Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1993, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1993, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1993. Sérstæð sakamál Hann kom út úrþokimni Nýja árið var að ganga í garð í Billingham á Englandi og kirkju- klukkurnar hringdu. En það voru færri á ferð en gera hefði mátt ráð fyrir og þeim fór fækkandi er leið á nýársnótt. Það hafði snjóað mikið og umferð var erfið. Og á eftir snjó- komunni fylgdi þoka. Áin Tees var ísilögð og snæviþakin. Vart var nokkur maður lengur á ferh er stórvaxin vera gekk þung- um skrefum eftir árbakkanum. Það marraði í snjónum. ^Veran stefndi í átt til miðborgarinar. Af og til staðnæmdist hún og leit í kringum sig til að átta sig á því hve langt hún væri komin. Sporin sem hún skildi eftir í snjónum voru svo stór að barni með ríkulegt ímyndunar- afl hefði mátt segja aö þar hefði snjómaðurinn ægilegi verið á ferð. Ólæst Veran hélt áfram göngunni en nokkru síðar kom hún að stóru ein- býhshúsi. Þá var komið fram undir morgun. Þama staðnæmdist hún, leit á húsið, kinkaði ánægjulega kohi og tók stefnuna beint á dyr hússins. Á efri hæð þess mátti greina daufa birtu í glugga, líklega frá náttlampa. Veran gekk að útidyrunum og tók í handfangið á hurðinni. Hún reyndist ólæst. Aftur kinkaði veran ánægjulega kolli, opnaði dyrnar til fuhs og gekk inn fyrir. Meö framréttar hendur gekk ver- an upp stigann og þegar hún kom upp á efri hæðina tók hún stefnuna á herbergiö sem ljósið logaði í. Þar lá væntanlegt fórnardýr sem átti sér einskis Uls von. Það myndi nú vakna í síðasta sinn á ævinni. Fyrir utan var enginn og því sá enginn þegar útidyrnar opnuðust aftur nokkrum mínútum síðar. Þá gekk veran enn þyngri skrefum en áður því á annarri öxlinni var hún með mann, bundinn og keflaðan. Og veran hvarf með hann fyrir húshomið og inn í þokuna. Illa leikið lík Næsta morgun var Margaret GiUard, þijátíu og níu ára, í eldhús- inu að heUa upp á kafíi og glóða brauð þegar dyrabjöUunni var hringt. Fyrir utan stóðu menn frá morðdeUd rannsóknarlögreglunn- ar. Þeir skýrðu henni frá því að maður hennar, John GiUard, hefði verið myrtur. „Myrtur?" hrópaði hún. „Hvers vegna skyldi einhver hafa vUjað myrða John?“ Maður Margaret, John, þijátíu og átta ára, hafði fundist látinn skömmu eftir dögun í stóru bfía- geymsluhúsi. Hann var í bU sínum og hafði verið stunginn tíu sinnum. Veski hans var horfið og úr hanskagólfinu hafði ýmislegt smá- vegis verið tekið. Eftir að hafa rætt við rannsókn- arlögreglumennina um stund féUst Margaret á að koma með þeim nið- ur á lögreglustöð tU að veita frek- ari upplýsingar og gefa skýrslu. Þar lýsti hún því yfir að hún hefði ekki undrast þótt maður hennar hefði ekki komið heim um nóttina því hann hefði átt sér vinkonur sem hann væri stundum hjá um nætur. Aíbrýðisemi? Þegar þessi yfirlýsing lá fyrir vaknaði með rannsóknarlögreglu- mönnunum sá grunur að um morð vegna afbrýðissemi kynni að vera að ræða. Þótti hugsanlegt að John GiUard hefði haldið við gifta konu eða trúlofaða stúlku og því gæti eiginmaöur eða unnusti hafa veriö aö verki. Ákveðið var því að ræða við sem flesta af vinum og kunn- ingjum Johns til að reyna að kom- ast að því hverjar vinkonur hans hefðu verið. En það varö brátt fleira sem rannsóknarlögreglumönnunum fannst að athuga þyrfti. John GiU- ard var sagður hafa verið snyrti- menni. En þegar líkið af honum fannst var slifsið skakkt, skyrtan rangt hneppt og önnur skóreimin hafði ekki verið bundin. Þá var enginn miði frá bUageymslunni í bílnum. Samt hafði honum verið lagt við hUðina á miðakassanum. „Hafi hann farið úr bUnum ein- hvem tíma frá miðnætti tíl dögun- ar hefði hann vafalítið keypt sér miða og haft hann á sér þegar hann sneri aftur tU bUageymslunnar," sagði einn rannsóknarlögreglu- mannanna við félaga sína. „Og svo er það annað. Kona hans sagði að þegar hann hefði farið að heiman um kvöldið hefði hann verið róleg- ur, kvatt hana með kossi og boðið henni góða nótt. Getur verið aö ein- hver annar hafi klætt hann í fötin?