Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1993, Síða 8
8
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1993.
Svipmyndin
Af hverri er svipmyndin?
Stundum er um það talað að
sápuóperur verði að veruleika. En
það var einmitt það sem gerðist í
lífl þeirrar sem svipmyndin er af.
Hún var leikona og lék í kvik-
myndum og úvarpsþáttum á veg-
um fyrirtækis sem hét Radical So-
ap. Hún var lagleg en þó varð ekki
beinlínis um hana sagt að hún
væri fogur. Það var lífsgleði hennar
og töfrar sem maðurinn féll fyrir.
Og nú hafði hún kynnst manni
sem var þess virði að kynnast.
Hann var fjörutíu og níu ára en
hún aðeins 24 ára.
Þau hittust af tilviljun á dansleik
góðgerðarsamtaka. Ást kviknaði
við fyrstu sýn.
Maðurinn sem hún kynntist þar
umgekkst gjaman ungar stúlkur.
Þegar saman bar fundum hans og
þeirrar sem hér er lýst var hann
með við hlið sér átján ára stúlku
sem hann var vanur, í gamni, að
kynna sem dóttur sína.
Nú varð sú átján ára að víkja.
Og ástríðufullt samband hófst. Sú
sem svipmyndin er af var kona sem
vissi hvað hún vildi.
Hún var frá fátæku sveitaheimili.
Fimmtán ára hafði hún farið til
stórborgarinnar til þess að reyna
fyrir sér. Draumur hennar var að
verða leikkona.
Næstu ár voru erfið. Henni tókst
þó að fá smáhlutverk í kvikmynd-
um og útvarpsleikritum. Þaö var
þó fyrst þegar Radical Soap fór að
sýna henni áhuga að hagur hennar
vænkaðist.
Til þess að vekja athygli á sér
gerðist hún sömuleiðis fyrirsæta
óg myndir af henni birtust í viku-
ritum. Þær sýndu aðlaðandi og fá-
klædda dökkhærða stúlku. Fót-
leggimir og berar axlimar vom
áberandi. A nokkmm myndanna
má sjá í brjóstin.
Myndimar voru í raun ekki neitt
til að hneykslast yfir en engu aö
síður fannst sumum sér misboðið.
Og síðar vom gerðar tilraunir til
að nota þær gegn henni. Þá vora
þær prentaðar í stóm upplagi og
þeim dreift um landið.
Skammlíf
Nú skein sólin. Hún haföi kynnst
stóra ástinni. Þau gengu í hjóna-
band í kyrrþey.
Sú sem hér er lýst var kona sem
stóð í einu og öllu með manninum
sínum. Þar sem hún vissi hvað það
var að vera fátæk stóð hún aö
margs kyns félagslegri hjálpar-
starfsemi. Það gerði hana mjög vin-
sæla meðal verkafólks. Hver sem
var gat snúið sér til hennar með
vandamál sín.
Þá fór hún einnig að láta til sín
heyra um kosningarétt kvenna.
Árum saman hafði hún verið því
hlynnt að konur fengju að kjósa.
Má þakka henni það að miklu leyti
að þær fengu kosningarétt.
Hins vegar hélt hún á lofti skoð-
unum sem kvenréttindakonum
féllu ekki.
„Heimiiið er vettvangur konunn-
ar.“
„Engin kvenréttindahreyfing
getur náð umtalsverðum árangri
ef hún styður ekki baráttu karl-
mannanna."
Það er ekki að undra þótt til
heitra umræðna hafi komið.
Eftir nokkur ár varð sú sem svip-
myndin er af veik og hún lést að-
eins þijátíu og þriggja ára. Lík
hennar var smurt svo það varð-
veittist.
Eftir lát hennar vegnaöi manni
hennar ekki eins vel og áður. Þrem-
ur ámm síðar varð hann að yfir-
gefa landið.
Nýja ríkisstjómin reyndi að útmá
allt sem minnti á hjónin vinsælu.
