hafist handa
við byggingu heilsugæslustöðvar
fyrir Eskfiröinga og Reyöfirðinga.
Viðstaddir athöfnina voru sveitar-
stjórnarmenn byggðarlaganna og
starfsfólk heilsugæslustöðvarinnar.
Sigurborg Einarsdóttir, hjúkrun-
arforstjóri á Eskifirði, tók fyrstu
skóflustunguna að þessu langþráða
húsi en hún hefur á 28 ára farsælum
starfsferli unnið sem ljósmóðir,
hjúkrunarfræðingur og forstjóri síð-
an stöðin var tekin í notkun árið 1964.
Heilsugæslustöðin er staðsett á
Eskifirði og er 650 m2 á 2 hæðum að
flatarmáli. Eftir útboð var samið viö
Byggðarholt sf. á Eskifirði en tilboð
þess var 46.850.000 kr. í fullbúið hús-
iö. Skal verkinu lokiö vorið 1995.
Arkitektar eru Magnús Skúlason
og Sigurður Harðarson, Rvík. Raf-
tæknistofan sér um rafmagnshönn-
un en verkfræöilegu hliðina Hönnun
hf. Stjórnarformaður heilsugæslu-
stöðvarinnar er Jón Guömundsson á
Reyðarfirði.
Sigurborg Einarsdóttir tekur fyrstu skolfustungana að viðstöddum sveitar-
stjórnarmönnum. DV-mynd Emil