Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1992, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1992, Side 27
MÁNUDAGUK 26: OKTÓBER 1992. .39 Meiuiing Sálmur á leiðarenda Þessi skáldsaga gerist um borð í skipinu Titanic í apríl 1912. Það var eins og flestir vita risavaxið farþega- skip og einstaklega ríkmannlega búið, talið ósökk- vandi, en rakst á borgarísjaka í fyrstu ferð sinni og sökk ásamt fjölda manns. Hér er þessi saga sögð með hijómsveitina í sviðsijósinu. Hún dregur eðlilega að sér athyglina þegar sagt er frá endalokum Titanic, vegna þeirrar lífseigu þjóðsögu að hún hafi leikið „Hærra minn guð til þín“ meðan skipið sökk. Hér er sú saga reyndar tætt sundur. Aukapersónur eru fáein- ir þjónar og yfirmenn á skipinu en statistar eru farþeg- ar, einkum á fyrsta farrými, en einnig svolítið farþeg- ar þriðja farrýmis. Hljóðfæraleikaramir eru í skarpri andstöðu við yfirstéttarfólkið, sem mest ber á, því þeir eru fátækir og aliir á einhvem hátt misheppnaðir listamenn, svona kaffihúsahijómsveit er ekki mikils metin. Bókmenntir örn Ólafsson Flétta sögunnar er að ýmsu leyti vönduð. Þannig koma forboðar um þoku, ís, dauða o.fl. af því tagi einmitt í lýsingum af unaði og fegurð. En skáldsagan er þannig samsett að rammi hennar segir frá ferð skipsins, með sérstakri áherslu á hljómsveitina. Inn í þetta er svo skotið forsögu fimm hljóðfæraleikara af sjö, allt frá bamsaldri. Og á þessu tvennu virðist mér mikill gæða- munur. Rammasagan og saga hljómsveitarstjórans enska eru myndrænar og þmngnar dapurlegu and- rúmslofti, einkum í þeirri síðarnefndu er dauði sífellt stef í ýmsum tilbrigðum. En hinar forsögumar ijúfa þennan hugblæ, með því að fara langt af vettvangi og tíma. Það liggur við að aðalsagan gleymist, það er eins og maður sé farinn að lesa aðrar bækur. Ein gerist í Rússlandi, önnur í Þýskalandi og París, þriðja í Vín, fjórða í Ítalíu. Þannig verður skáldsagan breið í fram- setningu, sýnir margvíslegt mannlíf, sem allt hnígur þó að sama enda, meiningarlausum dauða. Þetta verð- ur dæmigert fyrir allt mannlífið, ætti að geta gert sög- una altækari og látið hana grípa lesendur. En höfund- ur ræður bara ekki við allt þetta sundurleita efni. Enda eru sögurnar, einkum af Spot og Davíð, að sönnu langar en afar samþjappaðar, hvor um sig átakasöm mannsævi í stuttu máli. Þetta verður eins konar ágrip af kunnum skáidsögum, t.d. Jóhanni Kristófer eftir Romain Rolland. Enda er þetta mestmegnis frásögn ágengs sögumanns, sem ekki bara veit allt, heldur túlkar líka allt ofan í lesendur (t.d. bls. 216+291): „Hon- um datt ekki 1 hug að hughreysta hana, reyna að skilja hugarangur hennar. Hinsvegar lét hann á sér skilja að hann væri sjálfur óhamingjusamur" o.s.frv. Það er auðskilið að svona frásögn grípur lesendur Sálmur á leiðarenda gerist um borð í Titanic. miklu síður en ef þeir fengju sjálfir að skynja, hugsa og álykta. Fyrir bragðið dettur sagan niður í miðjum klíöum að mínu mati. Þýðingin virðist yfirleitt vönduð, skila bæði merkingu og stílblæ. Það er varla tiltökumál þótt einstakir hnökrar séu í svo löngu verki. Nefna má t.d.: „í þröngri götu haíði lágvaxinn maður með bögglaðan skálk gengið í veg fyrir hann“ (bls. 29). Setningin er óskiljanleg, í hvaða orðabók sem flett er upp á skálkur. En þetta er þá þýðing á norska orðinu „skalk" sem merkir pípu- hattur. Á sama hátt er „sakkváte" þýtt sem „sökkvot- ir“ (bls. 352), en það orð er ekki til í íslensku. „Þau borðuöu lambakótilettur í stað grænmétis" (bls. 215) er ankannalegt enda hefur þýðandi sett grænmetið inn í dæmið. Ruglað saman forsetningunum af og að, og „hljómsveitarmeðlimir" þykir mér stirt, sömuleiðis „persónur“ fyrir menn eða mannverur, og „til sjós“ fyrir á sjó. Einkum er þetta slettulegt orðalag. En þaö er ekki áberandi í bókinni. Hún er ekkert listaverk en ágæt lesning