Breytt var götunöfnum og styttur
ijarlægðar. Þá krafðist öryggis-
þjónustan þess að fá lík þeirrar sem
svipmyndin er af framselt. Var þaö
sett í herstöð, í geymslu sem merkt
var „Hlutir í útvörp".
Líkið hverfur
Líkflutningurinn vakti mikla
reiði aðdáenda þeirrar sem svip-
myndin er af. Til mikils andófs kom
og settar vom fram kröfur um að
líkinu yrði skilað.
Mjög fáir vissu hvar það var. Nú
var tekið að flytja það stað úr stað.
Þá komst margvíslegur orðrómur
á kreik. Sumir héldu jafnvel að það
hefði verið lagt í ómerkta gröf.
Aðrir voru aftur þeirrar skoðunar
að því hefði verið kastað í fljót.
Majór í öryggisþjónustunni er
sagður hafa tekið að sér að geyma
kistuna á heimih sínu um hríð.
Hann svaf með skammbyssu undir
koddanum. Nótt eina heyrði hann
þmsk og sá skugga bregða fyrir
svefnherbergisdymar. Hann skaut
mörgum skotum en komst svo að
raun um að hann haföi skotið til
bana konu sína sem verið hafði á
leið fram í baðherbergið.
Það var árið 1956 sem líkið hvarf.
Það kom ekki fram aftur fyrr en
árið 1971. Þá skilaði öryggisþjón-
usta því til manns hennar og kom
það mjög á óvart.
Þegar hér var komið var hann
orðinn sjötíu og fimm ára og bjó í
Madrid. Hann hafði þá kvænst dan-
smær á næturklúbbi. Vörabíll ók
upp að húsinu sem hann bjó í og
kistan var borin inn í setustofuna.
Lásinn á henni var síðan brotinn
upp.
„Þarna liggur hún!“ var sagt. Lík-
ið var vel varðveitt.
„Ég mim eiga mörg ánægjuleg ár
í nærvem þessarar konu,“ sagði sá
sjötíu og fimm ára gamli.
Líkið hafði mikið táknrænt gildi
fyrir fyrrverandi stuðningsmenn
hennar. Þess vegna hafði það verið
geymt á óþekktum stööum í svona
mörg ár. Flogið hafði verið meö það
á laun frá Argentínu til Mílanó á
Ítalíu. Þar hafði það verið jarðsett
undir nafninu Maria Maggi.
Nú var þaö flutt til heimalandsins
á ný. Loks fékk hún að hvíla í ró.
Um ævi hennar var gerður frægur
söngleikur sem hlotið hefur miklar
vinsældir.
Hver var hún?
Svar á bls. 56
Matgæðingur vikunnar_dv
Bakaður
humarréttur
„Þetta er nú spariréttur á mínu
heimili," sagði Hrafnhildur Björg-
vinsdóttir, matgæðingur vikunnar
og húsmóðir í Grindavík, við DV.
„Hann er mjög þægilegur því það
er hægt að hafa hann tilbúinn í
ofninn þegar gestirnir koma. Hér
em nú staddar tvær vinkonur mín-
ar sem búa erlendis. Það er mjög
vinsælt að bjóða þeim í humar.“
Það sem þarf
15 humarhalar
2 dl hrísgijón
Vi dós grænn aspas
Zi dós sveppir
smjörkhpa
2 eggjahvítur
2 tesk. hveiti
100 g majones
1. tesk. karrí
Aðferð
Smjörið er brætt og karríið sett
saman við. Humarhalamir eru
soönir. Hrísgrjónin em soðin í saf-
anum af sveppunum og aspasinum.
Ef enn meiri vökva skyldi vanta á
þau er upplagt að taka aðeins af
humarsoðinu.
Eggjahvítumar em þeyttar með
hveitinu og majonesinu.
Þegar hrísgijónin em soðin eru
þau sett í botninn á smurðu, eld-
fóstu móti. Humrinum, aspasinum
og sveppunum er raðað ofan á þau.
