Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1992, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1992, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 19! Meiming Róbert Aron Magnússon og Arnar Arnarsson i hlutverkum Tedda og Stephen í Hvenær kemuröu aftur, rauðhærði riddari? Töff Leiklist Auður Eydal Leikfélag Verslunarskóla íslands leggur að þessu sinni til atlögu við sálfræðitrylli eftir bandaríska leikritahöfundinn Mark Medoff. Hvenær kemurðu aftur rauð- hærði riddari? í þýðingu Stefáns Baldurssonar var á sínum tíma sýnt bæði í Nemendaleikhúsinu og _ á Akureyri við góðan orðstír. Þetta er þakklátt verkefni lyrir leikhóp, _ spennandi og vel upp byggt, en það gerir um leið miklar kröfur um þétta framvindu og skýrt mótaðar persón- ur. Orðaleikurinn, sem felst í enska nafni leikritsins „When are you com- in’ back, Red Rider“ skilar sér reyndar ekki alveg á íslenskunni, og efa- laust skortir nokkuð á þekkingu íslendinga á þeim rauðhærða riddara sem sífellt er vísað til í leikritinu. Red þessi Rider var vinsæl teiknimyndafígúra í bandarískum blöðum um árabil og í augum margra var hann ævhitýrahetja og draumaprins. Það er kannski þess vegna sem hversdagslegur strákhngur flnnur upp á því í fásinninu aö reyna að likjast honum, heimta að vera kallaður Rauð- haus og bera sig töffaralega langt um efni fram. í amerískum veitingavagni Leikritið gerist í véitingavagni sem staðsettur er einhvers staðar í eyði- mörkinni í Nýju Mexíkó og samskipti heimamanna lýsa vel aðstæðum í dreifbýli þar sem lítið er um afþreyingu og gestakomur stijálar. En and- rúmsloftið breytist skyndilega þegar ofbeldi og kúgun halda innreið sína í þetta friðsama samfélag og þá sýna bæði heimamenn og gestir á sér óvæntar hliðar. Þorsteinn Bachmann stýrir sýningunni og leggur hana skynsamlega upp miðað við getu leikhópsins. Það er kannski varla von tíl þess, að óreyndir áhugaleikarar nái tökum á margslungnum tilfinningasveiflum og persónuleikalýsingum verksins, en engu að síður skilaði efnisþráður- inn sér vel og þó nokkur spenna náðist í framvinduna. í átakaatriðum reynir töluvert á leikendur, og þó mest á Róbert Aron Magnússon, sem stóð sig prýðilega í hlutverki Teddys. Hann er rótlaus og fullur mannfyrirhtningar, manngerð sem alþekkt er úr kvikmyndum seinni ára. Róbert kom vel til skila þessum þáttum í fari Teddys en skilj- anlega skortí nokkuð á þá ógn, sem á að stafa af honum, enda varla á færi annarra en reyndra leikara aö ná fullkomnum tökum á öhum hhðum mannlýsingarinnar. Aðrir leikendur standa sig hka ágætlega og yfirbragð sýningarinnar er hnökrahtíð. Helstí ljóður á ráði leikenda fannst mér framsögnin sem ekki var ahtaf nógu skýr. Amar Amarsson lék rauðhærða riddarann og Regína Böðvarsdóttir var í hlutverki gengilbeinunnar, Angel. Þau eru bæði draumórafólk, al- gjör andstæða hrottans Teddys. Frammistaða þeirra var ágæt, frekar á lægri nótunum, og persónumar mynduðu eðlilegt mótvægi við yfirgang og ruddaskap Teddys. Richard og Clarisse em ungt fólk á uppleið, pen hjónakom með mjög veraldlegt ghdismat. Þau hleypa strax ihu blóði í Teddy og verkið snýst upp í heiftúðugt uppgjör hans viö þau. Valgerður Guðrún Guðnadóttir og Jón Svanur Jóhannsson sýndu athyglisverðan leik í hlutvérkunum. Jakob Ingimundarson, Jóna Valborg Amadóttir og Þómnn Guðmunds- dóttir fyhtu svo upp í myndina með góðri frammistöðu í sínum hlutverk- um. Leikmyndin þjónaði ágætlega sínum thgangi og tæknivinna var ágæt- lega af hendi leyst. HVENÆR KEMURÐU AFTUR, RAUÐHÆRÐI RIDDARI? Höfundur: Mark Medoff. Þýölng: Stefán Baldursson. Lelkstfóri: Þorsteinn Bachmann. Aöstoðarleikstjóri: Þórunn Clausen. Tónlist: Ásgeir ö. Sveinsson. Lýsing: Lárus S. Welding, Samúel B. Pétursson Sinfóníutónleikar Tónleikar vom í Háskólabíói í gærkvöldi. Þar lék Sinfóníuhljómsveit íslands. Stjómandi var Guðmund- ur ÓU Gunnarsson og einleikari á fiðlu Zheng Rong Wang frá Bandaríkjunum. Á efnisskránni voru verk eftir Gioacchino Rossini, Max Bmch og Ludwig van Beethoven. Upphaflega var áætlað að Auður Hafsteinsdóttir léki einleikshlutverkið á þessum tónleikum, en hún forfah- aðist og hljóp ungfrú Zheng-Rong þá í skarðið. Það er forvitnhegt að fá að heyra í Auði og vonandi verður þess ekki langt að bíða að hún leiki með Sinfóníulhjóm- sveitinni. Verkefnin á þessum tónleikum em