Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1992, Side 44
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn-
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
í DV, greiðast 3.000 krónur. skotum allan sólarhringinn.
Sími 632700
Frjálst,óháð dagblað
MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 1992.
Karlmaður á sextugsaldri lést á
sjúkrahúsi í Reykjavik í gær eftir
slys í Borgarnesi aðfaranótt sunnu-
dagsins. Maðurinn er talinn hafa
fallið niður úr stiga sem hann reisti
við hús sitt er hann var að koma
heim til sín í fyrrinótt en hann hafði
ekki lykla meðferðis. Við fallið htaut
maðurinn höfuðáverka. Um 5
klukkustundum eftir slysíð, að því
er talið er, um klukkan hálftíu i gær-
morgun, fannst maðurinn liggjandi
við stigann, þá orðinn mjög kaldur.
Farið var með hann á sjúkrahúsið
á Akranesi en siðan var hann ffuttur
með þyrlu á Borgarspitalann. Þar
lést hann í gær. Ekki er unnt að
greina frá nafni hins látna að svo
stöddu. DV-mynd Sveínn
Hamarsfjörður:
Einnléstoghjón
slösuðust í hörö-
umárekstriá
þjóðveginum
29 ára karlmaður lést í bílslysi sem
varð á þjóðveginum við svokölluð
Brunnklif í Hamarsfirði um klukkan
14.30 í gær. Maðurinn var einn í
fólksbíl sínum þegar hann mætti
öðrum bíl en í honum voru hjón og
slösuðust þau bæði.
Bílarnir mættust við blindhæð en
akstursskilyrði voru að sögn lög-
reglu á Fáskrúðsfirði að öðru leyti
góð. Á slysstaðnum er bundið sbtlag
með góðum yfirborðsmerkingum.
Áreksturinn er talinn hafa verið
mjög harður og er önnur bifreiðin
taiin hafa verið á öfugum vegarhelm-
ingi er bílamir mættust.
Hjónin slösuðust bæði og er konan
tahn hafa hlotið alvarleg meiðsl.
Vegfarandi, sem kom að slysstaðn-
um, tilkynnti um slysið til lögreglu
og var kallað á lækni. Þegar hann
kom á staðinn reyndist maðurinn
sem ók einsamail í bíl sínum vera
látinn. Hjónin voru hins vegar flutt
með sjúkraflugvél til Reykjavíkur.
Bílarnir eru báðir taldir gjörónýtir
eftir áreksturinn. Rannsóknarlög-
regla frá Eskifirði mun annast rann-
sókn málsins ásamt lögreglu á Fá-
’skrúðsfirði. Ekki er unnt að greina
fránafnihinslátna. -ÓTT
LOKI
Lifi sauðþráinn!
„Niðurskurðurinn í þorskveið-
unum á þessu kvótatímbili kemur
svo miklu verr við smábátaeigend-
ur en aðra útgerðaraðila að ég fuh-
yrði að verði þetta ekki leiðrétt
verður gengið af greininni dauðri.
Þess vegna róum við nú hfróður
fyrir tilveru okkar og þá verður
fast tekið á,“ sagöi Arthur Bogason,
formaöur Landssambands smá-
bátaeigenda, en þing sambandsins
hófst í morgun.
Arthur segir að það hljóti hver
maður að sjá að flatur niðurskurð-
ur í þorskinum komi verr niður á '
trihukörlum, sem nær eingöngu
veiða þorsk á grunnslóð, enhinum
sem geta sótt dýpra. Smábátaeig-
endur geti ekki farið dýpra eins og
stóru fiskiskipin til að ná í aðrai'
tegundir. Smábátarnir séu bundnii-
við ströndina. Hann segir þessa
aðfór að smábátaútgerðinni þeim
mun sorglegri þar sem hún sé besta
og hagkvæmasta greinin í sjávar-
útvegi og skapi að auki rnikla vinnu
í landi.
„Smábátaeigendur eru hátt í tvö
þúsund og það sjá allir aö ef þeim
verður gert útilokað að starfa
áfram mun atvinnuleysið stórauk-
ast Auk þess sem ekki verður um
annað að ræða en brenna bátana.
Ég hef sagt það áður aðef viö fáum
ekki leiðréttingu okkar mála verð-
ur haldin hér mesta brenna sem
sögur fara af þegar trillumar fara
á eldinn," sagði Arthur.
