Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1993, Page 14
14
MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1993.
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð i lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblaö 150 kr.
Byrjuðu ballið
Vextir bankanna hækkuðu um áramótin. Þó er
skammt síðan menn gerðu sér almennt vonir um lækk-
un vaxta. Forsvarsmenn atvinnulífsins fjölluðu um slíka
lækkun sem eina helztu aðgerðina, sem gera þyrfti til
að rétta við atvinnulífið. Það var í október. En staðan
hefur gjörbreytzt, aðallega vegna gerða ríkisstjómar-
innar.
Bankamir hækkuðu nú vexti á óverðtryggðum lánum
um allt að tveimur prósentustigum. Raunvextir hækk-
uðu einnig hjá sumum bankanna. Landsbankinn hækk-
aði vexti á verðtryggðum skuldabréfum um 0,25 pró-
sentustig og íslandsbanki um 0,5 prósentustig. Stjómar-
hðar í bankaráði Landsbankans stóðu að hækkuninni
ásamt fulltrúa Kvennahstans. Margir hafa orðið til að
mótmæla vaxtahækkun nú, enda eykur hún samdrátt-
inn í atvinnulífinu. Þegar grannt er skoðað, kemur í
ljós, að gild rök em fyrir hækkun vaxtanna út frá sjón-
armiðum banka.
Hækkun nafnvaxta byggist á því, að verðbólgustigið
fer hækkandi. Hraði verðbólgunnar hefur verið um eitt
og hálft prósentustig að undanfórnu, en nú er verðbólg-
an komin á skrið. Búizt er við, að hraði verðbólgu verði
17 prósent miðað við hreyfingu vísitölunnar um næstu
mánaðamót og síðan 9,6 prósent miðað við hreyfingu
vísitölu í febrúar - marz, 7 prósent í febrúar - apríl og
5,5 prósent febrúar - maí. Hér er átt við verðbóguhraða
miðað við heht ár, ef hraðinn héldist. Spáð er, að dragi
úr verðbólgu með vorinu. Eðlhegt er, að bankar og spari-
sjóðir hækki nafnvexti, þegar verðbólgan hefur aukizt.
Aukning verðbólgu stafar af ákvörðunum, sem ríkis-
stjómin hefur tekið. Gengisfelhngin veldur því, að verð-
lag hækkar. Ennfremur hefur verðlag farið hækkandi
vegna annarra aðgerða stjómvalda.
Fuh þörf var á gengisfellingunni eftir hið mikla um-
rót á alþjóðlegum peningamörkuðum. En gengisfellingin
er dýr. Þótt talað sé um, að verðbólgan fari minnkandi
með vorinu, fer því fjarri, að það sé ljóst. Fjöldi verka-
lýðsfélaga hefur sagt kjarasamningum upp. Styrjaldar-
tónn er víðast í launþegahreyfingunni og ríkjandi skoð-
un, að tími „þjóðarsátta" sé hðinn. Næst verði átök.
Verkalýðshreyfingin htur svo á, að ríkisstjómin hafi
kastað stríðshanzkanum með aðgerðum sínum í nóv-
emberlok.
Þannig gæti svo farið, að átök verði brátt á vinnu-
markaði, friðurinn úti og afleiðingin nýtt kapphlaup
kaupgjalds og verðlags.
Þótt hækkun nafnvaxta stafi að mestu leyti af áhrifum
hinnar óhjákvæmhegu gengisfellingar, hlýtur ríkis-
stjómin að sæta ámæh fyrir að halda uppi hinu háa
raunvaxtastigi, sem jafhvel fer hækkandi. Háir raun-
vextir em th komnir vegna of mikilla umsvifa ríkisins
á Qármagnsmarkaðinum. Þama koma fram áhrif þess,
að ríkisstjómin setur hvert „skattametiö“ af öðm. Þann-
ig hækkuðu vextir spariskírteina ríkissjóðs fyrir
skömmu og fóm upp fyrir lægstu útlánsvexti banka.
Auðvitað gengur ekki, að taka megi bankalán th að
hagnast á kaupum spariskírteina ríkissjóðs á verðbréfa-
þingi eins og staðan var orðin.
Þannig byrjaði ríkissjóður balhð. Atvinnulífið á örð-
ugt með að borga hækkandi raunvexti. Samdrátturinn
er mikhl fyrir, og þetta er eitt hið versta, sem gerzt gat
í þessari stöðu. Hjá því verður ekki komizt að álykta,
að ríkisstjómin hafi bmgðizt í vaxtamálum.
Haukur Helgason
Labrador -Nðe
Jf ^ o
Nuuk
Hvarf
worour-
Grænlandshaf
Jan *'
Reykjavíko
ÍSLAND
ATLANTSHAF
0 1000 2000 km
o
Arkangelsk
.Öq Æ
& 'Q FINNLAND
^ ° Helsinki
^sl0 Stokkhólmur
„Samstarf og samvinna við Evrópuþjóðirnar útilokar ekki samstarf og samvinnu við Bandaríki Norður-
Ameríku ... “ segir Finnur m.a. í grein sinni.
Af hverju hjáseta
í EES-málinu?
Markmið okkar íslendinga í
samskiptum við aðrar þjóðir, þ.e. í
utanríkismálum, er að tryggjá hag
íslensku þjóðarinnar. Það hlýtur
því að vera ráðandi þáttur í utan-
ríkismálum okkar þjóðar á hvem
hátt við stöndum að samstarfl við
Norður-Ameríku annars vegar og
Evrópu hins vegar. Samstarf og
samvinna við Evrópuþjóðimar úti-
lokar ekki samstarf og samvinnu
við Bandaríki Noröur-Ameríku og
öfugt heldur þvert á móti.
