Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1992, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1992, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1992. 17 Fréttir Byggðasafn Skagfirðinga: Endurbætur á stærsta saf ngripnum Öm Þóiarinsscm, DV, njótum: í sumar og haust hefur verið unnið við Áshúsið sem í framtíðinni vérður stærsti sýningargripur byggðasafns- ins í Glaumbæ. Áshúsið er byggt á Ási í Hegranesi 1883-1886. Þetta er mjög rammbyggt timburhús á 3 hæð- um, 90 m2 hver hæð. Húsið þótti merkilegt á margan hátt og því ástæða til að varðveita það. Sýslu- nefnd Skagafjarðarsýslu fékk húsið að gjöf fyrir nokkrum árum og það var flutt að Glaumbæ í mars 1991. Síðan hefur verið unnið að endurbót- um við það með hléum. Að sögn Sigríöar Sigurðardóttur, safnvarðar í Glaumbæ, er viðgerð að utan nánast lokið en talsvert er enn óunnið innandyra. Fyrirhugað er að ýnjsir munir byggðasafnsins verði hafðir til sýnis í húsinu og þar veröi einnig veitingasala og snyrtingar. Þá mun húsið koma í góðar þarfir sem geymsla fyrir safnmuni. Nýlega er lokið framkvæmdum á lóðinni við húsið og með frágangi hennar breytist aðkoma gesta að byggðasafninu. Þrátt fyrir margvís- legar endurbætur á húsinu er það nánast óbreytt að innan, hæði hvað varðar herbergjaskipan og útht. Til framkvæmda sl. sumar fékkst ein milljón kr. úr húsfriðunarsjóði en að öðru leyti hefur kostnaður viðgerð- arinnar að mestu verið greiddur af Héraðsnefnd Skagfirðinga. Ashúsið er hið myndarlegasta enda stendur það á kjallara hlöðnum úr grjóti sem sótt var út á Skaga. DV-mynd örn Mikið byggt á Selfossi Regina Thoiarensen, DV, Selfossi: Ég átti nýlega tal við Helga Helga- son, bæjarritara Selfossbæjar, vegna þess hve mikið er byggt hér á staðnum, hve vel e.r unnið við húsin og hve hratt þau rísa. Helgi sagði að um þessar mundir væru í byggingu á vegum einstakl- inga og byggingaverktaka 12 ein- býhshús og 10-12 íbúðir í rað- og parhúsum. Meðalstærð einbýhs- húsa er um 130 m2 en rað- og par- húsa 90 m2. í ár var lokið við 13 íbúða fjölbýl- ishús við Álftarima 11, sem Selós hf. byggði, og sami aðili er að und- irbúa viðbyggingu við eldra fjölbýl- ishús að Alftarima 1-3. Við Austurveg 9 er risið verslun- ar-og skrifstofuhús, 2 hæðir og kjahari, ahs 1200 m2. Aðaleigandi er Árvirkinn hf. en einnig mun ís- landsbanki og fleiri aðhar fá þar inni fyrir starfsemi sína. Þá er að geta viðbyggingar við Fjölbrauta- skóla Suðurlands um 3000 m2 á 3 hæðum og að lokum má geta þess að nokkur fyrirtæki hafa verið að og eru að koma upp iðnaðarhús- næði fyrir starfsemi sína, sagði Helgi Helgason. Til STyRkTAR CiqTARfÉUqÍ ísÍANds. VerÖ FrÁ kR 69- MAqNAfslÁnuR tíL aIIra KodAk Express klúbbfÉUqA, atIh AðqANquR í klúbbiNN er ókEypis. r 7- ■ ■ r ALIMINGAR 1957 -1992 Afmælistilboð: 20% afsláttur af 35 b'mbo barnabílstólum Flytja 1 stærra og hentugra húsnæöi 1. des. AÐ SIÐUMÚLA 23 (Selmúlamegin) -ORYGGI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.