Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1993, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1993, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1993. 17 Fréttir Seyðisfjörður: Fjöldasöngurinn í malar- námunum naut sín vel Pétur Kristjánsson, DV, Seyðisfirði; Áramótin voru ósköp róleg og notaleg hér í firðinum. Að sögn lög- reglunnar voru engin óhöpp né ólæti. Um hálftíuleytið kveiktu menn úr Björgunarsveitinni ísólfi í myndar- legum bálkesti sem þeir höfðu hlaðið og héldu síðan bálinu vel við. Brenn- an var nú annað árið í röð í mal- arnámunum gömlu hér rétt fyrir innan bæinn. Þar hefur orðið til all- skemmtilegt samkomusvæði sem gott er að safnast saman á og naut fjöldasöngurinn sín þar vel. Um miðnættið logaði himinninn glatt eins og annars staðar á landinu. Og ekki brunnu peningamir sem fóru í flugeldakaup því aUur ágóði sölunnar fer til Björgunarsveitarinn- ar ísólfs. Diskótek var síðan í félagsheimil- inu Herðubreið fram eftir nóttu. Andrúmsloftið var létt og óþvingað og greinilegt að allir skemmtu sér eins og best verður á kosið. DV-mynd Pétur Sungið í malarnámunum Söngelskar konur: Stofna Kvennakór Reykjavíkur Hafinn er undirbúningur að stofn- un Kvennakórs Reykjavíkur sem starfa á í líkingu við Karlakór Reykjavíkur: æfa tvisvar 1 viku, vera með undirleikara og annað aðstoðar- fólk og halda árlega jóla- og vortón- leika. Hugmyndin að stofnun kvemia- kórsins á rætur að rekja til kórskóla Margrétar J. Pálmadóttur þar sem konur hafa sungið saman undanfarið ár. Konurnar héldu tónleika í Lang- holtskirkju síðastliðið vor og eftir þá fékk hugmyndin um kvennakór byr undir báða vængi. Frá því skólinn hóf stöf í haust hefur verið unnið markvisst að hugmyndinni og radd- legur undirbúningur farið fram. Hélt hópurinn tónleika í troðfullri Krists- kirkju fyrir jól. Nú verður Kvennakór Reykjavíkur formlega stofhaður og inntökupróf haldin á Hallveigarstöðu'm miðviku- daginn 13. janúar kl. 17-22 og sunnu- daginn 17. janúar kl. 13-17. Þeim konum sem ekki standast inntöku- skilyrði verður bent á ýmsa mögu- leika til undirbúnings. Stjómandi kórsins verður Margrét J. Pálmadóttir. Jóhanna V. Þórhalls- dóttir verður raddþjálfari og tón- fræðikennari og Svana Víkingsdóttir mun sjá um undirleik. -hlh Útboð ríkisvíxla: Ávöxtunin hækkar Útboði á þriggja mánaða ríkisvíxl- um lauk með opnun tilboða fyrir helgi. Alls bárust 43 gild tilboð í ríkis- víxla að fjárhæð 2.730 milljónir króna. Heildarfiárhæð tekinna til- boða var 2.118 milljónir frá 20 aðilum. Meðalávöxtun samþykktra tilboða er 11,99% sem svarar til 11,77% for- vaxta. Meðalávöxtunin hækkaði frá síðasta útboði þegar hún var 11,86%. í þeim útboðum sem hafa verið síð- asta mánuðinn hefur meðalávöxtun- in hækkað úr 11,38% í því fyrsta í 11,99% nú. -Ari Ámeshreppur: Loksinseríbúa- fjöldinnréttur Regína Thorarensen, DV, Selíossi: Ég átti nýlega tal við séra Jón ísleifsson, prest í Árneskirkju á Ströndum. Þar var messa um jólin í hinni nýju kirkju. Kirkjusókn var góð þrátt fyrir hálku. Nú eiga lögheimili í Árneshreppi 109 manns samkvæmt manntals- skráningu 1. desember 1992. Þá er loksins komin rétt tala á íbúafiöld- ann því að Hagstofan er búin að koma þeim mörgu á rétta staði sem flutt hafa úr hreppnum í góða at- vinnu suður og eiga íbúðir í Reykja- vík og víöar á höfuðborgarsvæðinu en borguðu sín háu gjöld til Ámes- hrepps. •GRÆNN = 20%AFSLATTUR WRAUB , Geislaplötur og 9 kassettur merktar með GULUM límmiða eru • með 15% afslætti, • . Geislaplötur og kassettur merktar með GRÆNUM límmiða . eru með 20% afslætti, Geislapíötur merktar með eru með 10% $ og kassettur ; RAUÐUM Ifmmiða afslætti, ( JLJ Nu er bara að drifa sig á útsölu ársins •i < \ •j / ( j RÆf 1IIM ■ * ( j • ] •! < i OG ALUR AF STAOl UTRÍK ÚT5ALA í BOREARKRIHIELUIMIMIOG MJónnmm 10% AFSLA TTUR*15%AFSLA TTUR*20%AFSLA TTUR af öllum nýjum og gömlum vörum í verslunum okkar í BORGARKRINGLUNNI og MJÓDDINNI (Álfabakka 14) og reyndar miklu meira en það, því jafnframt er ígangi ÚTSÖLUMARKAÐUR þar sem geislaplöturnar kosta frá 99. -krónum og kílóið af gömlu plastplötunum (5 stk.) er á 1000 kall. Auk fleiri kostaboða, svo sem öll nýjustu myndböndin leigð út á 250, - krónur og TDK kassettur á tilboðsverði. 5% aukaafsláttur fyrir meðlimi BÓNUSKLÚBBSINS ofl. ofl. H/Ú ALLSR AF STAÐS f/MUSIl ÖpyNdÍR 5% AUKAAF5LÁTTUR r FYRIR BÓIMU5KLLIBBFÉLAGA •®TDK, THAUSTAH OG DUGAIMDI KASSETTUR 1-Ú-S-Í-K0 • Y N D-im , HUÓMPLÖTUR Á ÍOOO KR. KfLÓIÐ ALFABAKKI 14 MJODD s: 74848 ■ BORGARKRINGLAN s: 679015 ATHUGIÐ AÐ VERSLANIRNAR ERU OPMAR TIL KL. 23:31 ÖLL KVÖLD VIKUNNAR SENDUM í PÓSTKRÖFU SÍMINN ER 91-1 16 20

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.