Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1992, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1992, Qupperneq 26
38 MANUDAGUR 26. OKTÓBER 1992. $1S\ ...alltafþegar það er betra STANGVEIÐIMENN ÚTBOÐ Tilboð óskast í stangveiði í Svartá, A-Hún., ásamt veiðihúsi, sumarið 1993. Tilboð sendist til Halldórs B. Maríassonar, Finns- tungu, 541 Blönduós, fyrir 5. nóv. nk„ sem veitir allar uppl. í sima 95-27117. Áskilinn réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Stjórn Veiðifélags Blöndu og Svartár VÖRUBÍLSBRETTl BRETTAKANTAR Framleiðum úr trefjaplasti bretti, sólskyggni og margt fleira ■MBi fyrir vörubíla, einnig brettakanta fmímm og sólskyggni fyrir flestar vMv tegundir jeppa og picupbíla. Tökum að okkur plastviðgerð- ir og breytingar. Boddíplast SCANIA V Uppl. alla daga í simum 91-684045 - 670043 - 677006 Aukablað Tækni DV-tækni er sérstakt aukablað sem fyrirhug- að er miðvikudaginn 11. nóvember nk. í blaðinu verður Qallað um tækni og visindi á breið- um grundvelli, sérstaklega nýjustu tækni til daglegra nota á heimilum og til tómstunda og skemmtunar. Efnistök einkennast af stuttum, hnitmiðuðum grein- um á máli sem venjulegir notendur skilja jafn vel og tæknimenn. í ráði er að fjalla m.a. um tækni og búnað á íslensk- um markaði, svo sem myndbandstökuvélar, mynd- bandstæki, sjónvörp, gervihnattasjónvarp, síma, far- síma, símsvara, póstfax, þjófavarnarkerfi og rafeinda- hljóðfæri, svo að eitthvað sé nefnt. Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að auglýsa i þessu aukablaði vinsamlega hafi samband við Sonju Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV, hið fyrsta, i síma 632722. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur auglýs- inga er fimmtudagurinn 5. nóvember. iNú er ódýrt að flísaleggja! ■ .V Hagstæð innkaup wr Niðurfelling jöfnunargjaids | >V Hagstæð gengisþróun Nýjar sendingar á lægra verði. Dæmi: | | Gólfflísar 20 x 20 kr. 1.250.- 30 x 30 kr. 1.450.- Veggflísar 15 x 22,5 kr. 1.350.- ! ALFABORG ! Meiming Saga háskóla- bygginga án við- unandibókasafns Rit þetta einkennist öðru fremur af miklum dugnaði höfundarins, dr. Páls Sigurðssonar prófessors, við heimildaöflun, og á þaö jafnt við um ritaðar heimild- ir, myndir, uppdrætti, teikningar og viðtöl við starfs- menn Háskóla íslands. Hér er um að ræða framhald af riti sama höfundar, sem gefið var út á 75 ára af- mæli Háskóla íslands 1986. Fjallaði fyrra bindið um byggingarsögu háskólans, hugmyndir, aðdraganda og framkvæmdir fram yfir 1940. Hér tekur höfundur upp þráðinn þar sem frá var horfið og rekur söguna frá 1940 til 1990. Þetta síðara bindi er enn meira að vöxtum en hið fyrra, sem þó var engin smásmíð. Stærð ritsins ræðst mjög af þeirri aðferð höfundar að láta frumheimildim- ar sem mest tala sínu máh sjáifar. Má e.t.v. segja að það sé í senn kostur og galli, allt eftir þvi hvernig á málið er htið. Stærð bókarinnar virkar kannski frá- hrindandi á einhvern hátt og e.t.v. hefði verið unnt að auka enn á læsileika hennar með því að vinna bet- ur úr heimildunum og skera efnið þannig niður. En á móti kemur að með þessu móti fá lesendur að heyra óritskoðuð sjónarmiö margra helstu frumhérja og Bókmenntir Gunnlaugur A. Jónsson baráttumanna í húsnæðis- og byggingarmálum há- skólans. Rit þetta er raunar miklu meira en byggingarsaga háskólans í þröngum skilningi, því mikið er lagt upp úr að veita lesendum innsýn í það mannlíf og þá starf- semi sem þrifist hefur í háskólabyggingunum. Eru það ekki síst þeir hlutar ritsins sem gæða það lífi og auka á læsileika þess. Þetta síðara bindi skiptist í þrjá meginþætti. Fyrsti hlutinn íjallar um tímabilið 1940 til 1961, þ.e. frá vígslu aðalbyggingar háskólans og fram til vígslu Háskóla- bíós. Varla getur nokkur andmælt þeirri ákvörðun höfundar að kenna þetta tímabil við dr. Alexander Jóhannesson, prófessor og rektor, svo mikill fr'um- kvöðull og forystumaður sem hann var í öllum framf- aramálum háskólans þennan tíma. Næsta timabil, 1961-1976, einkennist að mati höfundar ekki síst af sókn raunvísindagreina og byggingu húsnæðis fyrir þær. Síðasti þátturinn íjallar um þróun síðustu ára, sem einkennst hefur af mikilli íjölgun stúdenta í há- skólanum sem og íjölgun kennslugreina og háskóla- stofnana. Höfundur bendir réttilega á að það sem sérkennir byggingarsögu Háskóla íslands frá upphafi er að flest hafa húsin verið reist fyrir tekjur af Happdrætti Há- skólans, sem löngum hefur notið