Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1993, Qupperneq 13
MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1993.
13
Fréttír
Verslunin Karma á Neskaupstað:
Opin nema til komi lögbann
- sýslumaður segir það mál dómstóla ef grípa eigi til lokunaraðgerða
„Lögreglustjóri mun á þessu stigi
málsins ekki beita frekari lokunar-
aðgerðum, svo sem innsiglun, enda
væri um að ræða verulega skerðingu
á lífsafkomu fjölskyldu. Bæjarsfjóra
og byggingafulltrúa hefur verið bent
á að um svona mál verði að fjalla
fyrir dómstólum og þá hugsanlega
að undangengnu lögbanni,“ segir
Bjami Stefánsson, sýslumaður á
Neskaupstað.
Á annað ár hafa staðið yfir deilur
á Neskaupstað milli bæjaryfirvalda
og Gests Janusar Ragnarssonar
kaupmanns um starfrækslu verslun-
arinnar Karma. Verslunin var opnuð
í óleyfi sumarið 1991 og hefur bygg-
inganefnd og bæjarstjóm ítrekað
óskað eftir lokun. Staðsetning henn-
ar stangast á við skipulag og að auki
þykir hún ekki uppfylla skilyrði um
hollustuhætti og bílastæði. Umhverf-
isráðuneytið og skipulagsstjóri ríkis-
ins hafa viðurkennt réttmæti kröf-
unnar og nýverið gerði sýslumaður
það einnig.
Þrátt fyrir andstöðu yfirvalda
gagnvart verslunarrekstrinum telur
Gestur Janus sig í fullum rétti. Segir
hann bæjaryfirvöld beita sig órétti
sem að hluta til eigi sér pólitískar
skýringar. í samtali við DV fyrir
skömmu kvaðst Gestur Janus ekki
ætla að loka búðinni. Ljóst er því að
ætli bæjaryfirvöld að ná fram viþa
sínum og loka versluninni þá verða
þau að óska lögbanns og hefja mála-
ferli.
„Úr því sýslumaður treystir sér
ekki til að loka versluninni þá verð-
um við að setjast niður og ákveða
framhaldið. Það em mér hins vegar
mikil vonbrigði ef byggingalög og
reglugerð gefa yfirvöldum ekki
heimild til lokunaraðgerða þegar um
svona augljós brot er að ræða,“ segir
Guðmundur Bjamason bæjarstióri.
-kaa
Ólafsfjörður:
Verðlag í lægri
kantinum
Helgi Jónsson, DV, Ólafefirði:
Verðlag á landsbyggðinni er 4,9%
hærra en á höfuðborgarsvæðinu. Hér
á Ólafsfirði er það 3,1% hærra. Þetta
kom fram í umfangsmikilli verðhökk-
un sem Verðlagsstofnun gerði.
Vöraverð á yfir 30 stöðum var gefið
upp í þessari könnun og aðeins sex
staöir geta boðið íbúum sínum lægra
vöraverð en Ólafsfirðingum býðst í
sinni heimabyggð. Verölag hér er t.d.
lægra en í Grindavík, Hveragerði,
Selfossi og Borgamesi.
Selfoss:
Hótelrekstur
ísókn
Regína Thorarensen, DV, Selfossi:
Að sögn Heiðars Ragnarsson, hót-
elstjóra á Hótel Selfossi, hefur hótel-
reksturinn gengið ágætlega og aukist
með hveiju árinu hér á Selfossi en
komið er á fimmta ár frá þvi Heiðar
tók við rekstri Hótel Selfoss.
Með vaxandi aðsókn er fastráðið
starfsfólk 8-10 yfir vetrarmánuðina.
Bætt er við fólki um helgar, þegar
mikið er um að vera, - bæði hús-
mæðram og skólafólki. Yfir sumar-
tímann er fastráðið starfsfólk 16-20
að sögn Heiðars.
Mikill menningarbragur er á starf-
semi hótelsins auk þess sem það eyk-
ur atvinnu á staðnum.
Nýttembætti
skattrannsókn-
arstjórarikisins
„Ég tel að þessi breyting sé af hinu
góða. Embætti skattrannsóknar-
stjóra verður sjálfstætt gagnvart rík-
isskattstjóra og mun einbeita sér að
rannsóknarþættinum. Samkvæmt
lögum hefur þetta sjálfstæði verið til
staðar en það þótti eðlilegt að að-
skilja þetta algjörlega. Menn vænta
að með þessari breytingu verði kerfið
skilvirkarar“ segir Guðmundur Guð-
bjamason skattrannsóknarstjóri.
Um áramótin gengu í gildi ýmsar
lagabreytingar í skattamálum. Meðal
annars verður stofnað sérstakt emb-
ætti skattrannsóknarstjóra ríkisins
sem mun alfarið sinna meintmn
skattsvikum og almennri skattrann-
sókn. Þar með leggst af rannsóknar-
deild ríkisskattstjóra. Eftirhtssviðið,
sem áður heyrði undir skattrann-
sóknarstjóra, færist nú undir Garðar
Valdimarsson ríkisskattstjóra.
Ahs era nú 24 stöðugildi hjá skatt-
rannsóknarstjóra. Hluti þessara
stöðughda mun flytjast til ríkisskatt-
stjóra en önnur flytjast yfir til nýja
embættisins.
Að sögn Guðmundar hggur enn
ekki fyrir hjá hvora embættinu ein-
stakir starfsmenn verða á nýbyijuðu
ári. Búið er að auglýsa stöðu skatt-
rannsóknarstjóra ríkisins lausa til
umsóknar. -kaa
Enn einu sinni fá viðskiptavinir sparisjóðanna vinninginn
7,01 % raunávöxtun
HÆSTA ÁRSÁVÖXTUN
Á INNIÁNSREIKNINGI
Hæsta ávöxtun á innlánsreikningum hjá bönkum og sparisjóðum
árið 1992 kom í hlut þeirra sem skipta við sparisjóðina.
Enn einu sinni hefur reynslan sýnt að þeir sem vilja ávaxta sparifé á innlánsreikningum geta borið mest
úr býtum hjá sparisjóðunum. Hafðu þetta í huga.
SPARISJÓÐIRNIR