öh gamalkunn- ug. Því miður missti gagnrýnandi DV af forleik Rossin- is, en sat því einbeittari undir hinum verkunum. Ef th vhl ræður ungur aldur hljómsveitarstjóra og ein- leikara því hversu verkefnin vom hefðbundin og er mikið áhtamál hvort það er hepphegt. Fiðlukonsert Bmch er vel gert verk og fallega útsett, en laust við ferskleika og-jaðrar á köflum við að vera væmið. Vhl það oft verða þegar hjakkaö er í fari sem margir hafa verið í áður. Hinn ungi fiðluleikari lék verkið á skemmthega órómantískan hátt. Skýrleiki og ná- kvæmrn var hvorttveggja ipjög gott. Snerpa í lokaþætt- inum var með ágætum. Helst máttí að því finna að blæbrigði í styrk og tóni hefðu mátt vera meiri. Slíkir hlutir koma oft með aldrinum. Það er orðið mjög erfitt að flylja 5. sinfóníuna þann- ig að það hreyfi að ráði við áheyrendum. Hljómsveitin sýndi tilhneigingu th að spha verkið vélrænt og sjálf- virkt án sambands við stjómandann einkum í fyrsta þætti enda kunna allir þar verkið utan aö afturábak og áfram. Þegar stjómandinn náði th hljómsveitar- manna, eins og t.d. í upphafi annars þáttar, lifnaði tónlistin strax við og varð mun áheyrilegri. Það er mikið áhtamál hvort þetta verkefni er hepphegt fyrir ungan stjómanda. Betra gætí verið að velja verk sem væri hljómsveitarmönnum miður kunnugt og reyndi meir á bæði þá og hljómsveitarstjórann. Guðmundur Óh hefur þegar sýnt að honum má bjóða flest. Frammi- Zheng-Rong Wang lék einleik í fiðlukonsert Max Bruch. Tónlist Finnur Torfi Stefánsson staða hans á þessum tónleikum var góð, en verkefna- vahð gaf honum ekki fullkomið tækifæri th að sýna það sem í honum býr. Hann fær vonandi slík tæki- færi síðar. Frönsk kvikmyndhátíð - Hógværa stúlkan: ★★ l/2 Sér grefur gröf Fabrice Luchine og Judith Henry í hlutverkum sínum. Kvikmyndir Gísli Einarsson Hreint ágæt mynd um mannleg samkiptí, sögð með húmor og frábærum leikurum en vinnur ekki alveg nógu vel úr sögunni. Ungur rithöfundur, sem gengur ekkert aht of vel að skrifa, fehst á tihögu útgefanda sins um að rita dagbók þar sem hann segir frá nútíma ástarsambandi. Útgef- andinn vih að hann finni einhverja góða stúlku, fái hana th að verða ástfangna af sér og láta hana síðan fjúka. Rithöfundurinn er ágætisdrengur, svohtíð mál- glaður en fellst á þessi ráð vegna þess að nýbúið er að segja honum harkalega upp og hann er alveg th í aö hefna sín á einhverri. Myndin segir síðan frá „verkefninu" og hvemig stúlkan, sem verður fyrir vahnu, er ekki öh þar sem hún er séö. Áherslan er hér á persónumar og samskiptin, ekki einhveija flókna sögufléttu. Fyrir vikið fá leikaramir og samtöhn að njóta sín en myndin endar líka í miöju kafi á ófuhnægjandi hátt Pariö í aðallhutverki býr í ríkum mæh yfir því sem í Hohywood er kallað „star quality". Þau era bæði leikarar sem ná aö grípa og halda athyglinni. Samband þeirra gerist æ athyghsverðara eftir því sem hður á myndina því hlutverkin em svo vel skrifuð. Það er svo gaman að horfa og hlusta á þau að það væri þess virði að sjá myndina aftur bara th þess. La Dlscréte (frönsk 1991). Leikstjóri: Christian Vincent. Leikar- ar: Fabrice Luchine, Judith Henry, Maurice Gr.rrell. Leidrétting átöflu Á neytendasíðu í gær birtíst röng tafla með greininni um verð í mat- vöruverslunum á höfuðborgarsvæð- inu. Þar af leiðandi var ekki sam- ræmi á milli greinar og töflu. Rétta, taflan um verðkönnun, sem gerð var á miðvikudag, birtist hér og em les- endur beðnir velvirðingar á mistök- unum. \ Tegundir Bónus Mikligarður Kaupstaður Fjarðarkaup Hagkaup Lægst Hæst Lægst Hæst Lægst Hæst Lægst Hæst Lægst Hæst kg rnssmmm 47,00 69,00 74,70 74,70 117,00 117,00 55,00 119,00 109,00 119,00 Mandarínur/Klementínurl kg 75,00 75,00 105,73 105,73 75,00 75,00 109,00 109,00 Perur, 1 kg 73,00 73,00 105,73 105,73 117,00 117,00 109,00 149,00 Kínakál 70,00 70,00 79,50 79,50 139,00 139,00 105,00 105,00 139,00 139,00 Matarolía 11 117,00 379,00 117,00 463,66 122,00 512,00 119,00 487,00 199,00 399,00 Whiskas kattamatur 'A dós 68,00 68,00 75,00 75,00 74,00 74,00 lambakótiletturkg 741,00 741,00 763,00 763,00 749,00 749,00 764,00 830,00 Rauðkál kg 122,85 179,00 106,43 241,75 136,00 363,00 162,72 353,84 117,00 249,23 Jarðarberjasulta kg 132,22 176,66 137,96 327,37 169,79 382,50 283,33 407,50 198,88 432,50

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.