Hann sagði að þetta þing sraá-
bátaeigenda mundi snúast um með
hvaða hætti menn gætu náð fram
leiðréttingu á niðurskuröinum.
Ályktanir þingsins mraii án nokk-
urs efa ganga í þá átt að skora á
stjórnvöld að gripa hér inn íogleið-
rétta niöurskurðinn.
„Ég trúi ekki öðru en augu
manna hljóti að fara að opnast fyr-
ir því sem er hér að gerast og sjái
og skilji sérstööu smábátaeigenda,"
sagðiArthurBogason. -S.dór
Margir lögðu leið sína í Kolaportið á sunnudaginn tii að kaupa frjálsa dilkakjötið hans Kára Þorgrimssonar, bónda
í Mývatnssveit. Kári hefur hafnað opinberum styrkjum vegna sauðfjárframleiðslu sinnar. Ávinningur neytenda er
umtalsverður af þessu framtaki Kára enda gæti það leitt til skattalækkana þegar fram í sækir. DV-mynd JAK
Veöriðámorgun:
Þurrtá
Suðvestur-
ogVestur-
landi
Norðaustanátt, víðast stinn-
ingskaldi og súld eða rigning
norðan- og austanlands en þrart
á Suðvestur- og Vesturlandi.
Veðrið í dag er á bls. 52
Nauðgaði
frænku sinni
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii:
Rúmlega tvítugur karlmaður á
Akureyri hefur viðurkennt að hafa
nauðgað 14 ára stúlku í heimahúsi
aðfaranótt laugardags. Lögreglu-
menn á eftirlitsferð óku fram á stúlk-
una sem var á hiaupum, illa á sig
komin eftir atburðinn, klæðlítil og
niðurbrotin.
Stúlkan og maðurinn, sem er
frændi hennar, munu hafa hist í
miðbæ Akureyrar og farið saman í
bíl að húsi þar sem maðurinn býr
ásamt foreldrum sínum. Þegar inn
var komið kom maðurinn fram vilja
sínum við stúlkuna sem síðan komst
undan. Maðurinn var handtekinn
skömmu síðar og við yfirheyrslur
um helgina játaði hann og er málið
þar með upplýst.
Sexlíkamsárásir
Lögreglumenn í Reykjavík og
Hafnarfirði höfðu afskipti af sex lík-
amsmeiðingarmálum sem upp komu
um helgina. Meiðsl urðu ekki mikil
í hvert skipti en alvarlegasta máhð
átti sér stað í vesturbænum. Þrír réð-
ust þar að manni við Öldugötuskóla
í Reykjavík og veittu honum áverka.
Maður var einnig sleginn á veit-
ingahúsinu Keisaranum. Sá maður
fór sjálfur á slysadeild.
Maður kom einnig á lögreglustöð-
ina í miðborginni og tiikynnti um að
ráðist hefði verið á sig. Konu var
hrint í gólfið á veitingahúsinu Ingólf-
skaffi. Maður var einnig sleginn í
andlitið á mótum Laugavegar og
Vitastígs. í Hafnarfirði meiddist
maður á eyra eftir átök við annan
við veitingahúsið Fjöruna. -ÓTT
Færeyskur sjó-
maðurdrukknaði
Ægir Kristmsson, DV, Fáskrúðsfirði:
Færeyskur sjómaður af Guðmundi
Kristni fannst látinn í sjónum á Fá-
skrúðsfirði í gær. Fjöldi smábáta og
björgunarsveitarmanna auk kafara
leitaði í gær að manninum þegar far-
ið var að sakna hans.
Síðast sást til mannsins um klukk-
an hálftíu á laugardagskvöldið við
fiskverkunarhús Pólarsíldar á Fá-
skrúðsfirði. Sjómaðurinn fannst síð-
an látinn í norðanverðum firðinum,
á móts við Strönd, yst í þorpinu, um
klukkan fjögur síðdegis í gær. Talið
,er að hann hafi fallið í sjóinn á milli
skips og bryggju en engir sjónarvott-
ar voru að slysinu. Maðurinn hefur
verið skipveiji á Guðmundi Kristnin
frá því í maí. Hann hét John Finn
Bisp, 45 ára, og var frá Þórshöfn í
Færeyjum.
mrorix
| (rompton
RAFMÓTORAR
W^autsen
8uAuftendabraut 10. 8. 6M408.