Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1993, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1993, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1993. Kvikmyndir Eitt af ástaratriðunum úr nýjustu mynd Louis Malle. Ný mynd frá Louis Malle Þá er Louis Malle aftur kominn í sviðsljósið með nýjustu mynd sinni, Damage. Að venju fer Louis Malle óhefðbundnar leiðir þegar kemur að söguþræði myndarinnar. Hann tekur oft fyrir forboðna hluti í samfélaginu og ekki síst þá er snerta ástarsamband, eins og myndir hans Murmur of the Heart (1971), sem fjallaði um ástarsam- band móður við 14 ára gamlan son sinn, og The Lovers (1970), sem fjallaði um ástarsamband einmana eiginkonu við mun yngri mann. The Lovers olli miklum deilum í Bandaríkjunum sem endaði með réttarhöldum. Einnig má nefna myndina Pretty Baby (1978), sem gerði Brooke Shields fræga, en hún lék 11 ára gamla stúlku sem starf- aði í vændishúsi í New Orleans og kynntist ljósmyndara sem hún heillaði upp úr skónum. Líkt og margar aðrar myndir Louis Malle var Pretty Baby mjög umdeild á sínum tíma enda þótti efnið óvið- eigandi og sum atriðin ganga of langt. Bönnuð bömum Sama er upp á teningnum með Damage. Þegar myndin var sýnd kvikmyndaeftirMnu í Bandaríkj- unum þóttu sum atriðin of djörf svo að myndin hlaut hinn lítt eftirsótta Umsjón Baldur Hjaltason stimpil, NC-17, sem nýlega var komiö á fót þar vestra til aö að- greina almennar myndir, sem bannaðar eru bömum innan 17 ára, frá klámmyndum sem em merktar með X. Reynslan hefur hins vegar sýnt að kvikmynda- húsagestir gera sér ekki fyllilega grein fyrir þessrnn nýju merking- mn og líta á myndir merktar NC-17 sem klámmyndir þótt hér sé ein- göngu um að ræöa myndir sem falla undir R flokkinn (Bönnuð börnum undir 17 ára nema í fylgd meö fullorðnum) ef ástaratriöin em stytt um nokkrar sekúndur. Það neyddist Louis Malle til aö gera þótt gagnrýnendur, sem hafa séð upphaflegu útgáfu myndarinnar, fullyrði að þar sé ekkert sem ekki hefur sést áður á hvíta tjaldinu í myndum í R flokknum. Þess má geta að nokkrar umræður urðu um hvort Ógnareðli ætti að merkjast meö NC-17 eða R. Aðalleikendur Damage, þau Jeremy Irons og Juli- ette Binoche, viöurkenna þó að sum ástaratriöin hafi veriö erfið. „Eitt sinn, þegar Louis hafði lokið tökum á einu ástaratriðinu, litum við Juliette upp og sáum að kvik- myndatökuliðið starði á okkur eins og það hefði verið að horfa á King Kong háma í sig Empire State bygg- inguna. Ég hef aldrei unnið með öðru eins hði,“ var haft eftir Jer- emy Irons. Mikill harmleikur Irons leikin breskan þingmann í íhaldsflokknum að nafni Stephen Fleming sem hafði gifst til auðs og lifir nú ráðsettu lífi. Eiginkona hans er Ingrid (Miranda Richard- son) og saman eiga þau dóttur að nafhi Sally og soninn Martin sem er nýbyijaður lífsferil sinn sem blaðamaður sem lofar góðu. í einu af þessum leiðinlegu póhtísku hanastélum eru hins vegar örlög Stephen ráðin þegar hann hittir Önnu Barton sem er kærasta sonar hans. Á fyrsta stefnumóti þeirra er ekkert veriö að tvínóna við hlutina því þau hoppa strax upp í rúmið, sem verður að teljast mettími af Bretum að vera, og upp úr því hefst ástríðufuht ástarsamband sem þau reyna að halda leyndu af fremsta megni. Spilaborgin fellur Til aö reyna að koma reglu á ást- armál sín stingur Stephen upp á því að hann skhji við konu sína og flytji til Önnu. Hún ráðleggur hon- um frá þvi vegna þess að hann græði ekkert á því. Hún sé hans og muni ahtaf vera. Einnig býr í henni ákveðinn ótti eftir að bróðir hennar hafði framið sjálfsmorð vegna ástar sinnar á henni. En eins og svo oft hrinur sphaborgin og fallið er hátt. Stephen heldur aö hann geti komist upp með lífemi sitt en annað verður