Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1993, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1993, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1993. Fréttir Guðjón B. Ólafsson, fyrrum forstjóri Sambandsins: Vissi ekki hve slæm staðan var er ég tók við - hefði ekki tekið við forstjórastöðunni ef ég hefði vitað hveming hún var „Þegar ég tók við stöðu forstjóra Sambandsins vissi ég ekki að öllu leyti hve slæm staða fyrirtækisins var. Það liðu tvö ár í starfi þar til öll kurl voru komin til grafar. Um var að ræða alls konar skuldbindingar utan Sambandsins, þar á meðal ábyrgðir vegna fiskvinnslustöðva, með stórar skuldir sem féllu á Sam- bandiö, kaupfélaga og svo framvegis. Þetta höfðu allt verið taldar góðar eignir í bókum Sambandsins en reyndust svo ekki vera það. Hefði ég vitað hvernig afit var í pottinn búið heíði ég ekki tekið við stöðu for- stjóra. Eg hefði frekar reynt aö halda því áfram sem ég var að gera í Banda- ríkjunum,“ sagði Guðjón B. Ólafsson, fyrrverandi forsfjóri Sambandsins, við DV. Guðjón lét af störfum um áramót af heilsufarsástæðum. Guðjón varð forstjóri Sambandsins haustið 1986 en þar áður stjórnaði hann Iceland Seafood Corpöration, dótturfyrirtæki Sambandsins í Bandaríkjunum, í rúman áratug. Kom Guðjón rekstri þess á réttan kjöl eftir erfiðleika. Úr velgengninni vestanhafs kom Guðjón heim í mikla erfiðleika hjá Sambandinu sem end- uðu nánast með endalokum þess. - Var upplýsingum um stöðu Sam- bandsins viljandi haldið frá þér þeg- ar þú tókst við forstjórastöðunni? „Það er erfitt að svara því í örfáum setningum, máhð er flóknara en svo. Málið var tvíþætt. Annars vegar voru hlutir sem voru taldir góðar eignir en reyndust svo ekki vera það. Þar á meðal voru kaupfélög og fisk- vinnslustöðvar sem héldu áfram að hlaða á sig vísitölu- og vaxtakostnaði sem urðu stórar upphæðir þegar þær lentu endanlega á Sambandinu. Hins Guðjón B. Olafsson segist ekki mundu hafa tekið við stöðu forstjóra Sambandsins 1986 hefði hann vitað hve slæm staða fyrirtækisins var. Liðu tvö ár í forstjórastóli áður en öll kurl voru komin til grafar varð- andi stöðuna. vegar voru miklar skuldbindingar í fyrirtækjum, til dæmis íslandslaxi, sem hurfu af sjónvarsviðinu og Sam- bandið sat uppi með sárt ennið og skuldasúpuna. Það eru meðal annars þessir hlutir sem ég hef í huga. En ég get ekki farið að rekja í stuttu við- tali hvað af þessu var viljandi og hvað öðruvísi." Guðjón hefur ekki lagt árar í bát þótt hann hafi hætt störfum sem for- stjóri Sambandsins. Hann á sæti í stjómum nokkurra fyrirtækja og segir talsverð verkefni vera tengd þeim næstu mánuði. Annars er fram- tíðin óráðin. - Nú átt þú í höggi við illvígan sjúk- dóm, hvemig hefur þú það? „Ég hef það þokkalega gott í dag en sjúkdómurinn er enn til staðar.