Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1992, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1992, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1992. 3 Fréttir íbúðir aldraðra við Sléttuveg: Óánægja með leigu til Félagsmálastofnunar - farið að lögum, segir formaður Samtaka aldraðra „Það er óánægja vegna þessarar ráðstöfunar vegna þess að hún fer í gegnum Félagsmálastofnun. Þar eru einstaka íbúar sem hræddir eru við að inn komi eitthvert fólk sem fellur ekki undir venjulega umgengnishætti," sagði Magnús H. Magnússon, formaður Samtaka aldraðra, við DV. Einn eigandi íbúðar í húsnæði aldraðra að Sléttuvegi 11-13 hefur leigt Félagsmálastofnun íbúð sína. Hafa nú þrír einstaklingar fengið íbúðina á leigu í gegnum stofnun- ina. Er komin upp óánægja meðal einstakra íbúðareigenda í húsinu vegna þessarar ráðstöfunar. Magnús sagði að beðið hefði veriö um leyfi stjómar Samtaka aldraðra til að leigja umrædda íbúð. Sam- kvæmt lögum hefði stjómin heim- ild til að veita slíkt leyfi „um stund- arsakir“ og „ef sérstakar ástæður mæh með því“, eins og kveði á um í lögum. Magnús sagði að menn væru ekki á eitt sáttir um túlkun ofangreindra skilyrða, enda væru þau nokkuð opin. Þá væru menn hræddir um aö umrædd ráðstöfun gæti vérið fordæmisvaldandi. „Það var mjög vandað til valsins á þessum leigjendum," sagði Magn- ús. „Að auki verða þeir að uppfylla viss skilyrði, vera orðnir 63ja ára og vera í Samtökum aldraðra. Að þessum skilyrðum uppfylltum samþykkti stjórnin að veita undan- þágu og heimila leiguna." Magnús sagði að fundur yrði haldinn um máhð síðar í vikunni þar sem reynt yröi að ganga þann- ig frá hlutunum aö allir yrðu ánægðir. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, yfir- maður öldrunarþjónustu Reykja- víkurborgar, kvaðst ekki vilja tjá sig um máhð við DV. -JSS INNIFALIÐ I VERÐI: SKRÁNING + RYÐVÖRN SKEIFUNN117 ■ REYKJA VIK ■ SIMI688 850 Opið frá kl. 9-18 Lagerútsala Á ÁRQERÐUM 1991 OG 1992. ALLIR BÍLAR SELDIR Á KOSTNAÐARVERÐI. Fiat Uno turbo 1992 Verö 990.000 Fíat Fiorino 1992 Verð 720.000 m/vsk. : ■ : " .............................. Fiat Tipo AGT 1991 Verð 890.000 Fiat Tempra SX 1991 Verð frá 890.000 til 1.050.000 Fiat Panda 1992 Verö 690.000 Vertu með -draumurinn gæti orðið að veruleika ! ,4X4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.