Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1992, Side 11
MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1992.
11
Elle McPhereson, ofurfyrirsæta frá Ástralíu, vekur jafnan athygli hvar sem
hún kemur. Hún var I Royal Albert Hall I Lundúnum um helgina og afhenti
þar verðlaun fyrir framúrskarandi sjónvarpsefni. Simamynd Reuter
Bandaríkj amenn vilja aðgerðir 1 Afríku:
Nauðsyn að senda
herlið til Sómalíu
Bandarískur embættismaður lét
hafa eftir sér í gær að nauðsynlegt
kunni að reynast að senda herlið til
Sómalíu til aö binda enda á stjóm-
leysið þar. Hann mælti einnig með
því að Sameinuðu þjóðimar kæmu á
fót bráöabirgðastjóm í landinu og
efndu til kosninga svo fljótt sem auð-
ið væri.
Hjálparstarf gengur illa í Sómalíu
vegna þess hve erfitt er að veija
hjálpargögnin fyrir ránum skæm-
hðahreyfinganna í landinu. Af þess-
um sökrnn hafa Bandaríkj amenn
hug á að senda hermenn, væntanlega
í umboði Sameinuðu þjóðanna, til að
styðja við bakið á hj álparstofnunum.
Daglega deyr fiöldi manna úr
hungri í Sómalíu. Engin sfióm er við
völd og upplausnin alger á öllum
sviðum þjóðfélagsins. Hjálparstofn-
anir eiga í vaxandi erfiðleikum með
að fá gjafafé til starfsins vegna þess
að margir trúa að gjafir séu til þess
eins að efla skæruiiðahreyfingamar.
Reuter
Hungur verður daglega fjölda
manns að bana i Sómaliu.
Simamynd Reuter
Jeltsín vill koma
á fót nýjum flokki
Borís Jeltsín Rússlandsforseti
sagöi í gær að stuðningsmenn hans
yrðu að koma á fót nýjum sfióm-
málaflokki til aö styðja umbóta-
stefirn sfiómvalda. Jeltsín hefur til
þessa verið andvígur því að tengjast
flokkum of náið og er því um grund-
vallarbreytingu á stefirn hans að
ræða.
Jeltíns sagöi á fundi með stuðn-
ingsmönnum sínum í gær aö hann
yrði að eiga traustari bakhjarl meðal
þjóðarinnar en verið hefur til þessa.
í þessu sambandi taiaði hann um að
koma á fót samtökum, jafnvel sfióm-
málaflokki, eins og hann orðaði það.
Þessi stefnubreyting forsetans
kemur ekki á óvart þegar haft er í
huga að hann á í vaxandi vandræð-
um með að fylgja umbótastefnu sinni
fram. Verðbólga fer mjög vaxandi á
sama *íma og dregur úr framleiðslu.
Þetta gerir það að verkum að vin-
sældir forsetans dvína j afnt og þétt
Reuter
Útlönd
Námsmenn í Belgrad með undirskiiftalista:
Panic gegn Milosevic
Námsmenn í Belgrad tilnefndu
Milan Panic, forsætisráöherra Júgó-
slavíu, sem frambjóðanda í forseta-
kosningunum í Serbíu í næsta mán-
uði. Nemendumir lögöu fram undir-
skriftalista með tíu þúsund nöfnum
á síðustu stundu í gær.
Ekki var ljóst hvort Panic mundi
samþykkja að fara í framboð gegn
Slobodan Milosevic, forseta Serbíu.
Hann nýtur þó mun meiri vinsælda
en forsetinn, samkvæmt nýjustu
skoðanakönnunum.
Vestrænir sfiómarerindrekar
sögðu að kosningamar væra mjög
þýðingarmiklar og að ef Panic færi
fram gegn Milosevic og sigraði gæti
: það haft úrslitaáhrif á lausn styijald-
arátakanna í fyrrum lýðveldum
Júgóslavíu.
„Við yrðum skrefi nær lausn
stríösins í Bosniu," sagði einn sfióm-
arerindreki.
Þó svo að Panic hafi hvorki sagt
af eða á opinberlega segja heimildar-
menn innan sambandssfiómarinnar
að hann líti frumkvæði námsmann-
anna jákvæðum augum.
Vopnahlé milli sveita Serba og
sveita Króata í Bosníu gekk í gildi á
miðnætti síðastliðnu. Engu að síður
héldu bardagar milli Serba annars
vegar og Króata og íslamstrúar-
manna hins vegar áfram í norður-
hluta lýðveldisins fram eftir nóttu.
Útvarpið í Bosníu sagði í morgun
að bærinn Gradacac, þar sem Króat-
ar og íslamstrúarmenn hafa völdin,
hefði orðið fyrir sprengju- og stór-
skotahðsárásumígærkvöldi. Reuter
Námsmenn I Belgrad vitja aö Milan
Panic, forsætisráðherra Júgóslavíu,
bjóði sig fram gegn Serbíuforseta.
Simamynd Reuter
-J
:mde
»1«..
GOLF
VEIÐI
HEILSURÆKT KVENNA
FYRIRSÆTUR
SPORTBÁTAR
JEPPAR
FJALLAHJÓL
TORFÆRA
AKSTURSÍÞRÓTTAMAÐUR
ÁRSINS
MEISTARA
ÖKUMAÐUR
í KAPPAKSTRI
ÁSUZUKI
MÓTORHJÓLI
í EINKAVIÐTALI
P*i f SJfiUNBS HiHlti
íWittíí »trtri- ««»»*
ásWr»-v- «4
mm
NÝTT BLAÐ Á BLAÐSÖLUSTOÐUM