Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1992, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1992, Síða 30
42 MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1992. Afmæli Ásta Vigdís Bjamadóttir Ásta Vigdís Bjamadóttir, matráðs- kona við Völvuborg, til heimilis að Torfufelli 31, Reykjavík, er sextug í dag. Starfsferill Ásta fæddist að Gautshamri í Kaldrananeshreppi á Ströndum og ólst þar upp og á Drangsnesi. Hún var húsmóðir að Drangsnesi, mat- ráðskona í Klúkuskóla í Bjamar- firði og húsmóðir á Framnesi í Bjamarfirði. Ásta flutti til Reykja- víkur 1978 og hefur þar lengst af starfað á dagheimilinu Völvuborg í Breiðholti. Fjölskylda Ásta giftist 7.4.1953 Ingimar Elías- syni, f. 12.3.1928, íþróttakennara og fyrrv. skólastjóra Klúkuskóla. Hann er sonur Elíasar Bjamasonar, verkamanns í Drangsnesi, sem lést 10.8.1987, og Jakobínu Halldórsdótt- ur húsfreyju sem nú dvelur að Skjaldamk á Akureyri. Böm Ástu og Ingimars em Bjami Jónas, f. 31.12.1952, skrifstofumaður í Innri-Njarðvík, kvæntur Söm Harðardóttur, f. 12.9.1952, kennara, og eiga þau tvö böm; Þorbjörg Eyr- ún, f. 20.12.1953, starfsstúlka í Reykjavík, gift Áma Ingasyni, f. 15.12.1953, afgreiöslumanni, og eiga þau eitt barn auk þess sem Eyrún á tvö böm með Helga Nielsen; Elías Jakob, f. 22.6.1956, sjómaður á Hvammstanga, kvæntur Jóhönnu Harðardóttur, f. 4.11.1953, hjúkrun- arfræðingi, og eiga þau þrjú börn auk þess sem Elías á bam með Sjöfn Magnúsdóttur; Ástmar, f. 25.6.1959, verkamaður í Reykjavík; Ingi VífUl, f. 27.9.1962, sjómaður á Drangsnesi, en hann á böm með Brynju Brynj- arsdóttur. Foreldrar Ástu vom Bjami Bjamason, f. 23.4.1889, d. 29.8.1952, b. og verkamaður að Gautshamri og Drangsnesi, og Anna Áskelsdótt- ir, f. 6.3.1896, d. 20.10.1980, hús- freyja. Ætt Bjami var bróðir Sigurbjargar, ömmu Hreins Halldórssonar, frjáls- íþróttamanns og fyrrv. Evrópu- meistara í kúluvarpi. Bjarni var sonur Bjama, b. á Bólstað, Bjama- sonar, b. á Klúku, Sigfússonar, b. í Skarði, Guðmundssonar. Móðir Bjarna á Klúku var Agata Jónsdótt- ir. Móðir Bjama í Bólstað var María Bjarnadóttir, b. í Ósi, Bjamasonar. Móðir Bjarna í Gautshamri var Björg, hálfsystir Guðjóns, foður Magnúsar, foður Þórólfs flugmanns og Lofts, augnlæknis á Akureyri, foður Margrétar Jóhönnu læknis og Magnúsar Steins óperusöngvara. Björg var dóttir Sigurðar, b. í Skelja- vík, bróður Guðrúnar, langömmu Sigríðar, móður Magnúsar Frið- geirssonar, forstjóra Iceland Seafo- od Corporation. Sigurður var sonur Guðmundar, b. á Þiðriksvöllum, Jónssonar, og Ingibjargar Sigurðar- dóttur, systur Sigurðar, afa Stefáns frá Hvítadal og langafa Jakobs Thorarensen skálds. Móðir Bjargar var Sigríður Sigurðardóttir. Anna var dóttir Áskels, b. á Bassa- stöðutn, Pálssonar, b. áKleifum, Jónssonar. Móðir