Fyrst Evrópa síðan Banda-
ríkin
Ég held aö með samningnum um
EES hafi okkur íslendingum opn-
ast leiðir til samninga sem aila jafn-
an em lokaðar og hefðu verið lok-
aðar hefðum viö í upphafi staðið
utan þeirra samninga. Ég er sann-
færður um að ef leitað yrði eftir
viðskiptasamningi við Bandaríkin
skapaði EES-samningurinn betri
stöðu í þeim samningmn. Við ís-
lendingar eigum því strax að leita
eftir víðtækum viðskipta- og sam-
starfssamningi við Bandaríkin á
gnmdvelh gagnkvæmra hags-
muna, þar á meðal þeirra sérstöku
hagsmuna sem leiða af legu ís-
lands.
Aldrei inn í EB
Bókun 6 hefur skapað okkur ís-
lendingum betri stöðu á evrópska
markaðnum með sjávarafúrðir
heldur en Norðmenn, sem era okk-
ar aöalsamkeppnisaöilar, hafa haft.
Norðmenn hafa nú staðfest EES-
samninginn og því skyndilega öðl-
ast betri samkeppnisstöðu á evr-
ópska markaðnum heldur en við.
Það mun setja íslenskan fiskiðnað
í mikinn vanda.
Ef við íslendingar njótum þess
sem viðskiptahlið EES-samnings-
ins veitir okkur verður staða Is-
Kjallarinn
Finnur Ingólfsson
alþingismaður Framsóknar-
flokksins í Reykjavík
lendinga og Norðmanna sambæri-
leg á markaðnum varðandi tolla,
þó svo að Norðmenn gangi inn í
Evrópubandalagið. Ég tel því að
viðskiptahlið samningsins um hið
Evrópska efnahagssvæði sé okkar
sterkasta vopn í vöm okkar fyrir
því að sogast inn í Evrópubanda-
lagið því þangað megum við aldrei
fara.
Óásættanlegur sjávarút-
vegssamningur
Tollalækkunina á Evrópumark-
aönum höftun við íslendingar því
miður þurft að kaupa dým verði
því þegar sjávarútvegssamningur-
inn hggur nú fyrir og hann er veg-
inn og metinn þá er alveg ljóst að
hann er algjörlega óásættanlegur
fyrir okkur íslendinga þar sem
ekki er um jafngildar veiðiheimild-
ir að ræða. Þetta er ein sönnun
þess að ríkisstjómin hefur haldið
illa á þessu máli á síðari stigum
samningsferlisins.
Rökrétt afleiðing
Vafi leikur á því hvort stofnana-
hluti samningsins brýtur í bága viö
íslensk stjómskipunarlög. Til að
taka af allan vafa í þeim efnum
fluttu fulltrúar stjómarandstöð-
unnar hjá Alþingi framvarp til
breytinga á stj ómskipunarlögum
en meirihlutinn á Alþingi kaus að
vísa málinu frá.
Einnig leikur vafi á því hvort
frumvarpið er hæft til meðferðar á
Alþingi þar sem það er ekki full-
búið. Það er því eðlilegt að doka
við og fá málið fullbúið inn á Al-
þingi en ríkisstjómarflokkamir
ákváðu að láta máliö hafa þann
framgang sem það nú hefur fengið.
Þeir verða því einir að bera alla
pólitíska ábyrgð á málinu. Það er
því rökrétt að sitja hjá við af-
greiðslu málsins.
Finnur Ingólfsson
„Við Islendingar eigum þvi strax að
leita eftir víðtækum viðskipta- og sam
starfssamningi við Bandaríkin á
grundvelli gagnkvæmra hags-
muna..
Skoðanir annarra
Tveir aðskildir samningar
„ Með því að halda upphaflegri áætlun með fisk-
veiðisamninginn og staðfesta hann nú, þrátt fyrir
töfina á fæðingu EES, gefst íslendingum tækifæri til
að skilja enn gerr á milli þessara tveggja samninga.
Það tækifæri eiga íslendingar afdráttarlaust að nýta.
Allar vangaveltur um að fresta staöfestingu Alþingis
á fiskveiðisamningnum eru byggðar á hrapallegum
misskilningi á því sem íslandi er fyrir bestu.“
Úr forystugr. Alþbl. 8. jan.
Þeir fátæku og þeir ríku
„í niöurstöðum könnunar, sem fjármálaráðu-
neytið lét gera og kynntar vom á síðasta ári, kom
fram að einungis á milli áranna 1990 og 1991 jókst
hrein eign 245 efnuöustu hjónanna um rúma fjóra
mihjarða króna. Á sama tíma jukust skuldir efnam-
innstu hjónanna um því sem næst sömu upp-
hæð... Þegar við bætist að fjármagnstekjur era al-
gerlega skattlausar er ekki að sökum að spyrja. Þeir
fátæku verða stöðugt fátækari en þeir ríku ríkari -
miklu ríkari."
Úr forystugr. Dags á Akureyri
Vænlegasta
leiðin í bankamálum
„ Ef dregiö yrði úr vaxtamun myndi það leiða til
þess að greiða þyrfti samsvarandi upphæð í bankana
að stuttum tíma liðnum. Þeir fiármunir yrðu teknir
úr ríkissjóði og lagðir á skattgreiðendur. - Sjálfsagt
er vænlegasta leiðin til vaxtalækkunar sú að selja
helst erlendmn bönkum stóran hlut í ríkisbönkun-
um.“ ÚrforystugreinPressunnar7.jan.