Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1993, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1993, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1993. 25 Norska lögreglan í vanda við rannsókn á víðtæku nauðgunarmáli: Sönnunargögn öll frá ungum bömum - virðingarverðir borgarar hnepptir í varðhald fyrir samtök um bamanauðganir Knut Kvidaland, sóknarprestur í Bjugn, hefur fylgst grannt með málinu. Han segir að fólkið í bænum hafi styrk til að þola það sem nú gengur á þótt illa líti út um tíma. „Það eina bitastæða í sönnunar- gögnum lögreglunnar eru upplýs- ingar sem fengnar eru við yflrheyrsl- ur á ungum bömum. Rétturinn getur ekki notað þessi gögn til að halda fólki í varðhaldi þótt þar með sé ekki verið að segja að máhð sé tilhæfu- laust," segir í úrskurði héraðsdóms í Syðri-Þrændalögum í Noregi þegar þremur af sex sakbomingum í einu grófasta nauðgunarmálinu i sögu landsins var sleppt nú í vikulokin. Dómararhika við að taka afstöðu Dómarar í réttinum era tvístígandi vegna þess að svo kann að fara að allt málið reynist á misskilningi byggt. Taka þarf afstöðu til þess hvort vitnisburður ungra bama - allt niður í sjö ára - dugar til að sak- fella fólk. Lögreglan er ekki í vafa en dómaramir hika. Nauðgunarmálið kom upp í smá- bænum Bjugn í Syðri-Þrændalögum á síðasta ári. Sakargiftimar era slík- ar að fólk setur hljótt þegar frá þeim er greint. Þremur körlum og þremur konum er gefið að sök að hafa haft með sér samtök um kynferðislegt samneyti við böm á bamaheimili staðarins. í hópnum era tvær fóstrur, einn karlkyns starfsmaður barnaheimil- isins og kona hans. Þá er sagt að hreppstjórinn hafi verið höfuðpaur- inn í glæpnum. Lögreglan segist vita með vissu að 21 bam hafi lent í klóm fólksins. Sum þeirra vora komin á skólaaldur en ekkert þó eldra en 14 ára. Teikningar barnanna þóttu grunsamlegar Grunur um að ekki væri allt með felidu á bamaheimilinu kom upp á síðasta vori þegar myndir, sem böm- in teiknuðu, þóttu bera með sér að þau hefðu orðið fyrir óvenjulegri reynslu. Þá þegar var hafist handa við að rannsaka málið og það hefur verið að vinda upp á sig æ síðan. Krafa lögreglunnar um gæsluvarð- hald yfir fólkinu nú í vikunni er öðra fremur reist á framburði sjö ára gamailar stúlku sem lýsti því sem fyrir hana kom við fjögurra tíma yf- irheyrslu. Saga hennar var tekin upp á myndband og það lagt fram með kröfunni um gæsluvarðhald. Fólkið var allt þegar í stað handtek- ið en konumar látnar lausar í gær eftir að héraðsdómur hafði skoðað máhð gaumgæfilega. Sakboming- amir segjast allir saklausir og lög- menn þeirra halda því fram að lög- reglan sé komin út á mjög hálan ís þegar framburður bama er látinn ráða örlögum fólks. Lögreglan svarar því til að læknar hafi verið kallaðir til og að þeir hafi ekki viljað útiloka misnotkun á böm- unum. Settur sýslumaður í Syðri- Þrændalögum hefur einnig gefið í skyn að málið sé alvarlegt því hann sagði á blaðamannafundi að orðið „misnotkun" væri mjög væg lýsing á því sem gerðist. Nomaveiðar segir lögmaðurinn Christian Wiig er lögmaður mannsins sem vann á bamahemilinu og konu hans. Lögmaðurinn hefur verið mjög harðorður í garð yfir- valda og talar um nomaveiðar