Áskels var Ing- veldur Sigurðardóttir, systir Ólínu, langömmu Jónu Valgerðar Kristj- ánsdóttur alþingiskonu. Móðir Önnu var Guðríður Jóns- dóttir, b. á Svanshóli, Amgrímsson- ar, b. á Krossnesi, Jónssonar. Móðir Jóns á Svanshóh var Elísabet, dóttir Jónasar Jónssonar í Litlu-Ávík, eins hirðmanna Jörundar hundadaga- konungs. Móðir Elísabetar var Ingi- björg blinda Guðmundsdóttir, prests í Ámesi, Bjamasonar. Móðir Guðríðar var Guðríður, systir Jór- unnar, ömmu Bjama, langafa Sig- ríðar Ellu Magnúsdóttur söngkonu, Bjama P. Magnússonar, sveitar- stjóra í Reykhólahreppi, og Gunnars Þórðarsonar tónskálds. Önnur syst- ir Guðríðar var Soffía, langamma Ingimars Elíassonar, eiginmanns Ástu, en bróðir Guðríðar var Guð- mundur, afi Símonar Jóhanns Ág- ústssonar prófessors og Sveinsínu, móður Skúla Alexanderssonar al- þingismanns. Guðríður var dóttir Páls, b. í Kaldbak í Nessveit, ættfóð- ur Pálsættarinnar yngri, Jónssonar, b. í Stóra-Ávík, bróður Sigurðar, b. í Homi, langafa Sigurðar, b. á Læk, afa rithöfundanna Jakobínu og Fríðu Sigurðar-dætra. Jón var son- ur Páls, b. í Reykjarfirði og Hlöðu- Ásta Vigdis Bjarnadóttir. vík, ættföður Pálsættarinnar eldri, Bjömssonar, b. ogjámsmiðs á Þórustöðum í Önundarfirði, Sveins- sonar, hálfbróður Brynjólfs bisk- ups. Móðir Guðríðar var Sigríður, syst- ir Jóns, b. á Saurhóli, afa Stefáns frá Hvítadal. Sigríöur var dóttir Magn- úsar Jónssonar, b. í Hafnarhólmi, og Ingibjargar Jónsdóttur Glóa, galdramanns í Goðdal, ættföður Glóaættarinnar. John Earl Kort Hill John Earl Kort Hill lögreglufuUtrúi, Bjarmalandi 18, Sandgerði, er fimm- tugurídag. Starfsferill John fæddist i Reykjavík en ólst upp í Sandgerði. Hann lauk gagn- fræðaprófi og stundaði síðan al- menna verkamannavinnu hjá Út- gerðarstöð Guðmundar Jónssonar í Sandgerði. Hann hóf síðan vörubíla- akstur hjá fyrirtækinu 1965 og stundaði akstur næstu tvö árin. John hóf störf hjá lögreglunni í Sandgerði í ársbyrjun 1967 og var fyrsti lögreglumaðurinn sem var fastráðinn í Sandgerði allt árið. Hann var skipaður rannsóknarlög- reglumaður í Keflavík og Gull- bringusýslu í ársbyijun 1973 og skipaður lögreglufulltrúi og yfir- maður rannsóknarlögreglunnar við samaembættil978. John var einn af stofnendum Fé- lags íslenskra rannsóknarlögreglu- manna og hefur setið í stjórn eða varastjóm þess frá upphafi. Hann fékk ársleyfi frá lögreglustörfum árið 1986 og vann þann tíma sem verkstjóri Rækjuverksmiðju Sig- urðar Guðmundssonar í Garði. Fjölskylda John kvæntist 1.10.1966 Þóranni Kristínu Guðmundsdóttur, f. 8.5. 1947, myndmenntakennara við Grannskóla Sandgerðis. Hún er dóttir Guðmundar í. Ágústssonar, útgerðarmanns í Vogum, frá Hala- koti á Vatnsleysuströnd, og Guðríð- ar Þórðardóttur frá Stóra-Vatns- leysu á Vatnsleysuströnd. Böm Johns og Þórunnar Kristínar era Guðný Hafdís Hill, f. 15.2.1966, búsett í Sandgerði og er sonur henn- ar Ásgrímur Þórhallsson, f. 14.6. 