Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1992, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Snorrabúð stekkur Nú er hún Snorrabúð stekkur. Sambandi íslenskra samvinnufélaga hefur að mestu verið skipt upp og er ekki lengur svipur hjá sjón. Segja má að með kaupum Landsbankans á stærstum hluta SÍS hafi endalok þessa stórveldis verið innsigluð. Merkum kafla er lokið. í nær heila öld hefur Samband íslenskra samvinnu- • félga verið risinn í íslensku athafna- og viðskiptalífi. í krafti hugsjóna, dugnaðar og pólitískrar aðstöðu náðu samvinnumenn að láta þann draum sinn rætast að sam- vinnustefnan teygði anga sína til flestra atvinnugreina og viðskipta landsmanna. Frá því lítið kaupfélag var stofnað í Þingeyjarsýslu fyrir rúmum hundrað árum óx Sambandið og dótturfyrirtæki þess í allar áttir. Ekki aðeins í verslun og landbúnaði, heldur iðnaði, þjónustu, sjávarútvegi og bankastarfsemi. Ekkert var Samband- inu óviðkomandi og þegar veldi þess var hvað mest snerust umræðumar um óeðlilega stærð þessarar fyrir- tækjasamsteypu og ólögmæta hringamyndun. Annars vegar stóðu þeir sem hrifust af velgengni og ágæti SÍS. Hins vegar stóðu þeir sem htu Sambandið óvildar- og öfundaraugum. Engum stóð á sama og þannig varð SÍS bæði skálkaskjól og skrautflöður. Sambandið naut að sjáffsögðu frábærra forystu- manna en einnig þeirrar helmingaskiptareglu, sem lengi ríkti í pólitíkinni hér, sem fólst í því að Framsóknar- flokkur og Sjálfstæðisflokkur sátu til skiptis í ríkisstjórn og gættu hagsmuna sinna skjólstæðinga með bróður- legri skiptingu þegar brauðmolunum var úthlutað. Á tímum innflutningshafta, útflutningsleyfa, her- mangs og olíuviðskipta undir eftirliti ríkisins, var það á valdi stjórnmálamanna að úthluta gæðum og gjöfum og Sambandið naut liðsstyrks Framsóknarflokksins á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn hyglaði einka- rekstrinum. Átökin stóðu ekki aðeins um arð og auð, heldur var baráttan háð undir þeim formerkjum að eitt rekstrarform væri betra en annað. Menn verða í því sambandi að muna að lengi fram eftir þessari öld var einkarekstur engan veginn tahnn sjálfsagður og auk samvinnureksturs átti ríkisrekstur sína málsvara og um þessi þrjú rekstrarform snerist stjórnmálaumræðan og stjómmálabaráttan. Þrátt fyrir mikil umsvif SÍS og langvinn tækifæri tókst samvinnumönnum aldrei að sanna ágæti sitt í lægra vöruverði né í betri þjónustu. En Sambandið var vissulega harður samkeppnisaðih og hélt sínum hlut og vel það. Þegar best lét var SÍS slíkt stórveldi að það hvarflaði ekki að nokkrum íslendingi annað en eilíf til- vera Sambandsins í íslensku viðskipta- og athafnalífi. Það eru kaldhæðnisleg örlög að það var fyrir tilstyrk ríkisstjómar Ólafs heitins Jóhannessonar og Framsókn- arflokksins að risinn riðaði 111 falls. Með verðtryggingu krónunnar og skuldanna fór að flæða undan honum. Meðan verðbólgan eyddi skuldunum og borgaði lánin var hlutur SÍS tryggður. Með verðtryggingunni réð Sambandið ekki við sínar eigin skuldir og sína eigin útþenslu. Og þá var of seint að grípa í taumana. Sambandið er enn til á pappírnum. Svo og ýmis fyrir- tæki sem th var stofnað undir merkjum SÍS. Mörg kaup- félög halda áfram starfsemi og KEA er enn á sínum stað. Þannig