velvildar og vinsælda meðal almennings. Kemst höfundur vel að orði er Byggingar á Háskólalóðinni séðar úr lofti. hann segir að með þessum hætti hafi byggingarnar orðið eins konar „þjóðargjöf' og óvíst væri meö öllu hvernig umhorfs væri á háskólalóðinni ef hennar hefði ekki notið við. Hér er því miður ekki einu sinni rými til aö stikla á stóru í þessari fróðlegu sögu. Það hlýtur að koma í huga margra við lestur þessa rits að þrátt fyrir allar hinar miklu byggingarfram- kvæmdir háskólans þá er það enn svo að bókasafns skólans er með öllu óviðunandi og stenst engan veginn þær kröfur sem geröar eru til háskóla og rannsóknar- stofnana af svipaðri stærð erlendis. Hugmyndin um sameiningu Háskólabókasafns og Landsbókasafns var áratugagömul þegar Alþingi samþykkti vorið 1970 þingsályktun þess efnis að í tilefni af 1100 ára afmælis íslandsbyggðar skyldi reist Þjóðarbókhlaða. Allir þekkja þá raunasögu. Nú, meira en 20 árum síðar, hefur sú bygging enn ekki verið tekin í notkun, og hafa fáar opinberar byggingar verið lengur í smíðum en Þjóðarbókhlaðan. Er óhætt að segja að sú saga sé til mikillar minnkunar þeirri þjóð sem kallar sig bóka- þjóð á hátíðarstundum. Páll Skúlason heimspekipró- fessor hitti naglann á höfuðið er hann líkti tómri bygg- ingunni við „grafhýsi hugsjónanna" í blaðagrein fyrir fáeinum árum. Þrátt fyrir allt það mikla sem áunnist hefur i húsnæðismálum háskólans og þessi ítarlega, fróðlega og vandaða bók Páls Sigurðssoncir prófessors lýsir svo vel, þá hvílir þessi skuggi yfir Háskóla ís- lands að skólinn ræður ekki enn - eftir meira en 80 ára starf - yfir viðunandi bókasafni þó gott starf sé unnið af starfsmönnum þess litla safns sem skólinn ræður þó yfir. Hafa háskólamenn margir hverjir verið furðu sinnulausir um framgang bókhlöðumálsins, og meðan svo er veröur stjórnmálamönnunum ekki ein- um kennt um hvemig komið er, þó vissulega sé ábyrgðin fyrst og fremst þeirra. Páll Sigurósson: Úr húsnæðis- og byggingarsögu Háskóla íslands II. Draumsýnir, framkvæmdir og svipmyndir af samfélaginu 1940-1990. Háskólaútgáfan 1991 (613 bls.) Bíóborgin: Rush: ★★ */2 Eitur í æðum Rush er lauslega byggð á sannsögulegum atburðum sem komu fyrir lögréglukonua Kim Wozenkraft þegar hún vann huldu höfði meðal eiturlyfjaneytenda og seljenda í smábæ í Texas á miðjum áttunda áratugn- um. Hún og félagi hennar áttu að hafa hendur í hári kráareiganda sem grunaður var um eiturlyfjasölu en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir gaf hann ekki færi á sér. Málið dróst á langinn og lögreglumennirnir tveir soguðust lengra inn í heim eiturlyfja en þeir ætluðu sér. Myndin byrjar á langri samfelldri töku, eins og eru mikið í tísku núna, en það er í eina skiptið sem ég tók Kvikmyndir Gísli Einarsson eftir að tæknivinnan tranaði sér áberandi fram í mynd- inni. Hún er rólega gerð, vel sviðsett en full ópersónu- lega. Persónumar eru fjarlægar og raunir þeirra eru ekki eins átakanlegar og þær gætu verið. Þau Jason Patric og Jennifer Jason Leigh sýna mjög agaðan og raunverulegan leik, sérstaklega Leigh, en fá ekki úr miklu að spila, sérstaklega ekki þar sem þau eiga að vera í ástarsambandi. Myndin er svo hörð á þvi að vera raunveruleg án þess að vera með heim- ildamyndasniði að hún sniðgengur dramatíkina í at- burðarásinni. Áhorfandinn er aðeins vitni að slatta af atriðum með lágmarkssamhengi. Góðir aukaleikar- ar eru jafnvel enn betri en parið, sérstaklega Perlish sem á fáar myndir að baki en gæti átt góða framtíð. Það tekur myndina langan tíma að byggja upp spennu með atburðarásinni sjálfri en hún er raunveru- leg og á endanum grípandi en ekki alveg nóg. Handritið að myndinni er skrifað af Pete Dexter, rit- höfundi og upprennandi leikstjóra (Paris Trout, sem var líka mjög ópersónuleg) en Rush er leikstýrð af Lili Fini Zanuck, eiginkonu Richard D. Zanuck, sons hins fræga Darryl F. Zanuck. Þau Zanuck-hjónin eru búin að vera iðin við framleiðslu síðustu árin og gerðu meðal annars Driving Miss Daisy og Cocoon en þetta er fyrsta myndin sem Lih leikstýrir. Rush (Band. 1991) 120 mín. Handrit: Pete Dexter eftir bók Kim Wozencraft. Leikstjórn: Lill Fini Zanuck. Lelkarar: Jason Patrlc (Lost Boys, Solarbabies), Jennlfer Ja- son Leigh (Single White Female, Backdraft, Last Exit to Brook- lyn), Sam Elllot, Max Perlich (The Butcher’s Wife), Gregg Allman, William Sadler (Bill & Teds Bogus., Die Hard 2).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.