1984 en sambýlismaður hennar er Jakob Jónasson; Sigrún Erla Hill, f. 13.8.1967, búsett í Keflavík, og er sonur hennar ívar Aron Hinriks- son, f. 25.6.1986; Laufey Svala Hill, f. 4.12.1979, í foreldrahúsum. Sonur Johns frá því fyrir hjóna- band er Jónsveinn Joensen, f. 20.1. 1960, yfirvélstjóri á flutningaskipinu Blikur, kvæntur Mary Joensen og eiga þau þijú böm, Hildi, sex ára, Vilborgu, íjögurra ára, og þriggja John Earl Kort Hlll. mánaða son. Foreldrar Johns: John Paul Hfil, f. 12.1.1921, nú látinn, frá Chincin- ati, Ohio, Bandaríkjunum, og Lauf- ey Svala Kortsdóttir, f. 20.1.1920, fyrrv. verslunarmaður í Sandgerði. Foreldrar Laufeyjar voru Kort Elís- son, frá Fit undir Eyjaíjöllum, b. að Melabergi í Miðneshreppi, og Guðný Gísladóttir frá Hlaðgerðar- koti í Mosfellssveit. John verður að heiman á afmælis- daginn. Til hamingju með afmaelið 30. nóvember 80 ára Felix Þorsteinsson, Lindarbraut ll, Seltjamamesi. Friðfinnur Hjartarson, Brekkugötu 23, Akureyri. Valgerður Björnsdóttir, Klapparstig 7, Akureyri. 70ára Svanhtidur Smebjaruardóttir, Hrafnistu viö Kleppsveg. 60 ára Ingibjörg Jónsdóttir, Engjavegi 20, ísafirðl Unnur Lovísa Friðriksdóttir, Túngötu 1, Ólafsfiröi. Sóley Árnadóttir, Nýlendugötu 22, Reykjavík. 50ára Pálmi A. Sigurðsson, Holtsbúö 22, Garðabæ. Hreiðar Þ. Skarphéðinsson, Engihjafia 9, Kópavogi. lngibjörg Marteinsdóttir, Vesturbrún33, Reykjavík. Ingibjörg tekur á móti gestum á veitingastaðnumBarrokk, Lauga- vegi 73, á mifii kl. 19 og 22 á afmæl- isdaginn. Friðrik Steingrímsson, Birkihlíð, Hálshreppi. Sigurveig S. Róbertsdóttir, Kolbeinsgötu 24a, Vopnafirði. Margrét G. Einarsdóttir, Grettisgötu86, Reykjavík. Erla Valsdóttir, Digranesheiði 26, Kópavogi, Gunnar Albert Arnórsson, Fagraholti 7, ísafiröi. Þorlákur Karlsson, Háteigi 16b, Keflavík. Meiming Þroskinn og lífsins sanna sæla Höfundur þeirrar bókar sem hér er tfi umfiöllunar telur góða ritgerð hafa þrjú megineinkenni: a) skýra og skfimerkfiega röksemdafærslu, b) fiölbreytt dæmi tfi útlist- unar og c) ódræpan áhuga eða eldmóð höf- undarins er hvarvetna skín í gegnum verk hans. Sé ritgerðasafn Krisfiáns Krisfiánssonar heimspekidoktors skoðað í ljósi þessara mælikvarða þá er hún tvímælalaust góð bók. Ritgerðimar era aö sjálfsögðu misjafnar en allar eiga þær meira og minna sameiginlegt aö uppfylla þær kröfur sem höfundurinn tel- ur sjálfur að góð ritgerð þurfi að standast. Er sérstök ástæða tfi að nefna að ritgerðim- ar era á mjög góðu máli og er það í fullu samræmi við það sjónarmið höfundar, „að skipuleg hugsun uni ekki óvönduðu málfari né raglborinni framsetningu". Bókin „Þroskakostir" hefur