Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992.
15
Er hjúkrunarmenntunin í hættu?
Samningurinn um Evrópska
efnahagssvæðið hefur marga kosti
en hann hefur auðvitað líka sína
gaUa. Þegar hann verður lögfestur
opnar hann okkur aðgang að einu
stærsta sameiginlega viðskipta-
svæði veraldar. Mikilvægt er því
að gera sér grein fyrir hvað felst í
samningnum um EES og kannski
ekki síður hvað felst ekki í honum.
í stuttu máh má segja að EES sé
viðskiptasamningur sem tryggir
frjálst flæði vöru, þjónustu, fjár-
magns og vinnuafls miUi 19 ríkja
Evrópu. Þetta fjórfrelsi er grund-
vöUur samningsins.
Öryggisráðstafanir?
í þessari grein minni ætla ég ekki
almennt að fjaUa efnislega um
samninginn heldur mun ég minn-
ast hér á einn hluta fjórfrelsisins,
það er um frjálsa atvinnu og bú-
seturétt launafólks innan Evr-
ópska efnahagssvæðisins. Þær fuU-
yröingar hafa verið uppi að með
þessum hluta fjórfrelsisins séum
við að leiða yfir okkur meðaltals
atvinnuleysi Evrópubandalags-
ríkjanna.
Ég ætla ekki að leggja mat á það
en sennUega er þetta þó það ákvæði
sem almenningur í landinu er
hræddastur við þrátt fyrir að í 112.
gr. samningsins um öryggisráö-
stafanir sé gert ráð fyrir því að
komi upp alvarlegir efhahagslegir,
þjóðfélagslegir eða umhverfislegir
erfiðleikar í sérstökum atvinnu-
greinum eða á sérstökum svæðum,
sem líklegt er að verði viðvarandi,
þá geti samningsaðUi gripið ein-
hhða til viðeigandi ráðstafana með
ákveðnum skUyrðum sem eru skU-
greind í 113. gr. samningsins.
Eru opinberir
starfsmenn varðir?
Atvinnin-étturinn sem slíkur
byggist á 28. gr. EES-samningsins
og er síðan nánar útfærður meö
reglugerðum. Frelsi launþega tíl
KjaHarinn
Finnur Ingólfsson
alþingismaður Framsóknar-
flokksins í Reykjavík
flutninga skal vera tryggt á EES-
svæðinu. Umrætt frelsi felur í sér
afnám aUrar mismununar milh
launþega í aðUdarríkjum EB og
EFTA sem byggð er á ríkisfangi og
lýtur að atvinnu, launakjönnn og
öðrum starfs- og ráðningarskUyrð-
um.
í 4. tölul. 28. gr. samningsins er
gert ráð fyrir því að ákvæði þessar-
ar greinar eigi ekki við um störf í
opinberri þjónustu. Störf í opin-
berri þjónustu eru hins vegar
hvergi skUgreind í samningnum
sem slík. Við íslendingar höfum
aftur á móti skUgreint störf í opin-
berri þjónustu hér á landi en það
er gert í lögunum um réttindi og
skyldur starfsmanna rUdsins, nr.
38 1954. í 1. gr. segir að „lögin taki
tíl hvers manns, sem er skipaður,
settur eða ráðinn í þjónustu ríkis-
ins með fóstum launum á meðan
hann gegnir starfinu, enda verði
starf hans taUð aðalstarf."
í 3. gr. sömu laga eru tíltekin
ákveðin skUyrði fyrir því að fá
skipun, setningu eða ráðningu í
stöðu. í 4. tl. 3. greinar er það skU-
yrði sett að viðkomandi sé íslensk-
ur ríkisborgari. Því verður að Uta
svo á samkvæmt þessu að hægt sé
að halda öUum útlendingum, hvort
sem þeir eru af EES-svæðinu eða
annars staðar frá, frá störfum í
opinberri þjónustu. Nema eins og
tilgreint er í 3. grein að víkja megi
frá ríkisborgararéttinum ef telja
má sérstaklega eftirsóknarvert að
fá erlendan ríkisborgara til að
gegna starfinu tíl bráðabirgða og
ekki megi skipa hann í starfið fyrr
en hann hefur öðlast íslenskan rík-
■isborgararétt.
í 30. gr. EES-samningsins er fjall-
að um gagnkvæma viðurkenningu
á prófskírteinum, vottorðum og
öðrum vitnisburðum um formlega
menntun og hæfni manna tU starfa.
Evrópubandalagið hefur gefið út
sérstakar tUskipanir um gagn-
kvæma viðurkenningu á prófskír-
teinum einstakra stétta, þar á með-
al hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra,
lækna, tannlækna, lyíjafræðinga
og fleiri. Þessar tílskipanir er nú
veriö að lögfesta hér á landi í
tengslum við samninginn.
„Ef lögum um réttindi og skyldur opin-
berra starfsmanna nr. 381954 verður
ekki breytt ætti ótti hjúkrunarfræð-
inga að vera ástæðulaus. Það er hins
vegar engu að treysta hjá þessari ríkis-
stjórn.“
„Hjúkrunarfélögin benda á að með samþykki á tilskipun EES um gagn-
kvæma viðurkenningu á hjúkrunarmenntun sé verið að viðurkenna
menntunarkröfur sem eru mun minni en gerðar eru til íslenskra hjúkrun-
arfræðinga," segir m.a. í greininni.