og réttarmorð. Hann segir að málið afit sé sprottið úr ímyndunum bamanna. Grunur beindist í upphafi að skjól- stæðingum hans einum en lögreglan fann síðar vísbendingar um að fleiri hefðu verið í vitorði með þeim og jafnvel ráðið ferðinni. Lögmaðurinn segir að mikil móð- ursýki hafi gripið um sig í Bjugn eft- ir að málið kom upp og að lögreglan hafi ekki lengur stjóm á gerðum sín- um. Almenningur kreflist refsinga án þess að vita hvort framburður bamanna eigi nokkra stoð í veruleik- anum. Þetta líkist helst nomaveiðum og þær hafi nú staðið í tíu mánuði. Umræddur hreppstjóri segir að um samsæri gegn honum sé að ræða. Hann eigi marga óvildarmenn í hreppnum og þeir hafi ekki fundið annað ráð betra til að koma honum úr embættí en að Ijúga upp sökum um bamanauðganir og ósiðsemi. Hann hefur því lýst sakleysi sínu. Lögreglan hefur ekki viljað skýra nákvæmlega frá því sem gerðist og ekki hvar meint brot vora framin. Þetta hefur leitt til þess að ýmsar getgátur era uppi mn atvik og ýmsar ærið ósennilegar. Svo rammt kveður að söguburðinum að sveitarstjómin hefur látið loka bamaheimilinu og forða bömunum frá ónæði frá for- vitnu fólki. Flokksformaður vill fara með gát Og málið heldur ekki aðeins vöku fýrir Þrændum. Búið er að ræða það á þingi og Carl I. Hagen, formaður Framfaraflokksins, hefur krafist þess að ríkissaksóknara verði falið að sækja málið enda séu heimamenn allir of tengdir aðilum málsins til að geta sinnt þvi af viti. Hagen hefur lýst því yfir að hættan á „réttarmorði“ og misbeitineu á valdi lögreglunnar sé svo mikil að ekki verið við annað unað en óvil- hallir menn taki að sér rannsókn og málsókn. Bamavemdarsamtök í Noregi hafa einnig látið máhð til sín taka. For- maðurinn, Helge Michalsen, segir að lögreglan geti auðveldlga komist að því hvort bömin segi satt og rétt frá. Sé um ímyndanir bamanna að ræða verði þau fljótt tvísaga. Hann segir einnig að líkumar á lygum minnki eftir því sem bömin era yngri. Fyrir komi að unglingar á kynþroskaskeiði skáldi upp sögur af þessu tagi en ung böm geri það ekki nema í algerum undatekningartil- vikum. Helge bendir á að hver svo sem niðurstaða dómstóla verði á endan- um þá hafi umrædd böm orðið fyrir óbætanlegu tjóni. Sé sagan sönn þá sé ljóst að bömin hafi orðið fyrir mikilh ógæfu sem muni fylgja þeim aUa ævi. Reynist frásögn barnanna ekki á rökum reist þá er það vissulega mik- il ógæfa fyrir fólkið sem saklaust hefur verið sakað um gróf kynferðis- afbrot. Bömin séu þá líka þolendur vegna umtalsins sem máÚð hefur hlotíð - það muni fylgja þeim eins og skugginn hver sem niðurstaðan verður. Ásakanir sem ekki eiga sérhliðstæðu Norskir lögmenn segja að Bjugn- málið eigi sér enga hliðstæðu í norskri réttarfarssögu. Svo alvarleg- ar ásakanir hafi aldrei verið bomar fram á hendur fólki. Öll þjóðin fylg- ist grannt með tíðindum frá Bjugn og nafn staðarins er nú á allra vörum þótt heimamenn kjósi fremur þögn- ina sem áður var. -GK 10-30% afsláttur Nú er tækifærið að fá sér glæsileg húsgögn á góðu verði Opið alla daga kl. 10-19 Húsgagnaverslunsemkemuráóvart i GARÐSHORN 4? húsgagnadeild v/FossvogskirkJugarð, sfmar 16541 og 40500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.