“ -hlh DV-mynd GVA Fullt var út úr dyrum á kynningarfundi um fasteignakaup í Flórida sem haldinn var á Hótel Sögu um helgina. Fasteignakaup Islendinga í Bandaríkjunum: Sólin í Flórída heillar landann - á þriðja hundrað manns mættu á kyningarfund um fasteignakaup „Eg átti ekki von á svona miklum áhuga. Það var fullt út úr dyrum og margir urðu frá aö hverfa. Sólin í Flórída heillar fólk. íbúðarverð er margfalt lægra þar en hér á landi. Fyrir 5 miiljónir er hægt að fá prýði- legt einbýlishús og það freistar margra," segir Sigríður Guömunds- dóttir fasteignasali. Sigríður gekkst fyrir kynningar- fundi á fasteignum í Flórída á Hótel Sögu um helgina. Á þriðja hundrað manns mættu á fundinn. Fyrirhugað er að halda annan fund bráðlega í stærri salarkynnum. Aö sögn Sigríöar hafa á þriðja tug íslendinga keypt sér fasteignir í Flórída til orlofsnota og afslöppunar. Hún segir verðið það lágt að einstakl ingar og hópar geti vel ráðið viö slíl kaup. Engin fasteignakaup áttu sé stað á fundinum um helgina ei margir munu þó hafa lýst yfir áhugi áslíkumviðskiptum. -kai Kjörbókareigendum brá: Vantaði vexti á yfirlitið „Vegna mistaka hjá Reiknistofu bankanna fóru út yfirlit sem voru vitlaus að því leyti að það vantaði vexti á Kjörbækur fyrrihluta ársins. Þessir vextir voru reyndar teknir fram á séryfirhti um mitt ár en vant- aði nú. Þess vegna finnst Kjörbókar- eigendum vextimir síöasta ár vera lágir. En þó þessa vexti vanti inn á yfirlitið eru allar niðurstöðutölur réttar," sagði Brynjólfur Helgason, aðstoöarbankastjóri Landsbankans, viðDV. Þeim sem eiga Kjörbók hjá Lands- bankanum brá í brún er þeir fengu yfirht frá bankanum í vikunni. Vant- aði vexti fyrri hluta ársins inn á yfir- htið og leit því svo út að bankinn borgaði lægri vexti en hann hefur auglýst. Þó vexti fyrri hluta ársins vanti á yfirhtið hafa þeir verið greiddir og niðurstöðutölur á yfirht- unum eru réttar. Til að koma í veg fyrir frekari misskilning segir Brynj- ólfur að send verði út ný yfirht til allra Kjörbókareigenda þar sem vextir alls ársins í fyrra verði tíund- aðir. -hlh Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst INNLAN óverðtr. Sparisj. óbundnar Sparireikn. 1-2,2 Sparisj. 3ja mán. upps. 1,25-1,5 Búnaðarb. 6 mán. upps. 2-2,25 Sparisj. Tékkareikn., alm. 0,5-1.7 Sparisj. Sértékkareikn. 1-2,2 Sparisj. VfSITÖLUB. REIKN. 6 mán. upps. 2 Allir 15-24 mán. 6,&-7,0 Landsb., Sparsj. Húsnæðissparn. 6,5-7,1 Sparisj. Orlofsreikn. Gengisb. reikn. 4,75-5,5 Sparisj. iSDR 4,5-6 Islandsb. iECU 8,5-9,6 Sparisj. ÓBUNDNIR SÉRKJARAREIKN. Vísitölub., óhreyfðir. 2-3 íslandsb., Bún.b. Óverðtr., hreyfðir 4,4-5,5 Islandsb. SÉRSTAKAR verðbætur (innantímabils) Vísitölub. reikn. 2,4-3 Landsb., Is- landsb. Gengisb. reikn. 2,4-3 Landsb., is- landsb. BUNONIR SKIPTIKJARAREIKN. Vísitölub. 4,5-5,5 • Búnaðarb. Óverðtr. 