Samkvæmt þessum tilskipunum
er þeim sem fuUnægir ákveðnum
skUyrðum um lágmarksmenntun
heimUt að stunda starfsgrein sína
í hvaða landi sem er innan EES-
svæðisins. Störf þeirra stétta, sem
að framan eru taldar, eru að lang-
stærstum hluta og í sumum tilfeU-
um einvörðungu störf í opinberri
þjónustu. Þessar starfsstéttir hljóta
því að vera varðar með lögunum
um réttindi og skyldur opinberra
starfsmanna. Sé svo ekki eða standi
tU að breyta lögunum um réttindi
og skyldur opinberra starfsmanna
þá er mikUvægt að fá svar við því
sem fyrst frá ríkisstjórninni.
Það er engu að treysta
Menntunarkröfur á EES-svæð-
inu eru mjög mismunandi. Mennt-
un hjúknmarfræðinga er gott
dæmi um það. Lágmarksmenntun
hjúkrunarfræðinga hjá EB er skU-
greind í tilskipun nr. 77 453 EBE
en þar segir aö aðUdarríki skuU
binda hjúkrunarleyfi til almennra
hjúkrunarstarfa ákveðnum skU-
yrðum. Hjúkrunarfélögin, þ.e.
Hjúkrunarfélag íslands og Félag
háskólamenntaðra hjúkrunar-
fræðinga, hafa gert athugasemdir
um og bent á að kröfur framan-
greindrar tílskipunar um lág-
marksmenntim hjúkrunarfræð-
inga er langt imdir þeim kröfum
sem íslensk stjómvöld gera til
menntunar íslenskra hjúkmnar-
fræðinga í dag.
í tílskipuninni er gert ráð fyrir
10 ára undirbúningsmenntUn,
gmnnskólaprófi (áður en hjúkrun-
arnám er hafið) og þriggja ára bók-
legu og verklegu hjúkmnamámi á
framhaldsskólastigi. í dag er undir-
búningsmenntun fyrir nám í
hjúkrunarfræði á íslandi 14 ár og
hjúkmnarfræðimenntun fjögur ár
á háskólastigi, Hjúkrunarfélögin
benda á að með samþykki á tilskip-
un EES um gagnkvæma viður-
kenningu á þjúkrunarmenntun sé
verið að viðurkenna menntunar-
kröfur sem em mun minni en gerð-
ar em tíl íslenskra hjúkrunarfræð-
inga. Þá vara hjúkmnarfélögin við
því aö samningurinn geti leitt til
lakari heUbrigðisþjónustu í fram-
tíðinni hvað þetta varðar.
Ef lögum um réttindi og skyldur
opinberra starfsmanna nr. 38 1954
verður ekki bVeytt ætti ótti hjúkr-
unarfræðinga að vera ástæðulaus.
Það er hins vegar engu að treysta
hjá þessari ríkisstjóm.
Finnur Ingólfsson
Stöðugleikinn
Hagkerfi hinna ýmsu ríkja ver-
aldar eru mjög misjöfn að gerö,
misstór og óhk, en árangur þeirra
er oftast mældur á sama mæh-
kvarða í alþjóðlegmn samanburði.
Þættir þessa mælikvarða em tekju-
myndun hagkerfisins eða hagvöxt-
ur, atvinnustig eða magn atvinnu-
leysis, staðan við útlönd eða
greiðslujöfnuður, breyting verð-
lags eða stig verðbólgu og jöfnuður
í hagkerfmu.
Auðvitað má mæla afkastagetu
hagkerfanna á ótal vegu, eða vel-
sæld, eins og með bílaeign, síma-
notkun, ferðalögum, frystikistum
o.s.frv. Núna er einnig farið að taka
stig mengunar inn í dæmið, hreint
loft, vatn og hoUustustig matvæla
og svo hafa auðvitað hamingju-
mæUngar tíðkast frá örófi alda.
Hagkerfi með mikinn og stöðug-
* an hagvöxt, ekkert atvinnuleysi,
engar erlendar skuldir - jafnvel
erlendar eignir, stöðugt verölag og
jöfnuð þegnanna eða mikið jafn-
ræði - er það takmark sem keppt
er aö.
Á sigurskeiði
Lengst af eftir stríð hefur ís-
lenska hagkerfið verið í miklu áUti
á flestum þessara mælikvarða.
Tekjumyndun hefur verið mikil og
oft gífurleg og viö höfum sett hag-
vaxtarmet. Arið 1988 slógum við
t.d. öUum út í þjóðartekjum á mann
og urðum næstríkasta þjóð verald-
ar á eftir Svisslendingum. Atvinnu-
leysi hefur nánast verið óþekkt fyr-
irbrigði á sama tíma, að undan-
skildum ánmum 1968 og 9 og svo
núna.
