Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1993, Qupperneq 11
MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1993.
11
Utlönd
Notkun hreinsiefiia stöðvuð við Hjaltland:
Hreinsiefnin
veiri en olían
- Karl prins væntanlegur á slysstað að kanna ástandið
Ibúar á Hjaltlandseyjum hafa mót-
mælt notkun á hreinsiefnum til aö
koma í veg fyrir oliumengun vegna
slyssins mikla við eyjarnar í síðustu
viku. Dreifing efnanna var hætt um
helgina eftir mótmæli fólksins sem
telur að heilsutjón geti hlotist af efn-
unum.
Olíuskipið er nánast komið í spón
þótt talið sé að einhver olíu sé enn í
Hjaltlendingar óttast að hestar þeirra verði illa úti í menguninni. Þeir eru
af fágætu kyni smáhesta. Olía gengur yfir eyjarnar og klinist á allt.
Simamynd Reuter
tönkum þess. Miklum vandkvæðum
er þó bundið að kanna aðstæður
vegna veðurs. Tæpast er búist við að
nokkuð verði að gert í dag af þeim
sökum.
Karl Bretaprins ætlar í dag að fara
til Hjaltlands og kynna sér aðstæður
á slysstað af eigin raun. Hann er
kunnur fyrir áhuga á umhverfismál-
um. Filippus faðir hans verður með
í fór.
Laxeldismenn á Hjaltlandi eru
mjög uggandi tun sinn hag, mest
vegna umtalsins sem strand olíu-
skipsins hefur leitt af sér. Enn hefur
olía ekki komist í eldiskvíar en svo
gæti þó fariö áður en langt um líður.
Reuter
FAGOR
KYNNINGARVERÐ
GERÐFE54-STAÐGREITTKR.
39900
KR. 41990 -MEÐAFBORGUNUM
J
RONNING
SUNDABORG 15
SÍMI 68 58 68
We MAKE
THE WORLD'S
BEST MATTRESS
VIÐ BUUM
TIL HEIMSINS
BESTU DÝNUR
"WE MAKE THE WORLD S BEST MATTRESS" er hið viðurkennda
vörumerki og auglýsingaslagorð Serta verksmiðjanna í Ameríku.
It’s Out of This Workl.
Frakkar tllbúnir 1 aðgeröir 1 Bosníu:
Hóta árásum á pyntingabúðir
Serbar sæta síauknum þrýstingi á
alþjóðavettvangi vegna stríðsrekst-
ursins í Bosníu. Bandarískt flugvéla-
móðurskip nálgast nú Adríahafið,
íslömsk ríki eru reiðubúin að fara
fram á aukinn stuöning við íslams-
trúarmenn í Bosníu og Frakkar eru
tilbúnir að grípa til einhliða aögerða
og frelsa „pyntingabúðir" sem Serb-
ar reka.
Forseti Svartfjallalands, sem ásamt
Serbíu myndar það sem eftir er af
Júgóslavíu, sagði að þjóð sín liði mik-
inn skort vegna refsiaðgerða Sam-
einuðu þjóðanna og gæti ekki risið
undir þeim öllu lengur.
Yfirmaöur júgóslavneska hersins
var þó ögrandi og sagöi að Júgóslav-
ía væri reiðubúin að mæta erlendri
hernaðaríhlutun.
Owen lávarður, sáttasemjari Evr-
ópubandalagsins, og Boutros Bout-
ros-Ghali, framkvæmdastjóri SÞ, ít-
rekuðu í gær andstöðu sína við hem-
aðaríhlutun. En Roland Dumas, ut-
anríkisráðherra Frakklands, sagði
að Frakkar mundi einir grípa til að-
gerða ef nauösyn krefði til að frelsa
fangabúðir á vegum Serba þar sem
óbreyttir borgarar hafa sætt nauðg-
unum og pyntingum.
Stjómvöld í Bosníu hafa lýst yfir-
menn herliðs SÞ í landinu ábyrga
fyrir moröinu á Hgjika Turajlic að-
stoðarforsætisráðherra á fostudag.
Serbneskir byssumenn drápu hann
þar sem hann ferðaðist í brynvörð-
UmbUSÞ. Reuter
Rússar í innkaupaferð í Póllandi:
Drösluðust með
lík í marga daga
Hópur Rússa í innkaupaferð í Pól-
landi ákvað að breyta í engu tilhögun
ferðarinnar þó einn úr hópnum létist
úr hjartaslagi skömmu áður en kom-
ið var að pólsku landamærunum.
Farið var með rútu og var líkinu
komið fyrir aftasta sætinu og ferð-
inni haldið áfram. Stóð svo i nokkra
daga að Rússamir fóru milli verslana
með líkið í rútunni.
Tass fréttastofan segir að fólkið
hafi sótt um leyfi til að jarða mann-
inn í PóUandi en ekki fengið. Þá var
um það tvennt að velja að snúa heim
eða haida áfram og varð samkomu-
lag um að fylgja síðari kostinum.
Komið var heim til Novogord um
helgina og líkinu komið í vígða mold.
Rússar fara nú í hópum til PóUands
og hagnast vel á viðskiptum þar.
Tass sagði að gróðafíknin væri svo
mikU að fólk gætti ekki að virðingu
sinni og góðum siðum.
Þegar þú ákveður að kaupa þér amerískt rúm þá skaltu koma
til okkar og prófa hvort þér líkar best stíf eða millistíf dýna eða
mjúk. Við eigum þær alltaf til á lager og getum afgreitt þær strax
og þeim fylgir 20 ára ábyrgð.
SERTA dýnan er einstök að því leyti að hún er eina breiða rúm-
dýnan á markaðnum sem er bundin í báðar áttir sem þýðir
að hjón sem sofa saman á dýnunni verða lítið vör hvort við annað
þegar þau bylta sér. Þetta er augljós kostur þegar annar aðilinn
er þyngri því þá truflar hann ekki léttari aðilann á SERTA dýnu.
Elnu stniá SERTA alltat
Húsgagnahollin
BÍLDSHÖFÐA 20 -112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-681199
Reuter