5.5-7,5 Búnaðarb. INNLENDIR GJALDEYRISREIKN. $ 1,9-2,2 Sparisj. £ 4,5-5 Bún.b., Sparisj., Isl.b. DM 6,7-7,1 Sparisj. DK 8-10 Landsb. ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst ÚTLÁN ÓVERÐTRYGGÐ Alm.víx. (forv.) 13,5-15,6 Bún.b, Lands.b. Viðskiptav. (forv.)1 kaupgengi Allir Alm.skbréf B-fl. 13,25-15,15 Landsb. Viðskskbréf1 kaupgengi Allir útlAn verotryggð Alm.skb. B-flokkur 9-10 Landsb., Sparisj AFURDALÁN l.kr. 13,5-14,8 Sparsj. SDR 7,75-8,35 Landsb. $ 5,9-6,6 Sparisj. £ 9,25-9,6 Landsb. DM 11 Allir Dráttarvextir 16% MEÐALVEXTIR Almenn skuldabréf janúar 12,5% Verðtryggð lán desember 9,3% VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala janúar 3246 stig Lánskjaravísitala desember 3239 stig Byggingavísitala janúar 189,6 stig Byggingavísitala desember 189,2 stig Framfærsluvísitala í desember 162,2 stig Framfærsluvisitala í nóvember 161,4 stig Launavísitala i desember 130,4 stig Launavísitala í nóvember 130,4 stig VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða KAUP SALA Einingabréf 1 6.471 6.590 Einingabréf 2 3.522 3.540 Einingabréf 3 4.230 4.307 Skammtimabréf 2,187 2,187 Kjarabréf 4,159 Markbréf 2,259 Tekjubréf 1,493 Skyndibréf 1,886 Sjóðsbréf 1 3,154 3,170 Sjóðsbréf 2 1,944 1,963 Sjóðsbréf 3 2,173 Sjóðsbréf4 1,515 Sjóðsbréf 5 1,330 1,343 Vaxtarbréf 2,2225 Valbréf 2,0832 Sjóðsbréf 6 515 520 Sjóðsbréf 7 1076 1108 Sjóðsbréf 10 1187 Glitnisbréf islandsbréf 1,365 1,391 Fjórðungsbréf 1,140 1,156 Þingbréf 1.378 1,397 Öndvegisbréf 1,365 1,384 Sýslubréf 1,316 1,335 Reiðubréf 1,336 1,336 Launabréf 1,014 1,029 Heimsbréf 1,209 1,245 HLUTABRÉF Sölu- og kaupgengi á Verðbréfaþingi íslands: Hagst. tilboð Loka- verð KAUP SALA Eimskip 4,71 4,20 4,73 Flugleiðir 1,49 1,49 Grandi hf. 2,24 2,30 Olís 2.09 Hlutabréfasj. VÍB 1,05 isl. hlutabréfasj. 1,12 1,07 1,12 Auðlindarbréf 1,09 1,02 1,09 Hlutabréfasjóð. 1,30 1,30 1,45 Marel hf. 2,62 2,62 Skagstrendingur hf. 3,55 3,55 Þormóður rammi hf. 2,30 Sölu- og keupgengi á Opna tilboásmariiaðinum: Aflgjafi hf. Almenni hlutabréfasjóðurinn 0,91 hf. Ármannsfell hf. 1,20 Árnes hf. 1,85 Bifreiðaskoðun islands 3,40 Eignfél. Alþýðub. 1,15 1,40 Eignfél. Iðnaðarb. 1,70 Eignfél. Verslb. 1,36 Faxamarkaðurinn hf. Haförnin 1,00 Hampiðjan 1,38 1,40 Haraldur Böðv. 2,75 2,85 Hlutabréfasjóður Norðurlands 1,09 Islandsbanki hf. 1,38 1,35 Isl. útvarpsfél. 1,95 1,65 1,95 Jarðboranir hf. 1,87 Kögun hf. Olíufélagið hf. 5,10 4,50 5,20 Samskip hf. 1,12 1,00 S.H.Verktakarhf. 0,70 0,80 Síldarv., Neskaup. 3,10 Sjóvá-Almennarhf. 4,30 Skeljungurhf. 4,65 5,00 Softis hf. 7,00 8,00 Sæplast 2.80 2,80 3,50 Tollvörug. hf. 1,43 1,43 Tæknival hf. 0,40 0,80 Tölvusamskipti hf. 4,00 Útgerðarfélag Ak. 3,70 3,20 3,75 Útgerðarfélagið Eldeyhf. Þróunarfélag islands hf. 1,30 1 Við kaup á viöskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.