KjáUarinn
Guðlaugur Tryggvi
Karlsson
hagfræðingur
Verðbólgumet hafa líka verið
slegin á Islandi þetta tímabil og
lengst af hefur verðbólgan hér ver-
ið langhæst OECD-ríkja. Viðvar-
andi verðbólga grefur auðvitað
undan getu hagkerfisins að tryggja
markvissar fjárfestingar og skapa
þannig örugga framtíð og hún
stuðlar að ójöfnuði. Tvisvar hefur
verðbólgan dottið niður, í sam-
drættinum 1968 til 9 og svo núna.
Jafnrétti, hamingja
íslenska hagkerfið hefur sterka
tilhneigingu til þess að skapa jöfn-
uð. Þetta byggist á eðli íslensku
þjóðarinnar, sterkri lýðræðis-
hneigð og alla jafnan mikilli at-
vinnu. íslendingum finnst eðlilegt
að menn fái að njóta hæfíleika
sinna án tillits til efna og ókeypis
menntun tryggir jöfnuð. Eigna-
„Stjórnvöld verða núna að finna sig í
því að draga sig sem mest til hlés í
beinni efnahagsstjórnun og láta at-
vinnulífið um það sem það er best kjör-
ið til þess að sinna.“
Eftir stríðið var gjaldeyrisstaða
þjóðarinnar svo góð að íslenskir
bankar neituðu að kaupa bresk
pund og áttu íslendingar gilda sjóði
í erlendum bönkiun. í tvo áratugi
hélst þessi góða greiðslustaða við
útlönd en síðustu tuttugu ár hefur
stöðugt sigið á ógæfuhhðina og
stundum höfum við verið skuldug-
asta þjóð veraldar á mann.
staða er að vísu nokkuð misjöfn en
svo er einnig um verðmætamat.
Steinsteypueignir gefa ekki öll-
um lífsfylhngu sem þrá hstsköpun,
ferðalög og góðan félagsskap. Sé
þessa gætt eru víst flestir sammála
um það að íslenska hagkerfið geri
sitt til þess að stuðla að hamingju-
sömu lífi. Sterkar almannatrygg-
ingar, einhver besta heilsugæsla
Takmarkið sem stefnt er að er m.a. stöðugt verðlag og að jöfnuður
þegnanna verði sem mestur, segir m.a. í grein Guðlaugs Tryggva.
veraldar og opin, þróttmikil þjóðfé-
lagsumræða tryggja jöfnuð og þá
hamingju og fulinægju að vera
hluti góðs hóps.
Atvinnuleysi - versta bölið
Síöustu misseri hafa ýmis teikn
verið á lofti að íslenska hagkerfið
hafi misstigið sig á sigurgöngu
sinni. Atvinnuleysi hefur skotið
upp kolhnum en ásamt niðurlæg-
ingunni, sem því fylgir fjárhags-
lega, er atvinnuleysi eitt versta
dæmið um ójöfnuð í hverju þjóðfé-
lagi. Einstaklingamir fá þaö á til-
finninguna aö þeir séu óþarfir og
höfnunareinkenni gera vart við sig.
Aukin skuldabyrði og minnkandi
tekjur okkar eru líka sérstakt al-
vörumál. Fátt er þó svo með öllu
illt að ekki boði nokkuð gott því
verðbólgunni hefur verið komið
fyrir kattamef. Stöðugt verðlag er
vissulega forsenda fýrir því að þær
ákvarðanir verði teknar í atvinnu-
lífinu sem skapi okkur velsæld
framtíðarinnar.
Stöðugleikinn í verðlagsmálum
má þó ekki kasta ryki í augu okkar
hvað varðar afkastagetu hagkerfis-
ins alls. Hér vefjast saman ótal
þættir og boð og það sem skiptir
máh er að varðveita það góða en
ráðast gegn því illa. Efst á blaði þar
er atvinnuleysið. Forsendan fyrir
því að losna við það er auövitað sú
að verðmætasköpun í hagkerfinu
sé gert kleift að blómstra. Fyrir-
tækin verða að vera fær um það
að veita mönnum arðvænleg störf.
Aðgerðir tryggi
verðmætasköpun
í þeim aðgerðum ríkisstjómar-
innar, sem nú em til umfjöllunar,
hlýtur þetta að vera aðalatriðið:
verðmætasköpun, tekjumyndun,
atvinna og stöðugleiki. Póhtík hef-
ur aha jafnan ráðið miklu um ís-
lenskt efnahagslíf og ef til vih má
segja aö ástandið núna sé afsprengi
vissrar póhtískrar þróunar í
nokkra áratugi. Stjómvöld verða
núna að finna sig í því að draga sig
sem rnest til hlés í beinni efnahags-
stjómun og láta atvinnulífið um
það sem það er best kjörið til þess
að sinna.
Eyþjóð norður í Atlantshafi má
lika vita það að ekki er aht guh sem
glóir þó það sé handan túngarðsins
okkar. Stjómvöld mega ekki setja
fótinn fyrir innlenda verðmæta-
sköpun með ofstjóm og kreddum.
Stöðugleikinn er nefnhega þá best
varðveittur að allir þættir hagkerf-
isins séu th skoðunar 1 einu.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson