Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1992, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1992, Blaðsíða 32
U1 5 F R ÉTT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Bitstjóm - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 632700 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1992. W 4 4 4 Dagblöðin í Istanbul: Ekki forræðismál heldurtrúarbrögð Óttar Sveinsson, DV, Istanbul: Kaupa kaupmenn Samskip? Árekstur á Mel- rakkasléttu LOKI Eitthvað hefurverslunar- fræðin brugðist í Versló! Nær öll dagblöðin í Istanbul fluttu í morgun frásagnir af úrskurðinum í forræðismáli Sophiu Hansen sem kveðinn var upp í gær. Sjónvarpið mun að líkindum greina ítarlega frá mábnu í kvöld. Dagblaðið Húrriyet, sem er mjög stórt og hlutlaust, segir að um 600 strangtrúaðir hafi verið fyrir utan dómhúsið í gær. Blaðið lýsir aðstæð- um og segir m.a. að mikið lögreglulið hafi verið á staðnum til þess að halda aftur af æstum lýðnum. Annað blað, Cumhuriyet, segir að þarna sé ekki lengur á ferðinni for- træðismál, heldur sé þetta spurning um trúarbrögð. í sama streng tekur blaðið Gunayd- in. Það birtir forsíðumynd undir fyr- irsögninni: „Dætumar til foöurins“. Það segir að móðirin fái ekki að sjá stúlkumar fyrr en í júlí en óljóst sé hvort það verði á Tyrklandi eða í íslandi. Blaðið lýsir því þegar Hahm A1 var borinn meðal fólksins fyrir utan og kyssti tyrkneska fánann um leið og hann sagði: „Ég sendi börnin aldrei til íslands." Öll þessi blöð vitna öll í ummæli 'Hasips Kaplan, lögmanns Sophiu, á blaðamannafundi, sem sagt er frá á blaðsíðu 2. Þau leggja áherslu á að málið muni fara fyrir hæstarétt. Þreifingarígangi - segirBjamiFinnsson „Það em þreifingar í gangi. Menn eru að ræða máhð og vænta er frétta fljótlega eftir helgina. Það eru þó ekki í gangi formlegar viðræður við Landsbankann. Okkur finnst þess virði að skoða þetta,“ segir Bjarni Finnsson, formaður Kaupmanna- ■ samtakanna, en aðhar í samtökun- um íslensk verslun em að skoða þann möguleika að kaupa hlut Sam- bandsins í Samskipum. -Ari Tveir bílar lentu í árekstri á Mel- rakkasléttu í gær. Ökumaður jeppa- bifreiðar ætlaði að taka fram úr fólksbíl en ekki vildi betur til en svo að hann rakst utan í framhjól fólks- bílsins. Fólksbíhinn endaði utan veg- ar og jeppinn er mikið skemmdur. r Engin slys urðu á fólki. Þá varð bíl- velta í hálku á mhh Raufarhafnar og Þórshafnar í fyrradag. Enginn slasaðistenbíllinnskemmdist. -ból a Hafamisnotað „Ég veit að þessir bræður era búnir að stunda þetta í fjöldamörg ár. Hversu margir drengir hafa orðið fyrir bai’ðinu á þeim veít ég ekki en ég vil vara foreldra við þelm,“ segir móðir sem hefur kært tvo bræður á miðjum aldri fyrir kynferðislega misnotkun á 15 ára syni sínum. Bræöumir eru 50 og 46 ára gaml- ir og búa í Hafnarfiröi. Þeir hafa áður komið við sögu lögi*eglu vegna svipaðra mála en ekkert hefur sannast á þá. Meint misnotkun á drengnum, sem er andlega fatlað- ur, hefur staöið á annað ár. Svo virðist sem bræðurnir hafi stundað þá iðju að lokka drengi bæði um borð í skip í Haínarfj arðarhöfn og á heimih sitt í gamla bænum í Hafnarfirði. Þar hafa þeir sýnt ung- um drengjum klámmyndbönd, boðið upp á sælgæti, áfengi og tób- ak og borgað fyrir samræði við þá. „Það vita allir hverjir þessir bræður era en enginn hefur þorað að gera neitt í málinu. Það ganga strákar á öllum aldri, allt niður í níu ára gömul börn, út og inn á heimili þeirra. Það verður aö stoppa þetta af í eitt skipti fyrir öh. Maður áttar sig ekki á alvör- unni fyrr en barniö manns lendir í þessu. Ég héltaðmaður gætipass- að upp á svona lagað en svo virðist ekki vera,“ segir móðirin. •Konan, sem á tvo aðra syni, seg- ist fyrst hafa komist að misnotkun- inni þegar þáttur um sifjaspell var sýndur í sjónvarpinu fyrir um mánuöi. „Ég sagði við syni mína að þeir skyldu horfa á þáttinn vegna þess að þetta væri hlutur sem alltaf gæti komið fyrir. Þá seg- ir elsti sonur minn við mig. „Mamma, ég hef lent í þessu." Það var hræðilegt áfall að komast aö þessu.