upp á teningn- um. Myndin er byggð á bók Josephine Hart og tryggði Louis Mahe sér kvikmyndaréttinn áður en bókin varð metsölubók. Myndin ber einn- ig merki handritshöfundarins sem er leikritaskáldið David Hare. Hon- um hefur tekist vel aö skila efni bókarinnar í handritinu og í hönd- um Louis Mahe verður útkoman ágætis mynd - fyrir þá sem hafa gaman af verkum Mahes. Harkan í fyrirrúmi Það er Harvey Keitel sem leikur í Reservoir Dogs. Það er erfitt fyrir óþekkta, unga leikstjóra að skapa sér nafn því samkeppnin er hörð. Þó virðist vera að myndast ný kynslóð eða að minnsta kosti hópur leikstjóra sem hafa sótt í þátíðina sér th fyrir- myndar og efniviðinn th mafíunn- ar og undirheima stórborganna. Þetta eru leikstjórar á borð við Quentin Tarantino með mynd sína Reservoir Dogs, Tom Kalin með Swoon, Stacy Cochran með My New Gun svo og þeir Abel Ferrara og Hal Hartley með myndimar Bad Lieutenant og Simple Men en síð- astnefndu félagamir em þó orðnir pínulítið meira sjóaðir sem leik- stjórar. Það sem einkennir myndir þessa hóps er miskunnarlaust ofbeldi og meiri raunsæisblær heldur en tíðk- ast í hefðbundnum Hohywood- myndum um sama efni. Raunar má segja að fyrirmynd þessara leikstjóra sé mynd þeirra Coens- bræðra, Ethan og Joel, sem bar heitið Blood Simple og var gerð 1984. Þeir tóku að mörgu leyti það besta úr evrópskri og bandarískri kvikmyndagerð og útkoman varð spennandi sakamálamynd um morð og leit leynhögreglumanns aö morðingjanum. Ámörkunum Líkt og í Blood Simple sýna þess- ir leikstjórar ahan óþverrann á hvíta tjaldinu því þannig gerast hlutirnir. Þeir eru ekkert að fela neitt, þetta er raunveruleikinn. Við lifum í hörðum heimi þar sem ekk- ert er sjálfgefið. Svo notfæra þessir leikstjórar sér einnig hve tækninni hefur fleygt fram við kvikmynda- gerð sem gerir þeim kleift aö setja á svið ótrúlegustu atriði og láta líta út sem raunveruleg, sem engum hefði dottið í hug að reyna jafnvel fyrir aðeins tíu árum. Það kemur kannski ekki á óvart að sami leikarinn leikur í tveimur af þessum myndum, eða Reservoir Dogs og Bad Lieutenant. Þetta er Harvey Keitel sem er þekktur fyrir að fara ótroðnar slóðir hvað viðvík- ur hlutverkavali. Hann hefur leikiö í stórmyndum á borö við Bugsy (1991) og The Two Jakes (1990), ein- földum myndum sem síðan skutust upp á vinsældalistana, eins og Thelma & Louise (1991) og Sister Act (1992), svo og óþekktum verk- um, eins og The Naples Connection (1985), Dear Gorbachev (1988) og Two Evil Eyes (1990). Þaö furðuleg- asta er að hann kemst upp með þetta og heldur ahtaf vinsældum sínum sem leikari. Spilltlögga ogbófagengi í Bad Lieutenant leikur Keitel gjörspihtan lögregluþjón sem er háöur eiturlyfjum og hefur fengið það verkefni að rannsaka nauðgun á nunnu sem gerðist í kirkju. í myndinni eru nokkur svo hrottaleg atriði að hún hefur verið bönnuð bömun innan 17 ára með NC-17 flokkuninni. Reservoir Dogs fjallar um hóp glæpamanna sem taka að sér að fremja demantsrán. Þeir þekkjast ekkert og nota því dulnefni og höfðu verið ráðnir th verksins af alræmdum glæpamanni. En lög- reglan kemur að þeim í miðju rán- inu sem endar með miklum skot- bardaga þar sem mannfah verður á báða bóga. Þeir sem komast und- an velta fyrir sér hvað fór úrskeið- is og hvort einhver hafi kjaftað í lögreglima. Þetta leiðir th blóðugs uppgjörs. Þessar myndir vom frumsýndar hvor sínum megin við áramótin vestanhafs og ættu því að koma í íslensku kvikmyndahúsin með hækkandi sól. Það verður einnig forvitnhegt að fylgjast með hvort svona efni á upp á pallborðið al- mennt hjá kvikmyndahúsagestum. Helstu heimildir: Sight and Sound, Variety, Entertainment Weekly Time Magazine.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.