á köflum. Erik Fosnes Hansen: Sálmur á leíöarenda Hannes Síglússon þýddi. Mál og menning 1992, 361 bls. Lykill að íslenskri náttúru Enda þótt íslendingar fari gjaman til annarra landa í sumarfrí ferðast fiölskyldur mikið um landið og njóta fallegrar og fiölbreyttrar náttúru. Bömin eru þá oft með og leitast er við að útskýra ýmislegt það sem fyr- ir augu ber. Öll fyrirbæri eiga sér nafn og fullorðnir em oft spurðir spuminga sem þeir eiga fullt í fangi með að svara. Þess vegna er sérstakt fagnaðarefni að út er komin ferðahandbók fyrir böm, Skoðum landið. Höfundur hennar er Bjöm Hróarsson, jarðfræðingur og áhuga- maður um ferðamál. í bókinni er í máli og myndum Bókmenntir Sigurður Helgason útskýrt ýmislegt í landslaginu. Til dæmis er útskýrt hvað sé láglengdi og hálendi, hvað sé fiörður og hvem- ig dalir hafa orðið til. Þannig er farið yfir flest þau hugtök sem fólk rekur sig á í náttúrunni og í umhverf- inu. Meðal spurninga sem svarað er er hvað er stytta og hvað er minnismerki. Og höfundur ann greinilega náttúrunni og leitast við að láta fylgja með leiðbeining- ar um umgengni í náttúrunni, umgengni á tjaldstæð- um og að sýna aðgát í varplöndum. Texti bókarinnar er frekar knappur en segir þó í raun allt sem segja þarf. Málið er skýrt og gott og segja má að textinn og myndimar vinni mjög vel saman til að útskýra það sem fiallað er um. Þannig tekst að skýra hlutina mjög vel út og svara mörgum spuming- um. Skoðum landið er eins konar lykill að íslandi og ís- lenskri náttúru. Sá sem les bókina fær ósjálfrátt áhuga á að ferðast og kynnast landinu. Höfundur tók mynd- imar og em þær mjög góðar. Honum hefur tekist að ná oft á tíðum mjög fallegu sjónarhomi án þess að draga úr gildi myndarinnar til að útskýra þaö sem verið er að segja frá. Skoðum landið er falleg bók og unnin af alúð til að fræða böm. Styrkur hennar er fyrst og síðast aðgengi- leiki og skýr framsetning. Enginn vafi leikur á að kennarar í grunnskólum munu nota hana sem þjálpar- tæki í kennslu í landafræði. Fremst og aftast em kort af íslandi sem öll helstu byggðarlög landsins em merkt inn á, auk annarra markverðra staða. Bókin Skoðum landið fær lesendur án efa til að hafa augun betur opin á ferðalögum og skynja umhverfið betur og átta sig á því hvað fyrir augu ber. Þannig verða ferðalög skemmtilegri en ella. Björn Hróarsson: Skoöum landið. Ferðahandbók barnanna. Reykjavlk, Mál og mennlng, 1992 MITSUBISHI SJÓNVARPSTÆKI TINTEÍr^1 TUBE I * 21" black diamond flatur slgar * Euro tengi * Skipanir á skjá * Tímarofi * Fjarsfýring * ísl. stafir í textavarpi. Sértilboð kr. 56.500 stgr. CTC | CTI | mu, NICflM I FASTtXI |RCD _| IX Ea hus * 21" Micam stereo biack diamond flatur skjár * 2x20 W magnari * S-VHS inngangur * Skipanir á skjá * 2 euro tengi meö 3 minnum fyrir hljóð og mynd * ísl. stafir i textavarpi * Timarofi * Fjarsfyring. Sértilboð kr. 69.900 stgr. SCARTJ I0FFJ5S *25" black diamond flatur slgar * Euro tengi * Skipanir á skjá * Tímarofi * Eullkomið textavarp með ísl. stöfum * Ijarsfyring. Sértilboð kr. 69.900 stgr. ctcIctií^ NICflM I tASUXT |RCD _| r’C EOIbus * 25" riicam stereo black diamond flatur slgar * S-VHS inngangur * Skipanir á skjá * Euro tengi með 3 mismun- andi minnum fyrir hljóð og mynd * Fullkomið textavarp með isl. stöfum * Tímarofi * fjarsfyring * 2x20w magnari. Sértilboð kr. 89.900 stgr. ■SPfAKfRÍ PLANAR OBLI BR I CTCICTI ■ I IWHMllS ■ IlMíil tASHXTl ntsc Ittkl *29" black super planar flatur skjár * Topphljómgæði með Micam stereo og 5 hátölurum * Rafdrifinn snúnings- fótur * Fjölkerfatæki, n.t. s.c. secam * 2 euro tengi + S-VHS inngangur * 3 minni fyrir mismunandi hljóð og mynd * Fúllkomið textavarp með ísl. stöfúm * Fjarstýring. Sértilboð kr. 129.900 stgr. Aftxirgunarskilmálar (D VÖNDUÐ VERSLUN HLJÓI O FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.