Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1993, Qupperneq 12
12
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1993.
Bamaheill koma upp meðferðarheimili fyrir vegalaus böm:
Byggja upp ríkisjörð
fyrir 25 milljónir
Þannig kemur það til með að líta út, meðferðarheimilið að Geldingalæk í Rangárvallasýslu, eftir endurbygginguna samkvæmt frumdrögum.
Arthúr Morthens, formaöur Barnaheilla. DV-mynd BG
„Bamaheill hafa tekið jörðina
Geldingalæk í Rangárvallasýslu á
leigu og hefur verið gengið frá
rekstrarsamningi. Þar verður rek-
ið meðferðarheimili fyrir böm á
aldrinum 6-12 ára. Er gert ráð fyrir
aö þar dveljist 6 böm í senn, í 1-3
ár, ásamt 4-5 starfsmönnum. Við
áætlum að uppbygging heimihsins
kosti í allt um 25 milljónir króna
og að það taki til starfa í vor eða
sumar.“
Þetta sagði Arthúr Morthens, for-
maður samtakanna Barnaheilla,
þegar DV spurði hann um framtíð-
arstarf samtakanna. Sem menn
muna var efnt til mikillar fjársöfn-
unar á þeirra vegum til að unnt
væri að byggja upp heimili fyrir
vegalaus böm. Þá söfnuðust um 27
miUjónir króna. Einnig var seld
hljómplata í fjáröflunarskyni fyrir
samtökin. Tónhstarmenn, með
Ingva Þór Kormáksson í broddi
fylkingar, gáfu vinnuna á þeirri
plötu. Loks voru haldnir veglegir
jólatónleikar með Kristjáni Jó-
hannssyni og rann ágóði þeirra til
Bamaheilla. Og nú er ýmislegt
framundan hjá samtökunum, þar á
meðal uppbygging ofangreinds
heimhis að Geldingalæk.
Ámörkum dreif-
býlisogþéttbýlis
„Þetta er stór jörð sem er ekki
nema tíu mínútna akstur frá Hellu.
Þetta er eitt þeirra atriða sem við
höfum leitað eftir, að vera á mörk-
um dreifbýhs og þéttbýhs," sagði
Arthúr. „Húsið á jörðinni er ansi
Ula farið og það þarf að gera það
upp fyrir um 6-10 milljónir. Er
stefnt að því að sú viögerð hefjist á
næstu dögum. Við erum búnir að
fá arkitekt til að taka úr húsið og
emm að fara af stað með undirbún-
ig að útboði.
Síðan er viðbygging sem gæti far-
ið í 15 milljónir króna. Við erum
því að tala um heildarkostnað upp
á 25 mihjónir."
Arthúr sagði að heimilið yrði
dýrara en upphaflega hefði verið
gert ráð fyrir. En ástæðan fyrir því
að ákveðið hefði verið að fara með
starfið út í sveit væri sú aö sam-
dóma áht fagmanna væri aö heppi-
legt væri að vinna með böm í sveit
þar sem þau lærðu að taka ábyrgð
á bústörfum og skepnum. Slíkt
væri sterkur hður í ahri meðferð-
arvinnu.
Nú væri verið að ganga endan-
lega frá máhnu og vonandi hefðu
félagsmálaráðuneytið og landbún-
aðarráðuneytið hnýtt alla lausa
enda þess þegar þetta birtist. Til
dæmis væri síðamefnda ráðuneyt-
ið uppi með hugmyndir um að nýta
hluta jarðarinnar undir skógrækt.
25-30 vegalaus böm
„Þau böm, sem koma tíl með að
dvelja þama em vegalaus böm
sem hafa verið í fóstri en fósturfor-
eldrar gefist upp,“ sagði Arthúr.
„Þetta em erfið böm sem þurfa
ipjög mikihar aðstoðar við. Á land-
inu öhu em um 25-30 böm á aldrin-
um 6-12 ára sem þannig er ástatt
um.
Við munum hafa pláss fyrir 6
börn í senn. Að dvöhnni hjá okkur
lokinni er ætlunin að þau fari th
fósturforeldra eða heim ef foreldr-
ar em færir um að taka við þeim.“
Arthúr sagði að þetta starf yrði
unnið í ipjög nánu samstarfi við
félagsmálastofnanir og félagsmála-
ráðuneytið, svo og barna- og ungl-
ingageðdehd. Heimihð yrði sjálfs-
eignarstofnun. Starfandi yrði hús-
nefnd sem í ættu sæti fulltrúar frá
félagsmálaráðuneyti, Bamahehl-
um og meðferðaraðhum. Einnig
yrði starfandi inntökunefnd, sem
myndi velja bömin á heimhið
hverju sinni. Hún yrði skipuð full-
trúum allra helstu aðha sem fjöll-
uðu um málefni umræddra barna.
„Hitt er annað að hópurinn á
unghngastiginu, sem er vegalaus
og á í miklum vanda, er býsna stór
og þarfnast vemlegar aðstoðar. Ég
get bent á að þegar sótt er um inn
á Torfastaði em yfirleitt 4-5 um
hvert pláss. Þetta eitt sýnir þörfina
fyrir aðstoð við þessa unglinga.