Þeyttum ggjahvítunum er smurt
Hrafnhildur Björgvinsdóttir.
ofan á. Rétturinn er bakaður í ofni
í 20 mínútur við 200 gráða hita.
Með honum er gott að bera fram
ristað brauð og hrásalat, ef vill.
Hrafnhildur ætlar aö skora á
Helga Haraldsson, sjómann í
Grímsey. „Hann er mikill lista-
kokkur. Ég hef fengið hjá honum
lambalæri sem hann tók uppskrift-
ina að úr einhverri franskri mat-
reiðslubók. Það er alveg frábærlega
gott. Ég vona að hann gefi upp-
skrift að því,“ sagði hún.
Hmhliðin_____________________
Ætla að dúndra
mér til Ítalíu
- segir Ásdís Skúladóttir leikstjóri
„Ég er afskaplega ánægð með
Ronju ræningjadóttur," sagði Ásdís
Skúladóttir leikstjóri sem leikstýr-
ir því vinsæla verki sem sýnt er í
Borgarleikhúsinu þessa dagana.
Það er komið að Ásdísi að sýna á
sér hina hliðina í helgarblaði DV.
„Verkiö hefur gengið mjög vel,
enda er ég með gott fólk í kringum
mig. Þetta er hiö besta mál.“
Fullt nafn: Ásdís Skúladóttir.
Fæðingardagur og ár: 30. júni 1943.
Maki: Sigurður Karlsson leikari.
Börn: Móeiður, 22 ára, nemi í Bos-
ton, og Skúh, 7 ára, nemi í Hlíða-
skóla.
Bifreið: Engin.
Starf: Leikstjóri og starfsmaður
frístundahópsins Hana-nú
Laun: Minnstu nú ekki á það ógrát-
andi!
Áhugamál: Allt milli himins og
jarðar.
Hvað hefur þú fengið margar réttar
tölur í lottóinu? Spila aldrei í lottó.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Leikstýra.
Hvað fmnst þér leiðinlegast að
gera? Vinna heimilisverk.
Uppáhaldsmatur: Rauðvínslegið
lambalæri með sérrísósu og kart-
öflum.
Uppáhaldsdrykkur: Kamparí „on
the Rocks".
Hvaða íþróttamaður finnst þér
Ásdís Skúladóttir leikstjóri.
standa fremstur í dag? Allir simd-
kapparnir milli klukkan 5 og 7 í
Sundlaug Seltjamamess.
Uppáhaldstímarit: Vera.
Hver er fallegasti karl sem þú hefur
séð fyrir utan maka? James Dean.
Ertu hlynnt eða andvig ríkisstjórn-
inni? Ekki orð um það mál!
Hvaða persónu langar þig mest til
að hitta? Astrid Lindgren aftur.
Uppáhaldsleikari: Þröstur Leó
Gunnarsson út af stólaatriðinu í
Ronju.
Uppáhaldsleikkona: Sigrún Edda
Björnsdóttir.
Uppáhaldssöngvari: K.K.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Fred Flintstone og frú.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Góðir
fræðsluþættir og spennumyndir,
að ógleymdum fréttunum.
Ertu hlynnt eða andvíg veru varn-
arliðsins hér á landi? Það ætti að
vera farið fyrir löngu.
Hver útvarpsrásanna fmnst þér
best? Tvímælalaust rás 1 sem er
landi og þjóð til sóma.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Jónas
Jónasson.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Auðvitað Sjónvarpið.
Uppáhaldssjónvarpsmaður:
Derrick.
Uppáhaldsskemmtistaður: Best að
vera heima.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: Valsar-
ar.
Stefnir þú að einhveiju sérstöku í
framtíðinni? Já.
Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí-
inu? Helst ætla ég að dúndra mér
til Ítalíu og skoða þar leikhús og
óperur. Ég stefni líka á París í sömu
erindagjörðum.