mun samvinnustefnan og samvinnurekstur trú- lega og vonandi áfram verða 111 staðar, einkarekstri og ríkisrekstri th aðhalds og samkeppni. En SÍS er hðið undir lok og kemur ekki aftur í sínu fyrra veldi. Þeim kafla er lokið. Ellert B. Schram George Bush, forseti Bandaríkjanna, á fundi meö stuðningsmönnum sínum á þriöjudagskvöld. - Greinarhöf- undur segir stefnu hans gagnvart írak fyrir innrásina í Kúveit hafa sætt harðri gagnrýni. Simamynd Reuter Maður gærdagsins George Bush hefur veriö hrósaö mjög fyrir skilning og kunnáttu á sviði utanríkis- og alþjóðamála. En þegar allt kom til alis varö þessi skilningur honum fjötur um fót í kosningunum, því að Bush er mað- ur gærdagsins, af þeirri kynslóð sem þroskaðist á árum seinni heimsstyijaldarinnar og hefur allt- af htið á kalda stríðið sem varan- legan þátt í öllu póhtísku um- hverfi. Þegar til kom virtist Bush ekki skilja að kalda stríðinu er lok- ið, og þau vandamál sem við blasa snúast ekki um kjamorkuafvopn- un né vígbúnað Bandaríkjanna. Kjamorkustríð er nú ekki lengur yfirvofandi. Alþjóðapóhtík sem jafnvægishst risaveldanna, þar sem Kína og þriðji heimurinn er notaður meira og minna vísvitandi sem lóð á vogarskálar öðm hvom risaveldanna í hag, er liðin undir lok. Leppastríð eins og stríðin í Angóla eða Kambódíu verða ekki háð framar. Nú er þaö þjóðemisof- stæki nýfrjálsra ríkja sem hætt- unni veldur, og Bandaríkin em eina risaveldið. Heimsmyndin er gjörbreytt, og enda þótt Bush hafi gjörþekkt hina gömlu heimsmynd er þaö svo að eina utanríkismáhð, sem Banda- ríkjamenn hafa almennan áhuga á, er kapphlaupið við Sovétríkin. Nú em Sovétríkin ekki lengur til og því þótti kjósendum óhætt að treysta nýjum og óreyndum manni fyrir stjóminni í utanríkismálum. Sumt gott, annað ekki Enginn dregur íefa að Bush gerði margt vel í utanríkismálum í stjómartíð sinni. Til dæmis tókst honum að styðja Mikhaíl Gorbatsj- ov við sundurhmun Sovétríkjanna og í víðtækum afvopnunarsamn- ingum og hann lék stórt hlutverk bak við tjöldin þegar þýsku ríkin vom sameinuð. Honum hefur tek- ist að draga ísraelsmenn og araba að samningaborði um frið í Mið- Austurlöndum og hann hefur ótrauður barist fyrir fijálsari við- skiptum á alþjóðavettvangi. Umfram aht er herferðin gegn Saddam Hussein mikiö afrek í þeirri hst að búa til bandalag ólíkra ríkja með ólíka hagsmuni til að beijast fyrir sameiginlegu mark- miði. En þá er líka flest upptahð sem Bush gerði vel. Margt annað misskhdi hann og tók röngum tök- um. Það er nú vitað að Bush vissi um og samþykkti áætlanir Ronalds Reagan um að selja írönum vopn í stríðinu við írak th þess að fá írani th að beita áhrifum sínum th að leysa bandaríska gísla í Líbanon úr haldi. Þessu hefur Bush ávallt neitað en nýjustu gögn benda th að hann sé ósannindamaður í þessu máh. Umfram aht hefur stefna Bush gagnvart írak fyrir innrásina í Kúveit sætt haröri gagnrýni. Bandaríkin studdu írak KjaHarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður við Bandaríkin, þrátt fyrir mikla óánægju almennings og þing- manna. Fyrir rúmu ári sagði Bush leið- togum Júgóslavíu að Bandaríkin væru því fylgjandi að ríkið yrði áfram óskipt. Þetta tóku Serbar sem samþykki við hemaði sínum gegn Króatíu, og síðan Bosníu. Bandaríkjaforseti á