að geyma rit- gerðir sem er skipt í fióra flokka með tfiliti til efnis. í fyrsta flokknum era þrjár ritgerð- ir er fialla um afstæði og algfidi. í öðrum flokknum era sömuleiðis þijár ritgerðir og snúast þær um æðstu stefnumið mannlífsins og manneðlið og mikflvægustu hfiðar þess. í þriðja flokknum era einnig þijár ritgerðir og snerta þær afiar spumingar um frelsi vfij- ans og ábyrgð manna á gjörðum sínum. Loks hefur fiórði flokkurinn að geyma sex ritgerð- ir undir yfirskriftínni „Mál og menntun" þar sem lögð er áhersla á gfidi tungunnar fyrir viðgang mannlegrar hugsunar og ýmsar þro- skaleiðir í skólastarfi. Bókmenntir Gunnlaugur A. Jónsson Þaö er ekki síst síðastnefndi flokkurinn sem mér þótti áhugaverður. Þar skín alls staðar í gegn eldmóður dr. Krisfiáns og rök- semdafærsla hans er skýr og skflmerkileg. Hér þarf enginn að velkjast í vafa um afstöðu höfundar. Hann heldur uppi vömum fyrir hefðbundnu staðreyndanámi, telur það vera frumforsendu þess að nemendur komist, þegar fram fiða stundir, í skfining um sann- indi lífsins og fræðanna. Sérstaklega hvöss er ritgerðin „Líður þeim best sem fitið veit eða sér?“ Þar ræðst hann gegn ýmsum birt- ingarmyndum heimskunnar og heldur því fram að válegasta birtingarmynd hennar nú um stundir sé önnur en fyrr: Skapgerðar- heimskan eða flathyggjan hefur tekið við af fáfræði og heimafifingshættí. „Þar af leiðir að kennarar þurfa að hervæðast nýjum hugsunarhætti, munda ný vopn.“ Höfundi er mjög tamt að lfifia vegferð mannsins við fiafigöngu. „Tilgangur lífsins er sem fyllstur þroski eðliskosta þess, þeirra möguleika sem búa í hveijum einstaklingi. Því marki nær hann með því aö klífa tindinn á eigin fialfi." Þeir heimspekingar sem höf- undur fer oftast í smiðju hjá era Aristóteles, John Stuart Mill og Sigurður Nordal. Alfir eiga þeir sameiginlega þá hugsjón sem Stefán G. Stefánsson orðaði svo: Líf er þroski... Framförin er lífsins sanna sæla Höfundur þessa ritgeröasafns er ungur að árum en ritgerðimar bera það með sér að hann hefur þegar tekið út nfikinn þroska. Á stöku stað finnst mér þó votta fyrir hroka í málflutningi hans (t.d. í greininni „Að skemmta skrattanum“). Skýringuna er lík- lega að finna í „Boðorð til að bijóta“, þar sem Krisfián andmælir þvi að ritgerð skuli vera hófstíllt í framsetningu. Þvert á móti heldur Dr. Kristján Krlstjánsson, höfundur greln- anna I Þroskakostlr. hann því fram að ritsmíðar eigi að einkenn- ast „af festu, djörfung og helst ósennileik við fyrstu sýn“. Kannski era það ekki síst þessi einenni bókar hans sem gera hana jafn læsi- lega og raun ber vitni. Kristján Kristjánsson Þroskakostir Rltgerðir um siðferði og menntun Rannsóknarstofnun i siðfrœði Reykjavfk 1992 (266 bls.)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.