“ Gagnkvæm ótryggð Er farið hafði verið yfir þessi atr- iði nokkrum sinnum þótti á ný ástæða tU að ræða við Margaret og kanna hagi þeirra hjóna betur. Kom þá í ljós að John GUlard hafði verið líftryggður fyrir hálfa mUIjón punda en það er jafnvirði um fjöru- tíu og fimm mUljóna króna. Skyldi tryggingarféð renna til konu hans að honum látnum. Að vísu var það rétt að John hafði átt allmargar vinkonur en athugim leiddi í Ijós að kona hans hafði ekki átt sér færri elskhuga. Rannsókn- arlögreglumennimir fóm nú milli kráa og danshúsa í borginni og brátt lá fyrir að Margaret hafði haft það fyrir venju á fóstudags- kvöldum að fara í bæinn ásamt vin- konum sínum til þess að ná sér í mann. Eftir að einni vinkvenna hennar hafði verið heitið því að ekki yrði skýrt frá nafni hennar lýsti hún yfir því að Margaret hefði verið afardugleg við að ná sér í elskhuga. Fyrrverandi fallhlífarhermaður Ein vinkvennanna gat svo skýrt frá því að um hríð hefði Margaret átt Ivor Barret, þijátíu og sex ára og fyrrum fallhlífarhermann, fyrir elskhuga. Hann var þá dyravörður í diskóteki í borginni. Rannsóknarlögreglumönnunum fannst í fyrstu heldur óliklegt að Barrett væri morðinginn. Hann var að vísu gríðarmikUl vexti og sterkur en af honum fór engu að síður orð fyrir ljúfmennsku. Hann var kunnur fyrir að hjálpa gömlum konum heim eftir spilakvöld eða þá yfir götuna við skrifstofu al- mannatrygginga, ætti hann leið þar hjá þegar þær voru að sækja ellilifeyrinn sinn. Virtist öllum sem tíl hans þekktu bera saman um að hann væri í raun afarstórvaxið prúðmenni. En þegar farið var að kanna ferð- ir hans síðustu vikurnar kom greinUega í ljós að Margaret GUl- ard hafði margoft komið í heim- sókn tU hans. Féll saman Ivor Barett var tekinn til yfir- heyrslu. í fyrstu neitaði hann með öUu að þekkja nokkuð til Margaret GUlard. En honum var brátt sýnt fram á að ekki þýddi fyrir hann að halda því fram að þau þekktust ekki. Mörg vitni væru að því að þau hefðu hist. Þá missti Ivor móðinn og gerði játningu sína. Hann sagði að Margaret hefði ákveðið að myrða mann sinn en ástæðan hefði ekki verið ótryggð hans. Hún hefði vUjaö komast yfir líftryggingarféð. En hún hefði ekki getað ráðið mann sinn af dögum hjálparlaust. Á nýársnótt, eftir að maður henn- ar var háttaður og sofnaður, hafi hún farið niður á neðri hæðina og snúið lyklinum í skrá útihurðar- innar svo að Ivor Barrett kæmist inn. Hann hafi gengið að húsinu í þokunni, komið að John Gillard í svefni, vakið hann og skipað hon- um að klæða sig í flýti. Með aðstoð Margaret sagðist Ivor síðan hafa bundið og keflaö John, tekið hann á öxl sér og gengið með hann út úr húsinu. Þegar fyrir húshomið var komið hafi hann lagt John í aftursætið á bU hans en síð- an ekið burt með hann. Morðið Meðan Ivor ók burt með John bjó Margaret um rúm manns síns svo það bæri þess engin merki að hann hefði sofiö í því um nóttina. Ivor ók út fyrir borgina, á fáfar- inn óbyggðan staö. Þar lagði hann bUnum. John GUlard, sem lá í aft- ursætinu aUa leiðina, horfði skelfd- ur á hann. Og til þess reyndist hann hafa fufía ástæöu því skyndilega tók Ivor fram hníf og stakk hann hvað eftir annað. Ivor ók því næst bUnum að bíla- stæðishúsi í miðborg Billingham. Hann lagði bílnum við hliðina á miðakassanum en tók síðan líkið úr aftursætinu og lagði það í fram- sætið. Þá losaði hann reipið af því og fjarlægði klútinn sem hann hafði keflað fómardýrið með. Síöan tók Ivor veski Johns og nokkra hluti úr hanskahólfinu svo að lög- reglan héldi að um rán hefði verið að ræða. Var ætlun hans að láta líta svo út að einhver hefði ráðist að John er hann var í þann veginn að kaupa sér miða að bUageymsl- unni. Að þessu loknu yfirgaf Ivor Ba- rett bílinn og gekk á ný út í þokuna. Nokkrum klukkustundum eftir að játningin lá fyrir komu rann- sóknarlögreglumenn á heimUi Margaret GUlard og handtóku hana. Hún var á ný tekin til yfir- heyrslu og að henni lokinni var málið fengið saksóknaraembætt- inu sem gaf skömmu síðar út morðákæm á hendur henni og Ivor Barrett. Dómurinn yfir þeim var sá þyngsti sem hægt var að kveða upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.