enn eftir að gera nokkuð raunhæft í málum Júgóslavíu, enda þótt það sé vel á færi Bandaríkjanna að veita for- ystu takmarkaöri hernaðaríhlut- un. Og síðast en ekki síst, Bush hefur leitt hjá sér nær algjörlega hina stórhættulegu þróun sem orð- ið hefur í Sovétríkjunum fyrrver- andi. Hann hefur haldið að sér höndum um aðstoð á sama tíma og efna- „George Bush hefur verið hrósað mjög fyrir skilning og kunnáttu á sviði utan- ríkis- og alþjóðamála. En þegar allt kom til alls varð þessi skilningur honum fjötur um fót í kosningunum.“ af heilum hug aht þar th daginn fyrir innrásina. Þann dag, 1. ágúst 1990, kom Hvíta húsið í veg fyrir löggjöf um að stöðva lánveitingar th Iraks. Það er ljóst aö Bush reyndi af alefh aö vingast við Saddam Huss- ein og taka hann inn í samfélag þjóðanna, ems og hann orðaði það, og veitti mihjarða dollara th íraks í formi lána og lánsábyrgða. Bandaríkin voru orðin stærsti við- skiptavinur íraka þegar innrásin í Kúveit var gerð. Þessi stefna hefur sætt harðri gagnrýni og dómgreind Bush hefur verið dregin mjög í efa, ekki síst þegar hann svo lýsir yfir eftir innrásma, að Saddam Hussem sé „verri en Hitler“. Hvernig gat Bandaríkjastjórn stutt slíkan mann árum saman? spyija menn. Sérstaklega þar sem Bandaríkjamönnum var fullkunn- ugt um harðstjóm Saddams og til- raunir hans til að verða ríkjandi hemaðarveldi á þessum slóðum, með því meðal annars að koma sér upp kjamavopnum. Þetta mál hef- ur leitt til þess að sigurinn mikh yfir írak hefur falliö í skuggann, gagnrýnin er háværari en sigur- gleðin. Kína og önnur mál Bush hefur einnig leikið af sér gagnvart Kína. Eftir blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar í Pek- ing 1989 reis uþp mótmælaalda í Bandaríkjunum og þess var krafist að Kínverjar væm beittir refsiað- gerðum. En Bush fuhvissaði ráða- menn í Pekmg um það á laun að ekkert yrði að gert, og Kínveijar pjóta enn fullra fríðinda í verslun hagskerfi Rússlands og hinna ríkj- anna hmndi og óðaverðbólga blas- ir við. Verðbólgan í Rússlandi er nú 25 prósent á mánuði, eða 300% á ári og fer vaxandi, samtímis því sem hægri öfhn eflast í andstöð- unni við Borís Jeltsín og óvissa eykst um hvemig staðið verður að því að eyða þúsundum kjarna- vopna. Ofmetin snilld Þessi upptalning sýnir að Bush var síður en svo neinn snillingur í utanríkispóhtík, sú utanríkispóh- tík, sem hann þekkti, var sú sem iðkuð var í kalda stríðinu. En þegar th kom skipti þetta sárahtiu máh í kosningunum, utanríkismál vom þar tæpast th umræðu. Bush van- rækti efnahagsmáhn innanlands og ætlaðist th að þau læknuðust af sjálfu sér. Af þeim sökum fyrst og fremst greiddu samtals 63 prósent kjós- enda atkvæði gegn honum, sem er mesta höfnun á sitjandi forseta síð- an Herbert Hoover var felldur 1932. Það er engin ástæða th að efast um að Bih Clinton haldi verr á utanrík- ismálum en Bush.Hann hefur lagt áherslu á að hehdarstefnan verði óbreytt, en hann mun hafa aðrar áherslur sem munu taka í byrjun að minnsta kosti fyrst og fremst mið af efnahagshagsmunum Bandaríkjanna. Bandaríkm em nú upptekin af eigi. vandamálum og ekki við því að búast að nein kú- vending verði í utanríkismálum þótt nýr maöur taki við. Gunnar Eyþórsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.