En við ætlum koma þessu heim-
ih fyrir vegalaus börn fyrst upp,
áður en lengra verður haldið. Að
því loknu verðum við þá í sam-
vinnu við félagsmálayfirvöld og fé-
lagsmálaráðuneytið að skoða á
hvern hátt verður haldið áfram
uppbyggingu heimha fyrir ungl-
inga í vanda. Það kæmi th greina
að sá þáttur starfseminnar yrði
einnig staðsettur á Geldingalæk.
Hvort þama verða byggð upp fleiri
meðferðarheimhi eða einhvers
konar sumarbúðir, það verður að
koma í ljós í framtíðinni."
Barnasáttmáli SÞ
Auk ofangreindra verkefna hgg-
ur ýmislegt fyrir hjá samtökunum
Bamaheih. Meðai annars er vinna
við Bamasáttmála Sameinuðu
þjóðanna. islendingar samþykktu
hann í lok október sl. í honum er
skýrt tekið fram að aðildarþjóðim-
ar verði aö kynna hann bæði böm-
um og fullorðnum. Bamaheill hafa
áhuga á að taka þessa kynningu
að sér í samvinnu við stjórnvöld.
Samtpkin hafa þegar útbúið kynn-
ingarbækhng sem ætlunin er að
dreifa til 10 ára barna í gmnnskól-
um. Hann verður einnig kynntur
öðrum aldursflokkum bama og
unglinga.
„Þetta er afskaplega mikhvægt
mál sem snýr að vitneskju bama
um þau mannréttindi sem þau eiga
rétt á og einnig fyrir foreldra og
aðra sem em að vinna með böm-
um.
Þá emm við núna að undirbúa
málþing, m.a. um ofbeldi bama og
ofbeldi gegn bömum. Það hefur
farið mjög vaxandi og okkur finnst
heimur bama vera orðinn ansi
harður, bæði hvað varðar ofbeldi
bama á mhh, svo sem einelti, svo
og ofbeldi unnið á bömum, svo sem
kynferðislegt ofbeldi."
Vandi inn-
flytjendabarna
„Það hafa verið í gangi umræður
um hagi innflytjendabarna. Því
miður viröist ekki gert ráð fyrir
neinni fjölgun þessara barna í fjár-
lögum. Ég get nefnt sem dæmi, að
í Reykjavík eru nú um 220 böm sem
hafa flutt hingað frá útlöndum. Þau
fá, því miður, mjög htla aðstoð. í
einstökum skólum er þessi vandi
orðinn gríðarlegur. Þama er um
ákveðin mannréttindi að ræða sem
þarf að taka á.
Við höfum rætt að halda í haust
ráðstefnu í samvinnu við samtökin
Heimili og skóla, sem við erum í
nánu samstarfi við. Þar yrði fjallað
um líðan barna í skólum á íslandi
og stöðu þeirra. Þetta er mikilvægt
mál.
Þá erum við að setja á laggirnar
rannsóknarsjóð sem myndi efla og
styrkja barnarannsóknir. Við ætl-
um að setja hluta þess fjármagns
sem fékks fyrir hljómplötusöluna,
svo og hluta ágóðans af jólatónieik-
unum í þennan sjóð.
Rannsóknir á málefnum barna
hér á landi eru afskaplega litlar og
við teljum mjög mikilvægt að efla
þær.“
Þá sagði Arthúr að samtökin
væru að hefja samstarf með systur-
samtökum á Norðurlöndum. Væri
fyrirhugað að athuga ákveðin
verkefni í samráði við Dani og Svía.
Væri um að ræða verkefni til
styrktar börnum á Grænlandi, svo
og börnum í Suður-Ameríku.
„Við viljum vinna á tvennum víg-
stöðvum. Annars vegar sem mál-
svarar barna hér heima og hins
vegar að hjálparstarfi erlendis.
Framtak í
útgáfumálum
Bamahehl hyggja á ýmiss konar
útgáfu. Þau gefa þegar út tímarit
og fréttabréf. Th viðbótar hafa ver-
ið gerðar þrjár stuttmyndir um
bamasáttmálann og málefni bama.
Þær verða sýndar í sjónvarpi.
Einnig hefur verið unnið að gerð
þátta um uppeldi bama, í sam-
vinnu við Plús-film. Verið er að
gefa út slysavarnaspil í samvinnu
við Mál og menningu. Einnig er á
leiðinni bækhngur um slysavamir
sem gefinn er út í samvinnu við
Slysavarnafélagiö og Rauða kross-
inn.
„Þá eram við að athuga mögu-
leika á að setja upp faghóp lögfræð-
inga og annarra sérfræðinga í mál-
efnum barna. Slíkur hópur gæti
verið ráðgefandi fyrir foreldra svo
og börn. I þetta fólk væri hægt að
hringja og leita aðstoðar finnist
viðkomandi á sér og bömum sínum
brotið. Það era þvi fjöldamörg
verkefni fram undan og er stefnt
að því að takast á við þau eftir því
sem möguleikar era á,“ sagði Árt-
húr.
-JSS