“ Móðirin segir son sinn mjög hræddan núna. Hann þori th dæm- is ekki að fara niður I bæ nema í fylgd einhvers þar sem bræðumir sögðust mundu bexja hann ef hann segöi frá. „Lýsingar bamsins eru hrikaleg- ar. Þeir bundu fyrir augun á hon- um og létu haim gera alls konar ljóta hluti. Hann hefur sagt mér hversu hræddur hann var en þeir sögðu honum að þetta væri allt í lagi; þeir væru bara að kenna hon- um á kynlífið. Ég bara skil ekki hvcrnig einhver getur gert barmnu þetta," segir móðirin. -ból Systurnar Rósa og Sophia Hansen og lögmennirnir Hasip Kaplan og Gunnar Guðmundsson voru miður sín eftir að dómari í Istanbul dæmdi Halim Al, fyrrum eiginmanni Sophiu, forsjá yfir Dagbjörtu og Rúnu. Tár féllu, enda óvíst hvort Sophia fær nokkurn tímann að hitta börn sín á ný. DV-símamynd Óttar Sveinsson Veðriðámorgun: Kólnará Vesturlandi Á hádegi á morgun verður sunnan og suðvestan kaldi eða stinningskaldi með rigningu eða súld á Suður- og Vesturlandi en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti á bilinu 1 th 6 stig en fer lítið eitt kólnandi vestanlands síðdeg- ís. Veðrið í dag er á bls. 36 6.bekkuríVersló: Situr uppi með mörg hundruð hálsbindi Fjáröflunarnefnd 6. bekkjar Versl- unarskóla íslands situr nú uppi með fleiri hundrað hálsbindi. Bindin ætl- aði nefndin að selja til að afla fjár fyrir væntanleg ferðalag bekkjarins í vor. Að sögn Grétu Kristjánsdóttur, formanns nefndarinnar, vora upp- haflega keypt um 1200 hálsbindi. Nemendur höfðu áður verslað við þann aðha sem seldi þeim hálsbindin og töldu sig fá shkibindi í ár eins og í fyrra. En þegar sendingin kom reyndist um að ræða „hahærisleg bindi úr polyester". Nemendur höfðu greitt um 800 þúsund krónur fyrir bindin. Þeim hefur tekist að selja um helming þeirra en sifja uppi með af- ganginn. Þykir hann ekki útgengi- legri en svo að vonlaust sé aö selja hann nema á kostnaðarverði. íhuga nemendur að reyna að koma bindun- umíverðíKolaportinu. -JSS Samvinnulífeyrissj óðurinn: Kaupirhúseign Sambandsins Samvinnulífeyrissjóðurinn festi síðdegis í gær kaup á eignarhluta Sambandsins í Sambandshúsinu á Kirkjusandi. Kaupthboð sjóðsins var samþykkt í stjórn Sambandsins í gær. Um er að ræða þrjár hæðir í húsinu. Fyrir á sjóðurinn eina hæð sem metin er á um 119 milljónir. Þá á hann 150 milljóna króna veðkröfu í eignarhluta Sambandsins. Margeir Danielsson, framkvæmda- stjóri sjóðsins, segir að kaupverðið verði ekki gefið upp fyrr en á aðal- fundi sjóðsins næstkomandi fimmtu- dag. Hann segir að sjóðurinn muni kappkosta að selja eignina sem fyrst. Hann er bjartsýnn á að það takist enda hafi margir aðhar sýnt henni áhuga. -kaa Olís: Einar forstjóri A stjórnarfundi Olís í gær var Ein- ar Benediktsson, framkvæmdastjóri Shdarútvegsnefndar, ráðinn for- stjóri fyrirtækisins frá og með 1. fe- brúar. Einar lauk prófi í viðskipta- fræöum frá Háskóla íslands árið 1976 og hefur starfað hjá Síldarútvegs- nefnd síðan. Fyrst sem aðstoðar- framkvæmdastjóri og síðar fram- kvæmdastjóri. Hann er 41 árs og fæddur í Bolungarvík. -Ari 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 \4 4 4 4 4 4 4 4 4 Kgntacky W' ú Fned 4* pr Chicken KC-MUBCLINGa algjjört ftunang /V-r~i TVOFALDUR1. vinningur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.